Fréttablaðið - 27.08.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 27.08.2008, Blaðsíða 16
16 27. ágúst 2008 MIÐVIKUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS F yrir skömmu lét forstöðumaður greiningardeildar Lands- bankans það álit í ljós að svo kunni að fara að bankarn- ir eigi fáa aðra kosti en að flytja úr landi. Af því tilefni sögðu æðstu stjórnendur þeirra að flutningur væri ekki á dagskrá. Ástæða er til að ætla að greiningardeildin sem í hlut á hafi verið opinskárri um veruleikann en stjórnendurnir. Örlagaríkir atburðir af þessu tagi hljóta að ráðast nokkuð af sýn eða mati á hver framtíðarstefnan í peningamálum verður. En hvort ætli sé betra að bankarnir fari eða veri? Þeirri spurningu þarf að svara. Það svar má svo hafa til hliðsjónar þegar peninga- málastefnan verður endanlega ákveðin. Seðlabankinn er réttilega gagnrýndur fyrir að hafa ekki gert til- raun til að sýna fram á að viðhalda megi stöðugleika með krónu. Á hinn bóginn hefur bankastjórnin gefið skýrt til kynna hvers kyns fjármálastofnanir hún vill hafa í landinu. Í maí færði einn af bankastjórunum þá hugsun í búning með þessum orðum: „Það er nokkuð til í því að umgjörð fjármálakerfisins hér er þröng sé talið nauðsynlegt að íslensk fjármálafyrirtæki hafi mikil umsvif erlendis. En er það nauðsynlegt? Reyndur maður úr banka- heiminum sagði nýlega í útvarpsviðtali að bankar ættu að sníða sér vöxt eftir stakki. Er ekki einmitt ráðlegt að bíða þar til stakk- urinn hefur verið sniðinn öðru vísi, verði það þá gert?“ Nú hefur formaður Framsóknarflokksins sent út þann boðskap í haustræðu frá Borgarnesi að rétt sé að brjóta bankakerfið upp þannig að það falli að getu Seðlabankans. Engu er líkara en hann hafi nú gengið í aðra ráðgjafasmiðju en þegar hann flutti sumar- ræðuna á miðstjórnarfundinum og boðaði þjóðaratkvæði um Evr- ópusambandsaðild til þess að almenningur gæti tekið afstöðu út frá mati á eigin hagsmunum hvaða stakk eigi að sníða íslensku atvinnulífi. Að sönnu er það svo að bankarnir gerðu margvísleg mistök á þeim tíma sem þeir höfðu aðgang að ódýru lánsfé. Með öllu er ástæðulaust að loka augunum fyrir því. Vel má vera að þeir þurfi í einhverjum mæli að draga saman seglin. En spurningin er sú hvort efni standa til að nota þær aðstæður sem rök til að þrengja stakk íslenskra atvinnufyrirtækja? Möguleikar Íslands til þess að halda í við þær þjóðir sem fremst standa byggjast á því að fyrirtækin eigi aðgang að stærra efna- hagsumhverfi en áhrifasvæði Seðlabankans nær til. Aðildin að Fríverslunarsamtökunum á sínum tíma var skref á þeirri vegferð. Samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið opnaði enn ný tæki- færi með því að fjármagsnflutningar urðu þá frjálsir. Hugleiðingar bankastjórnar Seðlabankans og hausthugsun for- manns Framsóknarflokksins um þessi efni er í sjálfu sér rökrétt ef markmiðið er að viðhalda íslensku krónunni sem framtíðarmynt. En því fylgir fórnarkostnaður. Almenningur þarf að borga fyrir slíka stefnu með minni vaxtar- möguleikum atvinnufyrirtækja eða þeim gífurlega kostnaði skatt- borgaranna sem af því mun hljótast að verja krónuna. Sá kostnað- ur verður að vísu ekki umflúinn