Fréttablaðið - 01.11.2008, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 01.11.2008, Blaðsíða 28
28 1. nóvember 2008 LAUGARDAGUR Þ að er skollaleikur að ætla að leita að hamingju í eignum. Hvers vegna heldurðu að Imelda Marcos hafi átt yfir þúsund skópör?“ segir Páll Matthíasson geðlæknir. Páll hefur kynnt sér rannsóknir um hamingjuna sem sálfræðingar og aðrir fræðimenn hafa sinnt um langt skeið. Í þeim efnahagslegu þrengingum sem nú ríða yfir íslenskt þjóðfélag er ekki úr vegi að velta hamingjunni fyrir sér, til að mynda tengslunum á milli peninga og hamingju. „Peningar tengjast hamingju en ekki á þann hátt sem fólk heldur oft,“ segir Páll. „Fólk sem á ekki neitt og fær peninga sem nægir því til að sinna grunnþörfum á borð við að koma sér þaki yfir höfuðið og kaupa sér mat verður hamingjusamara, en eftir að þessum grunnþörfum hefur verið sinnt þá hætta peningar að skipta máli.“ Páll segir í þessu samhengi athyglisvert að skoða að hamingja hafi aukist á Vestur- löndum fram um 1950, eftir það hafi hún ekki vaxið þrátt fyrir sívaxandi velmegun. „Það virðist vera eins og nýjar eignir færi eigendum hamingju í fyrstu en sú ham- ingja varir stutt. En ef þú ert að leita að ofsagleðinni sem fylgir því að eignast eitt- hvað nýtt þá viltu alltaf meira og meira, samanber Imeldu og skóna, en það er skollaleikur að ætla að finna hamingju í eignum,“ segir Páll. Sátt og jafnvægi mikilvægt En hvað er hamingja? Páll segir hamingju ekki felast í ofsagleði heldur hafi verið sýnt fram á að hamingjusamari séu þeir sem eru sáttir og í jafnvægi, í sátt við guð og menn eins og sagt er. „Ef maður eltir stund- arhamingju þá lendir maður í ógöngum.“ Ýmislegt er sameiginlegt með hamingju- sömu fólki eftir því sem rannsóknir sýna og það eru þeir eiginleikar sem forvitnilegt er að fræðast um. „Hamingjusamt fólk hefur sínar eigin skilgreiningar á því hvað er mikilvægt,“ segir Páll. Hér útskýrir Páll að það sé manninum eiginlegt að bera sig saman við aðra og þeir sem til dæmis sífellt bera sig saman við þá sem eiga meiri pen- inga eða líta betur út séu óhamingjusamari en þeir sem velja sér réttan samanburð ef svo má segja. Samanburður er fólki svo mikilvægur að sýnt hefur verið fram á að flestir myndu velja lægri launahækkun í krónum talið ef hinir fengju það sama en ef að manni stæði veruleg hækkun til boða, til dæmis hálf milljón, en samstarfsmennirnir fengju eina milljón. Fyrir utan að velja sér samanburð skiptir miklu máli að vera í stöðugu og langvar- andi sambandi og á það einkum við um karlmenn. Það virðist ekki skipta hamingju kvenna jafn miklu máli að vera í sam- bandi. Vinir skipta gríðarlega miklu máli segir Páll. „Rík vináttutengsl færa fólki ham- ingju, ekki síst þeim sem eldri eru, jafnvel meira en fjölskyldan sem tengist því kannski að maður velur vini sína en ekki fjölskyldu.