Tíminn - 10.11.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 10.11.1982, Blaðsíða 8
8 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gísli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson Ritstjórar: hórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrímsson. Umsjónarmaður Helgar-Tímans: Atli Magnúcson. Blaöamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Eiríkur St. Eiríksson, Friðrik Indriðason, Heiður Helgadóttir, Siguröur Helgason.(íþróttir), Jónas Guömundsson, Kristín Leifsdóttir, Skafti Jónsson. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Elín Eilertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristín , Þorbjarnardóttir, María Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Síðumúla 15, Reykjavík. Sími: 86300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: 86387 og 86392. Verð í lausasölu 9.00, en 12.00 um helgar. Áskrift á mánuði: kr. 130.00. Setning: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent hf. Endurreisn Reykhotts ■ Þingmenn Vesturlands hafa nýlega lagt fram á Alþingi tillögu um endurreisn Reykholts. Fyrsti flutningsmaður er Alexander Stefánsson. Þetta er þörf tillaga. Reykholtsstaður er í niðurníðslu. Slíkt er ekki viðunandi, þar sem „Reykholt er í hugum fólks, jafnt íslendinga sem annarra þjóða manna, helgur staður vegna þeirra andans stórvirkja, sem.þar voru unnin,“ eins og segir í greinargerð tillögu. í greinargerðinni segir ennfremur: „Um margra ára skeið hafa mannvirki í Reykholti verið í niðurníðslu vegna skorts á fjármagni til viðhalds - til vansæmdar héraðinu og landinu öllu. Þrátt fyrir sögufrægð staðarins, sem dregur erlenda og innlenda ferðamenn að staðnum, héraðsskólann sem starfað hefur fullsetinn yfir 50 ár, náttúrufegurð, jarðhita o.fl. hefur ekki tekist að fá fram samræmdar aðgerðir og fjármagn til að endurbyggja staðinn og gera Reykholt að glæsilegu menningar- og menntasetri þjóðarinnar, sem flestir eru þó sammála um, og mundi tvímælalaust auka hróður íslands meðal annarra þjóða, slík er frægð staðarins. Hér þarf til að koma stefnubreyting, framkvæmdir í stað kyrrstöðu. Eitt brýnasta verkefnið er að Ijúka uppbyggingu skólahúsnæðis í Reykholti. Forgangsverk er að koma upp svokallaðri A-álmu, þar sem á að vera mötuneytis- og félagsaðstaða skólans, sem er algjörlega ófullnægjandi í dag og stendur öllu skólastarfi fyrir þrifum og mundi stórbæta aðstöðu fyrir ferðamannaþjónustu yfir sumartím- ann. Koma þarf upp viðunandi aðstöðu frir bókasafn skólans og vinnuaðstöðu við safnið. Einnig þarf að koma upp safni er hefur fræðilegt gildi vegna rannsókna á störfum Snorra Sturlusonar og áhrifum hans. Stórauka þarf viðhald og endurnýjun húsbúnaðar og tækja skólans. Gera þarf heildarskipulag fyrir staðinn, leggja bundið slitlag á heimakstursbraut og bifreiðastæði. Snorragarð þarf að fegra með meiri uppgræðslu og skógrækt. Skapa þarf aðstöðu í Reykholti fyrir norræna fræðimenn til dvalar og fræðiiðkana, þar sem staðurinn mun í vaxandi mæli verða samnorrænn staður. Æskilegt væri að komið verði upp sérstakri Snorrastofu og minjasafni í Reyk- holti.“ Vonandi fær þessi tilllaga góðar undirtektir á Alþingi. Snúum bökum saman Alexander Stefánsson talaði af hálfu Framóknarflokks- ins við 1. umræðu um fjárlagafrumvarpið. í ræðulokin sagði hann m.a.: „Ljóst er, að mörg og stór vandamál eru óleyst í þessu fjárlagafrumvarpi. Eg nefni sem dæmi málefni Háskóla Islands, Námsgagnastofnunar, rekstur heilbrigðisstofn- ana, dreifikerfi rafmagns í sveitum og margt fleira, en allt eru þetta í raun smámál miðað við það sem skiptir mestu, að ná samstöðu um, að hamla gegn verðbólgu og tryggja afkomu atvinnuveganna og um leið atvinnuöryggið í landinu. Við þurfum að auka sparnað og draga úr ríkisútgjöldum, við þurfum að draga úr óþarfa innflutn- ingi, auka kaup á innlendum vörum og framleiðslu. Við þurfum að vinna markvisst að því, að auka og efla útflutningsframleiðslu okkar og þar með útflutningstekjur þjóðarinnar. Það fær engin þjóð staðist, sem eykur innflutning um 6% á sama tíma og útflutningur dregst saman um 17%. Þjóðin ætlast til þess, að ríkisstjórnin og alþingismenn geri ráðstafanir, sem tryggi lífskjörin í landinu. Þegar alvarleg efnahagskreppa kveður dyra eiga ráðamenn þjóðarinnar að snúa bökum saman til lausnar vandans. Þetta ættu forráðamenn stjórnarandstöðunnar á íslandi að taka til alvarlegrar athugunar þessa daga.