Tíminn - 01.08.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 01.08.1982, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 1. ÁGÚST 1982 Hvalveiðibann — heillaspor eða frumhlaup Vísindaitefndin hefur litið á hval inn sem endurnýjanlega auðlind Rætt við Jóhann Sigurjónsson, sjávarlíffræðing ■ Fulltrúi Hafrannsóknarstofnunar- innar í vísindanefnd Hvalveiðiráðsins var Jóhann Sigurjónsson, sjávarlíffræð- ingur, en auk hans tók Kjartan G. Magnússon, stærðfræöingur við háskól- ann þátt í störfum nefndarinnar. Við spurðum Jóhann um störf vísindanefnd- arinnar og sitthvað sem lýtur að þeim vísindarannsóknum sem hvalveiði og kvótaskipting hefur verið byggð á siðustu árin. „Vísindanefndin hefur starfað jafn- hliða ráðinu alveg frá stofnun þess, segir Jóhann. „Henni er ætlað að gera úttekt á hverjum tíma á allri þeirri vitneskju sem fyrir liggur um hvern einstakan hvalastofn í hciminum, en þau lönd sem telja sig eiga erindi í nefndina senda þangað fulltrúa sína og starfar hún reglulega í tvær vikur fyrir fundi ráðsins og kemur þar að auki saman þcss í milli, þegar ástæða þykir til. Nefndin gerir svo tillögur til ráðsins um þá vciði sem hún telur að hver einstakur stofn þoli. Hvalveiðiráðið tók til starfa 1946 og fyrstu árin voru þessi vísindi skammt á veg komin og höfðu á fáu að byggja, en upp úr 1950 fór vísindanefndin að hafa nokkuð fastar skoðanir á þessu. Fyrstu árin var lítt á tillögur vísindamanna hlustað og vel þekkt er ofveiðisaga ýmissa hvalastofna, cinkunt hinna stóru hvalastofna í Suðurhöfum. Hér verður svo vendipunktur um 1965 og þá er farið að taka vísindamenn alvarlegar og fara meireftirráðleggingum þeirra. Vonandi var fundurinn í ár ekki fyrirboði nýrra starfshátta. í byrjun síðasta áratugar mótaði nefndin sér nýjar starfsreglur, svo kallaðan „new managemcnt proce- dure“ sem á fræðilega að koma í veg fyrir að nokkur stofn sé það mikiö nýttur að hann bíði afhroð. Samkvæmt þessum reglum hafa flestallir stórhvalsstofnar þegar verið friðaðir, svo veiðarnar nú eru tiltölulega litlar á móts við það sem var fyrir 1960“ Hvaða tegundir hafa helst farið halloka? „Um þessar mundir er engin sú tegund sem veidd er í hættu sem tegund, nema ef væri Grænlandssléttbakurinn, sem veiddur er af Alaskaeskimóum í nyrstu höfum og umrætt hvalveiði- bann nær ekki til. Hefur nefndin í mörg ár mælt gegn þeim veiðum, en ráðið leyft veiðina samt. Af öðrum stofnum sem hafa farið illa má nefna steypireyð- ina í Suðurhöfum. Sá stofn var orðinn grátt leikinn. Steypireyðina friðuðu Islendingar 1960, en hnúfubakur var friðaður 1955 hér. Ilnúfubak veiddi íslenska stöðin þó lítið, en sex dýr voru veidd 1948-1955. Var ástæðan auðvitað sú að sáralítið var af hnúfubak hér og stofninn án efa illa á sig kominn. Nú hafa bæði steypireyðarstofninn og hnúfubak- urinn hér við land, að því er virðist, náð sér á strik og eru þeir ekki í hættu lengur. I leiðöngrum sem við fórum í fyrra og í ár þá reyndist hnúfubakurinn vera orðinn næst algengasta stórhvalategund- in á eftir langreyðinni. Önnur gögn benda til þess að steypireyöurin hafí rétt jafnvel enn betur úr kútnum, og hennar verður vart