“ Að þessu sögðu ber þó að ítreka að fjölskyldan skiptir auðvitað mjög miklu máli fyrir hamingju fólks. Fjöldauppsagnir eins og náttúruhamfarir Vinnan skiptir miklu máli fyrir hamingju fólks, bæði að vinna og finnast vinnan skipta máli. Hæfilegt álag í vinnu er gott en of mikið álag dregur úr hamingju fólks að því er rannsóknir sýna. Uppsögn úr starfi, sama hversu ánægt fólk er með vinnunna sína, er áfall og dregur úr ham- ingju fólks. Fjöldauppsagnir, eins og nú ganga yfir þjóðfélagið, eru ekki sami skell- urinn á egói fólks. Þær eru að sumu leyti eins og náttúruhamfarir og alveg eins og fólk heldur oft ró sinni í náttúruhamförum getur sama verið upp á teningnum þegar fjöldauppsagnir, samdráttur og kreppa ganga yfir. „Fólk tekur hlutunum með ró, að hluta til vegna þess að áfallið leggst á alla. Ef allir hafa minna úr að moða þá skiptir það ham- ingju fólks ekki eins miklu máli,“ segir Páll sem vill þó taka fram að annað sé trúlega upp á teningnum ef öryggi fólks sé ógnað, það eigi á hættu að missa húsnæði eða eiga ekki í sig eða á. Almennt segir Páll hins vegar að þegar litlir peningar séu í umferð í þjóðfélaginu þá neyðist fólk til þess að vera íhugulla, í raun þurfi fólk fyrst og fremst á hamingju- ráðum að halda þegar góðæri ríkir, þá eltir fólk hamingjuna í efnislegum gæðum þar sem hana er ekki að finna. Trúað fólk hamingjusamt En aftur að mikilvægi vinnunnar. Rann- sóknir sýna að það skiptir hamingju fólks verulegu máli að það telji vinnu sína skipta máli, vera mikilvæga, sérstaklega í samfé- lagslegu samhengi. Þessu skylt er ugglaust sú staðreynd að hamingjusamt fólk er líka iðulega félagslega virkt, það tekur þátt í félagsstarfi einhvers konar. „Það skiptir máli að vera í Amnesty, Samhjálp eða hvers konar góðgerðarsamtökum, láta sig meira varða en sjálfan sig,“ segir Páll. Að vera samfélagslega virkur skiptir líka máli, til dæmis að kjósa. „Kosningaþátt- taka fer alls staðar minnkandi í hinum vest- ræna heimi og það er vandamál, samfélag- ið verður ólýðræðislegra fyrir vikið og þar með verra.“ Meðal þess sem hefur dregið úr félags- legri virkni fólks er sjónvarp, segir Páll sem segir alveg ljóst að mikið sjónvarps- gláp ýti undir vanlíðan og óhamingju. „Það er oft talað um svokallað flæði eða „flow“ í hamingjufræðum og þá notað um það að geta gleymt stund og stað. Fólk sem er til dæmis mjög ánægt í sinni vinnu gleymir stund og stað. Frístundir sem veita þér þetta eru líka mjög mikilvægar en sjón- varpsgláp er andstaða við flæði. Það er passíf iðja og fjölmargar rannsóknir sýna að hamingja og vellíðan fólks minnkar með vaxandi sjónvarpsglápi.“ Trú tengist líka hamingju segir Páll og bendir á að trúað fólk sé oft sáttara og hamingjusamara en þeir sem eru ekki trú- aðir. „Trúin gefur stærra samhengi, fyrir- heit og kennir auðmýkt og fyrirgefningu,“ segir Páll sem bendir á að jákvæð sálfræði nýtir sér þessa þætti trúarbragða. Jákvæðri sálfræði hefur vaxið fiskur um hrygg und- anfarin ár. Hún snýst um að bæta vellíðan fólks, frekar en að lækna sjúkdóma eins og geðlækningar og klínísk sálfræði gera. Fréttir geta valdið kvíða Aftur til Íslands. Hingað til hafa Íslending- ar ætíð komið vel út úr könnunum þegar spurt er um hamingju og segir Páll það ekkert ótrúlegar niðurstöður þótt kannan- irnar séu ekki hávísindalegar, hér á landi séu svo margir þættir til staðar sem stuðla að hamingju fólks; einsleitt þjóðfélag, nálægð við fjölskyldu og vini, stuttur tími sem fer í samgöngur til og frá vinnu. Annað mál er að íslenska þjóðarsálin lit- ast oft mjög af einhverju einu álitamáli og þjóðarhamingjan, ef svo má segja, sveifl- ast upp og niður eftir því hvaða mál allir eru að tala um. Páll segist hafa tekið eftir því þegar hann bjó erlendis hvernig annað- hvort allir voru að fara á límingunum