“ Þ.Þ. MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 1982. ■Kjördæmisþingið sóttu 85 af þeim 90 fulltrúum sem seturétt eiga, auk fjöida gesta, sem ber vott um mikinn áhuga manna á pólitíkinni um þessar mundir. Kjördæmisþing á Húnavöllum ■ Kjördæmisþing framsóknarmanna í Norðurlandskjördæmi vestra, sem hald- ið var á Húnavöllum, kaus 10 manna uppstillingarnefnd sem gera skal tillögu um uppstiilingu að framboðslista Fram- sóknarflokksins við Alþingiskosningar þær sem menn búa sig nú undir að geti verið á næsta leiti. I nefndinni sitja: Gunnar Oddsson, Albert Geirsson, Ástvaldur Guðmundsson, Pálmi Sig- hvatsson, Kristófer Kristjánsson, Val- garður Hilmarsson, Halldór Jóhannes- son, Eggert Garðarsson, Bogi Sigur- björnsson og Ásgrímur Sigurbjörnsson. Steíngrímur Hermannsson flutti á þinginu yfirgripsmikið erindi um stjóm- málaviðhorfið og á eftir fylgdu miklar umræður. Guttormur Óskarsson var endurkosinn formaður kjördæmisstjórn- ar, en aðrir í stjórn eru: Grímur Gíslason, Gunnlaugur Sigmarsson, Ei-' ríkur Tryggvason, Sigurður Björnsson, Stefán Gestsson, Magnús Rögnvalds- son, Hermann Friðriksson og Svein- björn Ottesen. -HEI ■ Steingrímur ræddi ítariega um stjómmálaviðhorfið um þessar mundir og urðu síðan miklar almennar umræður. Þingforsetar vom Magnús Ólafsson og Jón Tryggvason, sem sjást við fundarstjóraborð ásamt Guttormi Óskarssyni. Myndir Stefán Pedersen. alþingi VILJA AUKIN FRAMLÖG TIL NÁMSGAGNA- STOFNUNAR ■ Námsgagnastofnun ríkisins kom til umræðu utan dagskrár í neðri deild í fyrradag. Árni Gunnarsson vakti um- ræðuna og deildi hart á menntamálaráð- herra og ráðuneyti hans fyrir að halda stofnuninni í fjársvelti og beita sér ekki fyrir að námsgagnastofnun gæti starfað samkvæmt lögum, en langt væri frá að svo væri vegna fjárskorts. Sagði Árni að stofnunin sem sjá ætti 40 þús. nemendum í 215 skólum fyrir námsgögnum gæti ekki sinnt skyldum sínum samkvæmt lögum um útgáfu námsefnis. Skuldaði stofnunin 1. millj. kr. í prentsmiðjum, fyrir utan banka- skuldir og væri ekki fær um að sjá grunnskólunum fyrir lögbundnu náms- efni. Kvaðst hann ekki sjá að samkvæmt fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi yrði bætt að ráði úr vandræðaástandinu. ingvar Gíslason menntamálaráðherra svaraði að það væri í mörg horn að líta í þjóðfélaginu og væru margar ríkisstofn- anir sem ekki fengju þau fjárframlög sem þær færu fram á. En ljóst væri að námsgagnastofnun ætti við vanda að etja og fram úr honum yrði að ráða. Væri ekkert nýtt á þessum tíma árs þegar verið er að ganga frá fjárlögum, að stofnanir teldu sig hafa þörf fyrir meira fé en frumvarpið gerði ráð fyrir. Menntamálaráðherra sagði Náms- gagnastofnun unga að árum og ætti hún eftir að eflast í framtíðinni en yrði að fá að þróast eðlilega og vaxa með verkefnun- um. Fjárhagsbeiðnir stofnunarinnar hefðu verið skornar verulega niður í fyrra og í ár. Það væri æskilegt að veitt væri meira fé til hennar og vonaði hann að fjárveitinganefndarmenn myndu sýna hug sinn til stofnunarinnar við undirbún- ing fjárlaganna. Hins vegar kvaðst hann ekki hafa orðið var við að skólastjórar gætu ekki hafið störf í skólum vegna skorts á námsgögnum. Sighvatur Björgvinsson tók undir orð Árna og var stórorður í garð mennta- málaráðherra. Alexander Stefánsson sagði Náms- gagnastofnun vera einhverja mikilvæg- ustu stofnun skólakerfisins og benti á að þegar málefni hennar koma til meðferð- ar í fjárveitinganefnd ættu þingmenn þess kost að sýna hug sinn til stofnunar- innar og koma sínum athugasemdum að. En hann kvaðst þeirrar skoðunar að setja þyrfti ákveðinn ramma um starf- semi stofnunarinnar. Ólafur f>. Þórðarson sagði gagnrýni þá sem fram hefði komið eiga við einhvér rök að styðjast og sagðist hann fagna því að það væri gott hljóð í þeim fjárveiting- amefndarmönnum sem þátt tóku í umræðunni um að hækka framlög til Námsgagnastofnunarinnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.