Tíminn - 24.02.1983, Blaðsíða 8

Tíminn - 24.02.1983, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 24.FEBRÚAR 1983. Utgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gisli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gislason. Skrifstofustjori: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjóifsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjórar: Kristinn Hallgrímsson og Atli Magnússon. Umsjónarmaður Helgar-Tímans: Guðmundur Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Friðrik Indriðason, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson, Kristin Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (íþróttir), Skafti Jónsson, Sonja Jónsdóttir. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristín Þorbjarnardóttir, María Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn . skrifstofur og auglýsingar: Síðumúla 15, Reykjavik. Sími: 86300. Auglýsingas.mi 18300. Kvöldsímar: 86387 og 86392. Verð í lausasölu 11.00, en 15.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 150.00. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent hf. Vísitölu- kerf ið ■ Sú tilhögun launagreiðsla, sem nefnt hefur verið vísitölukerfi, rekur upphaf sitt til áranna um og eftir 1920, en þá voru í gildi ákvæði um greiðslu dýrtíðaruppbótar á laun í nokkrum kjarasamningum, svo og í launalögum ríkisstarfsmanna. Víðtæk vísitölubinding var hins vegar ekki tekin upp fyrr en með lögum, sem þjóðstjórnin beitti sér fyrir á síðari hluta árs 1939. Tilgangurinn með þeim var sá að tryggja frið í kaupgjaldsmálum meðan heimsstyrjöldin geisaði. Frá þeim tíma hefur vísitölukerfið verið meira og minna í gangi, nema á árunum 1960-1964, en viðreisnarstjórnin svofnefnda bannaði þá með lögum, að laun væru vísitölu- tengd. Tilgangur vísitölukerfisins er öðru fremur sá að tryggja vinnufrið og skapa möguleika fyrir kjarasamninga til lengri tíma. Vafalítið hefur það áorkað verulegu í þessa átt. Gallinn hefur hins vegar reynzt sá, að það hefur leitt til tíðra víxlhækkana kaupgjalds og verðlags og gert stjórnarvöldum þannig erfitt fyrir að ráða við verðbólguna og efnahagsþróunina. Niðurstaðan hefur því orðið sú, að nær allar ríkis- stj órnir hafa gripið meira inn í og reynt með ýmsum hætti að draga úr þessum víxlhækkunum. Allir núverandi stjórnmálaflokkar landsins hafa staðið að aðgerðum, sem stuðlað hafa að skerðingu á vísitölubótum. Áðurnefndur galli vísitölukerfisins, sem eru tíðar víxl- hækkanir á kaupgjaldi og verðlagi, verður sérstaklega skaðlegur fyrir efnahagslífið, þegar verðbólga er orðin mikil, eins og nú er hér á landi. Engin leið er þá til að draga úr verðbólgunni nema með meiri eða minni breytingu á vísitölukerfinu. Þetta hefur orðið til þess, að vísitölukerfi, sem gilti í flestum löndum fyrstu árin eftir síðari heimsstyrjöldina, hefur nær hvarvetna verið fellt úr gildi. Þar sem það helzt ennþá, er það yfirleitt í öðru formi en hér og hefur miklu minni víxlhækkanir í för með sér. Það er ljóst mál, að eigi að hefjast handa um raunhæfar aðgerðir til niðurfærslu á verðbólgunni,verður að hverfa frá vísitölukerfi, sem er í því formi, að það leiði til tíðra víxlhækkana. Um tvær leiðir er einkum að velja. Önnur er fólgin í lagasetningu, sem stefnir að því að draga úr verðbólgunni í áföngum og setur því þak á verðlag, kaupgjald og vexti og annað