Tíminn - 28.03.1982, Blaðsíða 30

Tíminn - 28.03.1982, Blaðsíða 30
30 mrnrn Sunnudagur 28. mars 1982 „Þessir óðu rakkar Gregor Sinovév og Lev Kamenév. Gamlir félagar Lenfns og ásamt Stalin hæstráðendur Sovétrikjanna eftir lát hans. En þaö uröu vinslit ir fram á sjónarsviðið ýmsir þeir menn sem áttu eftir að setja mestan svip á Sovétríkin næstu árin og áratugina, Mólótov, Vórósjilov, Malenkov og fleiri. Viðsjár aukast. Hver myrti Kírov? Þann 1. desember 1934 var Sergei Kirov myrtur. Morðinginn var félagi i ungliðahreyfingu kommúnista aðnafni Nikólaév og þegar spurðist út orðrómur um mikið samsæri. 70 ,,hvi'tliðar” voru dæmdir til dauða fyrir morðið og skotnir 4. og 6. desem- ber. 28. og 29. desember voru svo 12 félagar i ungliðahreyfingu þeirra á meðal Nikólaév, dæmdir og skotnir. Og þann 15. janúar 1935 hófust lokuð réttarhöld yfir Sinovév, Kamenév, Bakaév, Jevdókimov og fleirum i Lenin- grað. Þeir voru ásakaðir um hlut- deild i' morðinu á Kirov og áætlanir um fjölda annarra morða og spellvirkja. Skjótlega spurðist út hver væri aðalsöku- dólgurinn: Trotskij. Nú orðið þykjast flestir vita hver hafi látið myrða Kirov. Það var Stalin sjálfur. Með þvi að kenna „Trotskij-istum ” og „Sinovév-istum” um morðið fékk hann hins vegar tækifæri gegn öllum þeim sem hann áleit að ógnuðu valdastöðu sinni og skipti þá litlu hvort sú ógnun var raun- verulegeður ei. Æðið sem rann á Stali'n var ekki siðra en sú hug- ljómun sem komið hafði yfir Ivan grimma er hann lét fleygja óvin- um sinum fyrir tryllta veiði- hunda. Allt árið 1935 færðust ofsóknir Stali'ns smám saman i aukana. Sinovév og aðrir sakborningar i Leningrað viðurkenndu að þeir bæru „móralska ábyrgð” á morðinu á Kirov og voru dæmdir i fangelsi. Nokkru siðar dæmdu yfirmenn leynilögreglunnar i Leningrað — en NKVD hafði þá leyst GPU af hólmi — um það bil hundrað kommúnista i borginni fyrir svipaðar sakir. Nokkrum dögum seinna voru þeir sömu yfirmenn NKVD handteknir og dæmdir! Enginn var óhultur, það sýndi sig fljótt. í Siberiu hentu gamalreyndu fangarnir gaman að þeim þúsundum sem streymdu án afláts i fangabúðirnar, þeir voru kallaðir „morðingjar Kirovs”. 1 Prövdu birtust „frétt- ir” sem hermdu að Nikólaév hefði játaðaðhafa verið i sambandi viö Trotski'j ogþegið peninga frá hon- um I gegnum útlenska diplómata. Samtökgömlu bolsévikanna voru leyst upp þann 25. mai ’35 og hin- um unga Malenkov af skrifstofu Stalins falið að stjórna rannsókn- inni á skjölum samtakanna. 1 júni var röðin komin að félagi fyrrum pólitiskra fanga og þar stjórnaði Ésjov rannsókninni. A grundvelli skýrslu hans til miðstjórnar var einn af elstu félögum Stalins og landi hans, Grúsiumaðurinn Jenúkidze, rekinn úr miðstjóm- inni og hann handtekinn. Tveimur ungum kommúnistum var falin rannsóknin á máli hans og kom- ust þeir að þeirri niðurstöðu að hann væri „pólitiskt spilltur”. Annar þessara manna hét Nikita Krússjof. Athyglisverður ferill saksóknara Þannig fór fram. Kamenév var aftur dreginn fyrir dóm og dæmdur i' fimm ára fangelsi. Aðalvitni saksóknara var bróðir hans. Gömlu bolsévikarnir létu undan sfgá á öllum vigstöðvum og rit þeirra voru f jarlægð úr bóka- ■ Kúkarín, „dýrmætasta barn flokksins" að áliti Lenins. En ekki Stalins. söfnum, nafn Trotskijs strikað út úr sögubókum. Leiðtogi nýrrar kynslóðar stjórnarandstæðinga, Solntév, dó i' fangelsi i janúar 1936 eftir hungurverkfall. Og svo var það sem sagt i ágúst 1936 að fyrstu opinberu réttarhöldin hóf- ust yfir þeim Sinovév og Kamenév og fleirum. Saksóknari i þeim réttarhöldum, sem og hin- um siðari, var Andrei Vysjinskij og það er athyglisvert að lita á feril hans, sérstaklega i ljósi for- tiðar mannanna sem hann ákærði fyrir hina ógurlegustu glæpi. Hann varafsömu kynslóð og þeir flestir, en i staö þess að leggja út á glerhála byltingarbraut gerðist hann lögfræðingur. Arið 1902 gekk hann i flokk sósi'aldemókrata og taldist til mensévika, svarinna óvina bolsévika Lenins, en árið 1907 verður ekki betur séö en hann hafi hætt öllum afskiptum af stjórnmálum og helgað sig lög- fræðinni. Fyrir