Tíminn - 22.08.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 22.08.1982, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 22. ÁGÚST 1982 Útgefandl: Framsóknarflokkurlnn. Framkvœmdastiórl: Gisll Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Skrlfstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslust]óri: Siguróur Brynjólfsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarlnsson, Elias Snæland Jónsson. Rltstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólaf88on. Fréttastjórl: Kristlnn Hallgrlmsson. Umsjónarmaður Helgar- Timans: lllugi Jökulsson. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Atli Magnússon, Bjarghildur Stefánsdóttlr, Frlðrlk Indriðason, Heiður Helgadóttir.lngólfur Hannes- son (íþróttir), Jónas Guðmundsson, Kristin Lelfsdóttir, Sigurjón Valdimarsson, Skafti Jónsson, Svala Jónsdóttlr. Útlltstelknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón .Elnarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Elln Ellertsdóttir. Ari Jóhannesson. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarklr: Flosi Krlstjánsson, Kristin Þorbjarnardóttir, Marla Anna Þorstelnsdóttir. Ritstjórn, skrifstofur og auglýslngar: Siðumúla 15, Reykjavlk. Slml: 86300. Auglýsingasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387 og 86392. Verð I lausasölu 8.00, en 10.00 um helgar. Áskrift á mánuðl: kr. 120.00. Setnlng: Tæknldeild Tímans. Prentun: Blaðaprent hf. Tillögur Fram- sóknarflokksins ■ I viðtali við Steingrím Hermannsson formann Framsóknarflokksins, sem birtist hér í blaðinu 20 þ.m., vekur hann athygli á þeirri staðreynd, að Framsóknarflokkurinn lagði fram efnahagstillögur sínar í ríkisstjórninni 23. júlí, en Alþýðubandalagið lagði ekki sínar tillögur fram fyrr en 14. ágúst. Af því má ráða eftir hverjum hefur verið beðið. Um tillögur Framsóknarflokksins fórust Steingrími Hermannssyni þannig orð í viðtalinu: „Tillögur okkar byggja mjög á því, sem áður hefur verið samþykkt hjá stjórnarflokkunum, t.d. í efnahagsáætluninni frá því í janúar, þar sem fyrsta verkefnið er að draga úr víxlverkunum vísitölu og launa. Við fögnum þeim árangri, sem okkur sýnist hafa náðst í vísitölunefndinni, og leggjum mikla áherzlu á, að á honum sé byggt, vísitölutímabilið lengt - teljum, að 6 mánuðir væri mjög æskilegt - tekin upp lífskjaravísitala - þ.e. að bæði væru teknir inn í vísitöluna allir skattar, sem menn greiða, en einnig hvað menn fá fyrir þá í ýmiss konar framkvæmdum - og í þriðja lagi að breytingar á orkuverði verði dregnar frá. Þar er verið að gera stórátak og nauðsynlegt að jafna kostnað milli landsmanna. Við teljum hvorki æskilegt né eðlilegt að það leiði einnig til hækkunar á launum. Til að styrkja atvinnuvegina viðurkennum við þá leiðu staðreynd, að gengislækkun er þegar orðin og óhjákvæmilegt að horfast í augu við það. En það er jafnframt ljóst, að slík gengislækkun kemur að engum notum, ef hún leiðir strax til aukins kostnaðar. Því leggjum við til, að hún verði tekin út, bæði úr verðbótum launa, tekjum bóndans og sjómannsins, þ.e. að það gangi eitt yfir alla. I okkar tillögum er einnig gert ráð fyrir því að kaupmáttur tekna barnafólks verði aukinn með hækkun barnabóta. Það er því alrangt - sem haldið hefur