Tíminn - 22.08.1982, Blaðsíða 17

Tíminn - 22.08.1982, Blaðsíða 17
SUNNUDAGUR 22. ÁGÚST 1982 Short náði stór- meistar aáfanga og skákir frá félagakeppni Sovétríkjanna ■ Þar kom að því að Nigel Short uppfyllti vonir landa sinna, enskra. Hann er aðeins sautján ára gamall (f. 1. júní 1965) en hefur síðastliðin þrjú fjögur ár verið talinn efnilegastur unglinga á Englandi, sem þýðir jafn- framt að leita verður víðar að jafnoka hans því enskir strákar þykja einir hinir öflugustu í heimi. Höfðu Englendingar enda fyrir löngu ákveðið að Short, sem var útnefndur alþjóðlegur meistari aðeins fjórtán ára, skyldi ekki staðnæm- ast fyrr en í hásæti heimsmeistarans, en síðustu misserin hafa þeir verið svolítið skúffaðir. Short er nefnilega enn ekki orðinn heimsmeistari! Var meðal annars nýlega grein í enska skákritinu Chess þar sem foreldrar hans voru ásakaðir fyrir að hafa haldið stráknum að skólanámi í stað þess að leyfa honum að einbeita sér að skák, en þess má geta að Short er hinn versti tossi í bóklegum lærdómi. En nú hefur Short sem sé uppfyllt að hluta vonir landa sinna. Dagana sjöunda til sautjánda júlí tók Short þátt í svokölluðu OHRA skák- móti í Amsterdam, Hollandi, og var þar frítt lið stórmeistara samankomið. Sá stutti (?) gerði sér lítið fyrir og sigraði á mótinu og náði auk þess fyrsta áfanga sínum að stórmeistaratitli! Tefldar voru níu umferðir á mótinu og þegar upp var staðið höfðu Short og Vlastimil Hort, Tékkóslóvakíu, báðir hlotið sjö vinn- inga og skiptu þvf sigrinum bróðurlega á milli sín. í þriðja sæti var Gennadi Sosonko og fjórði Hans Ree, en þeir eru báðir hollenskir stórmeistarar, og fimmti var enginn annar en Tony Miles, Englandi. í ljósi þessa árangurs hlýtur Short að teljast sigurstranglegastur á heimsmeistaramóti unglinga sem nú er nýhafið í Kaupmannahöfn; meðal ann- arra keppenda eru Cvitan frá Júgósla- víu, sem varð heimsmeistari í fyrra, Curt Hansen, Evrópumeistari frá Dan- mörku, Joel Benjamin frá Bandaríkj- unum, Stuart Conquest, einnig frá Englandi og fleiri knáir strákar. (Sjá dálk Larsens.) Annars má geta þess, úr því við erum að tala um Short, að aðeins einn skákmaður hefur unnið alvöru alþjóðamót yngri en hann. Það er Garrí Kasparov sem vann Banja Luka 1979 með fáheyrðum yfirburðum aðeins sextán ára gamall (á undan Andersson, Petrósjan, Smejkal, Browne etc). Fis- cher vann ekki reglulegt alþjóðamót fyrr en hann var orðinn sautján ára, svo Short þarf engu að kvíða. Hann kvaðst vonast til að ná öðrum áfanga að stórmeistaratitli innan árs. Og fleiri eru efnilegir á Englandi. í vor sögðum við frá því að Edward Lee, fjórtán ára, hefði þá unnið sjötta stórmeistarann í röð í fjöltefli, en allir voru stórmeistararnir í fremstu röð. Sá sjötti var til dæmis ekki minni maður en Anatóli Karpov, heimsmeistari. Nú fyrir stuttu vann Lee svo sjöunda stórmeistar- ann í fjöltefli sem haldið var á ferju á leið yfir Ermarsund. Nafnið? Victor Korchnoi. Paskhis heilium horfínn Fyrir skömmu lauk austur í Sovétríkj- unum keppni skákfélaga þar í landi og voru flestir helstu stórmeistarar landsins meðal keppenda. Keppt var á tíu borðum, sjö karlmannaborðum og þremur kvenna, - og var niðurstaðan sú að Trud bar sigur úr býtum, fékk 43.5 vinning af 70 mögulegum. Á efsta borði Trud tefldi Alexandr Beljavskíj, á öðru borði Óleg Rómanisjin. í öðru sæti varð skákfélag hersins með 41 vinning en þar