Tíminn - 06.02.1983, Blaðsíða 9

Tíminn - 06.02.1983, Blaðsíða 9
SUNNUDAGUR 6. FEBRUAR 1983 menn og málefni Þjóðarsamstöðu í stað sundrungar á hættutímun ■ Fyrir utan sérkennilega þróun hvalveiðimálsins á Alþingi síðustu dagana hefur fátt vakið eins mikið umtal og undrun og hegðan stjórnar- andstöðuarms sjálfstæðismanna varð- andi afgreiðslu bráðabirgðalaganna, sem ríkisstjórnin beitti sér fyrir og gefin voru út í ágústmánuði síðastliðn- um. Þessi bráðabirgðalög drógu nokk- uð úr hraða verðbólgunnar og víxlverkana milii kaupgjalds og verðlags. Verði þau felld á Alþingi mun ný verðbólguskriða skella yfir. Að sjálfsögðu gæti ríkisstjórnin ekki brugðist við slíku ábyrgðarleysi öðru vísi en með því að rjúfa þing og efna strax til alþingiskosninga, svo að ný ríkisstjórn geti sem allra fyrst tekist á við efnahagsvandann. Strax og þessi bráðabirgðalög höfðu 'verið gefin út upphófst söngur stjórn- arandstöðunnar um, að þau yrðu felld. Talsmenn þingfiokka stjórnarandstöð- unnar fullyrtu að allir stjórnarand- stæðingar, að Eggert Haukdal með- töldum, myndu greiða atkvæði gegn bráðabirgðalögunum, sem þar með myndu falla í neðri deild Alþingis og úr gildi. Skiptar skoðanir voru um það á sínum tíma, þegar Eggert Haukdal hljópst undan merkjum, hvort leggja ætti bráðabirgðalögin fyrir þá strax og fá úr því skorið, hvort stjórnarandstað- an myndi standa við ábyrgðarlaus ummæli sín. Því miður var það ekki gert, heldur ákveðið að þoka fram ýmsum öðrum nauðsynjamálum eftir því sem hægt væri miðað við að ríkisstjórnina skorti meirihluta í neðri deild. Fljótlega kom líka í ljós, að þótt stjórnarandstöðuþingmenn Sjálf- stæðisflokksins töluðu digurbarkalega um að fella bráðabirgðalögin, þá var í þeim mikill geigur; þeir áttuðu sig nefnilega fljótlega á því, að slíkt ábyrgðarleysi yrði metið að verð- leikum af almenningi í landinu, sem þráir nú fátt meira en sterka og ábyrga stjórn á málum þjóðarinnar. Andúðin á Gunnari öllu yfirsterkari Þegar Siggeir Björnsson, varaþing- maður L-listamanna í Suðurlandskjör- dæmi, kom inn á þing í hálfan mánuð í stað Eggerts Haukdals skapaðist ný staða í þinginu, því að Siggeir var og er enn fylgjandi bráðabirgðalögunum og telur hið mesta ábyrgðarleysi að fella þau. Gunnar Thoroddsen, for- sætisráðherra, gerði því ítrekaðar til- raunir til þess að fá bráðabirgðalögin afgreidd í neðri deild Alþingis á meðan Siggeir var á þinginu. Öll skynsemi mælti líka með því, að stjórnarandstöðuþingmenn Sjálf- stæðisflokksins gripu þetta tækifæri til þess að sleppa úr þeirri klípu, sem þeir höfðu komið sjálfum sér í með ábyrgðarlausu hjali sínu, og var það vilji margra þeirra að svo yrði og að lögin yrðu afgreidd með stuðningi Siggeirs en gegn atkvæðum stjórnar- andstöðunnar. Forysta Sjálfstæðis- flokksins var hins vegar heillum horfin jafnt í þessu máli sem öðrum og kom í veg fyrir, að bráðabirgðalögin kæmu til afgreiðslu þennan hálfa mánuð sem Siggeir sat á þingi. Þarna varð hatur þessara manna á forsætisráðherra öllu öðru yfirsterkara. Þjóðarhagur, og jafnvel augljósir hagsmunir Sjálf- stæðisflokksins; allt varð þetta að víkja fyrir óvildinni á Gunnari Thor- oddsen. Þetta sjónarspil sjálfstæðismanna var leikið fyrir opnum tjöldum á Alþingi. Landsmenn hafa því getað fylgst náið með þessum skrípaleik dag frá degi og munu vafalaust draga sínar ályktanir á kjördag. Bráðabirgðalögin afgreidd eftir helgina Allt bendir nú til þess að bráðabirgðalögin komi til endanlegrar afgreiðslu í þinginu eftir helgina - á mánudag eða síðar í vikunni. Fyrir liggur, að Sigurlaug Bjarnadóttir, al- þingismaður, hefur látið í ljós það álit sitt, að það sé mjög hæpið að fella bráðabirgðalögin. Þetta er auðvitað skoðun margra fleiri stjórnarandstöðu- þingmanna Sjálfstæðisflokksins, en spurningin er, hvort Sigurlaug fylgir þessari sannfæringu