Tíminn - 23.07.1982, Blaðsíða 20

Tíminn - 23.07.1982, Blaðsíða 20
VARAHLUTIR Sendum um land allt Kaupum nýlega bíla til niðurnfs Sími (91 ) 7 - 75 - 51. (91 ) 7 - 80 - 90. "t ¥T.-itat'v tttti Skpmmuvegi 20 nr . Kupavogi Mikið úrvai Opió virka daga 9 19 • Laugar daga 10 16 HEDD HF. Gagnkvæmt tryggingafé/ag V labriel HÖGGDEYFAR GJvarahlutir Armúla 24 Sími 36510 Nordmenn idnir við að grafa: „UM 150 KM. AF JARÐ GÖNGUM ARLEGA — segir Einar Brock prófessor frá Tækniskólanum í Þrándheimi, en hann hefur verið RARIK til ráðuneytis um jarðgangagerð í næstu virkjunum okkar FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ 1982. ■ „Á undanfömum ámm höfum við í Noregi byggt mörg orkuver af þeim stxrðum sem Blanda, Fljótsdalsvirkjun og Sultartangi koma til með að verða“ segir Einar Brock norskur prófessor sem hér hefur dvalið í vikutíma á vegum RARIK en RARIK fékk hann hingað til að vera ráðgefandi í sambandi við jarðgangagerð í ofangreindum virkjun- um, enda em Norðmenn gagnkunnir slíkri jarðgangagerð því eins og Einar Brock segir...„Þá er um helmingur þeirra virkjana í heiminum.sem grafnar hafa verið í ijöll í Noregi“ Einar Brock er sérfræðingur í jarð- gangagerð en hann kennir mannvirkja- jarðfræði við tækniskólann í Þrándheimi og er stjómarmeðlimur í Alþjóðlega jarðgangafélaginu. „Miðað við Noreg þá er jarðganga- gerð hérlendis dýr en ef miðað er við alþjóðlega staðla á þessu sviði þá er útkoman svipuð. Munurinn á fslandi og Noregi í þessu sambandi liggur aðallega í gerð bergsins. í Noregi er yfirleitt um gamalt berg að ræða sem léttara er að vinna en td bergið hér sem er mjög lagskipt og óreglulegt. Á meðan Einar Brock hefur dvalið hér hefur hann ma heimsótt Sultartanga og litið á göng í Búrfelli, athugað áætlanir um virkjun í Blöndu og á Fljótsdal en ekki hefur verið gengið frá samningum við hann um áframhaldandi samstarf við virkjunaraðila hérlendis. Auk þess að hafa litið á þessar virkjanir hefur Einar Brock skoðað Oddskarð en í Noregi fara menn heldur í gegnum fjöll en kringum þau í vegagerð. 150 km af jarðgöngum á ári „Um 150 km af jarðgöngum eru unnir á hverju ári í Noregi“ segir Einar Brock, og bætir við aðNorðmenn glími við mörg svipuð vandamál í jarðganga- gerð og fslendingar. „Miknvægasta atriðið er að komast í gott jarðlag eða „rétta jarðlagið" þegar jarðgöng eru gerð í gegnum fjöll, því slæm jarðlög í þessu sambandi geta verið hreinar hörmungar. Þegar rétta lagið er svo fundið er reynt að fylgja því eftir og ■ Einar Brock prófcssor fyrir framan Orkustofnun. verða jarðgöngin því oft lengri en ef Hann gat þess ennfremur að undir- farin er bein lína“ búningsvinna fyrir jarðgöng hér væri Tímamynd FRI dýrari en í Noregi þar sem jarðvegur- inn væri lagskiftari og óreglulegri.