verið fram - að við höfum ekki lagt áherzlu á að bæta möguleika þeirra, sem erfiðust hafa kjörin til að mæta svona aðgerðum. Við leggjum einnig til, að leitað verði samninga um lækkun launatengdra gjalda þannig að meira komi til útborgunar til launþega. Við það höfum við engar undirtektir fengið. En okkur finnst, að þegar laun eru skert, ættu verkalýðsfélög og aðrir, sem taka kannski allt upp í 30% í alls konar sjóði og slíkt, að gefa þar eitthvað eftir til að menn geti frekar borið þetta. Við leggjum líka áherzlu á, að spornað verði gegn útþenslu í ríkisbákninu og að sparað verði í opinberum rekstri. Teljum mikið hægt að gera á því sviði. Við viljum einnig mæta hinum gífurlega viðskiptahalla með ýmsum aðgerðum, m.a. með því að draga mjög úr erlendum lántökum, draga úr innflutningi með óbeinum aðgerðum, takmarka lán til vörukaupa og þess háttar. Við viljum laga til fyrir atvinnuvegina, m.a. með því að Iækka launaskatt um 1% í iðnaði og fiskvinnslu og sambærilega í landbúnaði. Við höfum samþykkt tillögu Framleiðsluráðs landbúnaðarins, sem stefnir að því að fækka sauðfé um 50.000 fjár nú í haust. Við teljum sjálfsagt að veita bændum aðstoð til að gera þetta, því þetta á eftir að koma fram síðar í minni þörf fyrir útflutningsbætur. Einnig leggjum við til að loðdýrarækt verði aukin til að koma í veg fyrir byggðaröskun og teljum sjálfsagt, að sú grein - sem er hrein útflutningsgrein - njóti þeirra beztu kjara, sem aðrir útflutningsatvinnuvegir hafa.“ Þ.Þ. skuggsjá Lykilskáldsaga hefur komið róti á hugi ÝMISSA KOMMÚNISTÍSKRA ÁHRIFAMANNA í KÍN- VERSKA ALÞÝÐULÝÐVELDINU. Dagblað alþýðunnar í Peking hefur skrifað um bókina, að „hún mengi hugi fólks.“ Annað kínverskt dagblað segir að „höfundurinn fái útrás fyrir óánægju sína með því að afhjúpa skammarleg leyndarmál annarra", sem sé bein afleiðing aukins frjálsræðis og borgaralegs hugsunarháttar. Gagnrýnin á þessa skáldsögu er aðeins eitt af mörgu, sem sérfræðingar í kínverskum málefnum telja gefa vísbendingu um, að draga muni á næstunni á ný úr frjálsræði meðal kínverskra rithöfunda og listamanna - en meðan á uppgjörinu við „fjórmenningaklíkuna“ svonefndu stóð voru listamenn hvattir til sjálfstæðari listsköpunar en áður. Þetta var svo sem ekki í fyrsta sinn frá byltingunni 1949 sem þjóðarleiðtogarnir hvöttu til þess að láta þúsund blóm listsköpunar blómstra, en slík frjálsræðisbyIgja hefur alltaf endað með nýju hausti. Og nú hefur Zhu Muzhi, fyrrum forstöðumaður áróðursdeildar kommúnistaflokksins, verið gerður að menntamálaráðherra og skipaður í stjórn æðstu menningarmálastofnunar landsins, kínverska listamannabandalagsins, samtímis sem gefin hefur verið út ný áætlun í átta liðum um stefnuna í bókmenntum og listum, þar sem lögð er áhersla á nauðsyn þess að listamenn séu hollir föðurlandinu, þjóni sósíalismanum, kappkosti fyrirmyndar siðgæði og sjálfstjóm, varist ofmetnað og berjist gegn borgaralegri hugmyndafræði og niðurrifsstarfsemi. Þótt enn sé haldið uppi gagnrýni á öfgastefnu til vinstri (þ.e. fjórmenningaklíkuna), þá er nú sérstaklega varað við þróun í átt til borgaralegs hugsunarháttar sem vinni alvarlegt tjón á sósíalískum bókmenntum eins og það heitir. En víkjum aftur að skáldsögunni, sem VAKIÐ HEFUR