síðsumars, þ.e. eftir að ofangreindir leiðangrar voru famir. Þetta eru auðvitað góðar fréttir." Þrátt fyrir verulega veiði undanfarinna ára virðist samt enn óhætt að veiða langreyði og sandreyöi? „Vísindanefndin tckur þessa stofna fyrir árlega. Nefndin taldi nú á fundinum sem áður að langreyðarstofninn væri á nýtanlcgu stigi, þótt ekki yrði samróma álit um það hve mikið skyldi veiða. Komu fram um þetta þrjár tillögur. Er sú fyrsta og lægsta byggð á reiknilíkani sem notað var á fundinum og tekið er tillit til afla á sóknareiningu, og viðkomuhraða. Hefur þetta líkan hing- að til þótt gefa all trúanlegar niðurstöð- ur, en var af flestum í ár ekki álitið nothæft lengur, því það virðist ekki hæfa þeim gögnum sem við höfum yfir að ráða nú. Við vísuðum niðurstöðum reikni- líkansins á bug og vísuðum til þess að afli á sóknareiningu hefði verið jafn í langan fima, eða a.m.k. tuttugu ár, svo og afli, þrátt fyrir sveiflur frá ári til árs. Eru engin greinanleg merki þess að stofninn þoli illa þessar veiðar, þannig að við lögðum til að tekið yrði mið af veiðinni sl. 20 ár og mæltum með 90% af meðaltalsveiðinni sl. 20 ár sem kvóta fyrir vertíðina 1983. Þetta er almenn vinnuregla nefndarinnar í svona tilfell- um. Þriðja tillagan var svipaðs eðlis, en hún gerði þó ráð fyrir að afli á sóknareiningu hefði minnkað sl. 20 ár, sem ekki er þó merkjanlegt. Nefndin lagði svo einróma til sömu kvóta fyrir sandreyði og hrefnu. Það má geta þess hér að vísindanefnd- in greiðir aldrei atkvæði um kvótatillög- ur, heldur gerir öllum sjónarmiðum jafnhátt undir höfði í skýrslu sinni. Því er ekki að neita að þess hefur gætt innan nefndarinnar sl. ár að einstakir meðlimir halda mjög fram friðunarsjónarmiðum, sem auðvitað ekki eiga heima innan samkundu sem ætlað er að ákvarða leiðir til hæfilegrar nýtingará hvalastofn- um.“ Þú varst í hvalrannsóknarleiðangri fyrir skemmstu? „Jú, þessi leiðangur var farinn í því skyni að merkja langreyðar en það hefur verið gert á vegum Hafrannsókna- stofnunar í samvinnu við Hval h/f frá 1979. Eru langreyðamerkingarnar að komast á það stig að við vonum að þær geti farið að skila árangri hvað úr hverju. Síðari hluti síðasta leiðangurs var hins vegar ætlaður merkingum á hrefnu, en veður og slæm skilyrði gerðu okkur erfitt fyrir, svo árangur af því verki varð ekki sem skyldi." Nú ákvað hvalveiðiráðið að hvalveiði- bann gangi í gildi 1986, þrátt fyrir að enn eru viða nýtanlegir stofnar? „í stofnskrá Alþjóða hvalveiðiráðsins er miðað að því að nýta hvalinn sem auðlind, -endurnýjanlega auðlind. Með tilliti til þess hafa því vísindamenn reynt að finna hæfilegan fjölda dýra, sem taka má úr stofninum að skaðlausu. Á þessum grundvelli hafa vísindamenn vísað algjöru hvalveiðibanni á bug. Þeir hafa talið að stjórna eigi veiðunum með tilliti til ástands hvers og eins stofns, en stofnarnir skipta tugum eða hundruðum. Þannig þýðir ofveiði á einum stað ekki að einhver annar stofn sé einnig ofveiddur. T.d. hvað varðar langreyðar- veiðar við ísland, þá hefur nefndin sagt að stofninn sé á nýtilegu stigi. Sumir segja að ekki eigi að leyfa veiðar fyrr en fullsannað er hvort um