Fréttablaðið - 23.07.2008, Side 30

Fréttablaðið - 23.07.2008, Side 30
22 23. júlí 2008 MIÐVIKUDAGUR folk@frettabladid.is > VINNUR MEÐ SLASH Fergie hefur unnið með ólíklegasta fólki í gegnum tíðina, en nú síðast fékk hún gít- argoðsögnina Slash með sér á svið á tón- leikum. Fergie þurfti þó að kynna rokk- arann aðeins fyrir aðdáendum sínum enda margir í yngri kantinum. Hún benti þeim á að þeir könnuðust eflaust við hann úr tölvuleiknum Guitar Hero. Dagur Kári Pétursson hefur lokið tökum á nýjustu kvikmynd sinni, The Good Heart, og er kominn heim á klakann á ný. Vinnunni er þó langt því frá lokið því nú tekur við öll eftirvinna myndarinnar. Sara McMa- hon hitti Dag Kára og fékk að heyra allt um myndina, sem frumsýnd verður í byrjun næsta árs. „Ég er eiginlega nýkominn inn úr dyrunum, var að klára að ryksuga og er rétt byrjaður að skoða glugga- póstinn sem beið mín,“ segir Dagur Kári Pétursson, vonarstjarna íslenskrar kvikmyndagerðar. Dagur hefur nýlokið tökum á kvikmynd- inni The Good Heart en þær fóru fram hér á landi, í New York og í Dóminíska lýðveldinu. Handritið að The Good Heart er eftir Dag sjálfan og var það heil átta ár í vinnslu. „Ég byrjaði að skrifa handritið áður en ég fór í tökur á Nóa albínóa og og hef verið að vinna í því síðan. Þetta hefur því verið frekar hægt ferli og hug- myndin hefur verið að gerjast og marinerast í langan tíma,“ segir leikstjórinn. Kvikmyndin fjallar um hjartveik- an bareiganda sem tekur heimilis- lausan mann upp á arma sína með það í huga að arfleiða hann að barn- um. Þegar Dagur Kári er spurður út í hugmyndina að handritinu vill hann lítið segja. „Sjálf kveikjan að handritinu er í raun það sem mun koma einna mest á óvart í myndinni og því vil ég helst ekki uppljóstra því. En það var sem sagt út frá þeirri hugmynd sem allt annað spannst. Myndin er þó rökrétt fram- hald af fyrri verkum mínum. Ég vinn alltaf út frá húmor og reyni svo að sulla honum saman við ein- hvers konar harmleik. En þegar allt kemur til alls er ég bara að reyna að búa til þá bíómynd sem ég myndi sjálfur vilja horfa á í bíó.“ Erfið leit að leikurum Kvikmyndin skartar skoska leikar- anum Brian Cox og hinum unga Paul Dano í aðalhlutverkum og vill svo skemmtilega til að þetta er í annað sinn sem þeir leika móti hvor öðrum, en þeir léku saman í kvikmyndinni L.I.E. árið 2001. Ýmsir leikarar voru orðaðir við hlutverk í kvikmyndinni til að byrja með og má þar helst nefna tónlistarmanninn Tom Waits og leikarann Ryan Gosling. Á endan- um voru það þó þeir Cox og Dano sem lönduðu hlutverkunum. „Sagan gerist í stórborg og því þurftum við að leita að enskum eða bandarískum leikurum. Í Banda- ríkjunum ganga hlutirnir allt öðru- vísi fyrir sig en hér heima og þó að leikarar segi já á einhverjum tíma- punkti þá er merking þess orðs þar oft mjög loðin. Það tók því langan tíma fyrir okkur að finna endan- lega leikara í hlutverkin.“ Franska leikkonan Isild Le Besco fer með aðalkvenhlutverk myndar- innar en hana hafði Dagur Kári séð leika áður. „Mér fannst hún vera með mjög sterka nærveru og mikla útgeislun og ákvað að laga kven- hlutverkið að henni.