var Efím Géller fremstur í flokki. í þriðja sæti kom það fræga félag Búrevestnik með 40.5 vinning, Sovét- meistarinn Lev Psakhis tefldi þar á efsta borði. Psakhis virðist heillum horfinn um þessar mundir; hann tefldi sex skákir, gerði tvö jafntefli en tapaði fjórum sinnum! í fjórða sæti varð ■ Gam' Kasparov - öldungis ekki ósigrandi. Lókómótive (Pólúgaévskíj, Gúljkó) með 37 vinninga, en7Pólú náði bestum árangri efsta borðs manna: 5.5 vinningi úr sjö skákum. í fimmta sæti varð Dýnamó með Bronstein í broddi fylkingar og fékk það félag32.5 vinning, sjötta varð sveit Spartak (Petrósjan, Kasparov) með 31 vinning, sjöunda Senít (Svesnikov) með 29.5 vinning, og lestina rak Úrósjæ með 25 vinninga - efsti maður þar var Ratmír Kholmov. Á öðru borði náði Rómanisjin bestum árangri, 5.5 vinningi af sjö, og á þriðja borði Vitali Tseskovskíj með 5 af sjö. Nóna Gaprindasvíli stóð sig best kvenna. Athyglisvert þótti að keppend- ur Sovétmanna á millisvæðamótunum þremur stóðu sig flestir fremur illa - Balasjov, Beljavskíj og Psakhis náðu ekki 50% árangri, og Petrósjan og Kasparov tefldu gloppótt. Kasparov tapaði í tvígang. Kasparov-Gúljkó. 1. d4 - d5 2. c4 - dxc4 3. e3 - Rf6 4. Bxc4 - e6 5. Rf3 - c5 6. 0-0 - a6 7. e4 - b5 8. Bd3 - Bb7 9. Bg5 - cxd4 10. Rxd4 - Rbd711. Rc3 - Re512. Rcxb5?! - Rxd3 13. Dxd3 - axb5 14. Hfdl - Be7 15. Dxb5+ - Dd7 16. Db3 - Bxe4 17. Rf5 - Bd5 18. Rxg7+ - K18 19. Dh3 - h5 20. Dg3 - Kxg7 21. Bxf6+ - Kxf6 22. Hd4 - Bd6 23. Dc3 - Kg6 og Kasparov gafst upp. Meðan þessu fór fram á öðru borði í viðureign Lókómótive og Spartak var Pólúgaévskíj að mala Petrósjan á fyrsta borði. Pólú hefur hvítt. 1. c4 - e6 2. Rf3 - Rf6 3. Rc3 - b6 4. c4 - Bb7 5. Bd3 - d6 6. Bc2 - c5 7. d4 - cxd4 8. Rxd4 - Be7 9. 0-0 - 0-0 10. b3 - a6 11. Bb2 - Rc6 12. Rxc6! - Bxc6 13. Dd3 • g6 14. a4 - Dc7 15. f4 - Had8 16. De2 - Hfc8 17. Hadl - Bb7 18. Khl - Dc5? 19. e5! - Rd7 20. Be4 - Bc8 21. exd6 - Bf8 22. Bf3 - f5 23. b4! - Dxb4 24. Rd5! - Dc5 25. Rc7 - Rb8 26. Rxe8 - Hxe8 27. Dd3 og armenska tígrisdýrið gafst upp. Síðari tapskák Kasparovs var gegn Rómanisjin, sem hafði hvítt. 1. Rf3 - g6 2. d4 - Bg7 3. g3 - d5 4. Bg2 - Rf6 5. 0-0 - 0-0 6. Bf4 - c6 7. Rd2 - Rh5 8. Be5 - f6 9. Bxb8 - Hxb8 10. c4 - f5 11. cxd5 - cxd5 12. Db3 - Rf6 13. ■ Nigel Short vann sterkt alþjóðamót. Hér er hann aðeins 10 ára. Re5 - Be6 14. Hacl - Dd6 15. Rbl -g5 16. Rc3 - a6 17. Ra4 - Re4 18. Bxe4 - fxe4 19. Rc5! - Bxe5 20. dxe5 - Dxe5 21. Hfdl - Hbd8 22. Rxe6 - Dxe6 23. Dxd7 - Df5 24. Hfl - Hf7 25. Dxa6 - d4 26. Db6 - Hd5 27. b4 - Kg7 28. a4 - Hd6 29. Dc5 - Hd5 30. Dc8 - De5 31. Hc5 - e6 32. a5 - e3 33. f4! - gxf4 34. Hxf4 - Hxf4 35. gxf4 - Df5 36. Hxd5 - Dxd5 37. Dc7+ - Kg6 38. Dc2+ - Kf6 39. a6 - Da8 40. Dc4 - De4 41. Dc5 - Dbl+ 42. Kg2 - Ddl 43. Dg5+ - Kf7 44. Dh5+ - Kg7 45. a7 og svartur gafst upp. Millisvæðamót nr. 2 hafíð Nú er hafið millisvæðamótið í Mexí- kó, það er halda átti hér á landi, sællar minningar. Fréttir hafa borist heldur gloppótt af móti þessu, en þó mun Ijóst vera þegar mótið er á að giska hálfnað að þeir sem hafa farið best af stað eru Seirawan, USA, Nunn Englandi, og alþjóðameistarinn ígor ívanov frá Kan- ada, fyrrum Sovétmaður. Ungverjarnir Portisch og Adorjan eru ekki víðs fjarri en tappar á borð við Pólúgaévkíj og Spasskíj hafa lítið látið á sér kræla-enn að minnsta kosti. Að lokum er hér stöðutafla frá stórmeistaramótinu