Fréttablaðið - 12.07.2008, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 12.07.2008, Blaðsíða 48
24 12. júlí 2008 LAUGARDAGUR GÓÐ VIKA / SLÆM VIKA KLEMENS ÓLAFUR ÞRASTARSON KÍKIR Í ERLEND BLÖÐ HELGARKROSSGÁTAN Lausn krossgátunnar, ásamt eldri gátum og lausnum, er birt á vefnum, www.this.is/krossgatur 99 kr .s m si ð 99 k r. sm si ð Dæmi hvernig SMS gæti litið út ef svarið er Jón: i i i li i i : Þá sendir þú SMS-ið: JA LAUSN JON i i : Þú gætir unnið Jumper á DVD! Þú sendir SMS skeytið JA LAUSN LAUSNARORÐ á númerið 1900! Leystu krossgát una! Góð vika fyrir … … Baltasar Kormák. Hvern dreymir ekki um að fá að vinna með átrúnaðargoðinu sínu? Baltasar Kormákur fékk draum sinn uppfylltan í vikunni þegar hann réð leikskáldið og kvik- myndaleikarann Sam Shepard til að fara með viðamikið hlut- verk í Hollywood-mynd sem Baltasar er að taka í Nýju-Mex- íkó. Shepard leist þrusuvel á handritið og Baltasar var hrærður enda ekki amalegt að fá hrós frá einu virtasta leikskáldi veraldar. … hjúkrunar- fræðinga. Það stefndi ekki í góða viku hjá hjúkrunarfræð- ingum sem ætl- uðu í yfirvinnu- bann á fimmtudag ef samningar um betri kjör næð- ust ekki. Á ell- eftu stundu tókst að semja og nú mega hjúkrunar- fræðingar vel við una því launin hækka og yfirvinnustundunum fækkar. Þeir hjúkrunarfræð- ingar sem voru staddir í Karphúsinu á miðviku- dagskvöld þegar málið var í höfn höfðu einnig ástæðu til að kætast enn frekar því boðið var upp á dýrindis vöfflur í tilefni dagsins. Þótti það ljúf til- breyting frá sjúkrahúsmatnum. … leikkonuna Anitu Briem. Hún leikur eitt aðalhlutverk- anna í bíómyndinni Journey to the Center of the Earth sem var frumsýnd vestan hafs fyrir rúmri viku síðan. Alla vikuna mátti fylgjast með fréttum af því hvernig gagnrýnendur lofuðu frammistöðu Anitu. Einn þeirra sagði hana reynda kalda eins og jökul en Anita hefur varla látið það eyði- leggja fyrir sér vikuna. Slæm vika fyrir … … Guðmund Þórodds- son. Orkuveitufor- stjórinn fyrrverandi fékk heldur óskemmti- legt bréf frá Orkuveit- unni á miðvikudaginn. Þar var þess krafist að Guðmundur afhenti fundargögn sem hann átti að hafa tekið í leyfisleysi eftir að samið var um starfslok hans í maí. Til að bæta gráu ofan á svart var honum einnig gert að skila GSM- símanum sínum og Toyota Land Cruiser sem hann hafði til umráða. Greyið maðurinn var í laxveiði þegar hann fékk þessar miður skemmtilegu fréttir. Vonandi hefur hann náð að landa eins og einum laxi – svona svo vikan sé nú ekki alveg ónýt. … krakkana á smíða- vellinum við Hólma- sel í Breiðholti. Oft er sagt að börnin séu afgangsstærð í þjóð- félaginu en nú eru menn beinlínis farnir að gefa skít í þau. Rífa hefur þurft þrjá kofa á smíðavellinum við Hólmasel vegna þess að einhver hafði gert sér að leik að kúka í þá. Fyrr má nú vera ósvífnin. … hina látnu og ófæddu. Fær maður hvergi frið? Veslings fólkið sem bíður þess í líkhúsinu að vera lagt til hinstu hvílu getur víst átt von á því að vera dregið fram sem sýning- argripir fyrir vinnuskóla- krakka. Þvílík leiðindi. Og svo eru það blessuð börn- in, þessi ófæddu það er að segja. Þessa vikuna eins og þær fyrri hímdu þau áhyggjufull í móðurkviði og kviðu því að enginn yrði til staðar til að taka á móti þeim þegar þau loksins hætta sér í heiminn. Enn segja ljósmæður upp störfum og ekkert miðar í kjaradeilu þeirra og ríkisins. Margt er rætt um Kenía þessa dagana og fer tvennum sögum af ástandinu þar. Eitt er víst. Tveir þingmenn þar létu lífið í flugslysi í vikunni. Þeir voru í flokki Railas Odinga for- sætisráðherra. Hann Paul Ramses starfaði ein- mitt fyrir þann flokk, sem heitir því skemmtilega nafni Appelsínu-lýð- ræðishreyfingin, skammstafað OMD. Appelsínu- hreyfingin er svo kölluð, því merki appelsínu var prentað á kjör- seðla í einhverri þjóðaratkvæða- greiðslu og merkti já, það er stjórnarand- stöðuna. Bananinn stóð fyrir nei-flokkana. Stærsti flokkur andstöðunnar er síðan kenndur við sítrusinn. Og kominn í stjórn með banönum. Með vélinni fórst Kones vega- málaráðherra og Laboso aðstoðar- innanríkisráðherra. Þá fórst flug- maður og öryggisvörður. Laboso var ein átján kvenna á þinginu í Kenía. Hún var kölluð Tígrisynjan og barðist meðal ann- ars gegn umskurði stúlkna. Samgönguráðuneytið segir vél- ina hafa flogið í slæmu skyggni. Svo slæmu, að hún hafi hrapað úr 9.000 feta hæð og niður. Kenískar bloggsíður eru fullar samsæriskenninga vegna þessa. Kibaki bananaforseti, valdameiri en forsætisráðherrann, er sagður á bak við ódæðið. Kibaki var lýstur sigurvegari í tvísýnum kosningum í desember, en samdi við Raila Odinga. Þeir steyptu saman stjórn. Áður en þeir komu sér niður á þetta áttu þeir í blóðugri baráttu, sem kveikti í fornum ættbálka- deilum og kom af stað lítilli borg- arastyrjöld. Allt að 600.000 hafa flúið heimili sín og um þúsund manns myrt. Tómt mál mun vera að tala um stjórnarsamstarf í landinu. Hægt og rólega eigi að gera út af við framfarasinnaðar appelsínur. Óhöpp í flugi í Kenía eru reyndar algeng. Og flugslys ken- ískra stjórnmálamanna svo tíð að þeim hafi verið bannað að fara margir saman í vél. Lína ríkisstjórnarinnar er sú að ekkert ami að í Kenía. Flóttamenn- irnir 600.000 skuli bara koma heim og hætta þessu væli. En þeir segjast á móti van- treysta lögreglunni og kalla hana morðsveit. Hún hafi sálgað minnst 500 manns síðan í kosningunum. Rætt er um að OMD slíti stjórn- arsamstarfinu. Spilltir morðban- anar hafi ríkt of lengi í skjóli app- elsínunnar. Í vikunni skilaði svo Kaliforníu- háskóli sinni skýrslu um títtnefnd- ar kosningar. Raunverulegur sigurvegari var víst Raila Odinga, ekki Kibaki. Þetta ætti því frekar að heita app- elsínulýðveldi. Appelsínulýðveldið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.