Fréttablaðið - 16.11.2008, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 16.11.2008, Blaðsíða 31
SUNNUDAGUR 16. nóvember 2008 15 Fyrrverandi framkvæmdastjóri Bítlanna, Tony Bramwell, sendi ekkju Johns Lennon, Yoko Ono, tóninn í ævisögu sinni, Magical Mystery Tour, sem kom út fyrir skemmstu. Ævisagan hefur valdið þó nokkru fjaðrafoki en Bramwell stendur við sitt. Enda eigi aðdá- endur Bítlanna rétt á því að heyra sannleikann. Árum saman hefur Yoko Ono verið sökuð um að hafa splundrað Bítlunum en hún hefur sjálf vísað því bug. Í Magical Mystery Tour er þó tekinn af allur vafi og Bram- well segir Yoko eiga alla sök að máli. Hann gengur jafnvel enn lengra og sakar Yoko um að hafa einungis verið á höttunum eftir peningum hins goðsagnakennda Johns Lennon. Bramwell hefur lýst því yfir að hann hafi engan áhuga á að munn- höggvast við Yoko og hennar fylgismenn. Hann hafi bara viljað greina frá sinni hlið á málinu. „Ég þarf ekki að grafa neinar stríðsaxir. Mig langaði bara að segja Bítlaaðdáendum frá því hvernig andrúmsloftið breyttist þegar Yoko Ono kom til skjalanna. Allt varð miklu erfiðara og nær- vera hennar gerði engum gott,“ segir Bramwell. Vildi segja sann- leikann um Yoko GULLGRAFARI Tony Bramwell, fyrrum framkvæmdastjóri Bítlanna, segir Yoko Ono hafa splundrað Bítlunum. Hún hafi einnig haft augastað á auðæfum Johns Lennon. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Sunnudagur 16. nóvember ➜ Kvikmyndir 15.00 Kvikmynd byggð á óperunni Katerína Ismajlova eftir Dmitrí Shosta- kovitsj verður sýnd í húsakynnum MÍR, Hverfisgötu 105. Aðgangur ókeypis. ➜ Tónleikar 15.00 Hlín Pétursdóttir Behrens sópr- ansöngkona og Hrefna Eggertsdóttir píanóleikari verða með tónleika í tónlist- arhúsinu Laugarborg í Eyjafjarðarsveit. 17.00 Margrét Stefánsdóttir sópran- söngkona, Jóhann Stefánsson trompet- leikari og Hilmar Örn Agnarsson verða með tónleika í Hveragerðiskirkju. ➜ Leiklist 20.00 GRAL Grindvíska atvinnuleikhúsið sýnir leikverkið 21 manns saknað í Salt- fisksetrinu, Hafnargötu 12a, Grindavík. Nánari upplýsingar á www.gral.blog.is. 20.00 Stúdentaleikhúsið í samvinnu við Mock Flock sýnir leikverkið Scarta í sýningarsal í kjallara Norræna húsins. Leikstjóri er Víkingur Kristjánsson. ➜ Uppákomur Dagskrá á Þjóðminjasafni Íslands við Suðurgötu helguð sýningunni Þjóðin, landið og lýðveldið: Vigfús Sigurgeirs- son. Safnið er opið 11-17. 15.00 Inga Lára Baldvinsdóttir, fagstjóri ljósmynda, leiðir gesti um sýninguna. 16.00 Sýning á kvikmyndum Vigfúsar sem sýndar voru á heimssýnigunni í New York árið 1939. Fjölskylduleiðangur og Listamanna- spjall í Listasafni Reykjavíkur í Hafnar- húsinu við Tryggvagötu. Opið kl. 10-17. 14.00 Alma Dís Kristinsdóttir býður fjölskyldum í leiðangur þar sem skoðuð verða listaverk úr eigu safnsins hjá versl- unum og þjónustuaðilum í miðborginni. 15.00 Katrín Ólína Pétursdóttir verður með listamannaspjall þar sem hún fjallar um verk sitt Ugluspegil á sýningunni ID LAB. ➜ Dans 16.00 Tangóævintýrafélagið stendur fyrir síðdegistangó á Café Rót, Hafnar- stræti 17. Allir velkomnir. ➜ Samkomur Nonni – Minjasafnið á Akureyri heldur afmælisveislu til heiðurs Jóni Sveins- syni en hann hefði orðið 151 árs í dag. Aðgangur ókeypis. Opið frá 13-16. ➜ Málþing 14.00 Listasafn Árnesinga efnir til mál- þings um Sigurjón Ólafsson myndhöggv- ara. Safnið er opið frá kl. 12-18. Nánari upplýsingar: www.listasafnarnesinga.is. ➜ Heimildarmyndir Alþjóðavika gegn aðskilnaðamúrnum í Palestínu 9-16. nóv. 20.00 Félagið Ísland-Palestína sýnir heim- ildarmyndina The Israeli Wall in Palestinian Land í Friðarhúsinu, Njálsgötu 87. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Skilaboðaskjóðan Þorvaldur Þorsteinsson og Jóhann G. Jóhannsson sun. 16/11, örfá sæti laus Síðustu sýningar Klókur ertu, Einar Áskell Bernd Ogrodnik sun. 16/11 örfá sæti laus Síðasta sýningarhelgi www.leikhusid.is ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Þjóðleikhúsið Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is Utan gátta Sigurður Pálsson Snarskemmtileg sýning. JVJ, DV Aukasýningar komnar í sölu Sá ljóti Marius von Mayenburg Er hægt að vera of fallegur? EB, FBL Örfá sæti laus í nóvember Hart í bak Jökull Jakobsson Verk sem snertir okkur öll. EB, FBL Örfá sæti laus í desember Kardemommubærinn Leitin að jólunum Sýningar komnar í sölu. Tryggðu þér sæti!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.