sinni eftir í verki þegar til atkvæðagreiðslu kemur í þinginu. Þeir eru margir sem telja að svo muni fara. Ef bráðabirgðalögin falla hins vegar þá er ljóst, að störfum þessa þings hlýtur þar með að ljúka snarlega, þar sem þá verður óhjákvæmilegt að efna til alþingiskosninga sem fyrst. En jafnvel þótt þau verði samþykkt í þinginu, þá er auðvitað augljóst, að þingkosningar verða haldnar ekki síðar en í lok apríl. Ný ríkisstjórn ætti þar með að geta tekið við völdum í maí eða júní, eftir því hversu langan tíma stjórnarmyndunarviðræður taka. Viðnámsaðgerða er þörf strax Það virðist liggja fyrir, að hvernig svo sem mál fara á Alþingi á næstunni, þá muni ný ríkisstjórn, sem hefur starfhæfan meirihluta á bak við sig, ekki geta tekið til starfa fyrr en í maí/júní í fyrsta lagi. Einungis ábyrgð- arlausustu stjómmálamenn geta haldið því fram, að sá tími geti eða megi líða án þess að gripið verði til einhverra aðhalds- eða viðnámsaðgerða gegn verðbólgunni. Þeir, sem halda slíku fram, ættu að kynna sér þá greinargerð um stöðuna í efnahagsmálum, sem Seðlabankinn sendi frá sér á dögunum. Þar segir um þróun efnahagsmál- anna á liðnu ári, að „þjóðarútgjöld og innflutningur vöru og þjónustu hafi hvort tveggja haldist svo til óbreytt frá árinu á undan, þrátt fyrir mikla lækkun þjóðartekna og útflutnings. Minnk- andi tekjur þjóðarbúsins og birgða- söfnun komu því með fullum þunga fram í auknum viðskiptahalla við útlönd, sem virðist skv. bráðabirgða- tölum hafa farið upp í um 11% af þjóðarframleiðslu á árinu. Leiddi þessi mikli viðskiptahalli til þess, að hlutfall erlendra skuldá til langs tíma af þjóðarframleiðslu jókst úr rúmum 37% í nálægt 47.5% á árinu, en jafnframt lækkaði nettó-gjaldeyriseign bankanna um helming.“ Um þetta segir Seðlabankinn, að hér sé um að ræða „afar viðsjárverða þróun fyrir efnahagslegt öryggi þjóðar- innar“. Um gengisþróunina á síðasta ári segir í yfirliti Seðlabankans, að vegið meðalgengi krónunnar hafi lækkað um rúm 47% frá upphafi árs til ársloka, sem samsvari tæplega 90% hækkun að meðaltali á verði erlends gjaldeyris. Þetta er mun meiri hækkun en inn- lendu verðlagshækkanirnar, sem námu rúmlega 60% á árinu. Ástæðan er auðvitað sú, að tryggja þurfti viðun- andi samkeppnisaðstöðu atvinnuveg- anna við versnandi ytri aðstæður, en afleiðingin óhjákvæmilega vaxandi verðbólga. í þeim efnum stefnir nú að öllu óbreyttu í yfir 70% verðbólgu þegar á allra næstu mánuðum, að sögn Seðlabankans. Um horfurnar segir m.a. í yfirliti Seðlabankans, að „þrátt fyrir aðgerðir stjórnvalda til þessa, vantar mikið á að efnahagsvandinn, sem magnaðist svo mjög á síðastliðnu ári, hafi enn verið leystur. Fari fram sem horfir verður mjög mikill halli á viðskiptajöfnuði einnig á þessu ári, og skuldastaðan við útlönd mun komast á enn hættulegra stig. Jafnframt heldur verðbólga áfram að magnast og grafa undan fjárhags- legu trausti og sparifjármyndun, en háu atvinnustigi haldið uppi með erlendri skuldasöfnun og verðbólgu- myndandi útlánum innanlands. Við þessum vanda verður að bregðast hið allra fysta, því hver mánuður er dýr í vaxandi erlendum skuldum, sem laiigan tíma tekur að greiða niður. Megin- markmiðið í efnahagsmálum hlýtur því að vera að draga úr og eyða sem fyrst viðskiptahallanum við útlönd, sem ógnar efnahagslegu öryggi landsmanna." „Ef breytingar gengisins að undan- förnu eiga að hafa tilætluð áhrif“, segir Seðlabankinn ennfremur, „verður að koma í veg fyrir, að þær renni óheftar út í framleiðslukostnað og verðlag. Er reyndar Ijóst, að lengra þarf að ganga og stefna verður sem fyrst að gagngerri endurskoðun hins lögboðna vísitölu- kerfis verðlags og launa, ef komast á út úr þeim ógöngum sem íslensk efnahagsmál eru nú komin í“. Það er rétt, sem hér segir, að hver mánuður er dýr. Ef ekkert verður gert til að draga úr