Fréttablaðið - 01.11.2008, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 01.11.2008, Blaðsíða 22
22 1. nóvember 2008 LAUGARDAGUR H vernig metur þú stöðu Sjálf- stæðisflokksins í dag og ábyrgð hans á efnahags- ástandinu. „Það er ekki hægt að draga dul á það að Sjálfstæðis- flokkurinn er í erfiðri stöðu. Við erum í for- ystu í ríkisstjón á viðsjárverðustu tímum í sögu þjóðarinnar. Efnahagslífið er hrunið, það er gjaldeyriskreppa og atvinnuleysi hefur aukist og verður töluvert á næstu árum. Það kemur því ekki á óvart að það gefi á bátinn hjá okkur. Við verðum að horfast í augu við það að við höfum gert einhver mistök en við höfum ekki verið ein í ríkisstjórn þessi ár. Ein af ástæðunum fyrir því að við höfum náð mikl- um árangri á undanförnum árum er stöðugt stjórnarfar. Það var lykilatriði fyrir vexti í þjóðarbúinu. Með því eru stjórnir bærar til að taka erfiðar ákvarðanir sem við höfum þurft að gera. Gleymum því ekki að á þeim tíma sem við höfum verið í stjórn hefur þjóðin áður átt erfið ár. Núna þegar kreppir verulega að, fullyrði ég að við erum ríkisstjórn sem stend- ur við sitt en vandinn sem við er glímt er til- kominn vegna ábyrgða einstaklinga og fyrir- tækja á markaði. Að því sögðu er skiljanlegt að fólk hugsi ekki langt til baka enda eru ein- staklingar að missa vinnuna eða töluverða fjármuni. Maður spyr á hverjum degi hvað við hefðum átt að gera öðruvísi og hvað getum við gert til þess að þjóðfélagið komist í gegn- um þennan vanda til að halda áfram. Ég, eins og kannski þjóðin öll, horfi á börnin mín sof- andi og hugsa hvað bíður þeirra í framtíð- inni.“ Sérðu fyrir þér átök innan Sjálfstæðisflokksins á næstunni og mikla endurnýjun í ljósi breyttra aðstæðna í samfélaginu. Þarf flokkurinn ekki að fara í gagngera endurskoðun á hugmynda- fræði sinni og stefnu. „Nei, ég held ekki að það séu harðvítug átök innan flokksins fram undan. Það hefur alltaf verið mikið umburðarlyndi í Sjálfstæðis- flokknum. Allir vita að það hafa verið skiptar skoðanir innan flokksins, til dæmis um Evr- ópumál. Það er ekkert umræðubann. Við höfum rætt þetta í þaula og komist að niður- stöðu sem við höfum fylkt okkur um. Þetta er farvegurinn innan lýðræðislegrar hreyfingar. Ég held að á næstunni verði mikil umræða innan flokksins um mörg mál og við verðum að horfast í augu við að aðstæður í samfélag- inu hafa gjörbreyst. Það neitar því enginn. Við sögðum árið 2007 að okkar hag væri betur borgið utan ESB, eins og málum er háttað núna. Í dag hins vegar verðum við að endur- meta okkar hagsmuni í ljósi nýrra aðstæðna. Það mun ekki sundra flokknum; þvert á móti styrkja hann. Ég er heldur ekki hrædd við þær rökræður sem eru óumflýjanlegar.“ Ert þú komin í formannsslag með því að leiða evrópusinnaða sjálfstæðismenn? „Ég er ekki komin í formannsslag. Ég er ein- faldlega að fylgja minni sannfæringu í þessu máli og til þess er ég í stjórnmálum. Því er ekki beint gegn neinum; allra síst formanni flokksins. Ég styð hann heilshugar og okkar samstarf er afburðagott. Við tölum saman á nær hverjum degi, við erum ekki alltaf sam- mála en það er líka hollt. Ég styð hann nú sem fyrr. Hann er góður maður, víðsýnn og umburðarlyndur og ég trúi því að hann sé rétti maðurinn til að leiða okkur í gegnum þá erfið- leika sem að okkur steðja núna.“ Ákvarðanir stjórnvalda að undanförnu hafa verið gagnrýndar harðlega, þar á meðal hvað þið vissuð mikið og hvenær. Hvenær vissir þú að staða bankanna var jafn alvarleg og raun ber vitni og hvenær varð þér ljóst að grípa þyrfti inn í? „Það var ekki fyrr en nokkrum dögum áður en bankarnir hrundu. En það voru ákveðin við- vörunarljós og þess vegna lagði Geir það meðal annars til í ágúst að sameina Glitni og Landsbankann. En í ágúst óraði engan fyrir því að þessar hörmungar myndu ganga yfir þjóðina. Ef þetta er skoðað í samhengi þá verður að hafa hrun Lehmann-banka í sept- ember í huga og viku síðar er algjör lánsfjár- þurrð staðreynd. Þetta hafði miklu víðtækari afleiðingar en við áttuðum okkur á að yrði staðreynd. Jafnvel bankamennirnir sjálfir skildu ekki samhengið. Svo er Kaupþing sér kapítuli í þessu öllu saman; við trúðum því að hann myndi standa þetta af sér miðað við okkar upplýsingar og sterka stöðu. Svo fer breska fjármálaeftirlitið inn í Singer & Fri- edlander, kannski í hefndarhug, og allt hryn- ur. Annars vil ég sem minnst tala um Bretana, þetta er allt svo niðurlægjandi fyrir þá. Þeir geta ekki kallað sig stórveldi lengur; þetta er smámennaháttur. Stórþjóð í mínum huga í dag eru Færeyingar.