Tíminn - 16.06.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 16.06.1982, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 1982 stiittar fréttiri ■ Sigurvegarar i skólaskákmótinu ásamt skákstjóranum Gísla Gunnarssyni fyrir aftan til vinstri og Skúla Jóhannssyni kennara til hægri. Mynd K.J. Framkvæmdir hafnar við II áfanga Grunnskólans í Búðardal Búðardalur: Nýlega eru hafnar framkvæmdir við II áfanga Grunn- skólans í Búðardal, sem er liðlega 700 fermetrar að stærð. Að sögn Kristins Jónssonar, oddvita er stefnt að þvi að hægt verði að taka hluta hússins í notkun skólaárið 1983/84. Fyrri áfangi, sem er 540 fermetrar, var tekinn i notkun árið 1976. í vetur stunduðu 95 nemendur nám við skólann í 1.-8. bekk. Skótinn hefur undanfarin ár starfað við gífurleg þrengsli, sem m.a. má marka af þvi að báðir áfangarnir, samtals um 1.240 fermetrar eru ætlaðir 105 nemendum. Níundi bekkur hefur ekki verið starfræktur við skólann til þessa, en stefnt að þvi að hann taki til starfa jafn skjótt og húsrými leyfir. Foreldrar þeirra um 9 unglinga sem hyggja á nám i 9. bekk á hausti komanda hafa hins vegar lagt fram eindregnar óskir um að 9. bekkur verði starfræktur i Búðardal þegar i haust ef mögulegt væri. Það mál sagði Kristinn nú i athugun, en óljóst hvort af því geti orðið. Mikill skákáhugi ríkir hjá nemend- um Grunnskólans í Búðardal. í skólaskákmóti sem efnt var til þar siðari hluta vetrar voru keppendur 22, eða nær fjórðungur nemenda. Keppt var í tveim aldursflokkum: 10 ára og yngri og 11-14 ára. Sigurvegari i yngri flokknum var Gunnar Sigurðsson og í þeim eldri Sigurður Gunnarsson. Fastir kennarar við Grunnskólann i Búðardal eru 6 auk 3ja stundakennara. Skólastjóri er Þrúður Kristjánsdóttir. -HEI Hestaþing og uppboð að Murneyri Ámessýsla: Hestamannafélögin Sleipnir og Smári halda sitt árlega hestaþing að Murneyri helgina 26. og 27. júní n.k. Þar hafa allir þekktustu hlaupagarpar og vekringar landsins mætt til leiks á undanförnum árum og timar hafa orðið góðir hjá þeim, enda völlurinn góður. Þá hyggst Árnesdeild Hagsmuna- félags hrossabænda á Suðurlandi halda uppboð á hrossum laugardags- kvöldið 26. júní á mótssvæðinu. Þar verður keppt i A og B flokkum gæðinga hjá báðum félögum. í A flokki gæðinga hjá Sleipni er keppt um farandskjöld, sem aldrei vinnst til eignar og hefur verið keppt um hann á hverju ári frá 1950, nema árið 1955 að keppnin féll niður vegna veðurs. Skjöldurinn er eftir Rikharð Jónsson myndhöggvara og er útskorinn hestur í tré. { A flokki gæðinga hjá Smára er keppt um Hreppasvipuna. Árið 1944 gáfu gamlir smalar og hestastrákar úr Hreppunum þessa merkilegu svipu, en hún vinnst aldrei til eignar. Þessi eftirsótti' verðlaunagripur er vönduð smiði með gullstöfum á silfurstétt. Á undanförnum árum hafa börn og unglingar tekið þátt i keppni á gæðingum sínum á þessum mótum og er keppt i tveimur aldursflokkum, 12 ára og yngri og 13 til 15 ára. í fyrra gáfu hjónin i Vestra-Geld- ingaholti, þau Rosemarie Þorleifs- dóttir og Sigfús Guðmundsson tvo bikara, sem keppt er um í þessum aldursflokkum hjá Smára, en hjónin á Arnarstöðum Gunnar B. Gunnars- son og Guðriður Valgeirsdóttir gáfu bikara sem keppt er um hjá Sleipni. Eru þeir fyrir stigahæstu unglinga i hvcrt sinn. Þessir bikarar vinnast aldrei til eignar. Á þessu hestaþingi verða kapp- reiðar og verður keppt i 150 m skeiði, 250 m unghrossahlaupi, 350 m stökki, 800 m stökki og 800 m brokki, og einnig verður keppt i 250 I m skeiði. Formaður hestamannafélagsins Smára er Finnbogi Jóhannsson. Stóra-Núpi, en formaður hesta- mannafélagsins Sleipnis er Magnús Hákonarson, Selfossi. -Stjas