Fréttablaðið - 31.07.2008, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 31.07.2008, Blaðsíða 22
22 31. júlí 2008 FIMMTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson og Óli Kr. Ármannsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Hvað er til bragðs að taka, þegar ríkisstjórn lands leggur efnahag fólks og fyrir- tækja í rúst? Þessi spurning brennur á sárþjáðri alþýðu í Simb- abve og Búrmu. Þessi tvö lönd eiga það sammerkt, að ríkisstjórn- ir þeirra, eða öllu heldur einræð- isherrarnir Róbert Múgabe og Than Shwe, hafa leyft sér að stöðva matvælasendingar Sameinuðu þjóðanna handa sveltandi fólki með þeim rökum, að ekki sé hægt að líða erlend afskipti af innanlandsmálum. Þeir líta á neyðarhjálpina sem árás á fullveldi landanna. Ástand beggja landa er hörmulegt. Blöðin í Suður-Afríku sögðu nýlega frá kennslukonu í Simbabve með 60 milljarða dollara í mánaðarlaun. Launin duga fyrir tólf tómötum. Það myndi kosta hana 40 milljarða dollara á dag að taka rútu í skólann. Hún gengur marga klukkutíma á dag. Mörgum sýnist, að ríku löndin haldi áfram að þjösnast á þróun- arlöndunum. Nýlenduveldin komu að ýmsu leyti illa fram við nýlendur sínar í Afríku og Asíu, stundum mjög illa. Margir líta svo á, að yfirgangurinn haldi áfram. Innrásin í Írak 2003 ýtti undir þessa skoðun. Jafnvel Alan Greenspan, þá seðlabankastjóri Bandaríkjanna, staðhæfir í sjálfsævisögu sinni, að Banda- ríkjamenn hafi ráðizt inn í Írak til að tryggja yfirráð sín yfir olíulindum Íraks. Stjórnarskrá Íraks frá 2005 skilgreinir þó olíuna sem þjóðareign Íraka. Múgabe og Shwe gera út á þá söguskoðun, að iðnríkin ógni þróunarlöndunum og ásælist auðlindir þeirra, og benda á Írak máli sínu til stuðnings. Hvað er hægt að gera? Hvað er hægt að gera við lönd eins og Simbabve og Búrmu? Vilji kjósenda hefur verið virtur að vettugi í báðum löndum. Ekki verður séð, að hægt sé að koma harðstjórunum tveim frá völdum án hernaðaríhlutunar. Ein leiðin er að ráðast inn, ryðja einræðis- herrunum úr vegi með valdi, afhenda réttkjörnum stjórnarand- stæðingum landsstjórnarvaldið og hverfa síðan á braut með innrás- arherinn. Þannig fór til dæmis Tansaníuher að því að leysa Úgöndu undan ógnarstjórn Ídís Amín á sínum tíma, þótt ekki tæki miklu betra við fyrr en síðar. Í Búrmu og Simbabve leikur þó enginn vafi á, hverjir eru réttkjörnir leiðtogar landanna. Aung San Suu Kyi, síðar handhafi friðarverðlauna Nóbels, leiddi stjórnarandstöðuna til sigurs í þingkosningum í Búrmu 1990, en henni hefur æ síðan verið haldið í stofufangelsi með stuttum hléum. Hún er réttkjörinn leiðtogi lands síns. Verklýðsforinginn Morgan Tsvangíræ sigraði Múgabe í fyrri umferð forsetakosninganna í Simbabve um daginn þrátt fyrir kosningasvik af hálfu Múgabes, en Tsvangíræ neyddist til að draga sig í hlé í síðari umferðinni vegna ofbeldisverka af völdum Múgabes og manna hans. Múgabe segir, að guð einn geti komið honum frá völdum. Tsvangíræ er rétt kjörinn leiðtogi Simbabve. Það stæði við eðlilegar aðstæður og í ljósi sögunnar upp á Breta að ráðast ásamt til