ofveiði sé að ræða eða ekki, en þar er því til að svara að ekki verður neitt fullsannað um ofveiði, fyrr en við þekkjum stofnstærð- ina uppá dýr. Ráðlcggingar nefndar- innar byggjast því á ályktunum dregnum af ýmiss konar gögnum sem fyrir liggja og eru því byggðar á bestu líkindum. Hverjum er frjálst að hafa sína skoðun á því hvort yfirleitt á að líta á hvalinn sem nýtanlega auðlind eða ekki, ■ Jóhann Sigurjónsson. en nefndin starfar samkvæmt fyrrnefnda sjónarmiðinu, - að hér sé auðlind, sem hagnýta skuli eins vel og hægt er.“ Sumir hafa sagt að mikil fjölgun hvala gæti haft áhrif á veiðimagn fískveiði- þjóða? „Þetta er ekki mikið rannsakað, en það þarf engan sérfræðing til að sjá að dýr sem vegur 40-50 tonn þarf ákaflega mikla fæðu. Þegar dýrin fara að skipta þúsundum segir það sig og sjálft að þau taka sinn hlut úr lífkeðjunni í hafinu. Tannhvalirnir éta yfirleitt fiskmeti, en skíðishvalirnir lifa einkum á ljósátu, sem aftur er viðurværi fiska. Hrefnan étur þó að miklu leyti fisk, þótt hún sé skíðishvalur, loðnu, síli og allt upp í þorsk. Langreyðurin á líka til að éta loðnu. Já, þessi stóru dýr taka sinn skerf." Nokkuð að lokum? „Ekki annað en það að ég tel að mikilvægast sé að gera upp við sig hvort hvalirnir séu nýtanleg auðlind eða ekki. Verði fyrrnefnda skoðunin ofan á þá á að gera það af skynsemi, og það verður auðvitað einkum gert með því að halda áfram og efla þær rannsóknir sem unnið hefur verið að á undanförnum árum og enn eru í gangi.“ - AM „Deila má um hversu miklar veiðar eiustaka stofuar þola” _ segir í greinargerð fulltrúa FAO eftir fund Hvalveiðiráðsins ■ Eftir fund hvalveiðiráðsins á dögun- um sendi áheyrnarfulltrúi FAO (Mat- væla og landbúnaðarstofnunar S.Þ.) frá sér eftirfarandi greinargerð og vegna þess upplýsingagildis og hlutlausa mats sem lagður er á þessi viðkvæmu deilumál hér, látum við greinargerðina fylgja hér í heilu lagi: „Ráðið á við vandamál að stríða í ár eins og fyrr á árum, en eðli vandamál- anna hefur verið breytingum háð. Fyrir nokkrum árum síðan var helsta mál ráðsins hvort það gæti aðhafst meðan tími væri til, þannig að tryggja mætti framtíð hvalastofnsins. Vandamál þetta hefur verið leyst, en ncð undantekning- um þó og helsta dæmi þeirra er norðhvalurinn. Ráðið hefur aðhafst nógu snemma til að koma í veg fyrir að nokkur hvalategund yrði útdauð nú á tímum. Þær tegundir og þeir stofnar, sem í hættu voru, eru nú verndaðir, en þó eru nokkrar undantekningar eins og t.d. norðhvalurinn. Sumar tegundirnar, sem eru nærri landi og sem hægt er að telja og fylgjast með, t.d. gráhvalur og sumir sléttbaksstofnar eru greinilega að auka við sig. Á grundvelli núverandi þekkingar okkar á aflfræði varðandi fjölda hvala er ætlað að stofnarnir í rúmsjó, þ.