út af einhverju, til dæmis Kárahnjúkavirkjun, eða þá að allir voru í svakalegri uppsveiflu, eins og í góðærinu. Eðlilega hafa fréttir af gjaldþrotum og efnahagshruni verið langmest áberandi undanfarið og um fátt meira rætt manna í millum eða í netheimum. Ekki er úr vegi að spyrja Pál að lokum hvaða áhrif þær frétt- ir og ástandið á Íslandi komi til með að hafa á heill og hamingju þjóðarinnar? „Til lengri tíma litið held ég að kreppan neyði okkur til þess að endurskoða gildi okkar, horfa meira til þeirra hluta sem raunverulega hafa gildi fyrir vellíðan okkar. Að því leyti kemur kannski eitthvað gott út úr þessu að lokum. En til skemmri tíma þá fyllast margir óöryggi og kvíða. Eilífar hörmungafréttir gefa fólki þá til- finningu að ekkert annað skipti máli en „kreppan“ og að allt sé að fara fjandans til. Það er vel þekkt úr hamingjurannsóknum að þeir sem fylgjast mikið með fréttum eru kvíðnari og telja sig búa í ótryggari heimi en þeir sem minna fylgjast með þeim – það eru jú engar fréttir að allt sé í lukkunar vel- standi einhvers staðar eða að enginn glæp- ur hafi verið framinn í einhverju þorpi árum saman. Svo að fréttir gefa manni skekkta mynd af raunveruleikanum. Það er ágætis ráð að reyna að takmarka aðeins fréttaglápið og fara frekar út að ganga eða sinna fjölskyldunni. Það minnir mann á að sólin kemur nú þrátt fyrir allt enn þá upp og að þeir hlutir sem ættu að skipta mann mestu eru enn til staðar.“ Endurskoðum gildin í kreppunni Hvað er hamingja? Páll Matthíasson geðlæknir hefur velt hamingjunni fyrir sér og hann sagði Sigríði Björgu Tómasdóttur eitt og annað athyglisvert um hamingjuna, hvar hana er að finna og hvar ekki. PÁLL MATTHÍASSON Hamingjan felst ekki í ofsa- gleði heldur í sátt við guð og menn. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Hvort myndir þú heldur vilja vinna í lottóinu eða lenda í alvarlegu bílslysi? Spurning sem býður upp á einfalt svar að mati flestra, auðvitað væri betra að vinna í lottóinu. Hamingjurannsóknir hafa hins vegar leitt í ljós að þeir sem vinna stóran vinning í lottóinu eru síst hamingjusamari en þeir sem lenda í alvarlegu bílslysi. Raunar eru þeir sem lenda í bílslysi hamingjusamari ári eftir atburðinn en vinningshafarnir. Ástæðan getur verið margþætt segir Páll, til dæmis að þeir sem lenda í slysi fara að endurmeta allt í kringum sig og fjölskyldan þjappar sér í kringum þá, með þeim afleið- ingum að þeir verða ekki óhamingjusamir þrátt fyrir gjörbreyttar aðstæður. Þeir sem vinna stóran vinning í lottói hætta hins vegar kannski að vinna, þeir fara að tortryggja vini og kunningja sem leita til þeirra eftir að vinningurinn kemur til sögunn- ar. Þegar allt kemur til alls færir peningaupp- hæðin mikla þeim ekki aukna hamingju. Lottó eða slys? Til lengri tíma litið held ég að kreppan neyði okkur til þess að endurskoða gildi okkar, horfa meira til þeirra hluta sem raunverulega hafa gildi fyrir vellíðan okkar. Að því leyti kemur kannski eitthvað gott út úr þessu að lokum. GAMAN MEÐ VINUNUM Góð tengsl við vini skipta miklu máli, samkvæmt hamingjufræðum. „Rík vináttutengsl færa fólki hamingju, ekki síst þeim sem eldri eru, jafnvel meira en fjölskyldan sem tengist því kannski að maður velur vini sína en ekki fjölskyldu,“ segir Páll. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.