Tíminn - 10.11.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 10.11.1982, Blaðsíða 5
* I I t * t #'♦ * HMIMH t »♦ « « « 4 * »» «4 « ‘ '■< »'« ' MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 1982. S|í£íl!flfí fréttaskýring Prófkjörsmál sjálfstædismanna í Reykjavík: ÖSHflR GUNNAR ÞESS HELST AD KJÖRNEFND SNIÐGANGI HANN? ■ Um fátt er meira talað þessa dagana, en prófkjörsmál Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hugleiða menn það nú ákaft hvað það feli í sér, að Gunnar Thoroddsen, forsætisráðherra tilkynnti ekki þátttöku í prófkjöri flokksins. Eru sumir þeirrar skoðunar að forsætisráð- herra hyggist bíða þess að kjömefnd leiti tii hans og bjóði honum, sem einum þingmanni flokksins sæti á framboðs- listanum eða kanni hvort hann hyggst taka sæti, en aðrir telja að Gunnar vilji helst að kjömefnd sniðgangi hann með öllu og afli honum með þeirri framkomu eins konar píslavottarnafnbótar. Þá hugleiða menn einnig hvers vegna EUert B. Schram, ristjóri DV hefur ekki tilkynnt þátttöku í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins, og í því eins og öðm sýnist sitt hverjum. Tíminn hafði í gær og í fyrradag samband við stjórnmálamenn úr hinum ýmsu stjómmálaflokkum, bæði þingmenn, kjömefndarmenn Sjálf- stæðisflokksins og óbreytta og spurðu þá álits á því hvernig staðan væri í prófkjörsmálum Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Fer hér á eftir megininntakið úr þeim samtölum, og eins og gengur og gerist í viðtölum um svona viðkvæm mál, þá eru svör einstakra manna sem þess óskuðu birt, án þess að þessir sömu menn séu nafngreindir, en annað er haft eftir nafngreindum aðilum: „Kjörnefnd siðferðislega skuldbundin til þess að bjóða Gunnari Thor- oddsen sæti á framboðslist- anum“ - Framámaður í Sjálfstæðisflokknum úr röðum stjórnarandstöðunnar hafði 'þetta um prófkjörsmál Gunnars og Ellerts að segja: „Það hefur verið viðtekin venja í kjörnefndarstöfum inn- an Sjálfstæðisflokksins, að leitað sé til þeirra þingmanna flokksins sem fyrir eru, og ef þeir hafa ekki gefið kost á sér í prófkjór, þá heur verið kannað hvort þeir vilji ekki gefa kost á sér í framboð. Kjörnefnd mun því örugglega fara þess á leit við Gunnar Thoroddsen, eða a.m.k. kanna hvort hann vilji vera á framboðslista flokksins. Ég hygg að það hafi ekki komið mönnum sem fylgst hafa með innan- flokksmálum Sjálfstæðisflokksins, svo mjög á óvart að Ellert tilkynnti ekki þátttöku í prófkjörinu. Hann hafði sjálfur gefið þaö í skyn að hann væri að skoða þessi mál, og ég tel að eftir að þeirri skoðun var lokið, þá hafi hann komist að þeirri niðurstöðu að hann hefði einfaldlega ekki nægt fylgi til þess að fara út í prófkjör. Það er nefnilega talsverður hópur manna í Vesturbænum, eins og sjálfstæðismenn úr K.R. sem unnu mikið fyrir Ellert á sínum tíma, sem hefur ekki fyrirgefið Ellert að hann skyldi afhenda Pétri Sigurðssyni sæti sitt á silfurbakka, því þessir sömu menn hafa takmarkað álit á Pétri, svo ekki sé meira sagt. Þessir K.R.