Fréttablaðið - 23.07.2008, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 23.07.2008, Blaðsíða 19
[ ] Í Nauthólsvík er starfræktur Siglingaklúbburinn Siglunes en þar er hægt að fara á siglinga- námskeið og leigja báta. „Við erum með siglinganámskeið í allt sumar og byrjuðum 9. júní og klárum núna 15. ágúst. Um er að ræða fimm tveggja vikna námskeið fyrir krakka á aldrinum 9-12 ára. Síðan erum við með siglingaklúbb fyrir krakka á aldrinum 12-15 ára en í honum eru krakkar sem eru búnir með námskeið hjá okkur og eru þá meira á eigin forsendum,“ útskýrir Árni Jónsson, deildarstjóri í útivistarmiðstöð Nauthólsvíkur. Auk þess að bjóða upp á siglinga- námskeið er boðið upp á bátaleigu alla miðvikudaga og fimmtudaga milli fjögur og sjö. Báturinn kostar 600 krónur fyrir klukkutímann en víkingaskipin eru á 1.500 krónur fyrir klukkutímann þar sem þau eru stærri og meira mál að koma þeim af stað. „Ef um er að ræða 12 ára og eldri krakka frá okkur með reynslu þá er hægt að koma og leigja bát en ef það eru óreyndir þá er miðað við svona 14-15 ára. Það eru alltaf að minnsta kosti tveir gæslubátar úti öllum stundum þannig að fyllsta öryggis er gætt,“ segir Árni. Einnig er tekið á móti hópum til dæmis af leikjanámskeið- um. „Þá er farið fyrir hádegi í sigl- ingu á gömlum trébát sem heitir Jónas feiti og er tekin skemmtisigl- ing þar sem sagðar eru sögur og þá ekki allar alveg sannar eins og til dæmis að það sé tappi hérna í vík- inni og svo framvegis,“ segir Árni glettinn. „Eftir hádegi er oft tekið á móti hópum sem fara á kajaka eða kanóa. Það geta verið 10-12 ára gamlir krakkar sem eru á nám- skeiðum víða um borgina, unglinga- vinnan og fleiri.“ Auk venjulegra kajaka og kanóa er boðið upp á opna kajaka sem einnig kallast Malibu, seglbáta, litla árabáta, svokölluð víkingaskip og stærri skútu sem krakkarnir fá að fara á með starfsmanni. „Sú skúta kallast Gulla granna en þetta eru allt svolítið sérstök nöfn hérna. Víkingaskipin eru stórir kappróðr- arbátar. Þar eru sex að róa og einn að stýra,“ segir Árni. Ekki þarf að panta báta fyrir- fram en þó er það hægt ef vilji er fyrir hendi. Siglingaklúbburinn Siglunes er í Nauthólsvíkinni og er merki ofurmennisins, eða „súper- mann“, merki klúbbsins. „Sagan segir að merkið hafi verið til hér löngu áður en Súpermann sá það en svo flaug hann hér yfir og sá það, en við erum með risastórt merki hér á jörðinni hjá okkur í Naut- hóls víkinni,“ segir Árni glettinn. Hægt er að skrá sig á námskeið á www.itr.is en einnig er hægt að skrá sig hjá Siglingaklúbbn um Siglunesi. hrefna@frettabladid.is Á bátana í öllum veðrum Árni Jónsson, deildarstjóri í útivistarmið- stöð Nauthólsvíkur, dyttar hér að Jónasi feita. Á sumrin er mikið fjör í Nauthólsvíkinni og stöðug aðsókn í bátana hjá Siglinga- klúbbnum Siglunesi. Boðið er upp á siglinganámskeið og bátaleigu. MYND/HAFDÍS HRUND GÍSLADÓTTIR Hellishólar í Fljótshlíð er glæsileg ferðaþjónusta sem býður upp á fjölbreytta afþrey- ingu fyrir gesti. Hellishólar eru áhugaverður stað- ur fyrir fjölskylduna að heim- sækja á sumrin. Einnig fyrir ætt- armót, starfsmannaferðir, afmæli og fleira. Gestir geta ýmist gist í sumarhúsi eða á fullkomnu tjald- svæði. Á Hellishólum er líka starfrækt- ur golfskóli, en í honum er boðið upp á sérstök kvenna-, hjóna- og almenningsnámskeið. Skólinn er bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Hellishólar voru byggðir árið 1952 og var þar hefðbundinn búskapur fram til ársins 2000 en þá ákváðu bóndahjónin að hverfa frá búskapnum og snúa sér að rekstri ferðaþjónustu. Nýir eig- endur eru nú komnir sem hafa það að markmiði að öllum líði vel meðan á dvölinni stendur. Allar nánari upplýsingar er hægt að nálgast á www.hellishól- ar.is. - stp Ánægjuleg dvöl Hellishólar eru með golfskóla sem býður upp á margs konar námskeið. MYND/PÁLL GUÐJÓNSSON Hægt er að gista í sumarhúsi eða á tjaldsvæðinu. MYND/PÁLL GUÐJÓNSSON Rómantískar kvöldgöngur eru eitthvað sem öll pör ættu að fara í á falleg- um sumarkvöldum. Hægt að ganga saman til dæmis um hverfið eða Ægisíðuna.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.