“ Dagur Kári segist vera mjög ánægður með leik- ara myndarinnar og segir þá vinna vel saman þrátt fyrir ólíkan bak- grunn. „Þau pössuðu mjög vel í hlut- verkin og stóðu sig öll gríðarlega vel.“ Dagur er ávísun á gæði The Good Heart er dýrasta mynd Dags Kára til þessa og jafnframt sú umfangsmesta. Meðal þess sem má sjá í myndinni er raunveruleg hjartaaðgerð sem framkvæmd var af Tómasi Guðbjartssyni hjarta- skurðlækni á Landspítalanum. „Það var mjög flókið mál og krafðist mik- ils undirbúnings en þetta var ótrú- leg upplifun og allir sem stóðu að þessu unnu þetta mjög vel og starfs- fólk Landspítalans reyndist okkur í alla staði frábærlega,“ segir Dagur Kári, en þetta er í fyrsta sinn sem raunveruleg aðgerð er sýnd í íslenskri kvikmynd. Tökur á mynd- inni fóru að mestu leyti fram hér á landi en einnig í New York og í Dóminíska lýðveldinu, en Dagur Kári segist hafa gert það að venju að enda kvikmyndir sínar á suðlæg- um slóðum. „Í Nóa albínóa enduð- um við á Kúbu, í Voksne mennesker enduðum við á Spáni og The Good Heart endar sem sagt í Dóminíska lýðveldinu. Einhverra hluta vegna hafa allar mínar myndir haft ein- hvers konar tengingu við suðræn lönd en svo hefur þetta snúist upp í hálfgerðan brandara hjá mér að enda alltaf tökurnar á pálma- strönd.“ Þó að kvikmyndin sjálf sé ekki fullunnin virðist sem Dagur Kári hafi enn og aftur hitt naglann á höf- uðið því myndin hefur nú þegar unnið til verðlauna. Dagur hlaut NHK-verðlaunin á hinni virtu Sund- ance-kvikmyndahátíð fyrir handrit sitt að The Good Heart. Verkefnið hlaut einnig styrk frá Eurimages og Nordisk Film og TV fund og sagði framleiðandinn Þórir Snær Sigur- jónsson hjá Zik Zak við það tæki- færi að sterkt handrit og nafn Dags Kára sem leikstjóra sé ástæðan fyrir að svo hár styrkur fékkst, en nafn Dags þykir nú orðið ávísun á gæði. Erfitt að skrifa á íslensku Dagur Kári segir að áhuginn á kvik- myndagerð hafi fyrst kviknað í menntaskóla. „Á þeim tíma komst ég að því að kvikmyndagerð sam- einaði mörg áhugamál mín líkt og tónlist, ljósmyndun og skriftir, þetta kemur allt saman í þessu fagi.“ Spurður hvort ekki hafi verið erfitt að skrifa handritið á ensku segir hann að svo sé ekki. „Mér finnst mun auðveldara að skrifa á dönsku eða ensku heldur en á íslensku. Íslenskt ritmál tekur sig mjög hátíð- lega og maður ber óttablandna virð- ingu í garð þess. Það er mikill munur á íslensku ritmáli og íslensku götumáli og erfitt að brúa bilið þar á milli. Þess vegna virðast samtöl oft mjög stirð í íslenskum kvik- myndum.“ Dagur segist þó gjarnan vilja gera næstu kvikmynd á Íslandi og því sé líklegt að hann skrifi næsta handrit á íslensku. „Það er ekki eitthvað óyfirstíganlegt fyrir mig að skrifa á íslensku þó að mér þyki hitt að mörgu leyti auðveld- ara.“ Stíg ekki fæti í Hollywood Stefnt er á að kvikmyndin verði til- búin í byrjun næsta árs þegar búið er að vinna alla hljóð- og klippi- vinnu. Líkt og með fyrri kvikmynd- ir Dags Kára mun hann semja tón- listina við myndina sjálfur ásamt Orra Jónssyni, en saman skipa þeir hljómsveitina Slowblow. Dagur Kári stefnir á að koma The Good Heart í kvikmyndahús hér heima jafnt sem erlendis. „Við erum með mjög stórt og þekkt fyrirtæki sem mun sjá um að selja myndina og það lofar allt saman mjög góðu, þótt það sé aldrei á vísann að róa í þeim efnum.