-ingar sögðu á sínum tíma að þeir væru ekkert að - hamast og slíta sér út fyrir einhvern Ellert B. Schram, sem afhenti síðan sætið sitt, án nokkurs samráðs við þá, og þeir munu enn vera þeirrar skoðunar að Ellert eigi stuðning þeirra ekki skilinn, og því hefur Ellert tekið þá ákvörðun að bíða og sjá hvað kjörnefnd gerir, og menn leiða jafnvel að því getum að Ellert vilji að kjörnefnd bjóði honum sæti á listanum, en vilji síðan hafna sætinu með reisn.“ „Málið í höndum kjör- nefndar“ segir Ellert - Tíminn spurði Ellert B. Schram í gær hvers vegna hann tæki ekki þátt í prófkjöri: „Það eina sem liggur fyrir er það að ég hefur ekki tilkynnt framboð. Það með hef ég ekkert sagt til um það hvort ég ætla fram eða ekki. Það verður bara að koma í ljós. - Hverju muntu svara kjörnefnd ef hún leitar til þín og býður þér sæti á listanum: „Ég hef ekkert ákveðið um það. Málið er í höndum kjörnefndar." „Verður að koma í ljós“ segir forsætisráðherra - Hvað segir svo Gunnar Thoroddsen, sjálfur forsætisráðherrann um próf- kjörsmál Sjálfstæðisflokksins: „Ég vil ekkert um þau mál segja að svo komnu máli.“ Aðspurður um það hvort þjóðin mætti fljótlega vænta yfirlýsingar frá hans hendi varðandi prófkjörsmálið og áframhaldandi þátttöku hans í ís- lenskum stjórnmálum, sagði forsætisráð- herra: „Það verður bara að koma í ljós.“ - Ekki eru allir jafnþagmælskir um ætlanir Gunnar Thoroddsen í stjórnmál- unum. Hér fara á eftir, í styttri endur- sögn, skoðun eins forystumanns fram- sóknarmanna og eins forystumanns al- þýðuflokksmanna um stefnu forsætis- ráðherra í innanflokksmálum Sjálfstæðisflokksins, en þótt undarlegt megi virðast, þá hafa þessir tveir menn mjög svipaðar skoðanir í þessu máli: - Gunnar Thoroddsen ætlar sér ekki að halda áfram þátttöku í stjórnmálum að þessi þingi loknu, og þess vegna ætlar hann ekki í framboð. Að líkindum ætlar hann að bíða og sjá hvort kjörnefnd býður honum sæti á framboðslistanum. Það er þó ekki einlæg ósk hans að honum verði boðið sætið, því hann hyggst hvort sem er ekki þiggja það. Hann vill fyrst og fremst að kjörnefnd sniðgangi hann með öllu, því á þann hátt aflar hann sér hvaö méstrar samúðar og hvað mests fylgis. Ekki fylgis sem hann hyggst nýta sér til þess að ná kjöri í sérframboði, heldur fylgis, sem hann hyggst hafa af andstæðingum sínum innan Sjálfstæðisflokksins, Geirs- liðinu, í næstu kosningum, og sýna þar með fram á enn einu sinni, hversu mikils fylgis hann persónulega nýtur. Þarna gæti því orðið um sæta hefnd að ræða hjá forsætisráðherra. „Skipti mér ekki af störfum kjörnefndar,, - Hvaða skoðun hefur formaður Sjálfstæðisflokksins á því hvort kjör- nefnd beri að hafa samband við forsætis- ráðherra og bjóða honum sæti á framboðslista flokksins? Tíminn spurðu Geir Hallgrímsson þeirrar spumingar í gær. „Ég skipti mér ekki af störfum kjör- nefndar", sagði Geir, og þá sneri blaðamaður sér til varaformanns flokks- ins Friðriks Sophussonar og spurðu sömu spurningar: „Hjá okkur er það ekki siður að formenn flokksins eða þingmenn skipti sér af störfum kjör- nefndar." Friðrik var spurður í Ijósi þeirrar hefðar sem skapast hefur í Sjálfstæðisflokknum með afgreiðslu svona mála, hvórt hann teldi ekki eðlilegt að forsætisráðherra væri boðið sæti á listanum: „Sé það svo að það sé hefð að bjóða þingmönnum flokksins sæti á listanum, þá