á.m. stóru stofnarnir í Suður íshafínu, séu einnig í vexti, en beinar sannanir skortir. Þá er vissulega eitt af megin vanda- málum Alþjóða hvalveiðiráðsins (IWC) á vísindasviðinu að finna aðferð til að mæla breytingarnar á hvalastofnunum í Suður íshafinu með því á skortir að hvalveiðar séu stundaðar þar í atvinnu- skyni. Þessar mælingar eru mikilsverðar þegar athuga á hvort heimila beri veiðar á ný, en það kynni að reynast mögulegt innan tíðar að því suma stofna varðar. Einnig hefur nýja nefndin, sem fjallar um vernd lífríkis og náttúruauðlinda í Suður (shafi (Commission for the Conservation and Antartic Marine Living Resources) viðurkennt að þær séu nauðsynlegar vegna verkefnis henn- ar er varðar vernd og stjórnun lífríkis- kerfisins í Suður íshafi almennt. Helsta breytingin á því sviði hefur verið fækkun stórhvela vegna ofnýtingar á þessari öld og hafa vísindamenn, sem aðstoðað hafa nýju nefndina veitt athygli þeim vanda, sem henni kynni að vera á höndum við að gegna ábyrgðarstörfum sínum, nema að hún geti mælt svörun hvalanna við þeirri vernd, sem nú er verið að veita þeim.“ Veita ekki upplýsingar „Helstu verkefni hvalveiðiráðsins, sem framundan eru, varða áframhald hvalveiða sem atvinnugreinar. Aðal hættan hefur stafað af atvinnugreininni sjálfri vegna fækkunar í stofnunum sakir ofveiði. Fortíð nefndarinnar á þessu sviði hefur verið áhyggjuefni, en engir skíðishvalir (utan hrefna) eru nú undirstaða teljandi atvinnugreina. Nú- verandi starfsemi er betri. Þar sem hvalveiðar eru enn stundaðar í atvinnu- skyni er aflinn yfirleitt innan við það, sem stofninn þolir og ætti hann að haldast við um ótiltekinn tíma. En þetta er háð nægri vísindalegri ráðgjöf. Það er því áhyggjuefni að vísindanefnd ráðsins virðist eiga í síauknum örðugleikum að veita þá ráðgjöf vegna þess að sum lönd hafa látið undir höfuð leggjast að láta nefndinni allar viðeigandi upplýsingar fyllilega í té. Fari ástandið versnandi að því er varðar frjálsmannleg skipti upplýsinga eykst augsýnilega hættan á ofnýtingu. Einnig er það áhyggjuefni að ekki hafa verið framkvæmdar sumar þær greining- ar upplýsinga, sem fyrir hendi eru, samkvæmt beiðni nefndarinnar." Of takmarkandi stjórnunaraðgerðir „Einnig getur hvalveiðum í atvinnu- skyni verið hætta búin vegna stjórnunar- aðgerða, sem eru um of takmarkandi. Það dæmi, sem lengst gengur, er bann við öllum hvalveiðum. Þetta er algjör- lega óvalin ráðstöfun. Ekki virðist vera réttlætanlegt að banna hvalveiðar um víða veröld með tilliti til mismunandi ástands hinna ýmsu hvalastofna og þeirrar staðreyndar að nær allar hvala- tegundir og stofnar, sem orðið hafa fyrir alvarlegri fækkun, njóta þegar algjörrar verndar. Hægt er að réttlæta að hætta alveg við hvalveiðar á fagurfræðilegum eða siðferðilegum grundvelli, en það virðist utan verkahrings ráðsins. Einnig má réttlæta bann með því að ónógt sé vitað um aflfræði hvalafjöldans og að ekkert ætti að veiða fyrr en næg þekking er fengin. Það sem mælir gegn þessu er að besta, ef ekki eina leiðin, til að ákvarða veiðanlegt magn úr hvala- stofninum er að mæla veiðarnar vand- lega. Vísindalega er þekking okkar á hvalastofnunum langt frá því að vera fullkomin og talsvert má um það deila hversu miklar veiðar einstakir stofnar þola. Efasemdir þessar gefa þó enga ástæðu til að veiða ekki hóflegan afla úr stofnum, sem virðast vera í góðu ástandi. Breytilegir hagsmunir aðildarríkja orsaka óhjákvæmilega deilur varðandi aðgerðir ráðsins. Með nýjum stjórnun- araðferðum ráðsins er leitast við að leysa