dæmis herjum Indlands og Suður-Afríku inn í Búrmu og Simbabve og skipta um ríkis- stjórnir, en Bretar eru bundnir í Írak og Afganistan og treysta sér ekki heldur eins og sakir standa til hernaðar í öðrum heimshlutum. Brezki hagfræðingurinn Paul Collier, prófessor í Oxford, stakk upp á því í Washington Post um daginn, að Evrópusambandið gæti liðkað til með því að gefa innlend- um herforingjum grænt ljós á uppreisn án beinnar íhlutunar, en kannski myndu þeir þá neyta lags og hrifsa völdin til sín frekar en að afhenda þau réttkjörnum leiðtogum. Staðan er þröng. Stundum er ekki hægt að tryggja framfarir og frið nema með valdi. Opin lönd og lokuð Löndum heimsins er hægt að skipta í tvo flokka: opin lönd og lokuð. Opnu löndin deila fullveldi sínu fúslega hvert með öðru. Þau skilja, að fullveldi er sameign líkt og lífið sjálft og gefur mest af sér, sé því deilt með öðrum. Lokuðu löndin heimta á hinn bóginn fortakslaust fullveldi. Þar eru löggjafarsamkundan, fjölmiðlar og dómstólar á bandi stjórnarherranna. Þýzkaland er í efnahagslegu tilliti mörg hundruð sinnum öflugra en Simbabve. Hvort landið skyldi heimta fullt og óskorað sjálfstæði í peningamál- um, ríkisfjármálum, viðskiptum, sjálfstæða þjóðmynt og dómstóla, sem bjóða ekki upp á neinn rétt til áfrýjunar á erlendum vett- vangi? Svarið er Simbabve. Þjóðverjar kjósa heldur að deila sjálfstæði sínu í peningamálum, ríkisfjármálum, viðskiptamálum og dómsmálum með öðrum þjóðum á vettvangi Evrópusam- bandsins. Robert Múgabe og Than Shwe hafa miklu meiri völd í Simbabve og Búrmu en Angela Merkel kanslari hefur í Þýzka- landi. Opin lönd lyfta lífskjörum og réttindum almennings, lokuð lönd skerða lífskjör og mannrétt- indi. Fullveldi er sameign Simbabve og Búrma Í DAG | ÞORVALDUR GYLFASON E inn af þingmönnum stjórnarflokkanna hefur lýst þeirri skoðun að rétt væri að gera nýjan sáttmála fyrir ríkis- stjórnarsamstarfið. Rökin eru þau að mikið hafi breyst frá því stjórnin tók við. Það hefur hins vegar oft gerst áður að ríkisstjórnir hafa staðið frammi fyrir nýjum veruleika í efnahagsmálum og jafnvel utanríkismálum án þess að það kallaði á nýjan stórnar- sáttmála. Nýtt strik er þá sett við ríkisstjórnarborðið. Eigi að síður er formleg endurnýjun stjórnarsáttmála ekki dæmalaus. Það gerðist til að mynda 1984 eftir eins árs setu þáver- andi ríkisstjórnar. Margs konar róttækar hugmyndir um kerfis- breytingar og aðhaldsaðgerðir í ríkisfjármálum auk kynslóðatog- streitu bjuggu að baki þar og þá. Aðferðafræðin skiptir ekki öllu, þegar þannig stendur á, heldur hitt hvort menn hafa eitthvað nýtt til málanna að leggja. Með vissum hætti má segja að ræða forsætisráðherra á árs- fundi Seðlabankans í vor hafi opinberað nýjan stjórnarsáttmála. Þar voru kunngerð umfangsmestu áform fyrr og síðar til að styrkja gjaldeyrisvarasjóð Seðlabankans. Sú ákvörðun fól í sér grundvallar stefnubreytingu. Vegna almannahagsmuna þótti rétt að stórauka ábyrgð skattborgaranna á fjármálakerfinu. Stjórnar- sáttmálinn gerir hvergi ráð fyrir ráðstöfunum af því tagi. Þær voru samt