Fréttablaðið - 31.07.2008, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 31.07.2008, Blaðsíða 68
40 31. júlí 2008 FIMMTUDAGUR folk@frettabladid.is Björn Jörundur bauð samstarfsfólki sínu á auglýsingastofunni Pipar í skemmtisiglingu í sólinni í gær en þar fara náttúru- lega fremstir þeir Siggi Hlö og Valli Sport, sem jafn- framt eiga glæsiskútuna sem Björn ætlar að keppa á í komandi Íslandsmóti í siglingum. Veðrið í gær var lamandi gott og hvað er þá betra en bregða sér í skemmtisiglingu og láta frísklega hafgoluna leika um vanga? Björn Jörundur á, í félagi við nokkra aðra, glæsiskútuna Aquarius. Og starfsmenn auglýsingastofunnar Pipars, þar sem þeir fara fyrir fríðum flokki Siggi Hlö og Valli Sport, fóru með kapteini Birni Jörundi út fyrir hafnarbakkann um hádegisbil í gær. - jbg Skemmtisigling í sólinni BJÖRN JÖRUNDUR OG AQUARIUS Fréttablaðið upplýsti á dögunum að Björn hefur siglt frá barnsaldri og ætlar sér að sigra í komandi Íslandsmóti í siglingum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Bogomil Font og Milljónamæringarnir spila á miðnæturtónleikum í Þrastalundi um verslunarmannahelgina, 1. og 2. ágúst. Boðið verður upp á karnivalstemn- ingu í lundinum, sprell yfir daginn fyrir fjölskyldur, hlaðborð að hætti hússins og dansskemmtun fyrir fullorðna. „Við verðum að spila þetta Milljóna- mæringaprógram, mambó djambó músík og íslenska slagara frá síðustu öld,“ segir Sigtryggur Baldursson, betur þekktur sem Bogomil Font. „Við erum með slatta af íslenskum slögurum, sjarmerandi íslenska gullaldarmúsík. Þetta er ekki beinlínis hugsað sem sveitaball heldur meira sem tónleikar. Við erum að stíla á þessa gríðarstóru sumarbústaða- byggð sem er þarna allt í kring. Meiningin er að fólk geti komið þarna og fengið sér drykk við lifandi tónlist, frekar en að eitthvað gargandi sveitaball. Annars ræðst þetta bara, það er oft erfitt að stjórna því. Þetta gæti leyst upp í eitthvert svakalegt partí þess vegna, maður bara veit það ekki.“ Sætaferðir verða um sumarbú- staðasvæðið á klukkutíma fresti frá klukkan sex til klukkan fjögur um nóttina. - kbs Dönnuð stemning Það virðist vera áhættusamt fyrir stjörnurnar að opna sig meðan á meðferð stendur þar sem þær eiga það alltaf á hættu að aðrir sjúklingar fari að meðferð lokinni og selji sögur þeirra til slúð- urtímarita. Melrose Place-leikkonan Heather Locklear lauk sinni með- ferð fyrir stuttu og hefur nú einn sjúklingur deilt sögu hennar með heim- inum. Samkvæmt honum eignaðist leikkonan fjölda vina innan veggja meðferðarheimilisins og var mjög jarðbundin og hlýleg. Hún eyddi mörgum stundum í reiðmennsku og vann að hljómplötu. Fyrrver- andi eiginmaður leikkonunn- ar, Richie Sambora, hringdi til hennar daglega en hann hefur sjálfur átt við áfengis- vandamál að stríða og lokið nokkrum meðferð- um. Heimildarmaður- inn vildi einnig halda því fram að Heather væri á leið upp að alt- arinu með núverandi kærasta sínum og fyrr- um samleikara úr Mel- rose Place, Jack Wag- ner. Komin úr meðferð Leikarinn og fyrrverandi kærasti Siennu Miller, Rhys Ifans, sást með nýja dömu upp á arminn um helgina. Sú er engin önnur en Kimberly Stewart, dóttir rokkarans Rod Stewart. Þau Rhys og Kimberly hittust á skemmtistaðnum vinsæla Bungalow 8 og að sögn sjónar- votta voru þau mjög upptekin af hvort öðru allt kvöldið. Parið sást svo snemma á þriðjudags- morgni þar sem þau voru á leið í síðbúin morgunverð. Kimberly og Jude Law stungu saman nefjum stuttu eftir sambandsslit Judes við Siennu og nú virðist sem Kimberly hafi nælt sér í annan fyrrverandi Siennu. Rhys í rugli> BONDDÚETT Alicia Keys og Jack White hafa tekið upp titillag nýju Bond-myndarinn- ar, Quantum of Solace. Þau eru þar með fyrsta parið til að takast verk- efnið á hendur, en áður hefur lista- mönnum á borð við Tom Jones, Tinu Turner og Madonnu verið falið að syngja Bondlög. White lætur einnig til sín taka á trommum í lag- inu, sem hann samdi sjálfur. HUGAÐ AÐ BJÖRGUNAR- VESTUM Björn Jörundur með sitt vesti á hreinu, og hefur annað til fyrir Valla sport meðan Siggi Hlö lengir í sínum ólum. Topphár • Dvergshöfði 27 • 110 Reykjavík Opið mán.-föstud. kl. 08-18 og á laugard. kl. 09-14 587 2030 H á r s n y r t i s t o f a Opnum á morgun 1. ágúst 10% opnunar- afsláttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.