í Tórínó sem lauk fyrir nokkru. Þetta er eitt sterkasta skákmót sem haldið hefur verið, í 16. styrkleikaflokki - meðalstigatala kepp- enda var 2627 á Eló. En alls konar della setti svip sinn á mótið. Timman hætti við þátttöku á síðustu stundu til að undirbúa sig fyrir millisvæðamótið (ekki tókst það nú vel hjá honum, greyinu!) og þegar mótið var hálfnað hætti Robert Hubner og sagðist vera veikur. Hann var þá efstur, ásamt Andersson, með eina unna skák! Eftir þetta voru tvær skákir tefldar í hverri umferð, einn keppandi sat hjá og annar fékk vinning gegn Hubner án þess að snerta á taflmönnum! Bent Larsen birti fyrir skemmstu innbyrðis skákir Karpovs og Ljuboievié í dálki sínum - þær tvær skákir voru rúmlega 22% tefldra skáka er ekki tauk með jafntefli! Andersson varð efstur, ásamt Karpov, með því að vinna eina einustu skák! -ij tók saman. Tórinó 1982 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 1.-2. Karpov xx ==01 1= =====1 -7 1.-2. Andersson == xx ===== = 1= =1-7 3.-4. Ljuboievic 10 == xx 0= =1 == =1 -6.5 3.-4. Portisch 0= == 1= xx 0= =1 =1 -6.5 5. Spasskíj == == =0 1= xx ==01 -6 6. Kavalek == 0= == =0 == xx =1 -5.5 7. Hiibner =0 =0 =0 =0 10 =0 xx -3.5 Heimsmeistaramót unglinga ■ Heimsmeistaramót unglinga er nú hafið í Kaupmannahöfn og er teflt í íþróttahúsinu í Bröndby. Keppend- ur eru 52, en allt fram á elleftu stundu Iék nokkur vafi á um hver fjöldi þátttakenda yrði. Það vill oft verða svo á mótum af þessu tagi - allt í einu uppgötvar eitt skákfélagið að það á fyrir flugmiðanum, annað kemst að því að kassinn er tómur. Stephenson frá Jamaica birtist loks eftir mikla óvissu og skeytasendingar fram og aftur, en enginn kom frá Uruguay, né heldur frá Tyrklandi. Bæði löndin höfðu boðað að þau myndu senda keppendur. Einnig var búist við pilti frá Filipseyjum, en hann lét ekki sjá sig. Það kom mjög á óvart því Filipseyjar eru sterkt skákland. Sennilega hefur Campom- anes, forseti skáksambandsins þar, of mikið að gera, en hann hefur sem kunnugt er boðið sig fram til forseta FIDE, og kosningabaráttan áreiðan- lega hafin. Það var reyndar ágætt fyrir Dani, því þannig fengum við fjórða keppandann. Curt Hansen er með vegna þess að hann er Evrópumeistari unglinga, Jesper Nörgaard (sem varð í áttunda sæti í fyrra) og Karsten Rasmussen tefla báðir sem fulltrúar Danmerkur því landið sem heldur mótið fær tvo þátttakendur og loks fékk Lars Schandorff sæti vegna þess að tala þafttakenda var ójöfn, og slíkt gengur ekki á móti sem haldið er með svissneska kerfinu. Curt Hansen er sá sem við Danir bindum mestar vonir við, en þó tekst honum varla að sigra. En hann getur reynt tvisvar í viðbót, hann er aðeins 18 ára! Og hann hefur taugastyrk í svona keppni, það sýndi hann er hann varð Evrópumeistari. Meðal keppenda sem líklegir eru til afreka má nefna Argentínumanninn Temp- one (fyrrum heimsmeistara sveina, en hefur lítið sýnt síðan), Chile-bú- ann Ivan Morovic, Rússann Sókolov, ísraelann Greenfeld, Júgóslavana Cvitan og Sulava, Rúmcnann Barbu- lescu, og síðast en ekki síst Nigel Short frá Englandi. Einnig Joel Benjamin frá Bandaríkjunum og fleiri og fleiri. Raunar eru mót sem þessi ágæt sönnun þess að skákin er í stöðugri útbreiðslu. Meðal þeirra sem gætu látið að sér kveða á heimsmeistara- mótinu eru sterkir þátttakendur frá Indónesíu (Utut), Sameinuðu ara- bísku furstadæmunum (Saeed), Ban- gladesh (Murshed), svo nokkrir séu nefndir. Og alltaf má ganga út frá því sem vísu að óvænt úrslit verði í hverri umferð. Strax í fyrstu umferðinni tapaði Jóhann Hjartarson frá íslandi fyrir alls óþekktum Nýsjálendingi, Lloyd, og Curt Hansen varð að sætta sig við jafntefli gegn Singh frá Indlandi. Ég hef enn ekki fengið í hendur neinar skákir frá mótinu, en mun bæta úr því á næstunni. Tefldar verða þrettán umferðir og því er enn of snemmt að spá nokkru um úrslitin en eftir þrjár umferðir höfðu tveir keppenda unnið allar skákir sínar, það er að segja þeir Tempone og Sókolov. Sigurvegarar tveggja ó- Ijósra biðskáka munu væntanlega bætast í hóp efstq manna, en þessar biðskákir eru milli Shorts og Stohls frá Tékkóslóvakíu, og Trifonovs, Búlgaríu, og Hjorths, frá Ástralíu. Á svona mótum eru tefldar alla vega skákir. Meðal keppenda eru stöðubaráttuskákmenn og sóknar- skákmenn, taugaóstyrkir skákmenn og aðrir ískaldir. Sumir eru þegar orðnir sterkir skákmeistarar en aðrir eru að tefla á alþjóðavettvangi í fyrsta sinn. Sumir eru dálítið ein- manalegir en aðrir hafa aðstoðar- menn sér við hlið, jafnvel alþjóðlega meistara. Sumir eru búnir að vera þekktir í tíu ár, aðrir hafa aldrei sést áður. En eitt er víst: meðal keppendanna í íþróttahúsinu í Bröndby eru margir tilvonandi stór- meistarar. Listamaður látinn Alexandr Herbstman var einn mesti listamaður endataflsstúdíunn- ar í Rússlandi. Fyrir tveimur árum fluttist hann til Svíþjóðar með konu sinni og dóttur en nú er hann látinn, 82ja ára að aldri. Auk þess að leggja stund á skák var hann lengi prófessor í bókmenntasögu við háskólann í Alma-Ata. Hann er sagður hafa verið mjög vel menntaður og viðkunnanlegur maður. í endataflsstúdíunni er Herbstman | eins konar brú frá hinum snjöllu Sovétmönnum Kúbbel, Platov og Trojzkíj til nútímans. Á þriðja áratugnum vann hann með Kúbbel og Trojzkíj. Til dæmis er eftirfarandi snilldarverk merkt Kúbbel og Herbstman. Það er frá árinu 1937 og hvítur á að halda jafntefli! riddarar geta ekki mátað kóng. Því er það ljóst að 1. Rgl-el= 2.RI3+ leiðir til jafnteflis. En maður þarf aðeins að velta vöngum áður en maður uppgötvar að þrír riddarar móti einum riddara er vinningur! Það hefur verið rannsakað af, sniðugum mönnum. Og raunar kemur það ekki sérlega mikið á óvart. Tveir menn yfir! Maður þarf líka að vara sig á patt-stöðum. Til dæmis: 1. Rgl- Re3+ 2. Kh3-el=R 3. Rf3+!-Rxí3. Því verður að reyna: 2. ..-Rf4+ 3. Kh2-el=R 4. Rf3+-Rxf3 5. Kg3 og svartur missir annan riddarann og getur ekki unnið. Byrjum upp á nýtt: 1. Rgl-Re3+ 2. Kh3-Rf4+ 3. Kh2-Rg4+ 4. Khl-el=D og patt. Eða: 3. ..-el=R 4. Rf3+. Og enn: 4. ..-Rf2+ 5. Kh2-el=R 6. Rf3+- Rxf3 7. Kg3. Það getur tekið tíma að venjast svona nokkru. Þrír riddarar hlið við hlið valda mjög marga reiti. Og nú uppgötvum við að þegar svarti kóngurinn fer til e3 til að gæta allra hestanna þriggja er hvítur mát! Önnur stúdía eftir Herbstman og Kúbbel vann fyrstu verðlaun tíma- ritsins 64 árið 1934. Hvítur á að vinna. fig Wí fM W fff wá ám. Jll^. JSI^ ^ , u - ,1 „ l ~ U Upphafsleikirnir eru: 1. Re2+- Kh2 2. Ba2! Það verður að veiða svarta riddarann, til dæmis svona: 2. ,.-Rd2+ 3. Ke3-Rfl+ 4. Kf2-Rd2 5. Rc3! Aðalafbrigðið er fallegt: 2. ..-Kh3 3. Kf2-Rh2 4. Rgl+-Kh4 5. Kg2-Rg4 6. Rf3+-Kh5 7. BI7 mát! Bent Larsen, stórmeistari, skrifar um skák

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.