Tíminn - 23.07.1982, Blaðsíða 18

Tíminn - 23.07.1982, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ 1982. Lausar stöður Iðntæknistofnun íslands Framkvæmdastjóri Tæknideildar Raunvísindamenntun ásamt stjórnunarreynslu áskilin. Reynsla í ráðgjafastörfum eöa iðnrekstri æskileg. Deildarstjóri Málmtæknideildar Æskileg menntun: Vélaverkfræði, véltæknifræði eða málmefnisfræði. Starfsreynsla I málmiðnaði eða við ráðgjafastörf einnig æskileg. Vélaverkfræðingur eða véltækni- fræðingur við Málmtæknideild Reynsla á sviði vinnslutækni I málmiðnaði og rekstrartækni æskileg. Skrifstofustjóri aðalskrifstofu Reynsla I áætlanagerð, fjármála- og starfsmannastjórn áskilin. Æskileg menntun: Viðskiptafræði eða hliðstæð menntun ásamt tölvutækni. Ofangreind störf eru fjölbreytt og veita áhuga- sömu fólki svigrúm til frumkvæðis og náinna kynna af innlendum iðnaði og alþjóðlegri tækniþróun. Umsóknarfrestur er til 23. ágúst n.k. Umsóknir með upplýsingum um æviatriði, menntunar- og starfsferil skulu sendar forstjóra Iðntæknistofn- unar íslands, Skipholti 37, 105 Reykjavík, sem veitir nánari upplýsingar. Iðntæknistofnun íslands Kennarar Kennara vantar við Grunnskóla Eyrarsveitar Grundarfirði. Kennslugreinar: eðlisfræði, efna- fræði, líffræði og stærðfræði. Upplýsingar veita Jón Egill Egilsson, skólastjóri sími 91-18770 og Hauður Kristinsdóttir, yfirkenn- ari, sími 93-8843. CAV Startarar Vorum að fá uppgerða CAV startara fyrir: Perkins, G.M.C. Bedford, Lelster, L. Rover diesel Ursus dráttarvélar. Gott verð. Fyrri pantanir óskast staðfestar. ÞYRILL S. F. Hverfisgötu 84, 105 Reykjavík. Simi 29080 Til sölu Ford Bronco árg. 1974, 8 cyl. Bíilinn er vel með farinn og boddý ný yfirfarið. Upplýsingar í síma 99-6382 eftir kl. 20. Bílbeltin hafa bjargað UMFEROAR RAÐ • Öll almenn prentun • Litprentun • Tölvueyðublöð • Tölvusettir strikaformar • Hönnun • Setning • Filmu- og plötugerð Prentun • Bókband. PRENTSMIÐJA N C^ddc Ct HF. SMIÐJUVEGI 3, 200 KÓPAVOGUR, SÍMI 45000 flokksstarf Kvikmyndir Sumarferð Framsóknarfélaganna í Reykjavík. Hin árlega sumarferð Framsóknarfélaganna í Reykjavík verður farin sunnudaginn 25. júlí n.k. Lagt verður af stað frá Rauðarárstíg 18 kl. 8 um morguninn. Ekið verður inn að Veiðivötnum og áð hjá skála Ferðafélags Islands við Tjaldvatn. Að Stöng I Þjórsárdal mun Steingrímur Hermannsson formaður Framsóknarflokksins flytja ávarp. Fararstjóri verður Þórunn Þórðardóttir. Pantið miða sem fyrst í síma 24480 eða á skrifstofu Framsóknarflokksins, Rauðarárstíg 18. Skrifstofan er opin alla virka daga kl. 9-19 þessa viku. Stjórnirnar. Sunnlendingar Þeir, sem vilja taka þátt i sumarferð Framsóknarfélaganna í Reykjavik, sunnudaginn 25. júlí n.k., geta slegist í förina, þar sem stansað verður á leiðinni í Hveragerði, á Selfossi og við Skeiðavegamótin. Vinsamlegast athugið, að lagt verður af stað frá Eden í Hveragerði kl. 8.45 og frá Fossnesti á Selfossi kl. 9.10. Hafið sem fyrst samband við skrifstofu Framsóknarflokksins i Reykjavík, sími 91-24480. dagbók Ýtt undir myndun smáfyrirtækja í iðnaði ■ Iðnaðarráðuneytið hefur ákveðið að hrinda af stað verkefni til að örva myndun smáfyrirtækja iðnaði og ný- sköpun í starfandi iðnfyrirtækjum. í verkefnið er ráðist í framhaldi af setningu laga um iðnráðgjafa og má líta á það sem einn þátt af mörgum til að stuðla að iðnþróun í landinu. Til verkefnis er m.a. stofnað í samstarfi við Framkvæmdastofnun ríkis- ins, Iðnþróunarsjóð og Iðnrekstrarsjóð. Verkefnið byggist jöfnum höndum á miðlun þekkingar og sjálfsnámi. Leitað verður eftir þátttakendum frá öllum landshlutum og fyrst og fremst skirskot- að til þeirra sem búa yfir hugmyndum um ný viðfangsefni i iðnaði eða nýsköpun i starfandi fyrirtækjum. Hér er ekki um að ræða námskeið í venjulegum skilningi heldur þekkingar- öflun sem fer fram bæði á sameiginleg- um vinnufundum og með sjálfstæðu starfi þátttakenda. Norska ráðgjafafyrirtækið Indevo a/s mun aðstoða við framkvæmd verkefnis- ins, en það fyrirtæki hefur tekið þátt í hliðstæðum verkefnum á öðrum Norður- löndum. Ráðuneytið