Kirkjuferð, kaffisamsæti, kveðlingar og söngur í Skagafirði ■ Mælifell: Á þrenningarhátíð kom fjöldi fólks riðandi til kirkju á Reykjum i Tungusveit í heitu sumarveðri. Presturinn á Hólum, síra Sighvatur Birgir Emilsson, flutti stólræðu, en prestarnir á Miklabæ og Mælifelli þjónuðu fyrir altari. Kirkjukór Mælifellsprestakalls ann- aðist söng undir stjórn Björns Ólafssonar organista á Krithóli. Eftir embætti bauð hrossaræktar- deildin i Lýtingsstaðahreppi öllum kirkjugestum til kaffisamsætis i félagsheimilinu Árgarði og voru þar margar ræður fluttar og frumorktir kveðlingar, en undir liflegan söng lék einn hestamanna, Einar Schwai- ger tónlistarkennari í Varmahlið. Á sl. vori riðu hestamenn fjölmennir til messu á Miklabæ og i ræaði er, að næsta vor verði þessum nýja og skemmtilega sið fram haldið með hópreið hestafólks til Glaum- bæjarkirkju, en þátttakendur hafa verið úr þessum þremur nágranna- prestaköllum bæði í fyrra og nú. -A.S. ■ Hluti nefndarmanna ásamt forystumönnum UMFÍ. f.v.:Pálmi Gíslason form. UMFÍ, Finnur Ingvarsson starfsmaður verkefnisins, Þórarinn Gunnarsson skrífst.stj. FII, Halldór Einarsson iðnrekandi, Skúli Oddsson starfsm. UMFÍ og Sigurður Geirdal frkvstj. UMFÍ. Tímamynd:G.E. Ungmennafélag íslands og Félag íslenskra iðnrekenda taka höndum saman: „Eflum íslensktM Aðalfundur Kaupfélags Skagfirðinga: Heildar- veltan rúmlega 256 millj ■ Aðalfundur Kaupfélags Skagfirð- inga var haldinn laugardaginn 12. júni. Fimmtiu og átta kjörnir fulltrúar deilda áttu rétt á setu á fundinum, auk deildarstjóra, stjómar, endurskoðenda og kaupfélagsstjóra, stjómar, endur- skoðenda og kaupfélagsstjóra. Auk þcirra sátu fundinn allmargir gestir, að venju. I upphafi fundar minntist stjómarfor- maður, Jóhann Salberg Guðmundsson, sýslumaður, þeirra félagsmanna, sem látist höfðu frá siðasta aðalfundi. Sérstaklega minntist hann þó forastu- mannanna tveggja, þeirra Gísla Magn- ússonar i Eyhildarholti og Helga Rafns Traustasonar kaupfélagsstjóra, er báðir létust á siðast liðnu ári. Gisli átti sæti i stjórn félagsins samfellt frá árinu 1937 til 1978, auk þess sem hann var lengi varformaður stjórn- arinnar og siðan formaður frá 1973 til 1978. Hann ritstýrði að auki félagstíð- indum kaupfélagsins og var oft fundar- stjóri á fundum þess. Helgi Rafn Traustason var kaup- félagsstjóri frá 1972 til dánardags. Áður hafði hann verið fulltrúi kaupfélags- stjóra frá árinu 1963. Fundarmenn minntust látinna félagsmanna og for- ustumanna með því að risa úr sætum. í ræðu stjórnarformanns kom m.a. fram að heildarfjárfestingar félagsins á síðast liðnu ári námu tæplega 5,5 milljónum króna. Af einstökum fjárfest- ingarverkefnum bar hæst nýbyggingu félagsins við Ártorg á Sauðárkróki, sem hýsa mun aðalstöðvar þess í framtiðinni. Ekki hefur enn verið ákveðið hvenær húsið verður tekið i notkun, en vonast er til að það geti orðið síðari hluta næsta árs. í ræðu kaupfélagsstjóra, Ólafs Frið- rikssonar, sem tók við störfum 1. júni s.l., kom m.a. fram að starfsmenn félagsins voru um áramótin 245. Félags- menn voru þá 1460 og á framfæri þeirra töldust vera 3.358 manns, að þeim sjálfum meðtöldum. Heildarvelta kaup- félagsins og dótturfyrirtækja þess, nam alls kr. 256,3 milljónum, hafði aukistum 53,5% á fyrra ári. Afkoma félagsins reyndist hinsvegar lakari heldur en oft áður. Þegar bókfærðar höfðu verið fyrningar og upphæð kr. 4.76 milljónir og færð til gjalda verðbreytingafærsla og upphæð kr. 138 þúsund, sýndi rekstrar- uppgjör halla að upphæð 1,358 milljónir. Ur stjórn gengu Jóhann Salberg Guðmundsson og Marinó Sigurðsson á Álfgeirsvöllum og gáfu