Fréttablaðið - 14.12.2008, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 14.12.2008, Blaðsíða 35
SUNNUDAGUR 14. desember 2008 7 www. ferdamalastofa. is Lækjargata 3 | 101 Reykjavík | Sími 535 5500 | Fax 535 5501 I Netfang: upplysingar@icetourist.is Strandgata 29 | 600 Akureyri | Sími 464 9990 | Fax 464 9991 I Netfang: upplysingar@icetourist.is Styrkir til úrbóta á ferðamannastöðum Eitt helsta aðdráttarafl Íslands í hugum ferðamanna, innlendra sem erlendra, er íslensk náttúra. Stefna íslenskra stjórnvalda er að ferðaþjónustan í landinu starfi sem mest eftir hugmyndafræði um sjálfbæra ferðaþjónustu. Liður í því er markviss uppbygging og fyrirbyggjandi aðgerðir til verndunar á íslenskri náttúru. Ferðamálastofa auglýsir styrki til úrbóta í umhverfismálum fyrir árið 2009. Sérstök áhersla verður lögð á verkefni sem stuðla að bættu aðgengi að áningarstöðum. Styrkir skiptast í þrjá meginflokka: 1. TIL MINNI VERKEFNA: Úthlutað verður til minni verkefna í umhverfismálum. Aðallega verða veittir styrkir til efniskaupa. Hámarksupphæð hvers styrks verður 500 þúsund krónur. 2. TIL STÆRRI VERKEFNA Á FJÖLSÓTTUM FERÐAMANNASTÖÐUM: Veittir verða styrkir til stærri verkefna þar sem umsækjendur stýra framkvæmdum og svæðin verða í umsjón eða eigu styrkþega eftir að framkvæmdum lýkur. Þegar til úthlutunar kemur verður stuðst við eftirfarandi vinnureglur: a) Um er að ræða svæði eða staði sem verulegur fjöldi ferðamanna sækir heim. b) Megináhersla verður lögð á að styrkja svæði þar sem fullnaðarhönnun og framkvæmdaleyfi liggur fyrir, þó getur hluti af styrkupphæð farið til vinnu á deiliskipulagi. c) Ferðamálastofa áskilur sér rétt til að fara yfir hönnun á viðkomandi svæði ásamt þeim forsendum sem þar liggja að baki. d) Styrkþegi er ábyrgur fyrir eðlilegu viðhaldi svæðis og mannvirkja er tengjast viðkomandi framkvæmdum. e) Standi styrkþegi ekki við ákvæði (d) getur ekki orðið af frekari styrkveitingum til viðkomandi fyrr en að því ákvæði uppfylltu. f ) Engu fé verður veitt til styrkþega fyrr en að undangengnum skriflegum samningi milli Ferðamálastofu og styrkþega. 3. TIL UPPBYGGINGAR Á NÝJUM SVÆÐUM: Veittir verða styrkir til uppbyggingar á nýjum svæðum sem skipulögð hafa verið þannig að ferðamönnum nýtist viðkomandi svæði. Þegar til úthlutunar kemur verður stuðst við eftirfarandi vinnureglur: a) Styrkupphæð getur aldrei orðir hærri en sem nemur 75% af framkvæmdakostnaði. b) Megináhersla verður lögð á að styrkja svæði þar sem samþykkt deiliskipulag liggur fyrir, þó getur hluti af styrkupphæð farið til vinnu á deiliskipulagi. c) Hluti af styrkupphæð Ferðamálastofu getur farið til verkhönnunar á viðkomandi svæði, þó aldrei meira en sem nemur 25% af styrkupphæð. d) Ferðamálastofa áskilur sér rétt til að fara yfir hönnun á viðkomandi svæði ásamt þeim forsendum sem þar liggja að baki. e) Styrkþegi er ábyrgur fyrir eðlilegu viðhaldi svæðis og mannvirkja er tengjast viðkomandi framkvæmdum. f ) Standi styrkþegi ekki við ákvæði (e) getur ekki orðið af frekari styrkveitingu til viðkomandi