“ Hvað með hlut Seðlabankans og Fjármála- eftirlitsins? „Auðvitað spyr maður sig margra spurninga þessa dagana. Maður spyr sig af hverju Lands- bankanum var leyft að setja IceSave á lagg- irnar í Hollandi eftir að byrjað var að reyna að vinda ofan af þessu í Bretlandi? Af hverju stoppaði ekki kerfið þetta? Af hverju var ekki hægt að nota bindiskylduna eða Fjármálaeft- irlitið farið og sagt hingað og ekki lengra? Ég gagnrýndi það á sínum tíma og tel að Seðla- bankinn hafi þar gert mistök, að leyfa bönkun- um ekki að gera upp í evrum. Menn voru á alþjóðlegum markaði og ég held að þetta sé hluti af því að þetta fór allt af stað. Við hefðum líka átt að stemma stigu við vexti bankanna. Áttum við að fara í viðræður við Kaupþing um að flytja höfuðstöðvar sínar þar sem bankinn var orðinn of stór? Við hefðum vissulega séð eftir skatttekjunum en þá hefði starfsemi bankans hér heima verið trygg. Af hverju var ekki gripið inn í þetta í ársbyrjun 2006 í litlu fjármálakreppunni og af hverju byrjaði Seðla- bankinn ekki að styrkja gjaldeyrisforðann með öflugri hætti á þeim tíma? Það eru marg- ar erfiðar spurningar sem stjórnvöld, Seðla- bankinn, Fjármálaeftirlitið og ekki síst for- ystumenn þeirra fyrirtækja sem um ræðir verða að svara. Ég vona bara að menn læri af þessu. Ég legg mikla áherslu gegnsæi og að farið verði yfir þessa sögu alla án þess að komi til illdeilna. Það má ekki skapast tor- tryggni á milli fólks vegna þessara atburða þótt hún sé skiljanleg um tíma.“ Telur þú ástæðu til þess að endurvekja Þjóð- hagsstofnun? „Ég útiloka það ekki. Það getur vel verið að það þurfi að endurvekja Þjóðhagsstofnun. Það er allavega ljóst í ljósi nýrra tíma að ríkið þarf að hafa aðgang að hlutlausum aðilum sem geta sett fram hagtölur á ábyrgan hátt. Ef það verður til þess að rekstur og stefnumótun rík- isins verði betri þá er sjálfsagt að það ger- ist.“ Umræða um kosningar og endurskoðun stjórn- arsáttmálans hefur verið áberandi síðustu daga. Þurfa stjórnmálamenn ekki að endur- nýja umboð sitt við fólkið í landinu þar sem mikið vantraust virðist vera á stjórn, þingi og embættismannakerfinu. „Gott og vel, ef fólk segir að alltaf þegar vandi steðjar þá skulum við kjósa. Ef það er almenna reglan þá eigum við að kjósa. Ég hins vegar er þeirrar skoðunar að á meðan við göngum í gegnum þennan efnahagslega vanda, sem mun leiða af sér félagslegan vanda, þá verði stjórnmálamenn að axla ábyrgð. Ég býð ekki í það ef við fáum stjórnmálakreppu fast á hælana á efnahagskreppu.“ Getur ríkisstjórnin setið áfram út næsta ár án þess að koma sér saman um sameiginlega stefnu peningamála? „Endurskoðun peningamálastefnunnar er eitt stærsta verkefnið sem við stöndum frammi fyrir og við ætlum að gera það sem fyrst. Um það er enginn ágreiningur.“ Hvað finnst þér um hugsanlegt myntbandalag við Noreg? „Það er eflaust hægt að finna kosti við það að tengjast Norðmönnum. Hins vegar held ég að í því fælist algjört valdaafsal því þetta yrði væntanlega einhliða tenging. Ég tel þetta því vart raunhæft. Þetta gerist alltaf þegar umræðan um ESB tekur á loft. Þá er bent á aðrar lausnir. Auðvitað er sjálfsagt að skoða þær en ég held að ef við ætlum að hverfa frá þeirri peningamálastefnu sem nú er þá sé það eðlilegt að við leitum inn í Evrópusambandið. Við höfum EES-samninginn og erum mjög tengd Evrópu á svo margan hátt. Ég tek því undir með aðalhagfræðingi Seðlabankans sem segir að annað hvort endurnýjum við núver- andi peningamálastefnu eða við leitum á mið evrunnar.