SÉRSTAKA REIÐI DAGBLAÐS ALÞÝÐUNNAR OG FLEIRI KÍNVERSKRA MÁTTAR- STÓLPA. Skáldsaga þessi nefnist „Vorævintýri“ og er eftir konu, sem ber nefnið Yu Luojin. Skáldsaga þessi segir í fyrstu persónu frá ástríðufullu ástarævintýri ungrar stúlku, Yu Shan, sem orðið hafði fyrir ofsóknum á tímum menningarbyltingar- innar og reynir nú að gerast rithöfundur, og sextugs ■ Myndskreyting úr lykilskáldsögunni „Vorævintýri“, sem Dagblað alþýðunnar i Peking telur að „mengi hugi fólks“. Lykilskáldsaga sem „mengar hngi fólks” aðstoðarritstjóra við eitt helsta dagblaðið í Peking. Sá nefnist He Jing. Skáldsagan hefst í upphafi ársins 1979 þegar Yu Shan hittir fyrsta sinni He Jing, sem tekið hafði þátt í tilraunum til að fá bróður hennar, sem tekinn var af lífi sem hægriöfgamaður í menningarbyltingunni, hreinsaðan. Yu Shan hafði sent ritstjóranum handrit af skáldsögu, sem ber nafnið Saga um fortíðina. He Jing ritstjóri hælir sögunni mjög og lofar að hjálpa Yu Shan við að fá hana gefna út. Yu Shan verður ástfangin af ritstjóranum, og þegar hún kemst að því, að hann býr ekki með konu sinni, býðst hún til að flytja heim til hans og sjá um heimilið. Ritstjórinn gagnrýnir hana fyrir þetta og segir, að konan sé aðeins fjarverandi vegna þess að hún hafi þurft að sinna sjúkum ættingja. Hann segir hugmyndir hennar um sambúð draumóra eina, en Yu Shan lætur sér ekki segjast. Þau halda áfram að skrifast á, og Yu Shan sannfærir sjálfa sig um að He Jing elski hana. Hún er sjálf gift, en biður nú eiginmann sinn um skilnað. Þegar He Jing hvetur hana til að sættast við eiginmanninn neitar hún að gcra það. Hún áttar sig svo á því, að hún er vanfær eftir eiginmanninn. Þá lætur hún eyða fóstrinu, yfirgefur eiginmanninn og fer formlega fram á skilnað. Þegar skilnaðarmálið kemur fyrir rétt hálfu ári síðar vekur eiginmaður Yu Shan athygli dómaranna á tengslum hennar við He Jing, ritstjóra, sem lætur réttinum þegar í stað í té öll ástarbréfin sem hann hefur fengið frá Yu Shan og sömuleiðis handrit að nýrri skáldsögu, Saga um samtíðina, sem þegar hafði verið samþykkt að gefa út. Þessi nýja skáldsaga segir frá konu, sem ákvað að leysa upp ástlaust hjónaband sitt og búa með eldri manni, sem hún elskar, áhrifamanni í flokknum - sem sé saga Yu Shan sjálfrar. Skilnaðarmál þetta vekur mikla athygli í Peking og er m.a. fjallað um það ítarlega í lögfræðitímariti. He Jing, ritstjóri, skrifar Yu Shan og hvetur hana til að afturkalla handritið að skáldsögunni, sem búið var að samþykkja birtingu á. Hún svaraði með því að hóta að segja frá öllum semskiptum þeirra fyrir réttinum ef He Jing komi í veg fyrir að skáldsagan verði gefin út. Yu Shan er harðlega gagnrýnd í einu flokksmálgagninu, þar sem hún er sögð gjörspillt kona, sem hafi gengið í hjónaband fyrsta sinni til þess eins að leysa húsnæðisvandræði sín, og síðan tekið upp ástarsamband við He Jing, kvæntan mann, með það í huga að eiga auðveldara með að fá skáldsögur sínar gefnar út. Blaðið segir að skáldsaga hennar, Saga um samtíðina, fjalli í raun og veru um skáldkonuna sjálfa og ritstjórann. í framhaldi af þessu er Yu Shan neitað um skilnað. Tímaritið, sem ákveðið hafði að birta skáldsögu hennar, tilkynnir allt í cinu að hætt sé við birtinguna. Yu Shan