Fréttablaðið - 11.11.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 11.11.2008, Blaðsíða 8
8 11. nóvember 2008 ÞRIÐJUDAGUR GRÆNLAND Það mun taka Græn- lendinga minnst 25 og kannski meira en 50 ár að ná því markmiði að verða efnahagslega sjálfbært samfélag og þar með færir um að standa undir sjálfstæðu ríki. Þessu heldur Pia Vedel Ankersen, lektor í opinberri stjórnsýslu við Græn- landsháskóla, Ilisimatusarfik, fram í grein sem hún skrifar ásamt tveimur kollegum í dagblaðið Sermitsiaq. Ankersen svarar spurningu grænlenska útvarpsins um það hvort markmið Hans Enoksen, for- manns grænlensku landstjórnar- innar, um sjálfbært og sjálfstætt Grænland árið 2019 sé raunhæft, afdráttarlaust neitandi. Græn- lenski landsjóðurinn fær nú um átta milljarða danskra króna í styrk frá Danmörku árlega. - aa Sjálfstæðismál Grænlands: Lektor segir ára- tugi í sjálfstæði STJÓRNMÁL „Við vildum ekki boða til funda eða slíks, engu að síður gefa fólki færi á að mæla fyrir áskoruninni, meðal annars með því að prenta út tákn hennar og setja í glugga á heimili, bifreið eða vinnustað,“ segir Benedikt Stefánsson hagfræðingur, einn fjögurra málsvara „Nóvember- áskorunarinnar“ til íslenskra stjórnvalda. Hópurinn krefst þess að lýst verði yfir með afgerandi hætti að viðræður við Evrópusambandið um fulla aðild og upptöku Evrunnar hefjist sem fyrst, að sett sé fram skýr efnahagsstefna og skipuð ný, fagleg yfirstjórn Seðlabankans og að Alþingi mæli fyrir um gagngera úttekt, undir forystu erlendra aðila, á aðdrag- anda kreppunnar. - kg Áskorun til stjórnvalda: Þverpólitísk áskorun 1. Hvaða fimleikakappi varð þriðji í fjölþraut á Norður- Evrópumótinu í áhaldafimleik- um um helgina? 2. Hversu margir jólapakkar verða sendir til barna í Úkraínu eftir söfnun KFUM og K? 3. Hvað heitir nýjasta plata hljómsveitarinnar Slugs? SVÖRIN ERU Á SÍÐU XX VINNUMARKAÐUR Kristófer Jónsson og Lúðvík Lúðvíksson, starfsmenn Steypustöðvarinnar Mest, ásamt hátt í 40 félagsmenn VR afhentu Gunnari Páli Pálssyni, formanni VR, undirskriftir á þriðja hundrað félagsmanna VR til stuðnings kröfu sinni um að boðað verði til félagsfundar í VR á næstunni til að ræða þátt- töku formannsins í ákvörðun um að fella niður persónulegar ábyrgðir starfsmanna Kaupþings. Kristófer segir að Gunnar Páll hafi tekið á móti þeim, boðið þeim inn og útskýrt sína hlið en þó ekki sagt neitt nýtt. Gunnar Páll hafi orðið fyrri til því búið sé að ákveða að boða til félagsfundar á fimmtudaginn. Kristófer segir að á félagsfundinum verði farið fram á að boðað verði til aðalfundar og skipt um stjórn. „Við viljum skipta um stjórn í félaginu yfir línuna,“ segir Kristófer sem „er búinn að fá uppsagnarbréf eins og svo margir aðrir“ í þjóðfélaginu. „Ég sé ekki hvernig ég get leitað til félagsins og látið það gæta réttar míns þegar stjórnin er svona gjörspillt,“ segir hann. Gunnar Páll segir að stjórn, trúnaðarmenn og trúnaðarráð VR hafi verið búið að ákveða að halda félagsfund og hann verði haldinn á fimmtudagskvöld- ið. Hann segist hafa boðið mótmælendunum inn til að fá sér eitthvað í gogginn. Þeir hafi síðan sýnt sér þá virðingu að leyfa sér að segja frá sinni hlið og það hafi hann gert. Að öðru leyti vísar hann í greinargerð á heimasíðu VR og yfirlýsingu sem birtist í Fréttablað- inu í dag. - ghs Gunnar Páll Pálsson, formaður VR, tók við undirskriftum yfir 200 félagsmanna: Þegar boðað til félagsfundar SKIPT VERÐI UM STJÓRN Félagsmenn VR afhentu undirskriftir hjá VR í gær. Kristófer Jónsson, starfsmaður Mest, segir að krafist verði aðalfundar og skipt verði um stjórn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ALÞINGI Dregið er úr vægi ábyrgða og stuðlað að því að lánveitingar miðist við greiðslugetu og trygg- ingar lántaka í nýju frumvarpi um ábyrgðarmenn. Lúðvík Bergvinsson, þing- flokksformaður Samfylkingarinn- ar, er fyrsti flutningsmaður en meðflutningsmenn eru þing- flokksformenn Sjálfstæðisflokks, VG og Frjálslyndra, formaður Framsóknarflokksins og formenn viðskiptanefndar og efnahags- og skattanefndar Alþingis. Rauði þráðurinn í frumvarpinu er sá að ábyrgðarmaður skuli vera upplýstur um þá áhættu sem felst í ábyrgð áður en hann gengst undir hana. Mælt er fyrir um að ef krafa er tilkomin vegna persónulegrar ábyrgðar verði ekki gerð aðför í fasteign ábyrgðarmanns sem hann býr í. Þá er kveðið á um að lánveit- anda beri skylda til að meta hæfi lántaka til að standa í skilum og á láveitandi að ráða ábyrgðarmanni með skriflegum hætti frá því að gangast í ábyrgð ef greiðslumat bendir til þess að lántaki geti ekki efnt skuldbindingar sínar. Í greinargerð frumvarpsins segir að mörg dæmi séu um að forsenda lánveitingar sé endur- gjaldslaus ábyrgð þriðja aðila. Afleiðingar slíks hafi oft verið mjög íþyngjandi fyrir einstakl- inga, fjölskyldur og samfélagið í heild. - bþs Þingmenn úr öllum flokkum vilja takmarka ábyrgðir vegna viðskipta þriðja aðila: Lán miðist við greiðslugetu LÚÐVÍK BERGVINSSON vill að ábyrgðir þriðja aðila á lánum verði takmarkaðar. EFNAHAGSMÁL Nokkur áhætta er fólgin í því að frysta afborganir af erlendum íbúðalánum strax, enda ekki hægt að útiloka að krónan verði enn veikari en hún er nú þegar frystingu lýkur. Algengt er að frysting gildi í fjóra mánuði. Útfærslan er misjöfn milli banka. „Þetta er viss áhætta,“ segir Edda Rós Karlsdóttir, hagfræðingur hjá Landsbankanum. „En mikilvæg- ast er að þeir sem taka ákvörðun um að frysta lán haldi áfram að leggja til hliðar sem nemur afborgun af láninu, til dæmis í júní, þegar ástandið á gjaldmiðl- inum var eðlilegra.“ - hhs Edda Rós Karlsdóttir: Áhætta fólgin í frystingu lána VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.