Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.11.2008, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 14.11.2008, Qupperneq 18
18 14. nóvember 2008 FÖSTUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 73 656 -0,32% Velta: 197 milljónir MESTA HÆKKUN EIMSKIPAFÉL. +1,50% MAREL +1,12% ICELANDAIR +0,90% MESTA LÆKKUN BAKKAVÖR -6,41% FØROYA BANKI -2,51% ÖSSUR -1,93% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 3,95 +0,00% ... Atorka 0,50 +0,00% ... Bakkavör 3,65 -6,41% ... Eimskipafélagið 1,35 +1,50% ... Exista 4,62 +0,00% ... Icelandair Group 13,52 +0,90% ... Kaupþing 0,00 +0,00% ... Marel Food Systems 81,50 +1,12% ... SPRON 1,90 +0,00% ... Straumur-Burðarás 7,08 +0,00% ... Össur 101,50 -1,93% GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR: 231,0 -2,94 Reiknað er með að verð- bólga verði allt að 25 prósent í byrjun næsta árs. Mikilvægt er að ná tökum á krónunni og snúa gengis- þróuninni við. „Við gerum ráð fyrir ívið meiri hækkun á vöruverði en Glitnir vegna falls krónunnar,“ segir Snorri Jakobsson, sérfræðingur hjá IFS Greiningu. IFS gerir ráð fyrir 18,1 prósents verðbólgu í þessum mánuði. Greiningardeild Glitnis reiknar með litlu minni verðbólgu í mán- uðinum, 17,8 prósentum. Verðbólgan var 15,9 prósent í síðasta mánuði en mældist 5,2 pró- sent í nóvember í fyrra. Í Morgunkorni greiningardeild- ar Glitnis kemur fram að innflutt- ar vörur þrýsti neysluverði upp og sé gengisfall krónunnar nánast eina skýringin. Greiningardeildin bætir við að lækkun á hrávöruverði á heims- markaði frá miðju ári mildi högg- ið töluvert. Á sama tíma hafi hús- næðisverð nánast staðið í stað og útlit fyrir talsverða nafnverð- slækkun á komandi misserum. Þá hafi ört vaxandi atvinnuleysi tekið við af yfirspenntum vinnumark- aði og snarlega hægt á launa- skriði. IFS bætir því við að þrátt fyrir minnkandi sölu geri fall krónunn- ar verslunareigendum erfitt um vik að halda aftur af verðlags- hækkunum. Sé því hætt við að jólagjafir í ár verði nokkuð dýrari en í fyrra. Gengisvísitalan stóð í um 119 stigum um síðustu áramót en hefur fallið um tæp fimmtíu pró- sent síðan þá. Í fyrradag féll hún um 6,7 prósent, snerti vísitalan 238,88 stig og hafði aldrei verið hærri. Krónan styrktist um 3,4 prósent í gær. Seðlabankinn reiknar með því að gengið eigi eftir að gefa nokkuð eftir og muni verðbólga fara í 23 prósent á næsta ári. Snorri segir ekki útilokað að hún fari í 25 prósent. Mestu skipti að koma böndum á krónuna. Takist það megi reikna með því að gengisá- hrif skili sér fljótt inn í verðlagið og muni draga fljótt úr verðbólgu en spáð er að hún fari niður í fjög- ur til fimm prósent í lok næsta árs. Gangi það ekki eftir má reikna með áframhaldandi gengisfalli og hárri verðbólgu til langs tíma. „Slíkt yrði mjög slæmt,“ segir Snorri Jakobsson. jonab@markadurinn.is Fall krónu höfuðorsök aukinnar verðbólgu JÓLAÖS Í KRINGLUNNI IFS Greining segir útlit fyrir að fall krónunnar skili sér í dýrari jólagjöfum í ár en í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Skilanefnd Kaupþings banka hefur óskað eftir því við Kauphöll Íslands að viðskiptum verði hætt með hlutabréf félagsins. „Til grundvallar beiðninni liggur bréf stjórnar Kaupþings banka hf. til Fjármálaeftirlitsins (FME) dag- sett 8. október síðastliðinn þar sem stjórnin segir af sér og óskar eftir því að skilanefnd skipuð af FME taki yfir rekstur bankans“, segir í tilkynningu. - óká Gamla Kaupþing afskráð Milestone, fjárfestingarfélag Karls og Steingríms Wernerssona, á í við- ræðum við Nýja Glitni um fjár- hagslega endurskipulagningu á félaginu. Bankinn er stærsti lán- veitandi Milestone. Félagið segir í tilkynningu fall íslensku bankanna og erfiðleika á alþjóðlegum fjármálamörkuðum hafa haft umtalsverð áhrif á efna- hag Milestone auk þess sem skuldir þess hafi aukist umtalsvert vegna veikingar krónunnar. Tillögur Milestone miði að því að vernda verðmæti eigna félagsins þannig að hagmunir allra lánar- drottna verði sem best tryggðir, segir í tilkynningunni. - jab Milestone ræðir við Glitni STJÓRNENDUR MILESTONE Karl Werners- son stjórnarformaður og Guðmundur Óla- son, forstjóri Milestone, í höfðustöðvum félagsins í ágúst í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.