boðaðar. Jafnframt var í þessari ræðu tilkynnt um að senn væri kominn tími til að endurskoða peningastefnuna í heild. Það er sterk yfir- lýsing og ávísun á stefnubreytingu frá myndun ríkisstjórnarinn- ar. Svo má deila um hversu rösklega hafi gengið að koma þessum áformum fram. En mismunandi mat á tímasetningum um þessa stefnubreytingu er tæpast efnisástæða fyrir nýjum sáttmála. Yfirlýsing forsætisráðherra um að fela Evrópunefnd ríkis- stjórnarinnar að skoða möguleika á aðild að Evrópska myntbanda- laginu var líka umtalsverð stefnubreyting frá skrifuðum stjórn- arsáttmála. Menn geta deilt um hversu raunhæf sú hugmynd er. Hún felur hins vegar í sér nýja hugsun sem ekki er að finna í stjórnarsáttmálanum. Ríkisfjármálin eru annað atriði sem taka þarf á með öðrum hætti en lagt var upp með í stjórnarsáttmálanum. Ef innganga í Evrópska myntbandalagið og Evrópusambandið á að vera möguleg í byrjun næsta kjörtímabils þarf miklu harðari ríkisfjármálaákvarðanir næstu þrjú árin en stjórnarsáttmálinn mælir fyrir um. Fjárlagafrumvarpið mun sýna hvort Evrópusinnar í ríkis- stjórninni meina eitthvað með því sem þeir segja um þau efni. Án verulegs niðurskurðar eru öll slík áform orð án merkingar. Eigi að halda í krónuna þarf fjárlagafrumvarpið að sýna enn harka- legri aðgerðir. Það er meira virði að sjá slík ráð í tölum fjárlaga- frumvarpsins en að lesa áform þar um í nýjum stjórnarsáttmála. Stjórnarsáttmálinn hefur ekki að geyma markvissa orkunýting- arstefnu. Hún er hins vegar óhjákvæmileg nú til þess að treysta gjaldmiðilinn og hindra enn meiri kjaraskerðingu launafólks. Þeir sem streitast á móti eru Þrándur í Götu viðreisnaraðgerða í þjóðarbúskapnum. Hér skipta verkin meira en orðin. En hitt er rétt að þjóðin þarf bæði að sjá slíkar ráðstafanir og heyra um þær. Það er vissulega hlutverk stjórnarinnar að setja nýjar aðstæður og nýjar ráðstafanir í samhengi og skýra það strik sem siglt er eftir. Nýr stjórnarsáttmáli? Um hvað? ÞORSTEINN PÁLSSON SKRIFAR UMRÆÐAN Sigurður Helgason skrifar um umferðaröryggi Verslunarmannahelgin fer í hönd og ýmislegt bendir til þess að margir verði á ferðinni um vegi landsins. Þegar þetta er skrifað lofar veðurspáin góðu og leiðir væntanlega marga af stað út á vegina. Á síðari árum hefur þróunin verið sú, að allar helgar í júlí og fram í ágúst teljast vera umferðarhelgar. Það hefur komið glögglega í ljós að undanförnu þegar raðir hafa myndast við Hvalfjarðargöngin síðdegis og að kvöldlagi á sunnudögum. Samt hefur sú helgi sem í hönd fer sérstöðu. Aukafrídagur gefst og það hefur þau áhrif að fólk reynir að njóta hennar. En stóra spurningin er: Hvað ber helst að varast í mikilli umferð? Í hverju felst mest hætta? Reynsla undanfarinna helga hefur sýnt okkur að framúrakstur er sá þáttur sem valdið hefur flestum slysum. Og þegar umferð er mikil og þétt hættir sumum til að grípa til hans. Alltof oft sést þar sem bílstjórar fara fram úr langri röð á vegi, og óbrotin hvít lína er á milli akreinanna. Sík lína er eingöngu þar sem ekki er öruggt að menn geti séð og metið umferð