til skamms tíma. En er sjálfgefið að hann eigi að vera varanlegur? Hinn kosturinn er að taka upp mynt sem gefur íslenskum fyrir- tækjum kost á að starfa við betri fjármálastöðugleika. Reyndar er öllum hollt að sníða sér stakk eftir vexti hvort sem myntin heitir evra eða króna. Það er sígilt þjóðráð. En hvaða nauðir rekur til að takmarka vaxtarmöguleikana þegar aðrar þjóðir keppa að því rýmka þá? Hver er bættari með því? Eiga bankarnir að fara eða vera? Stakkur eða vöxtur? ÞORSTEINN PÁLSSON SKRIFAR ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson og Óli Kr. Ármannsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Fyrir nokkru birtust í gluggum hljómplötuverslana geisladiskar þar sem kínverskur píanóleikari, kona að nafni Zhu Xiao-Mei (framborið: Dzjú Hsjá-Mei) lék seinni bókina af „hljómborðinu vel stillta“ eftir Jóhann Sebastian Bach, allar prelúdíurnar og fúgurnar tuttugu og fjórar. Um sama leyti komu út endurminning- ar hennar undir heitinu „Áin og leyndardómur hennar“, og er þar sögð saga sem ekki er úr vegi að rifja upp á því afmælisári sem nú stendur yfir. Ýmsir þættir hennar eru hluti af almennri sögu Kína síðustu áratugi og því vel kunnir. Zhu Xiao-Mei var komin af menntamannafjölskyldu í Peking sem hafði orðið fyrir áhrifum af vestrænni menningu, faðir hennar var upphaflega sjúkra- húslæknir en missti atvinnuna í ólg- unni eftir stríðið og móðir hennar átti sjaldgæfan grip: píanó. Þetta píanó var bæði þeirra gæfa og ógæfa, það sannaði að fjölskyldan var af illum rótum runnin, því einungis burgeisar gátu eignast slíkan hlut, en jafnframt gerði það móðurinni kleift að sjá fjölskyld- unni farborða með píanókennslu á þessum fyrstu þrengingatímum rétt eftir valdatöku kommúnista. Þar sem Zhu Xiao-Mei sýndi snemma mikla tónlistarhæfileika komst hún inn í helsta tónlistar- skóla Peking, þar sem námið var strangt. En margar blikur voru á lofti. Skömmu áður en hún átti að halda sína fyrstu skólatónleika, klifraði hún upp á þak skólans að næturlagi ásamt fleiri nemendum og sagði þá í hálfkæringi eins og unglingum er títt: „Ef ég hoppaði nú niður...“ Er ekki að orðlengja það, hún var ákærð fyrir að hafa ætlað að farga sér, en slíkt var gagnbyltingarstarf- semi af versta tagi og sýndi auk þess að maður hafði ekki trú á Flokknum. Vafasamur uppruni hennar gerði málið enn verra. Tónleikarnir eru afboðaðir samstundis og Zhu Xiao-Mei er neydd til að semja skriflega „sjálfsgagnrýni“, þar sem hún játar flest afbrot bæði á sig og fjölskyld- una, og tíundar ekki síst þær borgaralegu bókmenntir sem hafi spillt henni, Dostojefskí, Balzac og slíkt. Þessa játningu verður hún svo að lesa upp í heyrenda hljóði. En það bætir stundum bölið að bíða annað verra. Um þessar mundir skellur „menningarbylting- in“ svokallaða á í Kína, og þá er hið mikla afbrot Zhu Xiao-Mei smámál sem gleymist fljótt. Því nú fer allt í bál og brand í tónlistarskólanum, nemendurnir rísa gegn kennurun- um, samkvæmt fyrirskipunum hins mikla oddvita, þeir leggja á þá hendur, hrekja þá og niðurlægja fyrir að hafa eitrað fyrir þá með kennslunni, þeir kasta nótnabókum og hljómplötum á bál og annað eftir því. Öll kennsla leggst að