Fréttablaðið - 20.12.2008, Síða 6

Fréttablaðið - 20.12.2008, Síða 6
6 20. desember 2008 LAUGARDAGUR SAMKEPPNISMÁL Samkeppniseftir- litið (SE) hefur lagt 315 milljóna króna stjórnvaldssekt á Haga, sem meðal annars reka verslanir Bón- uss, Hagkaupa og 10-11, fyrir mis- notkun á markaðsráðandi stöðu sinni í verðstríði lágvöruverslana árið 2005. Sektin er sú hæsta sem um getur fyrir þess konar brot. Málið snýst um verðstríð sem hófst í lok febrúar árið 2005 þegar Krónan, í eigu Kaupáss, kynnti allt að fjórðungs verðlækkun á algeng- ustu dagvörum. Bónus lýsti því í kjölfarið yfir að þeir myndu „verja vígi sitt“ og standa við þá stefnu að bjóða ávallt lægsta verðið. Verð- stríðið vatt mjög upp á sig og á tímabili voru mjólkurvörur til dæmis seldar fyrir nánast ekki neitt til að laða fólk í verslanir. Nettó tók einnig þátt í stríðinu. Í áliti SE segir að í ljósi þess að Hagar hafi um sextíu prósenta hlut- deild á dagvörumarkaði teljist fyr- irtækið í markaðsráðandi stöðu. Það hafi síðan misnotað þá stöðu sína með ólögmætri undirverðlagn- ingu. Finnur Árnason, forstjóri Haga, kom meðal annars fram í fjölmiðlum og sagði tap þeirra af verðstríðinu um 700 milljónir króna. SE segir að með þessu hafi Hagar fest það orðspor í sessi að engum muni líðast til frambúðar að bjóða upp á vörur á lægra verði en geng- ur og gerist í Bónus. Sú hegðun sé til þess fallin að veikja samkeppni fremur en hitt. Segir í úrskurðinum að í ljósi þess að brotið sé alvarlegt og til þess fallið að valda almenningi og atvinnulífinu miklu samkeppnis- legu tjóni sé 315 milljóna króna sekt viðeigandi. Finnur Árnason, forstjóri Haga segir engan hafa orðið fyrir skaða af því að Bónus seldi ódýrar vörur. „Við- skiptavinir njóta þess og ég held að enginn hafi skaðast nema þá fyrirtækið sjálft.“ Hann segir rétt að halda því til haga að upphaflega hafi rannsóknin farið af stað „að kröfu ýmissa aðila þar sem átti að rannsaka háa verðlagn- inu í matvöruverslun.“ Hún hafi hins vegar snúist upp í það að nú eigi að sekta fyrir undirverðlagn- ingu. Þá sé rétt að geta þess að Hagar hafi ekki átt frumkvæðið að verðstríðinu. Þá hafnar Finnur því að Hagar séu markaðsráðandi. Samkvæmt lögum eigi markaðsráðandi aðili að geta starfað án þess að taka tillit til keppinauta og viðskiptavina. „Og það er algjörlega af og frá að við getum það,“ segir hann. Finnur segir niðurstöðunni verða áfrýjað til áfrýjunarnefndar sam- keppnismála, og enn lengra ef þörf krefur. Hann segist bjartsýnn á að úrskurðinum fáist hnekkt. „Ég hef trú á því. Í mínum huga er hann algjörlega galinn.“ stigur@frettabladid.is Hagar sektaðir fyrir undirboð í verðstríði Högum gert að greiða 315 milljónir fyrir misnotkun á markaðsráðandi stöðu í verðstríði árið 2005. Sektin er sú hæsta fyrir slíkt brot. Alvarlegt, segir Sam- keppniseftirlitið. Galið, segir forstjóri Haga sem hyggst ekki una úrskurðinum. MJÓLK HÖMSTRUÐ Verðstríðið milli lágvöruverslananna gekk langt og náði hámarki þegar mjólkurvörur fengust nánast gefins í búðunum. Bónus tapaði 700 milljónum á stríðinu. FRÉTTABLAÐIÐ / VALLI FINNUR ÁRNASON DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja- víkur sýknaði í gær Fréttablaðið og ritstjóra þess af kröfum Hjalta Árnasonar vegna fréttar sem birt var í október 2007. Í frétt Fréttablaðsins var rætt við Jóhönnu Eiríksdóttur sem hafði sagt af sér formennsku í Kraftlyftingasambandi Íslands eftir aukaþing sambandsins. Taldi Hjalti að sér vegið og stefndi Fréttablaðinu með kröfu um tíu milljóna króna miskabætur, refs- ingu og ómerkingu ummæla. Hjalti vildi að þrenn ummæli yrðu dæmd ómerk. Í fyrsta lagi fyrirsögnin: „Kraftlyftingamenn sem vilja ekki lyfjapróf þröngv- uðu formanni sínum frá völdum“, í öðru lagi ummælin „Ekki hafi verið vilji fyrir því meðal áhrifa- manna í sambandinu vegna þess að því myndu fylgja regluleg lyfja- próf“ og í þriðja lagi: „... í raun eru tveir menn sem stjórna eiginlega öllu. Þar á hún við þá Auðun Jóns- son og Hjalta Úrsus Árnason, en hvorugur þeirra situr í stjórn sam- bandsins“. Héraðsdómur sagði hvorug fyrr- nefndu ummælin tvö beinast sér- staklega að Hjalta