á móti. Þess vegna er slíkur framúrakstur litinn mjög alvarlegum augum af lögreglu. Og þetta varðar ekki aðeins þá sem fara fram úr, heldur ekki síður þá sem þeir eiga hugsanlega eftir að mæta og geta engan veginn komið sér til hjálpar. Hraðakstur er hins vegar það atriði sem oftast er nefnt varðandi hættur í umferð. Víst er að lögregla beitir öllum sínum leiðum til að koma í veg fyrir hann. Bæði verða lögreglumenn við hefðbundið eftirlit og jafnframt hafa verið settar upp hraðamynda- vélar víða í vegakerfinu, sem komið hafa mörgum í opna skjöldu. Þar við bætist að öll viðurlög hafa verið hert, sektir hækkaðar og ungir ökumenn með bráðabirgðaskírteini þurfa að gangast undir akstursbann fái þeir fjóra punkta á tímabilinu sem það er í gildi. Því fylgir mikill kostnaður og óþægindi. Og sannast sagna er óþarfi að lenda í þeirri stöðu. Það gerist með því að fara eftir lögum og reglum. Og það er auðvelt. Sannið til! Umferðarstofa óskar vegfarendum góðrar ferðar og öruggrar heimkomu. Höfundur er verkefnastjóri á Umferðarstofu. Það er auðvelt að aka varlega SIGURÐUR HELGASON Ráfandi listnemar Magnús Skúlason, arkitekt og nýr fulltrúi F-lista í skipulagsráði, reifaði sjónarmið sín um nýjan Listaháskóla í útvarpsþættinum Speglinum á þriðjudag. Magnús telur að betur fari á að Listaháskólinn rísi í Lauganesi eða Vatnsmýrinni, þar sem hann væri í meiri sátt við umhverfið og nyti góðs af samgangi við Háskóla Íslands. Magnús var heldur ekki á því að Listaháskóli yrði mikil lyftistöng fyrir Laugaveg- inn: „Ég sé ekki endilega að nemendur í Listahá- skólanum þurfa að vera að ráfa á Laugavegin- um. Þetta er verslunar- gata, ekki satt?“ Á Laugavegi eru ekki bara versl- anir heldur líka kaffihús. Og Magnús virðist gleyma að listnemar hafa orð á sér fyrir að vera ein kaffiþyrstasta stétt heims. Aftur á Uppsali Ómar Ragnarsson og Árni Johnsen áforma að opna minjasafn um Gísla Gíslason á Uppsölum í Selárdal. Það fer vel á því að Ómar taki þátt í að koma safninu á laggirnar, enda varð Gísli landsfrægur eftir að hann kom fram í Stiklu- þætti Ómars. Svo nátengdur er Ómar minningunni um Gísla að ekki væri úr vegi að munstra hann sem safngrip á Uppsölum. Beggja vegna borðsins Meira um Árna Johnsen. Þingmaður- inn ætlar að höfða meiðyrðamál á hendur Agnesi Bragadóttur, fyrir að kalla hann stórslys og reginhneyksli í útvarpsviðtali. Árni segist hafa ákveðið að fara í mál eftir að ókjör af lærðum og leikum mönnum hvöttu hann til að leita réttar síns. Þetta eru ekki einu málaferlin sem Árni stendur í, því Gunnar Gunnarsson aðstoð- arvegamálastjóri kærði hann fyrir meiðyrði vegna ummæla í þá átt að Gunnar væri ekki starfi sínu vaxinn. Líklega eru ekki mörg fordæmi í íslenskri réttar- sögu um að sami maður höfði meiðyrðamál í sömu mund og meiðyrðamál er höfðað gegn honum. bergsteinn@frettabladid.is Íslensk gæðaframleiðsla Viðhaldsfrítt efni Endalausir möguleikar Eyjarslóð 5 101 Reykjavík S: 511 2200 www.seglagerdin.is Sérhönnuð fyrir íslenska veðráttu Markísur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.