sjálfsögðu niður. Fjölskylda Zhu Xiao-Mei er dauðhrædd við að þurfa að þola þungar skriftir út af píanóinu, og þar sem henni tekst ekki að losa sig við það setur hún á það skilti með orðunum: „Þetta píanó var keypt með því að arðræna alþýðuna“, í þeirri von um að það muni friða „rauðu varðliðana“. Það tókst nokkurn veginn. En Zhu Xiao-Mei, sem hefur verið talsvert heilaþvegin í látunum, er send í endurhæfingar- búðir einhvers staðar nálægt landamærum Mongólíu, þar verður hún að dúsa ár eftir ár við skelfi- legan aðbúnað, og tónlistin er úr sögunni. En svo gerist það einn dag að hún rekst á gamla og slitna harmóníku, hún freistast til að grípa í hana og það rifjast upp fyrir henn etýða eftir Chopin sem er aðallega fyrir hægri hendi og með mjög einföldum bassa. Eftir það fann hún enga ró í beinunum fyrr en henni tókst að fá píanóið sent frá Peking. Hún spilaði Bach, Chopin og Rachmaninov, og taldi fáfróðum varðmönnum um að þetta væri „yanbangxi“, sú eina tónlist sem var leyfð í Kína á tímum menning- arbyltingarinnar. Svo leið tíminn, öndin skrapp úr Mao oddvita og árið 1974 var Zhu Xiao-Mei loks látin laus úr „endurhæfingarbúðunum“, eftir fimm ára dvöl. Hún gat hafið námið á ný fyrir alvöru, og eftir nokkurn tíma tókst henni að fá vegabréf til að komast á tónlistarskóla í Bandaríkjunum. Í flugvélinni á leið- inni tók bandarísk kona, háskóla- kennari í heimspeki, hana tali og vildi ræða um Lao Tse. „Lao Tse, hver er það?“ sagði Zhu Xiao-Mei, „aldrei heyrt hann nefndan.“ „Þetta er menningarbyltingin“, sagði bandaríska konan. Zhu Xiao-Mei fór ekki aftur til Kína. Hún sneri sér að því að byggja sjálfa sig upp aftur eftir allt sem gerst hafði, fyrst í Bandaríkj- unum og síðan í Frakklandi þar sem hún settist að. Til þess hafði hún tvo volduga hjálparanda Bach og Lao Tse sem henni fundust andlega skyldir, kannske hefði Bach verið Lao Tse endurholdgaður. „Bach“ var „Áin“, nú var henni fyrir öllu að nálgast leyndardóma hennar, og til þess fundust henni Goldberg- tilbrigðin besta leiðin. Og nú hefur Zhu Xiao-Mei haldið tónleika víða um heim og leikið inn á marga geisladiska. Þannig hefur það sannast, sem mörgum var hulið 1968, að Bach er sterkari en Mao. Leyndardómur árinnar EINAR MÁR JÓNSSON Í DAG | Bach í Kína Sigur staðfestunnar UMRÆÐAN Friðrik Rafnsson skrifar um hand- bolta Úrslitaleikurinn s.l. sunnudag, þegar vinaþjóðirnar Íslendingar og Frakkar áttust við, var ógleymanleg stund. Auðvitað hefði ég heldur kosið sigur okkar manna, eins og Íslendingar allir. En það er engin skömm að hafa tapað fyrir sigursælasta landsliði Frakka fyrr og síðar. Auk þess er ólíku saman að jafna. Þannig má nefna að iðkend- ur handbolta í Frakklandi eru um fjögur hundruð þús- und, það er, um hundrað þúsund fleiri en öll íslenska þjóðin! Frakkar og Íslendingar eiga meira sameiginlegt en margan grunar. Þannig er til dæmis skemmtilegur skyldleiki með því hvernig Frakkar urðu heimsmeist- arar í knattspyrnu árið 1998 og árangri íslenska hand- boltalandsliðsins á Ólympíuleikunum nú. Nokkrum mánuðum áður en heimsmeistarakeppnin í kattspyrnu hófst í Frakklandi sumarið 1998 var hnakkrifist þar um franska landsliðið, það þótti alveg