Fréttablaðið - 17.07.2008, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 17.07.2008, Blaðsíða 54
34 17. júlí 2008 FIMMTUDAGUR menning@frettabladid.is Kl. 20 Skapandi sumarhópar Hins hússins halda lokahátíð sína í Ráðhúsi Reykjavíkur í kvöld kl. 20. Á hátíðinni má sjá alla hópa sumars- ins koma fram og veita innsýn í starf sitt og afrakstur þess. Skap- andi sumarhópar veita ungu listafólki tækifæri til þess að starfa á launum að listsköpun sinni og skemmta borgarbúum í leiðinni með listviðburðum. Myndskreyttu hellarnir í Lascaux í Frakklandi eru enn í bráðri hættu, en skýrt var frá því í vetur að dularfull sveppasýking fannst á veggjum hell- anna. Sveppirnir mynda svarta bletti á veggjunum og ógna þannig ómetan- legum hellamálverkum sem talin eru vera allt að því 17.000 ára gömul. Yfirvöld í Frakklandi hafa reynt ýmsar aðferðir til þess að útrýma sveppa- sýkingunni án þess að skemma myndirnar, en allt hefur komið fyrir ekki og sveppirnir hafa haldið áfram að dreifa sér. Nú er svo komið að Unesco, menningarnefnd Sameinuðu þjóðanna, hefur blandað sér í málið og ógnar nú frönskum stjórnvöldum með þeirri niðurlægingu að setja hellana á skrá yfir menningarverðmæti í hættu ef ekkert verður að gert fljótlega. Unesco hefur gefið frönskum stjórnvöldum hálft ár til þess að bjarga hellun- um, en ef að sveppasýkingin verður enn til staðar að þeim tíma liðnum verða hellarnir skráðir sem í hættu. Sem stendur eru 31 menn- ingarverðmæti á hættulista Unesco, en af þeim er aðeins eitt í Vestur-Evrópu. Frakkar gætu því beðið talsverðan álitshnekki í Evrópu ef að hellarnir kæmust á listann, ekki síst þar sem ljóst er að með fyrir- hyggju hefði mátt koma í veg fyrir að skemmd- irnar yrðu svo miklar sem raun ber vitni. Þó er ekki fyllilega vitað hvað veldur sveppasýk- ingunni, en talið er að hún hafi kviknað í kjölfar þess að loftræstikerfi var komið fyrir í hellunum. -vþ Hálft ár til stefnu HELLAMYNDIR Í LASCAUX-HELLUNUM Ein elstu menningarverðmæti heimsins. > Ekki missa af … sýningu myndlistarmanns- ins Stefáns-Þórs í Aðalsafni Borgarbókasafns Reykjavíkur, Tryggvagötu 15, en henni lýkur nú um helgina. Sýningin nefn- ist Táknmyndir úr tilverunni og á henni má sjá fjölda málverka sem tengjast á einhvern hátt táknum og myndrænni framsetningu hinna ýmsu trúarbragða. Á vegum hafsins er heiti sýninga á verkum Jóhönnu Bogadóttur sem standa nú yfir á tveim stöðum á Siglufirði. Önnur er í Gallerí Gránu Síldarminjasafninu og hin í Ráðhússalnum. Þarna eru málverk, grafík og teikningar sem falla að þema um hafið og lífsbaráttuna en það hefur löngum verið mikilvægt í verkum Jóhönnu. Hughrifin eru bæði sprottin úr uppruna og uppvexti í Vestmannaeyjum og á Siglufirði og frá ferðum á framandi slóðir. Átökin við náttúruöflin eins og við þekkjum þau hér á norðurslóð- um geta vissulega einnig verið myndlíking fyrir lífs- baráttu mannsins hvar sem er í veröldinni. Hughrif utan úr heimi, frá suðrinu eru líka þáttur í þessari sýningu. Hluti verkanna er unninn úr skissum frá vesturströnd Afríku, frá vinnustofudvöl