ekki kost á sér til endurkjörs. í stað þeirra voru kosnir í stjórn þeir Stefán Guðmundsson alþingismaður og Sigurður Sigurðsson bóndi á Brúna- stöðum. GÓ/SV. Dansk-íslenski sjódurinn: Styrkir að upphæð 16300 d. kr. ■ Dansk-íslenski sjóðurinn hefur á- kveðið að veita styrki að upphæð 16.300 d.kr. til styrktar menningar- og visinda- samstarfi á milli íslands og Danmerkur i ár. Þeir sem styrkina hljóta að þessu sinni eru Alexander Pálsson stud. tech. 400 kr., Sigurður Einarsson stud. mag. 2.000 kr., Mette Bendixen lektor 3.000 kr. Juliana Gottskálksdóttir arkitektsstúd- ent 1.000 kr., Sigurður Steingrimsson 900 kr., retsvidenskabelige institut 4.000 Lr. og Stofnun Árna Magnússonar. ■ Ungmennafélag íslands er 75 ára á þessu ári og Félag ísl. iðnrekenda 50 ára á því næsta. Af því tilefni hafa þessi félagasamtök ákveðið að efna til kynningarherferðar undir kjörorðinu „Eflum íslenskt“ nú í sumar. Tilgangurinn er að vekja athygli á íslenskri framleiðslu og hvetja fólk til að taka íslenska framleiðslu fram yfir erlenda. ■ Til þess að ná athygli almennings verður hjólað hringinn í kringum landið, og eru það 3300 km á 17 dögum frá 25. júni til 11. júlí. Hjólað verður á 3 hjólum sem eru framleidd að mestu leyti hér á landi, og er það Fálkinn sem gefur hjólin, en þar er nýbyrjað á þessari framleiðslu. í samstarfsnefnd um verkefnið eru: Eyjólfur Ámi Rafnsson, Halldór Einars- son, Skúli Oddsson, Þórarinn Gunnars- son, Arnar Bjamason og Finnur Ingólfsson sem jafnframt er starfsmaður nefndarinnar. Félagar í ungmennafélagshreyfing- unni munuhjóla um landið og er gert ráð fyrir að um 5-6 þús. manns muni taka þátt í hringferðinni. Ýmislegt verður gert á leiðinni og við upphaf og endi og má i þvi sambandi nefna tískusýningar, opnun iðnfyrir- tækja til sýnis fyrir almenning, dansleiki og margt fleira. Framkvæmd þessa verkefnis er mjög kostnaðarsöm, því var leitað til ýmissa aðilja með styrk, og munu Félag islenskra iðnrekenda, Iðnaðarráðuneyt- ið, SlS, Fálkinn og fleiri aðilar styrkja verkefnið. SVJ veiðihornið ' - ' 'Q\ ■ Rennt fyrir lax í Elliðaánum, en hætta er á að ámar stórskemmist vegna mikils urriða í þeim. Timamynd Sigurjón Urriði um allar Elliðaár: Hætta á að áin stórskemmist |— sem laxveiðiá, þar sem urriðinn étur niðurgöngu- seiðin grimmt ■ Litið hefur veiðst af laxi i Elliðaánum hingað til, aðeins 3 laxar komnir á land þar sem er með eindæmum léleg veiði þótt ekki sé hún einsdæmi. Hinsvegar veiðist mikið af urriða út um alla ána og er það miður þvi urriðinn étur laxaseiðin grimmt og því er hætta á að hann stórskemmi ánna sem laxveiðiá. Friðrik Stefánsson framkvæmda- stjóri SVFR sagði í samtali við Veiðihomið að honum hefði verið gefinn einn urriði úr ánum fyrir skömmu. Honum fannst tungan í honum vera óvenju stór en þegar betur var að gáð reyndist þetta vera haus á laxaseiði 16 sm löngu sem urriðinn hafði verið að reyna að sporðrenna. Enginn vafi er á að þarna var um niðurgönguseiði að ræða og síðan reyndust fleiri laxa- seiði vera í maganum á honum. „Það er ekkert vafamál að urrið- inn étur laxaseiðin grimmt“ sagði Friðrik. Aðspurður um aðgerðir gagnvart þessari hættu sagði Friðrik að Ijóst væri að eitthvað þyrfti að gera, draga fyrir í ánni eða eitthvað á þeim línum, því Ijóst væri að urriðinn gæti stórskemmt ánna. 21 lax úr Laxá á Ásum 21 lax var kominn á land úr Laxá á Ásum i fýrradag. Hér er yfirleitt um væna laxa að ræða því meðalþyngdin er um 11 pund, og er stærsti laxinn sem komið hefur á land 18 punda hrygna. Mest af laxinum hefur veiðst á maðk neðan til í ánni. -FRI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.