verðbólguhraðanum næstu mánuðina, þá verður vandinn einfaldlega þeim mun erfiðari viður- eignar loksins þegar ný stjórn með starfhæfan meirihluta á Alþingi getur tekið við. Þess vegna er óforsvaranlegt að grípa ekki til lágmarks viðnámsað- gerða þegar á næstu vikum. Þjóðarsamstaða? Það kemur skýrt fram í greinargerð Seðlabankans, að efnahagsvandinn á rætur sínar „að verulegu leyti að rekja til mjög versnandi ytri aðstæðna á síðastliðnu ári, einkum minnkandi sjávarafla og söluerfiðleika á erlendum mörkuðum. Jafnframt kom nú enn í Ijós hve fljótt hið lögboðna vísitölu- kerfi magnar áhrif utanaðkomandi örðugleika og hversu varhugaverð öll frestun nauðsynlegra gagnráðstafana er fyrir efnahagslegt jafnvægi". Mörgum vinnst eðlilegast að þegar íslenskt þjóðarbú verður fyrir jafn alvarlegum ytri áföllum og nú hefur átt sér stað, sameinist stjórnmálamennirn- ir um að taka á þeim vanda og leysa hann á sem sársaukaminnstan hátt fyrir landsmenn. Eða með öðrum orðum að alþingismenn beiti sér fyrir þjóðarsátt um lausn aðsteðjandi vandamála. Auðvitað væri eðlilegast að slíkt samkomulag tækist, og þá fyrst nú á næstunni um nauðsynlegustu viðnáms- aðgerðir til að halda í horfinu fram yfir þingkosningarnar, en síðar um róttæk- ar sóknaraðgerðir gegn verðbólgu og atvinnuleysi. Það hljómar kannski eins og öfugmæli að vekja máls á slíkri þjóðarsamstöðu einmitt þá dagana, þegar hver höndin er upp á móti annarri á Alþingi. En einmitt sú sundrung hlýtur að vekja til umhugs- unar um, að þannig gangi þetta ekki lengur; að stjórnmálamennirnir verði að sýna meiri ábyrgðartilfinningu, hugsa meira um þjóðarhag en minna um hagsmuni sjálfra sín eða flokka sinna. Þjóðin hefur kosið þingmenn til þess að stjórna þessu landi og ætlast til þess að þeir geri það og jafnframt að þeir sýni gott fordæmi samstöðunn- ar þegar erfiðleika ber að höndum en gangi ekki á undan í að sundra þjóðinni á alvörutímum. Það veit auðvitað enginn, hver verða úrslit næstu alþingiskosninga. Reynslan uixlanfarin ár hefur sýnt, að þar geta orðið verulegar sveiflur. Ekki er þó nein ástæða til að ætla, en þær breytingar verði svo miklar, að sköpum skipti - t.d. að einn flokkur næði hreinum meirihluta. Slíkt er vafalaust ekki í dæminu. Sumir þeirra flokka, sem nú eiga þingmenn á Alþingi, verða því að starfa saman ef mynda á starfhæfa ríkisstjórn. En hvaða flokkar? Það liggur síður en svo á borðinu, að neitt tiltekið stjórnar- munstur sé í augsýn. Þess vegna gæti hæglega tekið við langvarandi tímabil stjórnarmyndunarviðræðna að kosn- ingum loknum hversu hryggilegt sem þess er að hugsa. Nema þá að forystumenn flokkanna sameinuðust um að standa saman gegn efna- hagsvandanum um einhvern tíma og leiða þjóðina saman út úr þeim erfiðleikum,sem aflabrestur, sölu- tregða og óðaverbólga hefur komið henni í. Þetta væri að sjálfsögðu skynsamleg- asta leiðin. Þegar vandræði steðja að í fjölskyldu verður hún að bregðast við þeim með því að standa saman að lausn vandans. Annars fer illa. Og íslenska þjóðin er aðeins eins og lítil fjölskylda, sem hefur ekki efni á því að standa sundruð á hættutímum. Það er að sjálfsögðu stjórnmála- mannanna að taka ákvarðanir í þessum efnum þegar kosningar eru yfirstaðn- ar, og það sem hér hefur verið sagt, eru að sjálfsögðu aðeins mínar per- sónulegu hugleiðingar. En það eru margir í þessu landi, sem eru að fá sig fullsadda af ábyrgðarleysi og lýð-v skrumi. Haldi það harmagrín áfram öllu lengur kann að hrikta ( stoðum lýðræðisins, en forsendur heilbrigðs lýðræðis eru ekki síst þær, að þjóðin geti borið virðingu fyrir og traust til kjörinna forystumanna sinna hvar í flokki sem þeir standa. Sé þeirri virðingu og því trausti glatað, þá kann fleira að fylgja í kjölfarið. -ESJ. Elías Snæland Jónsson ritstjóri \

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.