“ Nú er ljóst að draga verður úr útgjöldum hins opinbera. Verður skorið niður í þínu ráðu- neyti? „Opinberi geirinn í heild verður að taka ábyrgð og þá er mitt ráðuneyti ekki undan- skilið því. Ég ætla ekki að svara því hér og nú hvernig það verður gert en ég er búin að funda með forstöðumönnum stofnananna svo þeir séu meðvitaðir um að þeir geti ekki leyft sér að fara út fyrir það svigrúm sem veitt hefur verið samkvæmt fjárlögum. Við verðum að sýna fram á aga, um leið og við þorum að byggja upp. Langtímahagsmunir okkar liggja í menntun og rannsóknum og þeirri nýsköpun sem af því getur leitt. Ég er sannfærð um það að ef við byggjum áfram upp menntun í land- inu þá verður það okkur mikið gæfuspor. Við höfum nú þegar tekið risaskref í menntamál- um. Fjármagn verður að setja á rétta staði og hafa eftirlit með því. Fyrst og síðast verðum við svo að gera kröfur um gæði í gegnum allt skólakerfið.“ Staðan á fjölmiðlamarkaði er alvarleg. Er ekki ljóst að RÚV verði að fara alfarið af auglýs- ingamarkaði í ljósi þess að frjáls fjölmiðlun lifir ekki í því umhverfi sem henni er búið í dag. „Ef sú aðgerð ein og sér myndi bjarga fjöl- miðlamarkaðnum á morgun þá tæki ég þá ákvörðun, já. Ég lagði minnisblað fyrir ríkis- stjórn í morgun þar sem ég mun skipa vinnu- hóp sem fer yfir þetta. Ég er að koma með nýja fjölmiðlalöggjöf á þessum vetri sem byggir á neytendarétti og samhliða ætlaði ég að láta skoða hvernig við myndum takmarka hlut Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði. Ég hef verið hlynnt því en um það hefur ekki náðst pólitísk samstaða. En ég er sannfærð um að það sé hljómgrunnur fyrir þessu núna. Við erum að bíða eftir áliti frá Samkeppniseft- irlitinu um stöðuna á auglýsingamarkaði. Við vitum að RÚV hefur ekki verið að auka hlut- deild sína á undanförnum árum gagnvart Skjánum og Stöð 2 og auglýsingar eru ekki stærsti þátturinn í slæmri stöðu ljósvaka- miðla. Menn verða líka að horfa í eigin barm varðandi skuldsetningu. Ef brotthvarf RÚV af auglýsingamarkaði, að hluta til að minnsta kosti, stuðlar að því að frjálsir fjölmiðlar eigi meiri tækifæri til að halda áfram rekstri þá er það vinna sem ég mun fara mjög hratt í. Ég get ekki til þess hugsað að sú skelfilega staða kæmi upp að við sætum uppi með einn ríkis- miðil. Það sama á við um prentmiðlana. Mann hryllir við tilhugsuninni ef þetta fer á versta veg.“ Efst í huga þjóðarinnar um þessi mánaðamót er hvernig verður komið til móts við þá ein- staklinga og fjölskyldur sem í orðsins fyllstu merkingu horfa fram á gjaldþrot á næstu dögum. Sérðu fyrir þér einhverjar aðgerðir sem geta aðstoðað þennan stóra hóp með bein- um hætti á næstu vikum? „Það eru fjölmörg mál sem við erum að ræða og verða kynnt á næstunni af fagráðherrun- um. Ég vil koma því á framfæri, og vona að ég nái að koma því til skila til fólks, að ríkis- stjórnin mun gera allt sem í hennar valdi stendur til að milda höggið fyrir fólkið í land- inu. Við reynum að koma okkur út úr þessu eins hratt og auðið er, en það verður erfitt. Ég ætla ekki að setja fram einhverja tálsýn hvað það varðar. Ég efast ekki um að allir munu leggjast á árarnar og það er í okkar karakter að vinna okkur út úr vanda. Við getum verið reið, enda er fátt eins mannlegt. En þá ítreka ég það sem amma mín sagði: Það er mannlegt að reiðast en djöfullegt að vera langrækinn. Ég held að við ættum að hafa þetta hugfast núna og þá mun okkur ganga vel.“ Ég er ekki komin í formannsslag Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir engan ágreining um það í ríkisstjórn að endurskoða peninga- málastefnuna. Hún gagnrýnir hart að Landsbankanum hafi verið leyft að setja IceSave-reikninga á fót í Hollandi eftir að athugasemdur höfðu verið gerðar við reikningana í Bretlandi. Hún sagði Svavari Hávarðssyni að hún væri ekki komin í for- mannsslag. ÞORGERÐUR KATRÍN GUNNARSDÓTTIR Menntamálaráðherra segist ekki hafa hafið formannsslag þótt hún viðri skoðanir sínar á Evrópumálum. Hún segist einfaldlega fylgja sinni sannfæringu í stjórnmálum og því sé ekki beint gegn neinum, allra síst Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formanni flokksins. Hún telur engan hæfari til að leiða þjóðina á erfiðum tímum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Endurskoðun peningamálastefnunar er eitt stærsta verkefnið sem við stöndum í frammi fyrir og við ætlum að gera það sem fyrst. Um það er enginn ágreiningur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.