heldur að ótil- greindum hópi kraftlyftingamanna sem voru á áðurnefndum fundi. Hjalti gæti ekki fengið ómerkt ummæli sem beindust að ótil- greindum hópi. Þá sagði héraðsdómur síðustu ummælin, þar sem Hjalti er nefnd- ur á nafn, lýsa skoðun Jóhönnu. Skoðanir sem ekki séu settar fram á ærumeiðandi hátt verði að telja innan marka þess tjáningarfrelsis sem varið sé af stjórnarskránni. Hjalti kvaðst í gær mundu áfrýja dómnum til Hæstaréttar. Stefna vegna ummæla í frétt um erjur innan Kraftlyftingasambands Íslands: Fréttablaðið sýknað af kröfum Hjalta HJALTI ÁRNASON Stefndi Fréttablaðinu eftir frétt af málefnum kraftlyftinga- manna. ALÞINGI Í sparnaðar- og niður- skurðarvinnu Alþingis síðustu dægrin hefur verið lagt til að aðstoðarmenn þingmanna lands- byggðarkjördæmanna verði slegn- ir af. Áætlað er að kostnaður við kerfið nemi um 60 milljónum á ári. Þingmenn úr röðum stjórnar- liða hafa lagt til að fyrirkomulag- inu verði hætt, meðal annars Ármann Kr. Ólafsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks. Í ræðu við aðra umræðu fjárlaga kallaði Ármann það lúxus. Ólöf Nordal Sjálfstæð- isflokki og Árni Páll Árnason hafa líka talað í sömu átt. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins hefur Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, tekið tillögunni þungt og raunar lagst gegn henni. Þingmenn landsbyggðarkjör- dæmanna fengu að ráða sér aðstoðarmenn í þriðjungsstarfi á fjórðungi af launum þingmanna fyrr á árinu. Rót þeirrar ráðstöf- unar er að finna í umræðum um síðustu breytingu kjördæmaskip- unarinnar en við hana stækkuðu landsbyggðarkjördæmin til muna. Er aðstoðarmönnunum ætlað að viðhalda tengslum þingmanna kjördæmanna við kjósendur og styrkja um leið störf þeirra í þing- inu. Þrír þingmenn landsbyggðar- kjördæmanna hafa ekki ráðið sér aðstoðarmenn. Það eru Árni John- sen Sjálfstæðisflokki, Eygló Harð- ardóttir Framsóknarflokki og Kristinn H. Gunnarsson, Frjáls- lynda flokknum. -bþs Þingforseti verst kröfum um afnám aðstoðarmanna landsbyggðarþingmanna: Tekist á um aðstoðarmennina ÁRMANN KR. ÓLAFSSON STURLA BÖÐVARSSON SVÍÞJÓÐ, AP Harkalegar óeirðir brutust út í Málmey í Svíþjóð eftir að menningarmiðstöð múslima var lokað. Mikill fjöldi fólks lét ófriðlega í hverfinu, þar sem menningarmið- stöðin var til húsa, bæði á miðvikudags- og fimmtudags- kvöld. Chaley Nilsson, talsmaður lögreglunnar, segir engan hafa slasast, en kveikt var í nokkrum gámum, ruslatunnum, aftanívögn- um og að minnsta kosti tveimur bifreiðum. Einn maður hefur verið handtekinn. Mótmælin hófust strax á mánudag og hafa vaxið dag frá degi. - gb Óeirðir í Svíþjóð: Kveikt í bifreið- um og gámum Sektin er sú hæsta sem lögð hefur verið á fyrirtæki fyrir brot gegn ákvæði um misnotkun á mark- aðsráðandi stöðu. Eimskipafélagið var sektað um 310 milljónir fyrir ári, en áfrýjunarnefndin lækkaði þá sekt í 230 milljónir. Olíufélögin voru á sínum tíma sektuð um hálf- an annan milljarð fyrir brot gegn öðru ákvæði samkeppnislaga sem kveður á um verðsamráð. HÆSTA SEKTIN EITTHVAÐ SEM ALLAR ELSKA Pósthússtræti 5 • 101 Reykjavík Síðumúla 3–5 • 108 Reykjavík Þönglabakka 4 • 109 Reykjavík Hraunbæ 119 • 110 Reykjavík Hverafold 1–3 • 112 Reykjavík Eiðistorgi 15 • 170 Seltjarnarnesi Hamraborg 1–3 • 200 Kópavogi Litlatúni 3 • 210 Garðabæ Verslunarmiðstöðinni Firði • 220 Hafnarfirði Háholti 14 • 270 Mosfellsbæ Staðsetning pósthúsa á höfuðborgarsvæðinu Staðsetning pósthúsa á Akureyri Opið um helgina á pósthúsum á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri Upplýsingar um jóla- afgreiðslutíma á öðrum pósthúsum á lands- byggðinni er að finna á www.postur.is Skipagötu 10 • 600 Akureyri Norðurtanga 3 • 600 Akureyri Laugardagur kl. 11–17 Sunnudagur kl. 13–17 H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA 0 8 -2 5 4 8 Er réttlætanlegt hjá Ríkislög- reglustjóra að fækka lögfræð- ingum í efnahagsbrotadeild? JÁ 20% NEI 80% SPURNING DAGSINS Í DAG: Er eðlilegt að innflytjendur þurfi að standast íslenskupróf til að fá ríkisborgararétt? Segðu skoðun þína á visir.is. KJÖRKASSINN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.