Fréttablaðið - 17.07.2008, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 17.07.2008, Blaðsíða 29
FIMMTUDAGUR 17. júlí 2008 3 Ávextir í fótbolta FÓTBOLTASKÁL MEÐ STÆL. Þrátt fyrir að EM sé lokið þetta árið þá er tilvalið fyrir fótboltaunn- endur að verða sér úti um þessa skemmtilegu fótboltaskál. Hún hentar vel fyrir ferska ávexti og annað smálegt en skálin er mótuð eftir alvöru fótbolta sem lofti hefur verið hleypt úr. Þrátt fyrir að skálin líti út eins og alvöru fótbolti þá mælum við ekki með að í hana sé sparkað eða hún látin skoppa þar sem þessi bolti er úr keramiki. Hægt er að fá sams konar skál sem lítur út eins og körfubolti á 35 pund í vefversl- un SUCK UK á http://www.suck. uk.com. - hs Fótboltaskálin er eins og loftlaus bolti í laginu enda mótuð eftir raunverulegum bolta. Bílskúrinn – eiturefni Í bílskúrnum er oft fullt af sterkum hreinisefnum, leysi- efnum, olíu og málningu fyrir hitt og þetta sem snertir húsið og bílinn. Ósjaldan eru hálftóm, full eða hálffull ílöt geymd árum saman í opnum hillum, til þess eins að henda þeim ein- hvern tíma síðar. Eld- hætta stafar af efnunum og betra er að losa sig við þau ef ekki eru mikl- ar líkur á því að þau verði notuð. Það er mik- ilvægt að koma slíkum efnum í rétta förgun og alls ekki fleygja þeim í venjulegt heimilissorp. Oftar en ekki er um eitur fyrir umhverfið að ræða. Hreinsiefni sem hleypt er lausum í umhverf- ið eru miklir skaðvaldar. Efnin hverfa ekki þegar þau eru komin í niðurfallið eða ruslið heldur enda þau einhvern tíma í grunn- vatninu eða í hafinu. Sorpstöðv- arnar taka á móti slíkum efnum og Efnamóttakan sér um að farga þeim á viðeigandi hátt. Efnin eru áfram virk og geta skaðað lífríkið í langan tíma. Að efni brotni niður í umhverfinu segir þó ekki allt um hversu fljótt þau gera það og einnig geta niðurbrotsefnin verið skaðlegri en uppruna- legu efnin. Öruggast er að forðast notkun óþarfa efna og nota vistvæn efni þegar nokkur kost- ur er. Vistvæn hreinsifefni eru nú til í miklu úrvali og mörg þeirra umhverfisvott- uð. Efni eins og ensím eru nátt- úruleg prótín sem framleidd eru af lifandi örverum sem flýta ferli niðurbrots sjálfrar náttúr- unnar. Einnig er til umhverfis- merktur þynnir, kvoðuhreinsir, penslasápa, málning og bíla- hreinsiefni svo fátt eitt sé nefnt. Það eina sem við þurfum að gera er að velja frekar vistvæn efni, þannig erum við að taka ábyrgð gagnvart jörðinni og okkur sjálfum. Þegar þú kaupir inn og sérð ekki vistvæn efni fyrir það sem þig vantar, spurðu þá sérstaklega hvort þau séu til. Ef allir gera það verða vistvænu efnin í hillunum innan tíðar. Meira um bílinn og alla hluti í bílskúrnum á: http://www.natturan.is/husid/1261/ GÓÐ RÁÐ fyrir þig og umhverfið Náttúran.is - vefur með umhverfisvitund Viðhaldsfríar ÞAKRENNUR Smiðjuvegi 4C Box 281 202 Kópavogur Sími 587 2202 Fax 587 2203 hagblikk@hagblikk.is www.hagblikk.is Varmaskiptasamstæður loftræstistokkar og tengistykki Hágæða HAGBLIKK ehf. Þegar hús eru klædd með „viðhaldsfrírri“ klæðningu er nauðsynlegt að nota „viðhaldsfríar“ þakrennur. Rennurnar frá Grövík Verk í Noregi eru gerðar úr 0,9 mm áli og tærast ekki, ryðga, né brotna. Fyrsta rennan var framleidd árið 1956 og er enn í notkun. Litir til á lager: Svartar, hvítar, rauðbrúnar og ólitaðar. A u g l. Þ ó rh ild ar 1 4 6 0 .2 4 ÞAKSPRAUTUN ehf Þarf að vinna í þakinu í sumar en hefur ekki tíma ? Því ekki að láta það í hendur fagmanns ? Sérhæfi mig í sprautun á öllu bárujárni sem gefur einstaka áferð Uppl. í síma 8975787
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.