Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.08.2008, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 15.08.2008, Qupperneq 32
aldís hefur verið gíf- urlega afkastamikil á starfsferli sínum. Auk þess að hafa unnið að tæplega 50 kvikmyndum, hefur hún starfað við fjölda sjónvarps- og útvarps- þátta, skrifað smásögur, mynd- skreytt bækur og tekið fjöldann allan af ljósmyndum. Sköpunar- krafturinn virðist vera óþrjótandi, en ætli þessi frjóa hugsun hafi fylgt henni frá blautu barnsbeini? „Mamma átti það til að segja okkur sögur og ævintýri og skapa þannig alveg sérstakan heim. Það var alveg sama hvað hún var að gera, við systurnar hengum við hliðina á henni og hún sagði okkur sögur á meðan hún saumaði eða sinnti öðrum heimilisstörfum. Hún hafði einstakt lag á að persónu- gera hlutina, sem ég held að hafi haft gífurleg áhrif á minn sköpun- arkraft,“ segir Valdís sem fór ung að æfa samkvæmisdansa hjá Her- manni Ragnarssyni, spilaði á gítar og það leið ekki á löngu þar til ljós- myndaáhuginn lét á sér kræla. „Pabbi gaf mér myndavél þegar ég var ellefu ára gömul. Þá tók ég myndir af öllu mögulegu og fór reglulega í Hans Petersen til að kaupa útrunnar filmur á hálfvirði. Ég átti það gjarnan til að fá syst- ur mínar tvær og vinkonur til að klæða sig upp í alls kyns búninga, stilla þeim upp og taka svo myndir. Í kringum myndirnar bjó ég yfir- leitt til sætt ævintýri um prins og prinsessu, þar sem enginn vondur karl eða stjúpa komu til sögunn- ar. Systur mínar tóku fullan þátt í leiknum, þó svo að ég sé ekki viss um að þeim hafi fundist þetta neitt sérstaklega skemmtilegt, en þar sem ég var stóra systir fékk ég að ráða,“ segir Valdís og hlær við. Kokkur á trollbát Ljósmyndaáhuginn fylgdi Valdísi, en eftir framhaldsskóla og eitt ár í Verzlunarskólanum langaði hana til að verða blaðamaður. Hana dreymdi um að skrifa greinar og taka eigin myndir samhliða þeim og hóf að starfa sem safnvörður hjá dagblaðinu Tímanum í von um að geta unnið sig upp. Þar kynnt- ist hún Gunnari V. Andréssyni ljósmyndara sem kenndi henni að framkalla filmur og stækka mynd- ir og ekki leið á löngu þar til hún hafði komið smásögum sínum, við- tölum og þýddum greinum til Jóns Helgasonar, ritstjóra Sunnudags- blaðs Tímans. „Þegar ég sá fram á að ég myndi aldrei vinna mig upp úr safnvarðastarfinu, hætti ég á Tím- anum og fékk vinnu í myrkrar- kompu Morgunblaðsins við að framkalla og stækka myndir. Þá fór ég oft út með Kristni Ben ljós- myndara þegar hann fór út að taka stemningsmyndir og hann kenndi mér gríðarlega margt. Ég rölti á eftir honum með minn Pentax sem ég hafði fjárfest í og tók mínar stemningsmyndir sem ég seldi Jóni Helgasyni á Tímanum,“ segir Valdís og brosir. Hún var síðar fengin til að mynda fyrir Morgun- blaðið, en sagði upp þegar hún sá fram á að hún yrði seint eða aldrei fastráðin sem ljósmyndari blaðs- ins og myrkrarkompan ekki alveg draumadjobbið. „Ég byrjaði að vinna „freelance“, tók myndir og skrifaði greinar en það gekk illa þar sem ég var lengi að skrifa og launin lítil. Orðin skít- blönk ákvað ég að fara til Vest- mannaeyja, á fyrstu vertíð eftir gos. Fékk vinnu í frystihúsinu og það var hörkupuð en þrælgaman. Það sem kom mest á óvart var að sjá Shady Owens söngkonu vinna við að hreinsa fisk. Ég hitti Sig- urgeir og Guðmund á ljósmynda- stofunni Ímynd þarna úti í Eyjum og þeir buðu mér vinnu hjá sér sem ég þáði. Það var fínt að vinna hjá strákunum og ég lærði heilan helling en að lokum fékk ég nóg af myrkrarkompunni, fór aftur í „freelance“ vinnu og endaði skít- blönk. Leitaði uppi verkstjórann minn í Vestmannaeyjum sem var kominn í frystihúsið á Stokkseyri og fékk vinnu hjá honum. Ekk- ert akkorð þar og ég rétt skrimti. Datt þá í hug að athuga hvort ég kæmist ekki á sjóinn og talaði við Sigga verkstjóra sem sagði: „Val- dís, þú getur ekki verið kokkur. Þú ert allt of lítil og svo verðurðu örugglega sjóveik.“ Ég afsann- aði það stuttu síðar þegar kokk- ur veiktist á einum trollbátnum og ég fór í þriggja daga reynsluferð. Ég var auðvitað bullandi sjóveik en ég hafði sagt Sigga verkstjóra að ég væri ekki sjóveik svo ég hélt öllu niðri,“ segir Valdís sem sjóað- ist fljótt og lét það ekki aftra sér að vera eina konan um borð. „Mér leið mjög vel á sjónum. Um leið og maður er kominn út á haf er eng- inn heimur fyrir utan bátinn, sjó- inn, himininn, fuglana í loftinu og fiskinn í sjónum,“ segir Valdís. Við klippiborðið Aðspurð hvenær kvikmyndaáhug- inn hafi komið til sögunnar seg- ist hún snemma hafa fundið löng- un til að vinna við kvikmyndir. „Ég fór ofsalega mikið í bíó og fannst gaman að dragast inn í annan heim, upplifa eitthvað annað en gráan Valdís Óskarsdóttir hefur getið sér gott orð sem klippari á heimsvísu, en færri vita að hún á að baki mjög fjölbreyttan starfsferil sem ljósmyndari, rithöfundur, starfsmaður í frysti- húsi og kokkur á trollbát. Alma Guðmunds- dóttir hitti þessa kjarnakonu sem hefur nú bætt enn einni rós í hnappagatið sem handritshöf- undur og leikstjóri, en fyrsta kvikmynd hennar, Sveitabrúðkaup, verður frumsýnd 28. ágúst næstkomandi. V Valdís Óskarsdóttir þreytir frumraun sína sem leikstjóri í íslensku kvikmyndinni Sveitabrúðkaupi. Fékk nóg af klippivinnu 6 • FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 2008
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.