Fréttablaðið - 12.07.2008, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 12.07.2008, Blaðsíða 23
][ Verið er að leggja lokahönd á fimmtíu og fimm feta víkinga- skip sem gegna á hlutverki skemmtisnekkju. Sigurjón Jónsson, tæknifræðing- ur og annar eigenda skipasmíða- stöðvarinnar Skipavík í Stykkis- hólmi, er hugsuðurinn á bak við víkingasnekkjuna sem verið er að smíða, en fyrsta skipið verður tilbúið eftir fáeinar vikur. Sigur- jón veit ekki til þess að svona skip hafi áður verið smíðað í heiminum en hugmyndin er að smíða svona snekkjur eftir pönt- unum og selja. „Markhópurinn er hinir velefnuðu, því skip af þess- um toga mun kosta um tvö hundr- uð milljónir króna. Stærð skip- anna mun svo fara eftir óskum og þörfum kaupenda, en líklega munum við ekki smíða þau minni en kynningareintakið okkar sem við erum að klára,“ útskýrir Sigurjón. Sigurjón hannaði snekkjuna sjálfur, en hann fékk hugmynd að henni á siglingum sínum um Mið- jarðarhafið. „Ég sigli mikið á hvítu plastskútunni minni en ég var orðinn ansi leiður á þannig skútum og vildi sjá meira úrval. Mér fannst þannig liggja beint við að smíða nútíma víkinga- skip,“ segir Sigurjón. Það er Skipavík sem byggir snekkjuna en Sigurjón fjármagnar smíðina. Í snekkjunni verða þrjár káetur, allar með sérbaði, hver með svefnpláss fyrir tvo. Eldhús og matsalur verður um borð, svo og allur sá munaður sem hægt er að hugsa sér. Skrokklag snekkj- unnar er hið sama og Gaukstaða- skipið og verður hún öll byggð úr mahóní. „Þetta er háklassaskip sem byggt er í klassa hjá þýska Lloyd en það þýðir að gæðaklass- inn er mun hærri en á venjuleg- um skemmtisnekkjum,“ segir Sigurjón. klara@frettabladið.is Eitt sinnar tegundar Línurnar eru óneitanlega stórbrotnar og fallegar. Fyrsta eintakið ætti að verða klárt eftir þrjár til fjórar vikur. Sigurjón Jónsson er hugsuðurinn á bak við víkingasnekkjuna. París er borg sem allir ættu að heimsækja. Göturnar, menningin og matur- inn eru bara lítið brot af því sem hægt er að njóta í þessari fallegu borg. Ferðafélagið Vesturferðir stendur fyrir gönguferðum með leiðsögn frá Aðalvík til Hesteyrar alla þriðjudaga í sumar. Gönguferðir Vesturferða milli Aðalvíkur og Hest- eyrar hefjast á siglingu frá Ísafirði að Sæbóli í Aðalvík klukkan 9. Gengið er að kirkju sem stendur í Staðardal og þaðan er gengið upp Fannadal og inn Hesteyrarbrúnir að Hest- eyri. Sagan liggur við hvert fótmál en á Hest- eyri var Hvalveiðistöð og í Aðalvík stóðu tvær herstöðvar í seinni heimstyrjöldinni. Mikið útsýni er á leiðinni og vel sést um Djúp, Jökulfirði og upp á Drangajökul. Gangan er sögð miðlungserfið en hún er um 14 kílómetra löng og tekur um 12 klukku- stundir. Hafa skal með sér nesti og skjól- fatnað og ganga á gönguskóm. Á leiðinni þarf að vaða yfir Sléttuá svo gott er að taka með sér vaðskó og handklæði. Til að skrá sig í ferðina skal fara inn á heimasíðu Vesturferða, www.vesturferdir.is - rat Hesteyrargöngur í hverri viku í sumar Gengið verður milli Aðalvíkur og Hesteyrar alla þriðjudaga í sumar. MYND/ÍSAK ÖRN SIGURÐSSON BÍLALEIGUBÍLAR SUMARHÚS Í DANMÖRKU Sumarhús Útvegum sumarhús í Danmörku af öllum stærðum Fjölbreyttar upplýsingar á www.fylkir.is LALANDIA - Rødby Lágmarksleiga 2 dagar. LALANDIA - Billund Nýtt frábært orlofshúsahverfi rétt við Legoland. Ódýrari bílaleigubílar fyrir Íslendinga. Bílar frá dkr. 1.975.- pr. viku. Innifalið í verði; ótakmarkaður akstur, allar tryggingar, engin sjálfsábyrgð. ( Afgr.gjöld á flugvöllum). Höfum allar stærðir bíla, 5 – 7 manna og minibus 9 manna og rútur með eða án bílstjóra. Allra síðustu sætin! Heimsferðir bjóða frábært tilboð á síðustu sætunum til Montreal 6. og 13. júní. Þetta er einstakt tækifæri til að njóta lífsins í þessari stórkostlega spennandi borg sem er önnur stærsta borg Kanada. Í borginni mætast gamli og nýi timinn, rík sagan og iðandi nýbreytnin á einstaklega skemmtilegan hátt. Það er frábært að skoða sig um, versla og njóta lífsins í Montreal; fallegar byggingar, endalaust úrval verslana og veitingastaða og mjög hagstætt verðlag. Gríptu tækifærið og smelltu þér til Montreal og njóttu þess besta sem þessi spennandi heimsborg hefur að bjóða. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 Akureyri • sími 461 1099 • www.heimsferdir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.