“ Er þá stefnan tekin á bíóborgina Hollywood í nánustu framtíð? „Nei, það er alveg klárt að þangað inn mun ég ekki stíga fæti. Ég ætla bara að einbeita mér að því að klára myndina og svo er líklegt að maður taki sér smá frí og safni nýjum hug- myndum í sarpinn,“ segir þessi hlé- drægi leikstjóri að lokum. sara@frettabladid.is ÉG FER ALDREI TIL HOLLYWOOD KOMINN Í LANGÞRÁÐ FRÍ Dagur Kári Pétursson lauk nýverið tökum á næstu kvik- mynd sinni, The Good Heart. Leikstjórinn tekur sér langþráð frí áður en lokavinnsla á henni hefst. Myndin er væntanleg í kvikmyndahús snemma á næsta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR VIÐ TÖKUR Í NEW YORK Dagur leiðbeinir stjörnunum Paul Dano og Brian Cox á tökustað í New York. Fyrir nokkrum vikum bárust þær fregnir að ofurfyrirsætan Kate Moss væri hætt með kærasta sínum, söngvaranum Jamie Hince. Jamie og Kate eiga að hafa rifist heiftarlega og endað sambandið og flutti Jamie í kjölfar þess út frá Kate. Jamie lét þó þau orð falla stuttu eftir sambandsslitin að hann væri fullviss um að hann og Kate mundu byrja aftur saman. Söngvarinn hafði rétt fyrir sér í þetta sinnið því fyrr í vikunni sást til hans og Kate þar sem þau reyktu og drukku saman nokkra bjóra og fóru síðan í smá verslunarleiðangur. Saman á ný ÁNÆGÐ Kate og Jamie fengu sér nokkra kalda og virtust vera hin ánægðustu. Nýjustu fregnir herma að rapparinn og tónlistarmaðurinn vinsæli, Pharell Williams, eigi nú von á barni. Pharell og tilvonandi barnsmóðir hans eru víst ekki saman en hún ku vera komin nokkuð langt á leið. „Pharell er mjög lokaður og vill ekki fara út í nein smáat- riði,“ sagði vinur rapparans um málið. Verður pabbi Dóttir Bob Geldof var nær dauða en lífi þegar hún tók of stóran skammt af eiturlyfjum um daginn. Hin nítján ára Peaches Geldof hætti að anda í nokkrar mínútur og ef ekki hefði verið fyrir skjót viðbrögð vina hennar hefði getað farið fyrir henni líkt og móður hennar, Paulu Yates, sem lést eftir að hafa tekið of stóran skammt af eiturlyfjum árið 2000. Vinur stúlkunnar hringdi á sjúkrabíl eftir að Peaches hné niður og gerði sjálfur tilraun til endurlífgunar. Peaches náði meðvitund stuttu eftir komu sjúkraliðanna og þvertók fyrir að láta flytja sig upp á sjúkrahús af ótta við að faðir hennar kæmist að því sem hafði gerst. „Það er ótrúlegt að þetta hafi komið fyrir Peaches, flestir hefðu haldið að hún myndi halda sig frá eiturlyfj- um eftir að hafa misst móður sína á svo hræðilegan hátt. Vinur hennar bjargaði lífi hennar, það er engin spurning,“ sagði heimildar- maður í viðtali við The Sun. Peaches tók of stóran skammt Páll Óskar Hjálmtýsson var í essinu sínu við tökur á auglýsingu Byrs í Hafn- arfirði á föstudaginn. Eins og sjá má var mikið um litadýrð í skrúðgöngunni sem Páll leiddi um Aust- urgötu í gamla miðbæ Hafnarfjarð- ar á meðan hann söng lag sitt, Betra líf. Eins mátti sjá söngv- arann taka sporið eins og honum er einum lagið. Páll Óskar tók sporið INNLIFUN Aðstandendur gáfu allt í dans og söng. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR PEACHES GELDOF GANGA.IS Ungmennafélag Íslands

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.