Fréttablaðið - 11.11.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 11.11.2008, Blaðsíða 16
ÞINN RÉTTUR Almannatryggingalög kynnt fyrir þér Þinn réttur getur verið margs konar í almannatryggingakerfinu. Með mánaðarlegum dálki vill Tryggingastofnun vera þér, lesandi góður, innan handar með því að kynna fyrir þér ýmis ákvæði almannatryggingalaganna og þannig benda á mögulegan rétt til greiðslna sem er þér ef til vill ekki kunnugur. Sjá vefinn www.tr.is Líkurnar á blóðeitrun og lungnabólgu tvöfaldast ef blóð sem sjúklingar fá er eldra en 29 daga gamalt. Þetta er staðfest í rannsókn sem gerð var á Cooper-háskólaspítalanum í New Jer- sey-ríki. Í Bandaríkjunum er bannað að nota blóð sem hefur verið geymt í meira en 42 daga og í Bretlandi blóð sem hefur verið geymt í 35 daga. Eftir aðeins tveggja vikna geymslu byrja rauðu blóðfrumurnar að breytast og gefa frá sér efni sem heitir cytoki- nes. Þetta efni er þekkt fyrir að hindra ónæmisstarfssemi og getur í mikl- um mæli leitt til þess að móttakend- ur blóðsins verði líklegri til að verða veikir. Sérfræðingarnir rannsökuðu sýk- ingar í 422 sjúklingum sem höfðu fengið blóðgjafir og uppgötvuðu að meðalaldur gjafablóðsins var 26 dagar og 70 pró- sent sjúkl inga höfðu feng- ið blóð sem var eldra en tveggja vikna. - aov Nýtt blóð best Blóð sem er geymt of lengi eykur líkurnar á sýkingu þegar það er notað, samkvæmt banda- rískum sérfræðingum. Ef blóð sem er gefið hefur verið geymt of lengi eykur það hættuna á alls konar sýkingum. Hingað til hefur barnshafandi konum verið óhætt að drekka sem samsvarar þremur meðal- sterkum kaffibollum á dag, en nýjustu rannsóknir sýna að þá koffínneyslu þarf að minnka um þriðjung á meðgöngu. Barnshafandi konur ættu að tak- marka koffínneyslu á meðgöngu við tvo kaffibolla, eða sem sam- svarar fjórum tebollum á dag. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsókna sem framkvæmdar voru í háskólunum í Leicester og Leeds og náðu til 2.500 ófrískra kvenna. Niðurstöðurnar birtast í British Medical Journal í vikunni. Lengst af hefur koffínneysla vanfærra kvenna miðast við 300 mg að hámarki á dag, en nú hefur það viðmið lækkað um þriðjung, í 200 mg á dag. Lengi hefur verið vitað um samband á milli koff- ín neyslu á meðgöngu og of lágrar fæðingarþyngdar nýbura, en börn sem fæðast of létt eru líklegri til að þjást af hjartasjúkdómum og sykursýki. Koffín finnst einnig í kóla- drykkjum, súkkulaði og orku- drykkjum og er barnshafandi konum ráðlagt að neyta þessa í hófi. Niðurstöð- urnar koma í kjölfar annarr- ar rannsóknar sem sýndi fram á að hóflega drukkið vín á meðgöngu dregur- úr líkum á hegðunarvanda og ofvirkni í drengjum, en Univer- sity College í Lundúnum greindi nýlega frá niðurstöðum sem sýndu að drengir sem áttu mæður sem drukkið höfðu smávegis af léttvíni á meðgöngu höfðu talsvert betri orðaforða en þeir sem döfnuðu í móðurkviði kvenna sem héldu sig frá áfengi. Læknisfræðilegar ráðleggingar mæla enn eindregið með því að konur sneiði alfarið hjá áfengi á með- göngu og meðan reynt er að verða barnshafandi. - þlg STRESS hefur slæm áhrif á líkama og sál. Mikilvægt