Fréttablaðið - 30.12.2008, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 30.12.2008, Blaðsíða 28
 30. DESEMBER 2008 ÞRIÐJUDAGUR10 ● fréttablaðið ● áramót Bragðgóðir og litríkir kokk- teilar eiga vel við um áramót. Barþjónarnir í Veisluturninum í Kópavogi kunna galdurinn á bak við nokkra slíka. Áramótin eru litskrúðugur tími þrátt fyrir svartnættið úti. Flug- eldar springa í öllum regnbog- ans litum, knöll og hattar glitra, sumir setja upp skrautlegar grímur, oft má sjá íburðarmikla kjóla í öllum regnbogans litum og einnig gætir litagleði í mat og drykk. Gaman er að bjóða upp á ýmiss konar kokkteila sem kitla bragð- lauka og litaskyn. Við fengum þrjár uppskriftir að bæði áfeng- um og óáfengum kokkteilum frá Veisluturninum í Kópavogi en þar má svo sannarlega finna lit- ríkan bar sem kitlar skynfærin. Höfundur drykkja er Valgarður Finnbogason. - hs Dóttir Fields – Martini glas - hristur 3 cl Havana Club ljóst 1,5 cl DOM Benedictine 1 cl Grand Marnier 1,5 cl lime safi 3 cl ástaraldin eða papaya-purée Allt sett saman í hristara og hrist vel með klökum. Síðan er drykknum hellt í vel kælt kokkteilglas án klaka. Skreyting: Ástaraldin skorið í helming og látið fljóta ofan á drykknum. Miss Tower – Long Drink glas – byggður 5 cl Absolut Raspberry vodka 1,5 cl Bols Raspberry líkjör 4 stk. hindber trönuberja- og eplasafi Hindberin eru marin saman í botninn á glasinu, síðan er áfenginu hellt í og glasið fyllt með muldum ís og hrært vel í. Síðan er fyllt upp með epla- og trönuberjsafa í jöfn- um hlutföllum. Skreyttur með hindberi. T20 Daquiri Surprise – óáfeng- ur 2 cl hindberjasíróp 1,5 cl brómberjasíróp 2 stk. brómber – 2 stk. jarðarber 1,5 cl lime safi 3 cl trönuberjasafi Setja allt saman í blandara með fullu glasi af klökum. Drykkurinn á að verða seigfljótandi. Hellt í kokteilglas. Skreyttur með blönduðum berjum. Litríkir kokkteilar um áramót Dóttir Fidels er sætur, mjúkur og bragðmikill. Drykkurinn er borinn fram hristur í martini-glasi. MYND/HÖRÐUR Miss Tower er fagurrauður í long drink- glasi. MYND/HÖRÐUR Óáfengi kokkteillinn svíkur engan og er skemmtilegt að neyta hans í fallegu kokkteilglasi. MYND/HÖRÐUR Barinn í Veisluturninum er stórglæsi- legur á að líta og þar má svo sannarlega láta sig dreyma í litskrúðugu umhverfi með bragðgóðan drykk í hendi. MYND/HÖRÐUR Áramótin eru svo sannarlega tími smárétta og nasls. Hér eru tvær hugmyndir að einföldu og hollu nasli sem börnum þykir líka hið mesta góðgæti. Í fyrsta lagi eru það eplaskíf- ur með osti. Einungis þarf lítil græn epli, Camembert-ost (eða annan ost að eigin vali) og jarð- arber. Eplin eru skorin í skífur og gott er að dreypa sítrónusafa yfir þau svo þau verði ekki brún. Því næst er osturinn skorinn í sneið- ar og honum tyllt ofan á skífurnar. Að lokum er jarðarberjasneið sett ofan á og fyrir fagurkera, og þá sem vilja ögn meira bragð, er hægt að setja eins og tvö timíanlauf á hverja sneið. Seinni rétturinn er afskaplega einfald- ur. Þá þarf bara góðan partídisk og ferska ávexti. Skerið ávexti að eigin vali