þessi deilumál og gera kleift að ákveða veiðikvóta á hlutlægan og vísindalegan hátt. Mikilvæg forsenda er að næg vísindaleg þekking sé fyrir hendi, en þá getur þessi aðferð reynst vel fyrir stofna, sem orðið hafa fyrir alvarlegri fækkun (núll kvóti) og þá sem eru nærri þeim mörkum, er vænlegust eru fyrir vöxt (afli ákvarðaður rétt neðan við veiðiþol). En eins og á var bent í orðsendingu áheyrnarfulltrúa FAO á fundi vísinda- nefndarinnar í fyrra er það svo að þegar stofninn er ekki nærri þeim mörkum, sem vænlegust eru fyrir vöxt, en jafnframt langt frá því að vera í hættu, er ekki um að ræða neina einstæða stjórnunaraðferð er nefna má hina „bestu" beinlínis á líffræðilegum grund- velli. Nauðsynleg afleiðing nýju stjórn- unaraðferðarinnar er að koma ætti stofnunum á ný að þeim mörkum, sem vænlegust eru fyrir vöxt og það eins fljótt og auðið er. Frá þjóðfélagslegu sjónar- miði kann þó að vera mun mikilsverðara að viðhalda núverandi veiðum eftir því sem hægt er, heldur en að vænta aukinna veiða einhvern tíma í framtíðinni. Væntanlega á þetta sérstaklega við þar sem núverandi afli er lítill miðað við stofninn og veiðanlegt magn með tilliti til vaxtar. í þeim tilfellum ætti helsta verkefni vísindanefndarinnar að vera að ákvarða hvaða áhrif afli á sérhverjum tíma mundi hafa á framtíðarstefnu stofna og samsetningu t.d. samanborið við núll kvóta.“ Komið að krossgötum? „Þess vegna er nú tími til kominn að ákvarða grundvallarstefnu ráðsins. Ætti það eingöngu að hugleiða verndun í hinum þrönga skilningi náttúruverndar eða ætti það einnig að taka til greina skynsamlega nýtingu þeirra stofna, sem staðið geta undir hvalveiðum í atvinnu- skyni? Einnig gæti hér verið komið að krossgötum á annan hátt. Síðastliðna tvo áratugi hefur almenningsálitið á afköstum ráðsins mikið til grundvallast á því hversu samanlagður fjöldi hvala, sem veiddur hefur verið, hefur minnkað milli ára. Þetta kann að virðast vera einkennileg mælistika á árangur af starfi ráðs, sem stofnað er til m.a. til að viðhalda heilbrigðum hvalveiðum sem atvinnugrein, þótt það hafi verið rétt mat á 6. og 7. áratug aldarinnar. Fjöldi meiri háttar stofna hefur nú notið verndar um nokkurra ára skeið og ætti að vera á batavegi. Ráðið ætti því að horfa fram á tímabil þegar hægt verður að nýta suma þessara stofna á ný. Stjórnun hvalastofna er að sjálfsögðu sérstakt tilvik stjórnunar náttúruauð- linda almennt, þ.á.m. fiskstofna. Árang- ur stjórnunar, hvort sem um er að ræða hval, fisk eða aðrar auðlindir, má ekki einvörðungu dæma eftir ástandi þeirra, en einnig með tilliti til þess að hve miklu leyti hægt er að viðhalda skynsamlegum veiðum. Svo fremi hvalveiðar verði í framtíð- inni stundaðar samkvæmt góðri vísinda- legri þekkingu og tekið sé tillit til áhrifa á ljósátu (krill), fisk og aðrar skyldar tegundir, sér Matvæla- og landbúnaðar- stofnun Sameinuðu þjóðanna fram á tímabil þegar mögulegt kann að reynast að auka heimilaðan afla og e.t.v. er þess ekki langt að bíða. Kynni þá að vera rýmilegt að dæma um ágæti aðgerða ráðsins á grundvelli afla, sem veiddur er.“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.