Fréttablaðið - 30.07.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 30.07.2008, Blaðsíða 4
4 30. júlí 2008 MIÐVIKUDAGUR Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is Létt og lipur. Kirsuberjarauð. Stillanlegt 3 lítra poki. Vinnuradíus: 8 m. Vinnuhollt handfang. Stillanleg lengd á sogröri. Ryksuga VS 01E1800 A T A R N A 9.900Tilboðsverð: kr. stgr. (Verð áður: 12.700 kr.) ALÞJÓÐAVIÐSKIPTI Doha-viðræðum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar var slitið í Genf í gær án niður- stöðu þegar ljóst varð að Banda- ríkin, Kína og Indland myndu ekki ná samkomulagi um það hvenær fátæk ríki geta beitt verndartollum á landbúnaðar- vörur. Phil Goff, viðskiptaráðherra Nýja-Sjálands, segir ólíklegt að reynt verði á ný fyrr en um mitt næsta ár að ná samkomulagi. Peter Power, talsmaður Evrópu- sambandsins, sagði niðurstöðuna „gríðarlegt högg fyrir traust manna á alþjóð- legu efnahags- lífi“. Erlendur Hjaltason, for- maður Við- skiptaráðs Íslands, segir endalok við- ræðnanna vera „slæmar fréttir fyrir íslenska neytendur, enda fólst í hugsan- legum alþjóðasamningi umtals- verð kjarabót í formi tollalækk- ana. Óljóst er hvað kemur í stað þessa samkomulags og er það háð vilja íslenskra stjórnvalda hverju sinni, en þau geta tekið af skarið og lækkað tolla einhliða á landbúnaðarvörum. Vonir mínar standa til að svo verði gert.“ Samingaviðræður hafa staðið yfir með hléum í sjö ár án þess að árangur hafi náðst. Markmið við- ræðnanna var að semja um aukið frelsi í milliríkjaviðskiptum með landbúnaðarvörur og iðnvarning, en strandað hefur á því að fátæk- ari ríki vilja geta varið innan- landsframleiðslu sína gegn stór- tækum innflutningi eða verðhruni. Einar K. Guðfinnsson landbún- aðarráðherra segir þessi málalok í sjálfu sér ekki koma á óvart: „Þótt menn hafi verið nokkuð bjartsýnir fyrir fáum dögum þá var ljóst að nokkur minni atriði stóðu út af sem ágreiningur var um.“ Hann segist þó sannfærður um að áður en langt um líður verði reynt að ná samningum um þessi efni. „Frá sjónarhóli okkar Íslend- inga, sem þurfum að búa okkur undir breyttan veruleika, meðal annars í sambandi við landbúnað, er að minnsta kosti óvarlegt að gera ráð fyrir öðru en að niður- staðan verði á svipuðum nótum og þarna var að nást, og það verði frekar fyrr en síðar.“ Haraldur Benediktsson, for- maður Bændasamtakanna, segir það heldur ekki koma á óvart að slitnað hafi upp úr viðræðunum í Genf, „og það er ekkert fagnað- arefni fyrir okkur vegna þess að þessu fylgir óvissa á meðan samningar hafa ekki tekist. Það er engin bót að viðræðurnar dragist þó að niðurstaðan hefði orðið okkur býsna erfið.“ Hann segir kristallast í þessu öllu að stærri iðnríkin „geta ekki unnt öðrum smærri ríkjum að skapa sér rými fyrir innlendan landbúnað svo hann hafi eitthvert skjól gagnvart stóru útflutnings- ríkjunum, sem geta gert ýmis- legt í krafti stærðar sinnar“. gudsteinn@frettabladid.is gunnlaugurh@frettabladid.is Slit Doha-viðræðna slæm fyrir íslenska neytendur „Ekkert fagnaðarefni fyrir íslenska bændur,“ segir formaður Bændasamtakanna. Landbúnaðarráðherra segir óvarlegt að Íslendingar búi sig undir annað en breyttan veruleika fyrir íslenskan landbúnað. HARALDUR BENEDIKTSSON EINAR K. GUÐFINNSSON ERLENDUR HJALTASON VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg Helsinki Eindhofen Amsterdam London Berlín Frankfurt Friedrichshafen París Basel Barcelona Alicante Algarve Tenerife HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 17 20 22 17 20 18 20 24° 26° 27° 24° 26° 22° 29° 26° 25° 29° 32° 29° 30° 31° 29° 31° 28° 22° 16 18 20 19 22 Á MORGUN 5-10 m/s. FÖSTUDAGUR 5-13 m/s, hvassast syðst. 23 20 28 26 8 6 5 6 5 8 5 8 2 6 5 17 16 15 18 14 1818 HLÝRRA Í SUMAR EN Í FYRRA Í gær fór hitinn í 27,1 stig á Þingvöll- um og 26 stig á Hjarðarlandi í Bisk- upstungum. Þetta eru auðvitað tíðindi þar sem þetta er töluvert hærri hita- tölur en hæst urðu síðasta sumar. Þá varð hlýjast 24,6 gráður á Hjarð- arlandi. Í dag eru horfur á enn meiri hlýindum. Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur KJARAMÁL Slökkviliðsmenn á Keflavíkurflugvelli ganga út á morgun að öllu óbreyttu, segir Borgar Valgeirsson trúnaðarmað- ur þeirra. Millilandaflug mun leggjast niður ef af þessu verður. Borgar segir slökkviliðsmenn á vellinum, sem eru um sextíu, ugg- andi yfir fyrirhugaðri kjaraskerð- ingu. „Ef breytt starfsfyrirkomulag tekur gildi hinn 1. ágúst eins og tilkynnt var í lok apríl munu grunnlaun okkar lækka um fimmt- án til tuttugu prósent,“ segir Borgar. „Við lítum í raun og veru á breytingarnar sem uppsögn á kjarasamningum,“ segir hann. Í gær fór fram kjarafundur og á morgun taka slökkviliðsmenn afstöðu til þess sem þar kom fram. Breytingarnar felast í því að slökkviliðsmenn munu hætta að sinna störfum sem tilheyra ekki venjulegri starfslýsingu slökkvi- liðsmanna. Þetta eru til dæmis þrif og frágangur á slökkvistöð- inni. Við þessa breytingu fækkar vinnustundum þeirra um tuttugu stundir. Ólafur Ásmundsson slökkviliðs- stjóri telur hins vegar að sættir muni nást. „Það er augljóst að það þarf að ráðast í breytingar á okkar upprunalegu tillögum og við erum tilbúnir til þess að gera það. Við vonumst til að ná góðri lendingu í þessu máli,“ segir hann en bætir svo við að atvinnurekendum sé heimilt að breyta starfsfyrir- komulagi sem þessu. - ges Slökkviliðsmenn á Keflavíkurflugvelli hóta að ganga út á morgun: Millilandaflug gæti fallið niður AÐ STÖRFUM Slökkviliðsmenn eru ósátt- ir við breytt starfsfyrirkomulag. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM VIÐRÆÐUM SLITIÐ Susan Schwab, viðskiptafulltrúi Bandaríkjanna, skýrir frá því að upp úr viðræðunum hafi slitnað í Genf. FRÉTTABLAÐIÐ/AP NÁTTÚRA Ferðaþjónustufyrirtækið Kynnisferðir hefur boðist til að kosta gerð og uppsetningu á upplýsinga- og varúðarskilti í fjörunni við Dyrhólaey. Tveir þýskir ferðamenn voru hætt komnir í fjörunni í síðustu viku og í kjölfarið var rætt um uppsetningu á varúðarskiltum þar. Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, sagði við Fréttablaðið í síðustu viku að ekki stæði til að reisa slík skilti. Sveitarstjóri ætlar að fara yfir málið með landeigendum og björgunarsveitum eftir helgina, samkvæmt því sem Þórarinn Þór, markaðsstjóri Kynnisferða, sagði í samtali við Vísi.is. - þeb Kynnisferðir vilja varúðarskilti: Vilja borga skilti í fjörunni LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Sauðárkróki handtók á mánudag lettneskan mann sem grunaður er um að hafa stolið vörum upp á hálfa milljón króna úr þremur fyrirtækjum í Skagafirði. Í fyrrinótt var hann svo úrskurðað- ur í farbann sem gildir til 8. september. Maðurinn er sterklega grunað- ur um að hafa nýtt sér aðstöðu sína sem starfsmaður hreingern- ingafyrirtækis við brotin. Maðurinn flutti í Skagafjörð fyrir tveimur mánuðum og er talinn hafa hafist handa við þjófnaðinn skömmu eftir komuna. - ges Grunaður um þjófnað: Letti í farbann Kannabisrækt á Reykhólum Húsleit var gerð í húsi á Reykhólum fyrir helgi. Grunur lék á að þar væru ólögleg fíkniefni. Í húsinu fundust fjórar kannabisplöntur í ræktun ásamt maríjúana og neysluáhöldum. Maður játaði að eiga plönturnar og áhöldin og var sleppt að loknum yfirheyrslum. LÖGREGLUFRÉTT BANDARÍKIN Jarðskjálfti sem mældist 5,4 á Richter gekk yfir Suður-Kaliforníu í gær. Engan sakaði og ekki er vitað til þess að skemmdir hafi orðið á mannvirkj- um. Eftirskjálftar voru nokkrir en ekki mjög stórir. Upptök skjálftans, sem sagður er hafa legið grunnt, voru í Chino- hæðum suðaustur af miðborg Los Angeles. Jarðskjálftinn fannst í San Diego í suðurátt og í Las Vegas sem er í tæplega 350 kílómetra fjarlægð. Síðasti stóri jarðskjálfti sem gekk yfir borgina varð árið 1994 og var sá 6,7 á Ricther. Þá létust 57 manns. - hþj Jarðskjálfti í Suður-Kaliforníu: Skjálftin mæld- ist 5,4 á Richter GENGIÐ 29.07.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 161,9275 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 80,19 80,57 159,6 160,38 126,14 126,84 16,904 17,002 15,625 15,717 13,349 13,427 0,7447 0,7491 130,46 131,24 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.