verður vafalaust einnig gert svo nú, því vinnubrögð innan flokksins breytast ekki með tilkomu nýrra manna." Kjörnefnd tvístígandi Hvað segir svo kjörnefndin sjálf um málið - hyggst hún bjóða forsætisráð- herra sæti á listanum? Um það eru mjög skiptar skoðanir á meðal viðmælenda Tímans. Eru sumir þeirrar skoðunar að þó það sé nefndinni mjög svo óljúft, þá sé það enn verra afspurnar, að forsætis- ráðherra hafi með öllu verið hunsaður og slíkt geti orsakað geysilega sundrungu í þegar mjög svo klofnum stjórnmála- flokki. Geti það jafnvel orðið til þess að kljúfa flokkinn endanlega, en Geirs- menn eru að reyna að horfa í gegnum fingur sér við Gunnars-menn um þessar mundir, í þeirri von að Gunnar Thor- oddsen hyggist hætta öllum stjórnmála- afskiptum, og þegar hann sé ekki lengur til staðar til þess að stjórna sínum mönnum, þá verði hægara um vik með allar sættir í flokknum. „Þori ekki að fullyrða hvort það er hefð eða ekki“ Margrét S. Einarsdóttir, varaformað- ur kjörnefndarinnar sagði í viðtali við Tímann í fyrrakvöld, er hún var spurð hver yrðu næstu skref nefndarinnar: „Við munum setjast niður og spjalla saman um fyrirhugaðan prófkjörslista.“ Margrét var að því spurð hvort ekki væri befð fyrir því innan flokksins að leitað væri til þingmanna og þeir spurðir hvort þeir vildu vera á framboðslista, ef þeir hefði ekki tilkynnt sig í prófkjör: „Það er allur gangur á því, held ég,“ sagði Margrét, „ég þori nú ekkert að fullyrða um hvort það er hefð eða ekki, sko.“ Þá var Margrét að því spurð hvort það hefði einhvern tíma gerst, að þingmanni hefði ekki verið boðið sæti á lista hjá ■ Gunnar Thoroddsen, forsxtisráð- herra er fáorður þegar hann er spurður út í pólitísk áform sín. Sjálfstæðisflokknum: „Ég man nú ekki svo langt aftur í tímann - ég vérð nú að segja það alveg eins og er,“ var svar Margrétar. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til þess að ná sambandi við formann kjörnefndar Gunnar Helgason, í gærkveldi, tókst það ekki, þannig að Tíminn getur ekki greint frá hvað var ákveðið á fundi nefndarinnar í gær, en gerir þess í stað orð eins viðmælenda sinna, úr röðum sjálfstæðismanna að niðurlagsorðum þessar hugleiðingar: „Þegar hugleitt er hvað kjörnefnd muni ákveða, þá ætti það að liggja ljóst fyrir að hún mun ■ Ellert B. Schram segir málið vera í höndum kjörnefndar. ekki biðja forsætisráðherra um að taka sæti á framboðslista, en hún mun að öllum líkindum hafa samband við hann sem þingmann og gefa honum kost á að taka sæti á lista, sem er jú ekki sami hlutur og að biðja hann um að fara í framboð. Það sama verður að öllum líkindum ofan á með Ellert." Það er því engan veginn ljóst hver niðurstaðan í þessu máli verður, og verða lesendur Tímans sem og aðrir landsmenn að bíða hennar til næsta mánudags, en þá mun kjörnefnd greina frá því hvernig prófkjörslistinn verður skipaður. - AB Verktakar - Bændur Getum útvegað með stuttum fyrirvara Terra dekk og felgur fyrir flestar gröfur og dráttarvélar. Hagstætt verð og greiðslukjör. Venjuleg dekk ★ Mikið flotþol ★ Lítið slit VBáECEC Sundaborg 10 — Símar 8-66-55 & 8-66-80

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.