byltingu bolsé- vika lét hann að nýju nokkuö að sér kveða i hópi mensévika og sem fyrr var hann ákafur and- stæðingur bolsévikanna. Mjög er óljóst hvað Vysjinskij dundaði sér ■ Kýkov. Hann leysti Lenin af hólmi, en ekki lengi. i borgarastriðinu og vandræðaleg þögn opinberra heimilda hefur jafnan þótt benda til þess að hann hafi að minnsta kosti ekki þjónað hinum nýju valdhöfum af óhóf- legum áhuga. Er borgarastriðinu lauk með sigri kommúnista skip- aði hann sér hins vegar þegar I fylkingu sigurvegaranna — likt og fleiri mensévikar — og komst áður en varði til metorða i' sinu fagi, lögfræðinni. Hann varð fyrirlesari og siðar prófessor við háskólann i Moskvu og eftir ósig- ur stjórnarandstöðunnar 1928 var hann gerður að rektor skólans. Eftir það var leið hans greið og frami hans óx hrööum skrefum eftir þvi sem Stalin treysti völd sin. Hann varð saksóknari Sovét- rikjanna árið 1935, og sótti mál rikisins gegn gömlu bolsévikun- um bæði i lokuöum réttarhöldum og siðar fyrir opnum tjöldum. Við fyrstu réttarhöldin I Moskvu hóf Vysjinskij sóknina með þessum orðum: ,,Ég ákæri þessa litilsigldu ævintýramenn sem með drulluskitugum löppun- um hafa reynt að troða niður ilm- andi blómin i garði sósialismans, ■ Radek. Honum dugði ekki, fremur en öðrum, að játa. ég ákæri þessa lygara og svika- hrappa, þessa aumkunarverðu dverga,bastarða og náhunda sem ráðast gegn fii sóslalismans.” Og sókninni lauk hann á ekki siður tilkomumikinn hátt: „Það eru dapurleg og niöurlægjandi endalok sem biða þessara manna sem voru meðal vor en heiðruðu aldrei, hvorki i orði né á borði, málstað sósialismans. Fyrir framan okkur eru hættulegir, for- hertir og hræðilegir glæpamenn, miskunnarlausir þegar um er að ræða þjóð okkar, hugsjónir okkar, og þegar um er að ræða leiðtoga baráttu okkar, hins sovéska rikis og verkamanna um allan heim. Það er ekki hægt að þyrma óvini sem siglir undir fölsku flaggi. Fólkið ris upp og það fer hrollur um það. Ég, sem er fulltrúi rikis- ins, bæti minni lágværu rödd sem rikissaksóknari við raddir milljónanna. Ég er jafn hneykslaður og þjóð Sovétrikj- anna og verkamenn um viða ver- öld.” Það má búast við að hér hafi Andrei Vysjinskíj gert stutta málhvild, siðan bætti hann við: „Ég heimta að þessir óðu rakkar verði skotnir, allir sem einn.” Játa, játa, játa Og það vantaði nú ekki, að þessir óðu rakkar væru skotnir. Næstu árin glumdi skothriðin og endurómaði um öll Sovétrikin, „hin lágværa rödd” Vysjinskisj smaug um hvem krók og kima i þessu stóra landi, galdíaofsóknir svo sem á miðöldum, voru hafn- ar. 1 grein sem birtist eftir viku höldum við okkur enn við réttar- höldin i Moskvu og segjum frá undarlegum ákærum sem Vysj- inskij þrumaði yfir sakborning- um, við heyrum raddir þeirra er þeir, einn af öðrum, ganga i vitnastúkuna og játa og játa og játa — játa að hafa ætlað að drepa Stalin og aðra ástsæla leiðtoga, játa að hafa ætlað að kollsteypa Sovétrikjunum, játa að hafa haft samband við Leon Trotskij og son hans Sedov, játa að vera i banda- lagi með Adólf Hitler og nasist- um, játa að hafa myrt Gorkij og tala nú ekki um Kfrov, játa að hafa alla tiö verið á móti Lenin og spyr nú ekki að Stalin. Játa að vera dreggjar mannfélagsins og réttdræpir en báðu samt um miskunn, grátbáðu, en fengu auð- vitað ekki. Og við heyrum upp- steyt I Krestinskij sem einn dag- inn gerðist svo djarfur að mót- mæla Vysjinskij sem vissi ekki sitt rjúkandi ráð en sá það ráð vænlegast aö fyrirskipa þriggja klukkutima pyntingar sama kvöld, daginn eftir var Krestinskij ljúfur sem lamb og játaöi ennþá meira. Við munum einnig fá að heyra um áhrif þess- ara réttarhalda á umheiminn og sósialistahreyfingar i ýmsum löndum og við munum reyna að draga saman niðurstöður af þess- um málatilbúnaði öllum. Og sið- ast en ekki sist munum við kynn- astsjónarmiðum þess manns sem i orði kveðnu var sökudólgur númer eitt: Trotski'j. — ij. tók saman. ■ Stalin, annar frá hægri í næstfremstu röð á fiokksþinginu 1930 — óumdeildur sigurvegari.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.