Tíminn - 03.12.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 03.12.1982, Blaðsíða 5
FÓSTUDAGUR 3. DESEMBER 1982. fréttir Bókaútgefendur með sölukönnun á bókum fyrir jólin: ÆVIMINNINGAR KRIST- JÁNS í FYRSTA SÆTI ■ Félag íslenskra bókaútgefenda gengst fyrir könnun á sölu bóka nú fyrir jólin, en eins og lesendur Tímans vita, þá gekkst Tíminn fyrir slíkri könnun fyrir jólin í fyrra, og hyggst gera slíkt hið sama fyrir þessi jól. Verður fyrsta könnun Tímans birt í blaðinu á morgun. Það getur því orðið fróðlegt að bera saman að hvaða niðurstöðu Félag ís- lenskra bókaútgefenda kemst um hverj- ar verða söluhæstu bækurnar - og að hvaða niðurstöðu Tíminn kemst. Fyrirkomulagið á könnun bókaútgef- enda verður með þeim hætti að bóksalar 15 til 20, fá frá félaginu eyðublöð sem þeir eiga að útfylla og þar kemur fram hversu mörg eintök af hverri bók þeir hafa selt. Síðan safnar félagið saman þessum upplýsingum, leggur saman sölutölurnar og fær þannig út söluyfirlit. Fyrsta könnun þókaútgefenda var gerð 30. nóv. sl. og nær hún frá 1. til 30. nóvember. í þessari könnun tóku 16 bóksalar þátt. Félag íslenskra bókaút- gefenda bendir á, þegar það gerir fyrsta lista sinn opinberan, að margar bækur voru að koma út, um það bil sem fyrsta könnunin var gerð, þannig að búast má við að listinn yfir söluhæstu bækurnar eigi eftir að breytast. Fyrsti listinn lítur þá svona út: 1. Æviminningar Kristjáns Sveinssonar, Gylfi Gröndal skráði. (Setberg). 2. Jólalögin í léttum útsetningum fyrir píanó eftir Jón Þórarinsson (AB) 3. Riddarar hringstigans eftir Einar Má Guðmundsson (AB) 4. Ó, það er dýrlegt að drottna eftir Guðmund Sæmundsson (Útgefandi er höfundur). 5. Dauðafljótið eftir Alistair Mac- lean (Iðunn) 6. Persónur og leikendur eftir Pétur Gunnarsson (Punktar) 7. Hverju svarar læknirinn? eftir Claire Rayner, Bertil Mártensson og Guðsteinn Þengilsson (Iðunn). &. Landið þitt, ísland, eftir Þorstein Jósepsson, Steindór Steindórsson og PálLíndal,3.bindi (örn og Örlygur) 9. Frásögn um margboðað morð eftir Gabríel Garcia Marques (Iðunn) 10. Geirfuglarnir eftir Árna Berg- mann (Mál og menning). Bókaútgefendur létu barna- og ung- lingabækurnar fá sérlista, en Tíminn hefur bamabækurnar inni í sínum lista. Hér fer á eftir listinn yfir fimm söluhæstu barna- og unglingabækurnar, samkvæmt lista útgefenda: 1. Svalur og félagar: Móri eftir Fournier (Iðunn) 2. Lukku Láki: Sara beinharða eftir Morris, Fauche og Leturgie (Fjölvi) 3. 555 gátur. Sigurveig Jónsdóttir þýddi og staðfærði (Vaka). 4. Hin fjögur fræknu og pylsan fljúgandi eftir Craenhals og Chaulet (Iðunn). 5. Gilitrutt. Myndskreyting eftir Bri- an Pilkington (Iðunn). Eftirtaldar verslanir tóku þátt í þessari fyrstu könnun útgefenda: Bóka- verslun Sigfúsar Eymundssonar, Rvík., Bókabúð Máls og menningar, Rvík., Bókaverslun ísafoldar, Rvík., Embla, Rvík., Veda, Kópavogi, Bókabúð Óli- vers Steins, Hafnarfirði, Kaupfélag Borgfirðinga, Borgarnesi, Bókaverslun Jónasar Tómassonar, ísafirði, Bókabúð Brynjars, Sauðárkróki, Bókaverslun Jónasar Jóhannssonar, Akureyri, Bóka- verslun Þórarins Stefánssonar, Húsavík, Bókaverslun Höskuldar Stefánssonar, Neskaupstað, Kaupfélag Austur-Skaft- fellinga, Höfn, Kaupfélag Árnesinga, Selfossi, Bókabúðin Heiðarvegi, Vest- mannaeyjum og Bókabúð Keflavíkur, Keflavík. - AB. „Spurði hvort hann ætti að stinga mig” inn og handsamaði hann klukkustund síðar. Þá hafði hann haft fataskipti í millitfðinni. Hann er 15 