hrútlélegt og þjálfarinn, Aimee Jaquet, algerlega ömurlegur. Árás- irnar á hann voru raunar það heiftúðugar að ekki hefur gróið um heilt milli hans og fjölmiðla síðan. Hvernig var umræðan um íslenska handboltalands- liðið hér fyrir nokkrum mánuðum, um það bil sem Guðmundur Guðmundsson var ráðinn landsliðsþjálfari? Handboltinn þótti hallæris- leg íþrótt, rætt var um að HSÍ væri að klúðra málum og vonlaust væri að fá almennilegan mann sem arftaka Alfreðs Gíslasonar. Síðan var Guðmundur ráðinn, sigursæll þjálfari, en fimmti valkostur, og Óskar Bjarni, þjálfari Vals, honum til aðstoðar. Heldur sljákkaði í mönnum við þessar málalyktir, enda þeir báðir þekktir að góðu einu, en ekki fór mikið fyrir hvatningu eða bjartsýni fyrir Ólympíu- leikana. Hliðstæðan er því sú að þrátt fyrir hatrammar deil- ur og neikvæða umfjöllun náðu bæði þessi lið að hefja sig upp fyrir hælbítana, setja markið hátt, fylkja þjóð- unum á bak við sig og ná markmiðinu með glæsibrag. Þessi tvö dæmi sýna betur en margt annað að mestu skiptir að setja sér markmið og vinna staðfastlega að því. Þetta eru tvö dæmi um glæsilegan sigur einbeit- ingar og staðfestu. Þetta var stór stund í sögu íslenskra íþrótta, en ekki síður söguleg upplifun fyrir okkur sem höfum áhuga á að efla og styrkja vináttubönd Frakka og Íslendinga enn frekar. Höfundur er forseti Alliance francaise og handboltaunnandi. Lengri útgáfa greinarinnar birtist á Vísi. FRIÐRIK RAFNSSON Mosfellsbæ www.fastmos. i s , www.eignamidlun. is • E inar Pál l Kjærnested, löggi ltur fasteignasal i K jarna • Þverholt i 2 • 270 Mosfel l sbær • S . 586 8080 • fax 586 8081 Sammála Guðna Það fór svo sem spáð var á þess- um stað í gær að Guðni Ágústs- son boðaði tíma aðgerða í „sinni Borgarnesræðu“ á mánudagskvöld. Guðni er þó fráleitt sá eini sem átelur ríkisstjórnina fyrir aðgerðaleysi – það gerir líka stjórnarliðinn Sigurður Kári Kristjánsson. Á bloggsíðu sinni bendir hann á að síðan ríkisstjórn Sjálf- stæðisflokks og Samfylkingar tók við hafi ekki eitt einasta ríkis- fyrirtæki verið einkavætt. Nú sé upplagt að einkavæða Íslands- póst, Flugstöð Leifs Eiríkssonar, ÁTVR og Ríkisútvarpið. Líklega hugnast Guðna aðgerða- leysi ríkisstjórnarinnar betur en aðgerðaáætlun Sigurðar Kára. Hvað vinnst? Enn af Guðna. Í Borgarnesræðu sinni talaði Guðni meðal annars um nauðsyn þess að aðskilja fjárfesting- arbanka og viðskiptabanka; fólksins vegna og bankanna þyrfti að vera einhvers konar skilrúm þarna á milli, sérstaklega í árferði eins og nú er og lagði til að fjárfestingarbankar yrðu gerðir að dótturfélögum viðskiptabankanna. Þá vaknar upp sú spurning hvað gerist ef árferði riði fjárfestingarbank- anum að fullu? Á hverjum bitnar gjaldþrot dótt- urfélags ef ekki móðurfélaginu? Gjaldeyrir Íslenska landsliðinu í handbolta verður fagnað í miðborg Reykjavíkur í dag. Fara þeir í opnum vagni frá Hlemmi niður Laugaveg að Arnar- hóli, þar sem ólympíufararnir verða hylltir. Þaðan er stutt yfir í Seðla- bankann. Ef landsliðið vill gleðja þjóð- ina enn frekar getur það boðið seðla- banka- stjóra silfrið til að efla gjald- eyris- forð- ann. bergsteinn@ frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.