hafði verið tilnefnd til bókmenntaverðlauna, en nú er sú tilnefning dregin til baka. Allt á þetta að gerast vegna áhrifa fyrrverandi elskhuga hennar, He Jing, á bak við tjöldin í valdakerfi kommúnistaflokksins. Skáldsaga þessi er ekki aðeins umdeild VEGNA ÞEIRRA SKOÐANA SEM ÞAR KOMA FRAM. Lætin stafa fyrst og fremst af því, að hér er um lykilskáldsögu að ræða. Höfundurinn, Yu Luojin, lýsir í „Vorævintýri" atburðum sem hafa gerst. Höfuðpersónan Yu Shan er skáldkonan sjálf, en fyrirmynd He Jing var einn af aðalritstjórum stórblaðsins Guangming Ribao í Peking, Ma Shiwen að nafni. Yu Luojin er að lýsa eigin lífsreynslu, þar á meðal eigin skilnaðarmáli og ástarævintýri, í skáldsögunni. Slíku eiga menn ekki að venjast í Peking. Blaðið Huancheng í Guangzhou, sem birti „Vorævintýri“, hafði tilkynnt, að það myndi birta aðra skáldsögu eftir skáldkonuna, og héti sú Ævintýri um samtímann. Sú saga hefur ekki birst. Ma Shiwen er heldur ekki lengur ritstjóri við Guanming Ribao og mátti að sögn þakka fyrir að vera ekki rekinn úr flokknum eftir að „Vorævintýri“ birtist. í skáldsögu sinni gengur Yu Luojin gegn ríkjandi siðgæðiskenningum með því að mæla með framhjáhaldi og frjálsum ástum. Enn alvarlegra í augum valdhafanna er þó, að hún telur lítinn mun á dómstólnum, sem neitaði henni um skilnað, og dómstóli menningarbyltingarinnar sem dæmdi bróður hennar til dauða. Þar með lætur hún í veðri vaka, að ekkert hafi í raun og veru breyst með nýjum valdhöfum og falli „fjórmenningaklíkunnar". Slíkar fullyrðingar eru guðlast í hugum þeirra, sem nú ráða ríkjumíKína. Barnabækur eiga erfitt uppdráttar í BRETLANDI UM ÞESSAR MUNDIR. Ástæðan er verulegur samdráttur í innkaupum skólabókasafna og almenningsbókasafna, sem hafa lengi verið meginundirstaða barnabókaútgáfunnar þar í landi. Viðbrögð útgefenda eru nieð tvennum hætti; annars vegar gefa þeir nú út færri nýjar barnabækur en áður, en leggja meiri rækt við þær bækur sem þeir gefa út á annað borð; hins vegar hefur útgáfa barnabóka í pappírskiljum verið aukin til þess að auðvelda bókasöfnun- um áframhaldandi innkaup og tryggja þannig sæmilega stór upplög. Þessi samdráttur barnabókamarkaðarins kemur á sama tíma og gæði barnabóka í Bretlandi hafa aukist verulega. Að sögn Barbara Sherrard-Smith, sem annaðist val bóka á hina árlegu barnabókasýningu „Children’s Books of the Year“, sem nýlega var opnuð í aðalstöðvum National Book League, hafa bæði texti og myndskreytingar barnabóka farið batnandi ár frá ári nú að undanfömu. Barbara valdi á sýninguna 300 bækur af þeim um 3000 bamabókum, sem gefnar vom út á síðasta ári í Bretlandi. Hún hefur miklar áhyggjur af afleiðingum samdráttarins, sem leitt hefur til þess, að sum skólabókasöfn munu ekki geta keypt nýjar bækur á þessu ári, og önnur mun færri bækur en áður. „Það verður að beina athygli almennings að þeirri staðreynd, að vaxandi fjöldi barna og unglinga er vart læs,“ segir hún. „Þessi niðurskurður getur, ásamt vaxandi sjónvarps- og videoglápi, aukið líkurnar á að komandi kynslóðir lesi alls ekki bækur.“ Þessi hætta er að sjálfsögðu ekkert sérstakt breskt fyrirbrigði; hún er fyrir hendi hér á landi ekki síður. Elías Snæland Jónsson skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.