í bita. Gaman er að hafa þá í mismunandi litum svo diskurinn sé fallegri á að líta. Dreypið sítrónusafa yfir epli og banana svo liturinn haldi sér. Út- búið ídýfu úr peruskyri og vanillujógúrti. Hlut- föllin fara eftir smekk. Til gamans má hafa skrautsykur með til að dýfa í. Yngri kynslóð- in kann oft vel að meta þess háttar dúllerí. - hs Tveir hollir og einfaldir Eplaskífur með osti og jarðarberjum eru hollt og gott nasl. MYND/HREFNA Ferskir ávextir eru tilvaldir fyrir litla fingur. Ekki spillir fyrir að hafa góða vanillu- og peruídýfu með. Hvort sem ætlunin er að töfra fram einfaldan forrétt eða útbúa smárétti þá er þessi uppskrift kjörin. Sætt, salt og ferskt bragð í bland myndar ómótstæðilega sam- setningu. Allt sem til þarf er hörpudiskur, döðlur, beikon, grillteinar og eitt- hvert gott salat, til dæmis kletta- salat. Vefjið döðlu og hörpudisk inn í beikonsneið og steikið í olíu á pönnu. Þræðið síðan góðgætið upp á tein. Ef ætlunin er að útbúa smárétti þarf ekki að setja tein heldur er hægt að hafa tann- stöngla til taks en ef um forrétt er að ræða er sniðugt að setja eins og fjóra beikonböggla á grilltein. Þá er gott að dreifa klettasalati á disk og leggja teininn þar ofan á. Einnig má skreyta með furuhnetum eða bera þær fram sér ásamt balsam- ikediki eða rauð- vínsediki. - hs Leikið á bragðlaukana Döðlur eru ljúffengar í ýmsa smárétti. Beikonbögglarnir svíkja engan en þar mætist saltbragð kjötsins, ferskur og mjúkur hörpudiskurinn og sæt daðlan. MYND/HREFNA Einfaldir forréttir henta oft einna best með hátíða- mat þar sem aðalrétturinn er það vel útilátinn. Eini- berjagrafinn lax með eplaediki og piparrótarrjóma er mikið lostæti og fjótlegt að framreiða ef rjóminn er útbúinn tímanlega. Uppskrift er fengin úr jólabæklingi Nóatúns frá árinu 2007. - hs 400 g einiberjagrafinn lax Eplaedik 1 stk. grænt epli 1 dl ólífuolía 1 msk. söxuð steinselja 1 msk. hvítvínsedik salt og pipar Blandið öllu saman nema eplinu og kryddið með salti og pipar. Afhýðið eplið og skerið það í litlar sneiðar og bætið í olíuna. Piparrótarsósa 1 dós sýrður rjómi 18% eða 36% 1 msk. hvítvín (má sleppa) 2 msk. rjómi 1 msk. piparrót salt og pipar Hrærið öllu saman og látið standa í klukku- stund áður en borið er fram. Framreiðsla: Skerið laxinn í sneiðar og myndið rós úr þeim á miðju disksins. Raðið eplum í kring og hellið eplaedikinu yfir. Berið fram með piparrótarsósu og ristuðu brauði. Ljúf laxarós með piparrótarrjóma Laxarósin er fögur á að líta og unaðsleg að bragða á. MYND/HREFNA Saltfiskur er mikilvægur hluti af matarmenningu íslensku þjóðarinnar Frábær gjöf handa Íslendingum út um allan heim! Ekta saliskur lbúinn l útvötnunar. Tímarnir breytast en saliskurinn frá Ekta ski, þessi gamli góði með íslenskum kartöum og smjöri, stendur alltaf fyrir sínu. Sérútvatnaði saliskurinn er sérstaklega hentugur í seiðandi saliskré Fæst um allt land. Hafðu samband! 466 1016 www.ektafiskur.is Bæklingur á 4 tungumálum um meðferð og eldun fylgir með.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.