- FRI fréttir Alþjóða hvalveiðiráðstefnan: „Bannþjóðirnar svífast einskis,“ segir Jón Jónsson. ■ „Það er auðvitað móðgun við ársstarf Vís- indanefndarinnar að setja íslendingum kvóta upp á 73 langreyði og að bera fram tillögu um að fella sandreyðaveiðina niður í ekki neitt, þótt Vísinda- nefndin hafi verið einhuga um að samþykkja veiði á 84 á ári,“ sagði Jón Jónsson forstjóri Hafrann- sóknarstofnunar í viðtali við Tímann í gærkvöldi, en hann situr nú Alþjóða hvalveiðiráðstefnuna í Englandi. Það var Tækninefnd ráð- stefnunnar, sem sam- þykkti þessar tillögur, sem Jón vísar til, en þær eiga eftir að koma fyrir sjálft þingið, þar sem þarf 2/3 hluta atkvæða til að þær hljóti samþykki. SV Farmenn boða tveggja daga verkfall ■ „Það sem þetta strand- ar fyrst og fremst á eru vinnutímamál og við þau tengist niðurstaða í launa- hækkuninni, og svo á lífeyrismálum, sem kannski er vandasamasti hluturinn. En við setjum það mjög á oddinn að fá fram réttmætar bætur á lífeyrismálum sjómanna. Við sáum okkur því til- neydda að grípa til harðari aðgerða, en komumst þó vonandi á leiðarenda án þess að þurfa að beita enn alvarlegri aðgerðum" sagði Ingólfur Ingólfsson, hjá Farmannasambandinu. Það hefur nú enn hert á yfirvinnubanni yfirmanna á kaupskipum og boðað til verkfalls á flotanum í innlendum höfnum dag- ana 3. og 4. ágúst n.k. Ingólfur sagði sam- komulag hafa tekist um möguleika á fækkun stýri- manna úr 3 í 2 á þeim skipum sem aðstæður bjóða upp á slíkt, sem eru aðallega minni skipin. - HEI dropar Af hommum og enskri yfirstétt ■ Þjóðviljinn reynir eftir getu að uppfræða lesendur sína um það sem í frásögur þykir færandi úti í hinum stóra heimi. I gær var fréttaskýring um hina frægu næturheimsókn til Betu Bretlandsdrottningar í síðustu viku, jafnframt því sem síðustu uppákomu um dulið tilfinningalíf einkalífvarðar hennar var gerð góð skil. Dropum þykir viðeigandi að bregða birtu á þetta mál í Ijósi þeirra Þjóðviijamanna.“ Mic- hael Trestrail lögregluforingi í Scotland Yard, einkalífvörður drottningar og persónulegur vinur hirðarinnar er hommi. Svo napur getur sannleikurinn oft verið. Ekkert gat verið svívirðilegra. Það að Trestrail hefði verið afhjúpaður sem kommi, - einsog iðulega hefur hent góðvini konungsfjöl- skyldunnar, hefði verið létt að bera samanborið við þessa smán. Hommi í návist drottn- ingar er meira en sú siðgæðis- vitund sem mótuð er af enskri yfirstétt þolir, - þessari stétt sem hefur þó fætt af sér bæði fleiri og betri homma en aðrar stéttir. Hverjum var hyglad? ■ Dropar sáu haft eftir Erltng Asperlund, framkvæmda- stjóra stjómunarsviðs Flug- leiða, í Þjóðviljanum ■ gær að Steingrímur hefði verið að hygla SÍS með því að taka upp leiðaskiptingu í fluginu. Hvemig hann kemur þvi dæmi heim og saman lætur hann ekkert uppi um. Þess má hins vegar geta að Flugleiðir eiga 40% hlutafjár í Arnarflugi á meðan fyrirtæki tengd SIS eiga þar 15%. Starfsmenn Arnarflugs munu eiga í félagi og persónulega nálægt 25% hlutabréfa, og afgangurinn, 10%, er á hendi 700-800 hluthafa. Erling gat þess ekki að Sambandsfyrir- tækin eiga að krónutölu tU verðmeiri hlutabréf í Flug- leiðum en Amarflugi, þó ekki vegi þau jafn hátt að hundraðs- hluta til miðað við heildar- fjölda hlutabréfa og í Arnar- flugi. Dropar fá ekki annað séð en Steingrímur haf! verið að hygla Flugleiðum með leiðaskipjjng- unni í fluginu! Krummi ... ...las í Moggaleiðaranum í gær, að nú þurfi að „hleypa fersku og heilbrigðu lofti í íslenska pólitfk“. Þeir eiga víst við hann Geir gamla!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.