Fréttablaðið - 20.12.2008, Síða 18

Fréttablaðið - 20.12.2008, Síða 18
18 20. desember 2008 LAUGARDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 133 375 -1,90% Velta: 250 milljónir MESTA HÆKKUN EXISTA +50,00% ÖSSUR +1,13% MESTA LÆKKUN STR-BURÐARÁS -7,93% ATLANTIC PET. -6,78% BAKKAVÖR -5,05% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 4,10 +0,00% ... Bakkavör 2,63 -5,05% ... Eimskipafélagið 1,27 -0,78% ... Exista 0,06 +50,00% ... Icelandair Group 13,25 +0,00% ... Kaupþing 0,00 +0,00% ... Marel Food Systems 75,00 -0,40% ... SPRON 1,90 +0,00% ... Straumur- Burðarás 2,09 -7,93% ... Össur 98,30 +1,13% GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR: 218,2 +4,50% Eitraður kokteill Meðal gesta í Markaðnum með Birni Inga á Stöð 2 í dag kl. 11 verður dr. Jónas Haralz, fyrr- verandi bankastjóri Landsbankans, ráðuneyt- isstjóri og hagfræðingur og síðar stjórnar- maður í Alþjóðabankanum í Washington. Jónas mun þar meðal annars fjalla um þá stöðu sem komin er upp í efnahagsmál- um þjóðarinnar, ræða gjaldmiðilsmálin og komandi landsfundi flokkanna þar sem mörkuð verður stefna í Evrópu- málunum. Í viðtalinu vísar Jónas meðal annars til ákvæða EES-samningsins um frjálst flæði fjármagns. án bakhjarls í Evrópska seðlabankanum og án innviða Evrópusambandsins. sem eitraðs kokteils, hvorki meira né minna. Pólitíkin áberandi Aðrir gestir í þætti dagsins eru Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, og pallborðsmenn verða alþingismenn- irnir Ólöf Nordal og Árni Þór Sig- urðsson, auk Skúla Helgasonar, framkvæmdastjóra Samfylk- ingarinnar, þar sem staða ríkisstjórnarinnar, fjárlögin og niðurskurður ríkisútgjalda verður til umræðu, auk þess sem spáð verður í komandi ár þar sem ef til vill verður gengið til aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Peningaskápurinn ... „Við önnum varla eftirspurn, eins og er,“ segir Valur Þór Gunnars- son, höfundur Kreppuspilsins, en fyrsta upplag kom í verslanir fyrir um viku, eftir að það hafði selst upp í forsölu. Kreppuspilið hefur enda vakið þó nokkra athygli frá því að fyrstu fréttir bárust af framleiðslunni undir lok nóvember síðastliðins. Munu yfir 20 erlendir fjölmiðlar hafa sett sig í samband við aðstandendur spilsins og viljað fjalla um það. Þar á meðal má nefna Financial Times og eitt stærsta dagblað Finna. Valur segir framleiðsluna hafa gengið vel enda hafi bæði vinir og ættingjar verið virkjaðir í pökk- unarvinnu. „Og það hefur skilað sér í skemmtilegu framleiðslu- ferli og algjöru kreppuverði.“ Tölvuleikja- og sprotafyrirtæk- ið Gogogic hannar og gefur spilið út, en í nýlegri tilkynningu fyrir- tækisins kemur fram að það sé að öllu leyti framleitt hér á landi og að hönnun þess hafi frá upphafi miðast við að halda kostnaði í lág- marki „en skemmtun í hámarki“. - óká Nýsköpun í kreppunni VIÐ PRENTVÉLARNAR Valur Þór Gunn- arsson hugmyndasmiður og Sigurður Eggert Gunnarsson hjá Gogogic taka við fyrstu eintökum Kreppuspilsins hjá Ísafoldarprentsmiðju. Hætt hefur verið við reglubundna endurskoðun stærðarflokkunar skráðra fyrirtækja í NASDAQ OMX Nordic kauphöllunum í janúar. Í tilkynningu kauphallarsam- stæðunnar kemur fram að þetta sé gert vegna einstæðra markaðsað- stæðna sem nú séu uppi í heimin- um, en óvenjumörg fyrirtæki hefðu annars færst á milli flokka. „Fyrirtæki sem skráð eru í NASDAQ OMX Nordic kauphallir verða því á fyrri helmingi næsta árs áfram skráð í sömu stærðar- flokka,“ segir í tilkynningunni, en það eru stór fyriræki, miðlungs- stór og smá (large, mid eða small cap á ensku). - óká Breyta ekki stærðarflokkun George W. Bush, fráfarandi for- seti Bandaríkjanna, greindi frá því í gær að stjórnvöld ætli að veita bandarísku bílaframleiðend- unum General Motors og Chrysler neyðarlán sem eigi að forða þeim frá gjaldþroti. Bush sagði Bandaríkjamenn vilja koma bílaiðnaðinum til bjarg- ar og sé aðkoma stjórnvalda eina leið þeirra nú um stundir. Hann vitnaði sömuleiðis til gagnrýnis- radda bandarískra þingmanna frá í síðustu viku og lagði áherslu á að forsvarsmenn bílaframleiðend- anna leggi fram drög að rekstrar- áætlun sem leiða fyrirtækin aftur að beinni og betri braut en þau eru nú stödd á. Forsvarsmenn Ford, sem leit- uðu upphaflega til stjórnvalda ásamt hinum fyrirtækjunum, sögðust geta keyrt á eigin fé enn um sinn. Lánið hljóðar upp á 17,4 millj- arða Bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 2.100 milljarða íslenskra króna og verður tekið úr neyðar- sjóði sem í eru 700 milljarðar dala og ætlað til bjargar fjármálafyrir- tækjum í vanda. Stærstur hluti lánsins, 13,4 milljarðar, verður veittur fljót- lega en fjórir milljarðar til viðbót- ar ef þurfa þykir í febrúar. Bandaríska dagblaðið The New York Times hefur eftir aðalhag- fræðingi Comerica Bank í Banda- ríkjunum að þótt neyðarlánið geti fleytt báðum fyrirtækjunum yfir erfiðasta hjallann sem fram undan er sé of snemmt að segja til um hvort það dugi til. - jab Bílarisum bjargað vestanhafs GEORGE W. BUSH Forseti Bandaríkjanna skömmu áður en hann tilkynnti að stjórnvöld vestra hygðust koma bílafyrir- tækjunum til hjálpar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Klæddu þig velwww.66north.is Höfuðborgarsvæðið: Bankastræti 5, Faxafen 12, Kringlan, Smáralind, Miðhraun 11 Akureyri: Glerártorg Kefl avík: Leifsstöð og söluaðilar um land allt 11,1% af Íslandi er hulið jöklum. Sem samsvarar Texas, Washington, New York og West Virginia af Bandaríkjunum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.