hefur falið nýskipaðri Samstarfsnefnd um iðnráðgjöf í lands- hlutunum að hafa umsjón með verkefn- inu i samvinnu við iðnráðgjafa er þar starfa. Einnig hefur Halldór Ámason, iðnráðgjafi, verið ráðinn til starfa við verkefnið. Félagslegt öryggi á Noröurlöndum ■ Nýr bæklingur um félagslegt öryggi á Norðurlöndum hefur verið gefinn út af Félagsmála- og upplýsingadeild Tryggingastofnunar rikisins í tilefni af nýjum Norðurlandasamningi um félags- legt öryggi sem gekk i gildi í byrjun þessa árs. ( bæklingnum eru upplýsingar um meginreglur samningsins, en samningi þessum er ætlað að veita Norðurlanda- búum aukið félagslegt öryggi við dvöl í öðru norrænu landi og auðvelda þeim flutning milli Norðurlanda, og á hann að tryggja einstakling gegn missi á réttind- um, sem dvöl um stundar sakir eða flutningur milli landa gæti haft i för með sér. Bæklingurinn nefnist „Félagslegt ör- yggi á Norðurlöndum“ og liggur frammi hjá Tryggingarstofnun rikisins og um- boðsmönnum hennar um land allt. Tímarít Félags guðfræðinema ORÐIÐ ■ ORÐIÐ, rit Félags guðfræðinema, 14-16. árg., er komið út. Meðal efnis i blaðinu er að finna grein í tilefni hinnar nýju Bibliuútgáfu. Aðrar greinar fjalla m.a. um prestsdóm og embætti, manninn og trúna, fótatak Krists í menningnni og bænina. Forsíðuna prýðir oliumálverk eftir Einar Hákonarson, listmálara. Ristjórar Orðsins eru Clarence E. Glad, stud. theol. og Gísli Gunnarsson, cand. theol. Blaðið fæst í Bókabúð Braga, Lækjar- götu, Bóksölu .stúdenta við Hringbraut, Bókaverzlun Lárusar Blöndal, Skóla- vörðustíg, Blaða- og bókaútgáfunni Hátúni 2, og í bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar, Austurstræti. Vinningshafar i „Esju- gönguhappdrætti“ ■ Dregið hefur verið í „Esjugöngu- happdrætti" Ferðafélagsins. Þessir ein- staklingar hlutu vinning, sem er helgar- ferð með F.í. eftir eigin vali: Bjami Ólafsson, Bauganesi 28, Reykja- vík Davið Örn Heiðberg, Brúnalandi 18, Reykjavík Guðmundur E. Guðmundsson, Lækjar- götu 10, Hafnarfirði Sigriður Pálsdóttir, Bræðratungu 16, Kópavogi Valdimar Valdimarsson, Engihjalla 17, • Kópavogi. Sími 78900 Salur 1 FRUMSÝNIR Blow out Hvellurinn John Travolta varð heimsfrægur fyrir myndimar Saturday Night Fever og Grease. Núna aftur kemur Travolta fram á sjónarsviðið í hinni heimsfnrgu mynd DePalma BLOW OUT. I*elr sem stóðu að Blow out: KvikmyndaUka: Vilmos Zsignond (Deer llunter, Close Encounters) Höunuður. Paul Sylbert (One Flew Over The Cuckoo's Nest, Kramer n. Kramer, Heaven Can Walt) || Klipping: Paul Hirsch (Star Wan) Myndin er tekin I Dolby og sýnd i 4 résa itarscope stereo. Hskkað miðaverð Sýnd U. 5, 7.05, 9.10 og 11.15. Salur 2 FRUMSYNIR Ósksnverðlaunamyndina Ameriskur varúlfur í London (An American Verewotf in London) Pað má mcð sanni scgja að þetta er mynd í 1 algjörumsérflokki.endagerðiJOHNLANDIS þessa mynd, en hann gerði grinmyndimar Kentucky Fried, Deita klíkan, og Blue Brothers. Einnig lagði hann mikið við að skrifa handrit að James Bond myndinni The Spy Wbo Loved Me. Myndin fékk öskarsverðlaun fyrir' förðun I marz s.l. Aðalhlutverk: David Nanghton, Jenny Agutter og Griffin Dunnc. SýndU. 5, 7,9ogll. Salur 3 Píkuskrækir Peny-Ulk EN OVEREROTISK FILM I VERDENSKLASSE MISSEN DER SLADREDE Pussy Talk er mjög djörf og jafnframt . fyndin mynd sem kemur öllum á óvart. Myndin sló öll aðsóknarmet ( Frakklandi og Svfþjóð. Adalhlutverk: Nils Hortzs Leikstjóri: Frederic Lansac Strangiega bönnuð bömum innan 16 ára. Sýnd kl. 5,7,9 og 11. Salur 4 Á föstu (Going Steady) Mynd um táninga umknngd Ijómanum af roWdnu aem goysaði 1950. Frábaöf mynd fyrir alla á ötum aldri. Sýnd U. 5,7 og 11:20. Fram i svidsljósið (Being There) (4. mánuður) ' Grinmynd í algjörum sérflokki.’ Myndin er talin vera sú albesta sem Peter Sellers lék i, enda fékk húntvenn öskarsverölaun ogvar útnefnd fyrir 6 Golden Globe Awards. Sellers fer á kostum. Aöalhlutv.: Peter Sellers, Shirley MacLane, Melvin Douglas, Jack |1 Warden. tslenskur texti. Leikstjóri: Hal Ashby. I ^Sýnd kl. 9

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.