Fréttablaðið - 30.07.2008, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 30.07.2008, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 30. júlí 2008 11 UMHVERFISMÁL „Við erum ekkert á móti því að þarna verði einhver starfsemi eins og til dæmis bílapartasala. Það eina sem við viljum er að þarna verði gengið vel um,“ segir Leifur Halldórsson, talsmaður fjölskyldunnar að Ögri við Ísafjarðardjúp sem er í næsta nágrenni við Garðsstaði en þar eru mörg hundruð bílhræ. Í samkomulagi sem Súðavíkur- hreppur hefur gert við Þorbjörn Steingrímsson, jarðeiganda á Garðsstöðum, er gert ráð fyrir að þau verði ekki fleiri en 60 haustið 2009. „Við sjáum ekki að bílhræjun- um fækki, þvert á móti,“ segir Leifur. Hann segir að bílasafnið rýri verðgildi húsanna og jarðar- innar í Ögri. „Ég held að fáir vildu kaupa sumarhús þar sem þetta blasir við. Bílhræin eru um 20 metrum frá kirkjunni og þar eru íbúðir sem leigðar hafa verið ferðamönnum. Við hugleiddum það að fara út í ferðaþjónustu en höfum ákveðið að bíða uns þessari óvissu verði eytt.“ Fulltrúi frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða gerði úttekt á svæðinu í gær að sögn Ómars Jónssonar, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps. Hann hafði hins vegar ekki heyrt af því hvort fækkað eða fjölgað hefði í bílasafninu. - jse Fjölskyldan á Ögri við Ísafjarðardjúp vill að skikk verði komið á bílasafnið á Garðsstöðum: Segja bílhræ rýra verðgildi húsa og jarða GARÐSSTAÐIR VIÐ ÍSAFJARÐARDJÚP Fjölskyldan frá Ögri segir að bílasafnið á Garðs- stöðum rýri verðgildi húsa og jarðar þeirra. Um 20 metrar eru frá kirkjunni á Ögri og að bílhræjunum á Garðsstöðum. UMFERÐ Mesta umferð um Hvalfjarðargöng það sem af er árinu var um síðustu helgi. Ríflega tíu þúsund og fimm hundruð bílar fóru um göngin síðasta föstudag, 25. júlí. Það eru tæplega tvö hundruð fleiri bílar en fóru í gegnum göngin fyrsta föstudaginn í júlí, sem jafnan er fyrsti dagur mestu ferðahelgi sumarsins. Fram undan eru miklar ferðamannahelgar og búist er við mikilli umferð um göngin næstu tvær helgar. Heildarumferð um göngin hefur þó dregist töluvert saman miðað við sama tíma í fyrra. - þeb Hvalfjarðargöngin: Mikil umferð um síðustu helgi ÚKRAÍNA, AP Rússar og Úkraínu- menn segjast hvor um sig hafa unnið sigur í deilu um það hvort stofna eigi sjálfstæða kirkjudeild í Úkraínu, sem segi þá skilið við rússnesku réttrúnaðarkirkjuna. Viktor Júsjenkó Úkraínuforseti segir á vefsíðu sinni að patríark- inn í Konstantínópel, Bartólómeus I, sem er eins konar yfirpatríarki allra kirkjudeilda réttrúnaðar- kirkjunnar, styðji stofnun sjálfstæðrar kirkju í Úkraínu. Mikhaíl Prokopenko, talsmaður rússnesku kirkjunnar, segir aftur á móti að nú um helgina hafi Bartólómeus og Alexei II, patríarki rússnesku kirkjunnar, staðfest að patríarkinn í Konstan- tínópel viðurkenni yfirráð rússnesku kirkjunnar yfir þeirri úkraínsku. - gb Rétttrúnaðarkirkjan: Úkraínumenn vilja fá sína eigin kirkju ÁSTRALÍA, AP Ríkisstjórn Ástralíu tilkynnti í gær að hætt yrði að setja flóttamenn í landinu í fangelsi þar til búið væri að afgreiða hælisumsókn þeirra. Ríkisstjórn íhaldsmannsins Johns Howard kom fangakerfinu á árið 2001 til að bregðast við auknum fjölda ólöglegra innflytj- enda. Vinsældir kerfisins hafa dalað sökum kostnaðar og frétta af slæmum aðbúnaði hælisleit- enda. Haldið verður í eina fangastöð á Jólaeyju nálægt Indónesíu fyrir hælisleitendur sem taldir eru hættulegir. - gh Breyttar reglur í Ástralíu: Flóttamenn fari ekki í fangelsi FANGELSI Á myndinni sést hælisleitandi reyna að flýja. NORDICPHOTOS/AFP Vilja vigta afla á Flateyri Sótt verður um leyfi til fjarvigtunar á Flateyri hjá Fiskistofu á næstunni. Hafnarstjóra þar hefur verið falið að kanna hvort hægt verði að stunda fjarvigtun þaðan. Frá því að Fisk- vinnslan Kambur hætti störfum þar hefur vigtun afla verið sinnt af starfs- mönnum á Ísafirði. VESTFIRÐIR Leitað að heitu vatni Byrjað var að bora tilraunaholu eftir heitu vatni við Þorskafjörð á mánudag. Borað verður niður á fimmtíu metra dýpi. Verkefnið er liður í jarðhitaleit á allmörgum stöðum á landinu þar sem hitaveitu nýtur ekki.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.