Tíminn - 24.02.1983, Blaðsíða 1

Tíminn - 24.02.1983, Blaðsíða 1
Hertar innheimtuaðgerðir Rafmagnsveitu Reykjavíkur FJÖLBREYTTARA OGBETRA Fimmtudagur 24. febrúar 1983 45. tölublað - 67. árgangur Ríkissaksóknari höfðar mál gegn Video-son: HAFA REKIÐ AN LEYFIS SJÓN- VARP UM ÞRAD í 15 KERFUM 77 ■ Ríkissaksóknari hefur höfð- að opinbert mál fyrir sakadómi Reykjavíkur gegn stjórnar- mönnum hlutafélagsins „Video- son“ í Reykjavík, og var málið höfðað þann 18. feb. sl. í tilkynningu frá skrifstofu ríkissaksóknara segir m.a. „Mál var höfðað á hendur þrem- ur stjórnarmönnum fyrir að hafa frá því á árinu 1981 til 15. mars 1982 án leyfisogandstætteinka- rétti ríkisútvarpsins, rekið víð- tækt sjónvarp um þráð í 15 kerfum í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði, á þann hátt að af hálfu félagsins var settur upp tækniútbúnaður til útsendingar og dreifingar, séð um viðhald hans og útvegað myndefni, sem sent var, gegn leigugjaldi, til sjónvarpstækja í íbúðum fjölbýl- i ishúsa um sameiginlegt loft- netskerfi þeirra, en útsendingar náðu til allt að 5.770 íbúða. Ennfremur var mál höfðað á hendur sex mönnum fyrir að hafa, sem stjórnarmenn í hluta-. félaginu frá 15. mars 1982, haldið ' áfram framangreindri sjónvarps- starfsemi, en með nokkrunv breytingum á tæknibúnaði." I tilkynningu segir ennfrem- ur að atferli ákærðu teljist varða við bæði útvarpslög og lög um fjarskipti og þess er krafist að ákærðu verið dæmdir til refsing- ar, til greiðslu sakarkostnaðar svo og að núverandi stjórnar- menn verði dæmdir fyrir hönd hlutafélagsins „Video-son" til • þess að sæta upptöku á tækjum og búnaði, sem notaður hefur veirð til starfseminnar. - FRI Sólarupprás við Austfirdi (Árni) „STODVUM SENDINGAR” - segir Jónas Kristjánsson einn stjórnarmanna Video-son ■ „í fyrsta lagi þá veit ég til þess að engum stjórnarmamú hefur borist þessi málshöföun, sem dagsctt er 18. febrúar. Það er fyrst fiimn dögum síðar er fjölmiðlar hafa sainband við ' okkur aö við fréttum af þessu ug kemur okkur það mjög á óvart“ sagði Jónas Kristjáns- son ritstjóri- DV í samtali við Tímann en hann er einn af stjórnarmönnum fyrirtækisins Video-son. „í öðru lagi kcmur það á óvart að þetta scm látið hefur vcrið átölulaust árunt saman, skuli nú vera kært, þegar í millitíðinni hefur verið—lagt fram uppkast að nýjum út- varpslögum þar scm jietta er leyft ennfremur cftir að leyfðar hafa -verið útvarpsstöðvar skólurn11 sagði Jónas en hann áleit að þetta tvennt benti til þcss að mcnn álitu að siðferði- lega væri ekki hægt að gatiga gegn slíkri stafsemi- Jónas sagði ennfremur að þcim hefði aldrei dottiö í hug að brjóta lóg eða standa að ólöglegum rekstri og því hefði Video-son ákveðið, lrá og með deginum í gær að stöðva send- ingar Video-son. „Okkur þykir-þetta Igitt vegna viðskiptavinanna en þcssi atlágá kom mjög óvxnt og athuga þarf í öðru tómi“ sagði hann. - Hann vildi varpa fram þeirri spurningú í framhaldi af þessu hvort 'nú yrðu allar kapal- stöðvar landsins kærðar. eða ■ aðcins sú eina sern aflað hefði sér löglegs cfnis? - FRI. Samkomulag milli allra flokka DrÓ vélar- um kjördæmamálið: vana togara til hafnar Landhelgisgæslunni barst, um hádegið í gær, beiðni um aðstoð frá togaranum Brettingi frá Vopnafirði þar sem hann var staddur á Hvalbakssvæð- inu. Bilun hafðforðið í aðalvél skipsins og hraktist það undan veðri en á þessum slóðum var Suð-vcstan vindur urn 7-8 vindstig. Eitt af varðskipum gæslunn- ar,s em nærstatt var, tók togar- ann í tog og dró hann inn til Vopnafjarðar en þangað komu skipin upp úr kl. 20 í gær- kvöidi. - FRI , JKVÆÐIUM TVENNAR KOSNINGAR EKKIMEД — segir Steingrímur Hermannsson ■ „Það hefur orðið samkomu- lag um frumvarpið efnislega eins og það er núna, sem ég fagna. Við höfum hins vegar ekki treyst okkur til þess að fallast á ákvæði til bráðabirgða - um að binda það nánast að tvennar kosningar verði í sumar - og það verður ekki með“, sagði Steingrímur Hermannsson, spurður um stjómarskrárfrumvarpið í gær- kvöldi. Spurður um breytingar á frum- varpinu að undanförnu sagði Steingrímur 1. grein þess nú orðna miklu fyllri en gert hafi verið ráð fyrir í fyrri drögum. A.m.k. 52 þingmenn verði nú bundnir ákveðnum kjördæmum, og þeim skipt niður á kjördæmin, í stað þess að í fyrri drögum sagði einungis að þingmenn yrðu hvergi færri en 5 í hverju kjör- dæmi. Steingrímur kvaðst telja þetta mjög mikilvægt, því samkvæmt þessu verði ekki hægt að hafa stórkostleg áhrif á styrkleika flokka á þingi með einfaldri kosningalagabreytingu. í mesta lagi 11 þingmenn verða því til jöfnunar milli kjördæma, eða ekki fleiri en þeir eru nú. - HEI. Vidskiptajöfnudur í janúar: ÓHAGSTÆÐUR UM 340 MILLIÓNIR ■ Vöruskiptajöfnuður landsmanna var í janúarntán- uði óhagstæður um 340,9 mill- jónir. Elutt var inn í landið 1 fyrir 1.118,3 milljónir en út- fluþnngur nam þins vegar ekki • nema 777,4 milljónir. „Þessi tala kemur ekkert á óvart í sjálfu sér vegna þess að viðskipahallinn var þaö veru- legur á síðasta ári. Hins vegar höfum við gert okkur vonir um Sð vcrulcga dragi úr honum á þessu ári vegna áhrifa bráða- birgðalaganna, ” sagði Ragnar Arnalds, fjármálaráðherra í samtali við Tíniann í gær. - En áhrif bráðabirgðalag- anna ættu þegar að vera komin í Ijós? „Það er mjög crfitt að draga ályktanir af einstökum mánuð- um. Það gctur breytt tölunum mikið hvort eitt skipjð fer héma ntegin eða hinum ntegin við mánaðamóíin,“ sagði Ragnar. -Sjó.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.