ára gamall og var einn þeirra sem gerði líkamsárás á lögregluþjón í Breiðholti fyrr í vetur. - Þetta var óskemmtileg reynsla og maður veit ekki hvað hefði getað gerst ef ég hefði brugðist öðru vísi við. En ég verð að segja að mér finnst sárt að hugsa til þessa pilts og ég ber ekki nokkurn kala til hans. Barni eins og honum hlýtur að hafa verið mikið misboðið í lífinu, og það er uggvænlegt að vita til þess að þjóðfélagið getur ekki rétt honum hjálparhönd og leitt hann út af þessari ógæfubraut. ■ - Það komu hérna inn þrjú ungmenni, tveir piltar og ein stúika og byrjuðu að tuskast. Ég sagði þeim að þetta væri ekki staður til að leika sér í og bað þá að fara útfyrir. Þá dregur annar drengurinn eldsnöggt fram hníf úr ermi félaga síns og bregður honum að mér og spyr hvort hann eigi að stinga mig. Ég sagði höstuglega að hann skyldi gera það sjálfur upp við sig en gerði enga tilraun til að ná af honum hnífnum. Þá stakk hann sér undir fatahengi að peningaskúff- unni, en ég kallaði til annarrar stúlku sem var frammi í búðinni að hringja á lögregluna. Þá hurfu ungmennin út úr búðinni eins og kólfi væri skotið. Þetta allt saman tók ekki nema svona á að giska tvær mínútur. Gunnþórunn Einarsdóttir, eigandi verslunarinnar Kvenfatabúðin á Lauga- vegi 2 lýsti svo atvikum, þegar henni var ógnað með hnífi í verslun sinni í fyrradag. Lögreglan þekkti árásarmann- ■ Gunnþórunn Einarsdóttir í verslun sinni að Laugavegi 2. - Tímamynd: Róbert. Ungmenni ógnar afgreidslukonu f verslun med hnff íslenskt rokklag í Skonrokk í kvöld: ^ SAMNINGAR MILLI FIH OG SJÓNVARPSINS AÐ TAKAST — um greiðslur til fslenskra hljómlistarmanna ■ í kvöld verður flutt í sjónvarpinu íslenskt rokklag í þættinum Skonrokk. Er það hljómsveitin Sonus Futurae sem ríður á vaðið, en það hefur lengi verið eitt af baráttumálum íslenskra hljóð- færaleikara að fá inni með lög sín í þessum þætti. Samningaviðræður hafa staðið yfir á milli Sjónvarpsins og Félags íslenskra hljóðfæraleikara um greiðslur fyrir birtingu á íslensku efni, en ávallt hefur strandað á því að Sjónvarpinu hefur fundist FÍH fara fram á of háar upphæðir. - Ég tel góðar líkur á því að samkomulag varðandi greiðslur til hljóð- færaleikara náist á næstunni, sagði Tage Ammendrup, sem staðið hefur í samn- ingaviðræðunum fyrir hönd Sjónvarps- ins. Tage sagði að hann teldi að samningaviðræðurnar væru nú á loka- stigi og góður vilji væri hjá mönnum til að leysa þessi mál. Sjónvarpið hefði vissulega áhuga á þessu efni, en þeim hefði fundist kröfur FÍH of háar hingað til. FÍH krefðist hálfs 30 mínútna taxta, sem væri fullur taxti, fyrir hvert lag sem leikið væri í þættinum. - Ég tel það hreinan fyrirslátt að segja að taxti FÍH standi í veginum fyrir því að hægt sé að flytja íslenskt tónlistarefni í Sjónvarpinu, sagði Finnur Torfi Ste- fánsson hjá FÍH í samtali við Tímann. Finnur Torfi' sagði það sína skoðun að þar réðu einhver önnur sjónarmið ferðinni. Taxtar FÍH væru lágir og síst hærri en annarra sambærilegra hópa sem fram kæmu í Sjónvarpi. Krafa FÍH varðandi Skonrokksþættina og aðra þætti væri einfaldlega sú að hljóðfæra- leikararnir fengju eðlilegt tímakaup fyrir vinnu sína. Þess má geta að ekkert er ákveðið um hvað Sonus Futurae fá fyrir leik sinn í kvöld. Það kemur í Ijós þegar gengið verður frá endanlegu samkomulagi í málinu. - ESE. Frískandi í MORGUNSÁRIÐ, AÐ LOKNU DAGSVERKI OG EFTIR ÍÞRÓTTAKEPPNI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.