á strönd- inni í Benin þar sem róið er til fiskjar á opnum bátum frá brimsorfinni hafnlausri strönd. Einnig frá skoðunar- ferðum í byggð á staurum úti í vatni sem minna óneit- anlega á staurabyggð síldarplananna. Einnig eru sýnd- ar ljósmyndir frá vesturströnd Afríku til að sýna tengslin. Jóhanna hefur sýnt víða um heim og hafa verk eftir hana verið keypt á söfn og stofnanir ýmissa landa. Hún hefur sýnt áður á Siglufirði, um fimm sinn- um og dvaldi þar oft sumarlangt á bernsku- og æskuár- um og tók þátt í síldarævintýrinu sællar minningar. Sýningin á Gránulofti Síldarminjasafnsins er opin á opnunartíma safnsins en sú í Ráðhúsinu alla daga frá kl. 16:00 til 18:00 og standa þær til 4. ágúst. Hafið bláa hafið MYNDLIST Jóhanna Bogadóttir á sýningu verka sinna á Siglufirði. Tríó Andrésar Þórs stígur á svið í Sólheimakirkju á laugardag og flytur þar djassstandarda úr öllum áttum. Útsetningarnar eru líflegar og má því búast við skemmtilegum og fjörugum tónleikum. Andrés er með meistaragráðu í djassgítarleik frá Konunglega Listaháskólanum í Den Haag í Hol- landi og hefur verið virkur í íslensku tónlistarlífi eftir að hann fluttist aftur heim frá Hollandi. Andrés leikur til dæmis með hljóm- sveitunum BonSom, The Viking Giant Show og A.S.A - Tríó. Með Andrési leika Birgir Braga- son á kontrabassa og Scott McLem- ore á trommur. Tónleikarnir hefj- ast klukkan 14, aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. - vþ Djass úr öllum áttum ANDRÉS ÞÓR GÍTARLEIKARI Kemur fram með tríói sínu í Sólheimakirkju á laugardag. Isabella fortjöld 350 Ford + Sunlite pallhýsi Verð: 5.300.000 Tilboð: 4.900.000 Pallhýsi Skyhawke Verð: 1.250.000 Tilboð: 1.070.000 Hobbyhúsið ehf Dugguvogur 12 – 104 Reykjavík - s. 517-7040 – www.hobbyhusid.is Opnunartími: Mán. - fös. 10 - 18, Lau. 13-16 400 SF de Luxe L: 471 cm, B: 220 cm, G: 1100 kg. Verð: 2.320.000 kr. Tilboð: 1.972.000 kr 560 Ukf Prestige L: 639 cm, B: 250 cm, G: 1600 kg Verð: 3.190.000 kr. Tilboð: 2.711.500 kr. 410 Sfe Excellent L: 498 cm, B: 230 cm, G: 1200 kg Verð: 2.450.000 kr. Tilboð: 2.082.500 kr. 560 Uff Excellent L: 644 cm, B: 250 cm, G: 1600 kg Verð: 3.190.000 kr. Tilboð: 2.711.500 kr. 440 SF Excellent L: 507 cm, B: 230 cm, G: 1200 kg Verð 2.450.000 kr. Tilboð: 2.082.500 560 Ufe Excellent L: 639 cm, B: 250 cm, G: 1600 kg Verð: 3.120.000 kr. Tilboð: 2.652.000 kr. 460 Ufe Excellent L: 540 cm, B: 230 cm, G: 1300 kg Verð: 2.590.000 kr. Tilboð: 2.201.500 kr Tilboð: 2.652.000 kr. L: 726 cm, B: 250 cm, G: 1900 kg Verð: 3.500.000 kr. Tilboð: 2.975.000 kr 540 UL Excellent L: 621 cm, B: 230 cm, G: 1500 kg Verð: 3.090.000 kr. Tilboð: 2.626.500 kr. 720 Ukfe Prestige L: 796 cm, B: 250 cm, G: 2000 kg Verð: 3.750.000 kr. Tilboð: 3.187.500 kr. 560 Kmfe Excellent L: 644 cm, B: 250 cm, G: 1600 kg Verð: 3.250.000 kr. Tilboð: 2.762.500 kr. 560 Ufe Excelsior L: 639 cm, B: 250 cm, G: 1600 kg Verð: 3.890.000 kr. Tilboð: 3.306.500 kr. H o b b y h j ó l h ý s i Risa útsala á sýnishornum! Aðeins eitt eintak í tegund.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.