fyrr en að því ákvæði uppfylltu. g) Engu fé verður veitt til styrkþega fyrr en að undangengnum skriflegum samningi milli Ferðamálastofu og styrkþega. HVERJIR GETA SÓTT UM: Öllum sem hagsmuna eiga að gæta er frjálst að sækja um styrk að uppfylltum ofangreindum skilyrðum. Við úthlutun verður m.a. tekið mið af ástandi og álagi svæða, og mikilvægi aðgerðanna vegna náttúruverndar. Einnig verður tekið tillit til þess hvort viðkomandi verkefni nýtur þegar fjárstuðnings opinberra aðila. Ekki verður sérstaklega litið til dreifingar verkefna eftir landshlutum. UMSÓKNARFRESTUR: Umsóknarfrestur er til 31. janúar 2009. Umsóknir sem berast eftir það eru ekki teknar gildar. MEÐFYLGJANDI GÖGN: Með öllum umsóknum skal skila inn gögnum er sýna fram á mikilvægi framkvæmdarinnar sem og skriflegt samþykki hlutaðeigandi aðila s.s. landeigenda, sveitarfélags, og umhverfisyfirvalda ef með þarf. HVAR BER AÐ SÆKJA UM: Umsóknir berist með vefpósti, umsóknareyðublöð má finna á heimasíðu Ferðamálastofu, www.ferdamalastofa.is. Einnig er hægt að skila inn skriflegum umsóknum á eyðublöðum sem fást á skrifstofu Ferðamálastofu, Strandgötu 29, 600 Akureyri. Upplýsingar veitir umhverfisfulltrúi í síma 464-9990 eða með vefpósti, sveinn@icetourist.is Ferðamálastofa starfar samkvæmt lögum frá 1. janúar 2006. Verkefni Ferðamálastofu eru einkum: 1. Útgáfa leyfa, skráning á starfsemi og eftirlit með að skilyrðum fyrir þeim sé fullnægt. 2. Þróunar-, gæða- og skipulagsmál ferðaþjónustu, þ.e. framkvæmd markaðrar ferðamálastefnu, samræming umhverfis- og fræðslumála, miðlun upplýsinga, svæðisbundin þróun og alþjóðlegt samstarf. 3. Markaðs- og kynningarmál ferðaþjónustu, í samræmi við ákvörðun ráðherra hverju sinni. Ferðamálastofa starfrækir fimm skrifstofur í fjórum löndum, Reykjavík, Akureyri, Kaupmannahöfn, Frankfurt og New York. Auglýsing um styrki til rannsókna á stofnum villtra fugla og villtra spendýra Samkvæmt 3. mgr. 11. gr. laga nr. 64/1994, um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, eins og henni var breytt með 39. gr. laga nr. 164/2002, úthlutar umhver s- ráðherra fé til rannsókna úr Veiðikortasjóði. Hér með auglýsir ráðuneytið eftir umsóknum til rannsókna á stofnum villtra dýra sem undir áðurnefnd lög falla og heimilt er að veiða. Um- sóknir skulu berast ráðuneytinu fyrir 16. janúar 2009. Ráðuneytið mun að fenginni umsögn Um- hver sstofnunar úthluta styrkjum úr sjóðnum í byrjun febrúar 2009. Umhver sráðuneytið 11. desember 2008 Góðir tekjumöguleikar Rekstraraðili óskast fyrir verslunarstarf á höfuðborgar- svæðinu. Viðkomandi þarf að vera stundvís, með hreint sakavottorð og í skilum með opinber gjöld auk þess að tala íslensku og ensku. Uppl. í s. 661 4216. Sjómannafélag Íslands Aðalfundur félagsins verður haldin að Skipholti 50d 3. hæð, þriðjudaginn 30. desember kl. 17:00. Fundarefni, venjulega aðafundarstörf og önnur mál. Mynnum félagsmenn á heimsíðu félagsins www.sjomenn.is Stjórnin Tilkynningar Styrkir Auglýsingasími – Mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.