er að gefa sér tíma á hverjum degi til að slappa af og auka þannig líkurnar á lengra og betra lífi. Ö rorku- og ellilífeyris- þegar vilja væntanlega vita hvaða áhrif versnandi efnahags- ástand hefur á afkomu þeirra. Almannatryggingar bæta að nokkru upp tap á fjármagnstekj- um og lækkuðum greiðslum úr lífeyrissjóðum. Lífeyrisþegum fjölgar vænt- anlega Búist er við að bæði ellilífeyris- þegum og örorkulífeyrisþegum fjölgi næsta árið. Hætta er á að með vaxandi atvinnuleysi og fjárhagslegu óöryggi finni fleiri til líkamlegrar og andlegrar vanlíðunar sem getur leitt af sér langvinna sjúkdóma og örorku. Jafnframt er líklegt að einhverj- ir hefji töku ellilífeyris fyrr og vinni minna eftir að 67 ára aldri er náð en þeir hefðu gert við óbreyttar aðstæður. Lægri tekjur, hærri greiðslur Margir eldri borgarar fjárfestu í hlutabréfum og verðbréfum og áttu von á að bera úr býtum fjármagnstekjur. Þessar fjárfestingarleiðir standa ekki undir væntingum eins og er og fjármagnstekjur margra verða því minni en þeir áttu von á. Sama máli gegnir um lífeyris- sjóðina sem flestir töldu gulltryggða. Lægri fjármagns- tekjur og lægri lífeyrissjóðstekj- ur leiða því í flestum tilvikum til hærri greiðslna frá Trygginga- stofnun þó að munurinn verði ekki bættur að fullu með óbreyttu réttindakerfi. Lífeyrisþegar erlendis Greiðslur til lífeyrisþega sem búa erlendis eru mjög óhagstæð- ar eins og stendur. Vegna lágs gengis krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum eru greiðslurnar verðminni í útlöndum en þær voru fyrir fáum mánuðum. Margir lífeyris- þegar sem búa erlendis fá einungis hluta lífeyris síns héðan en einnig greiðslur frá öðrum löndum, yfirleitt búsetulandinu. Þeir sem fá lágar upphæðir frá TR verða fyrir minni áhrifum vegna aðstæðna á gjaldeyris- markaði. Áhrif kreppunnar árið 2008 á hag ellilífeyrisþega gætu þannig orðið margvísleg en munu ekki verða að fullu ljós fyrr en árið verður gert upp um mitt árið 2009. Efnahagsástandið og lífeyrir almannatrygginga Ekki fleiri en tvo kaffibolla á dag Það er notalegt fyrir barnshafandi konur að dreypa á eftirlætis drykknum sínum, þegar þörfin kallar, en allt er best í hófi. Umbo›s- og sölua›ili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is Birkiaska S J Ú K R A Þ J Á L F U N Næstu fyrirlestrar og námskeið 11. nóv. Góð heilsa er auðveldari en þú heldur Matti Ósvald heilsuráðgjafi 18. nóv. Óskalisti líkamanns Matti Ósvald heilsuráðgjafi 20. nóv. Hátíðakökur og eftirréttir Auður Konráðsdóttir desertadrottning 25. nóv. Ævintýralíf Benedikta Jónsdóttir heilsuráðgjafi 02. des. Heilbrigði og hamingja Benedikta Jónsdóttir heilsuráðgjafi 04. des. Hátíðakökur og eftirréttir Auður Konráðsdóttir desertadrottning www.madurlifandi.is teg. Coral - glæsilegur “push up” bh fyrir brjósgóðar í C,D,E,F,G skálum á kr. 5.990,- Misty Laugavegi 178 • Sími: 551 2070 Opið: mán - fös: 10 - 18 • lau: 10 - 14 Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf Mánudaga og mmtudaga Blaðberinn bíður þín Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfið Blaðberinn...

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.