Tíminn - 09.03.1982, Blaðsíða 17

Tíminn - 09.03.1982, Blaðsíða 17
Þriöjudagur 9. mars 1982 17 íþróttir ■ tslandsmeistarar Njarövikur i körfuknattleik 1982: Aftari röö frá vinstri: Marinó Einarsson, Július Valgeirsson, Valur Ingimundarson, Jón Viöar Matthiasson, Ingimar Jónsson, Jónas Jóhannesson, Gunnar Þorvarðarson og Hilmar Hafsteinsson þjálfari. Fremri röð f.v. Albert Eðvaldsson, tsak Tómasson, Danny Shouse, Brynjar Sigmundsson og Arni Lárusson. Timamynd Ella Njarðvík íslandsmeistarar í körfuknattleik: „Bjóst við að mót- ið yrði jafnara9’ sagði Hilmar Hafsteinsson þjálfari Njard- vikinga eftir sigurleikinn gegn ÍR ■ „Ég er mjög ánægöur meö aö titillinn skuli vera kominn i höfn, en ég bjóstnú ekki viðþvi aö þessi leikur yrði svona léttur gegn ÍR þar sem þeir hafa verið okkar erfiðustu mótherjar i gegn um ár- in” sagði Hilmar Hafsteinsson þjálfari Njarövikinga eftirleikinn gegn ÍR i úrvalsdeildinni i körfu- knattleik i Hagaskóla á sunnu- daginn. Njarðvikingar sigruðu i þeim leik 58-86 og tryggðu sér þar með íslandsmeistaratitilinn annaö ár- ið i röð en Njarðvik á einum leik eftir ólokið gegn KR. IR-ingar stóðu ekki lengi i Njarðvikingum það var aðeins fyrstu mi'núturnar sem leikurinn var jafn en siðan tóku Njarövík- ingar örugga forystu og henni var aldrei ógnað. Mesti munurinn á liöunum var rétt undir lok leiks- ins 28 stig. Jónas Jóhannsson var langbesti maðurinn á vellinum og átti hann einn af sínum bestu leikjum. Þá var Valur einnig sterkur hjá Njarðvikingum. Valur var stiga- hæstur Njarðvikinga skoraði 25 stig Danny Shouse skoraöi 19 og Árni 17. Stanley skoraði mest i af- spyrnuslöku IR-liði 20 stig Jón Jörundsson skoraði 12 stig. „Égbjóst nú við að íslandsmót- iö yrði jafnara en raunin varð á, við og Framarar komum best búnir undir mótið. Ef ekki hefði komið tilmeiösli Stu Johnson hjá KR hefðu þeir komiö mun betur út úr þessu”. röp—. Islandsmótið íknattspyrnu innanhúss: Breiðablik fór meö sigur af hólmi sigruðu Siglfirðinga 6:4 eftir framlengdan leik ■ Breiðablik varð tslandsmeist- ari i knattspyrnu innanhúss er þeir sigruðu Siglfiröinga 6-4 i úr- slitaleik eftir framlengdan leik i Laugardalshöll á sunnudags- kvöldið. Siglfirðingar komu mjög svo á óvart á mótinu þeir gerðu sér litiö fyrir og lögðu að velli bæði KR og Val 4-3 i riðlakeppninni og gerðu 2-2 jafntefli við Hauka. Breiðablik sigraði Fram 8-3, Viking 6-2 og Þór Akureyri 5-2 i sinum riðli, voru yfirburðirnir miklir. 1 undanúrslitunum léku Breiðabliksmenn við Akranes og sigraði Breiðablik 4-2. Siglfirðingar lentu.á móti FH i undanúrslitum og sá leikur var einn skemmtilegasti leikur móts- ins. Eftir venjulegan leiktima var staðan jöfn 3-3 og þá þurfti að framlengja i 2x2,30 min og aftur var jafnt 4-4. Enn varð að fram- lengja en hvorugu liðinu tókst að skora i þeirri framlengingu. Var þvi ákveðið að þriðja framleng- ingin skildi leikin þar til öðru hvoru liðinu tækist að skora mark og eftir 8. min. leik tókst Óla Agnarssyni að skora sigurmarkið fyrir Siglfirðinga. Leikur þessi stóð yfir i 38 min. og er honum lauk þustu áhorfendur inn á völl- inn og hylltu Siglfirðinga sem átti sér dyggan hóp aðdáenda. Ekki var laust við að þreyta gætti i liöi Siglfirðinga er þeir léku viö Breiðablik úrslitaleikinn enda engin furöa þar sem þeir höfðu staðið i ströngu. Breiöablik komst i 3-0 en i seinni hálfleik tókst KS að jafna leikinn og að venjulegum leik- tima loknum var staðan jöfn 4-4. Breiðabliksmenn voru sterkari i framlengingunni og sigruðu 6-4. Breiðablik varð Islandsmeistari en KS lið mótsins. rnn- ■ Breiðablik varð um helgina tslandsmeistari I knattspyrnu innan- húss en þeir sigruðu Siglfiröinga 6-4 í úrslitum. TimamyndElla Snjóþotur m/ stýri Snjóþotur m/bremsum Einnig BOB-BORÐ o.m.fl. Enginn póstkröfu- kostnaður Póstkröfusími 14806 Eitt og hálft tonn. Lyftihæð 40 cm. IMjög hagstætt verð. Póstsendum 1 1/2 til 5 tonn. GS varahlutir Ármúla 24, Reykjavík. Sími 36510. Bifreiða- tjakkar SUNN- LENDINGAR Fjölbreytt úrval Ýsa — Ýsuflök — Lúða — Gellur — Kinnar_ Hrogn og lifur ofl. ofl. Tökum fisk í reyk Fiskbúð Glettings Gagnheiði 5, Selfossi ______l Fahr heybindi vélar • Tvær stærðir: HD-360 og HD-460 • ótrúlega lágt verð • Qrfáum vélum óráðstafað úr vetrarsendingu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.