það, sem hefur áhrif á verðbólguna. Þetta er sú leið, sem mælt var með á flokksþingi framsóknarmanna í vetur. Hin leiðin er sú að hverfa frá allri lagasetningu og opinberum afskiptum af þessum málum og láta stéttirnar berjast, unz þær komast að einhverju samkomulagi. Þetta reyndi viðreisnarstjórnin tvívegis. Eins og áður segir, var bannað á árunum 1960-1964 að vísitölutengja laun. Endalokin urðu þau, að Bjarni Benediktsson, þáv. forsætisráðherra, hafði forustu um það í júní 1964, að samið var við verkalýðshreyfinguna um að lögbinda vísitölukerfið að nýju. Bjarni Benediktsson hefur orðið einna frægastur fyrir þetta samkomulag. Það stóð hins vegar ekki lengi. Haustið 1967. felldi viðreisnarstjórnin þessi lög úr gildi og lét stéttasamtökun- um einum eftir að semja um þessi mál. Árin 1968 og 1969 urðu mestu verkfallsár íslenzkrar sögu, vegna átaka um vísitölugreiðslurnar. Nú virðist Sjálfstæðisflokkurinn hallast að því að láta stéttasamtökin. ein um þetta, og Alþýðubandalagið virðist taka undir það. Ef til vill sameinast þessir flokkar skrifað og skrafað Þrældómur og örbirgð ■ Það hefur löngum verið viðkvæði þeirra sem aðhyll- ast fortakslausa einkaeign á íbúðarhúsnæði, að íslending- ar séu svo gerðir að þeir vilji eiga eigið húsnæði en ekki vera upp á aðra komnir í þeim efnum. Þetta á að sýna fram á einstaklingshyggju og sjálfstæðisþrá. Hið sanna er að íslendingar verða nauðug- ir viljugir að eignast eigið húsnæði óg frelsið verður langtímum saman ekki annað en basl og fjárhagsáhyggjur, óhóflegt vinnuálag með til- heyrandi streitu og upplausn. Þau ár sem ættu ef allt væri með felldu að vera einhver hin ánægjulegustu í lífi flestra manna verða ekki annað en þrældómsok og örbirgð. Allt í þeim heilaga tilgangi „að koma undir sig fótunum". íslendingar gera miklar kröfur til húsnæðis og vilja gera heimili sín sem vegleg- ust er annað viðkvæði þeirra sem aldrei hafa haft vit eða hugsun á að móta skynsam- lega og mannbjóðandi stefnu í húsnæðismálum. Æðstu menn þeirra mála af- saka sig sífellt með að ekki fáist nægt fé í einhverja þá byggingasjóði sem þeir ætla að leysa allan vanda í gegnum. Byggingasjóður verkamanna og Húsnæðis- málastofnun ríkisins eru spor í þá átt að bæta ofurlítið úr, en þessar- stofnanir eru ávallt fjárvana og koma hvergi nærri að því gagni sem æski- legt væri, og reyndar nauð- synlegt. Það leggst margt á eitt til að auka erfiðleika fólks í sambandi við húsnæðismál. Svo mikil áhersla hefur verið lögð á sjálfseignarstefnuna að leiguíbúðum fækkar stöðugt hlutfallslega. Þetta fyrirbæri er eitt af því sem neyðir fólk til að kaupa eða byggja, þótt það hafi engan veginn fjárhagslegt bolmagn til þeirra framkvæmda. í- búðastærð er enn eitt sem veldur erfiðleikum. Það hef- ur lengi verið ljóst að alltof mikið er byggt af alltof stór- um íbúðum en of lítið af litlum. Þetta sannast átakan- lega á hinum frjálsa íbúða- markaði þar sem smáíbúðir, oft gamlar og úr sér gengnar, eru hlutfallslega mun dýrari en stórar íbúðir. Fólk vill búa í einbýlishús- um, eða í raðhúsum, er hald- ið biákalt fram og sú hjátrú er furðu útbreidd að það sé sjálfsagður hlutur að menn eyði allri starfsævi sinni og öllum fjármunum í mikla steinsteypu. Það er stöðu- tákn og mælikvarði á lífsham- ingju. En bótt þörf á litlum íbúð- um sé mikil og eftirspurn samkvæmt því skella allir skipuleggjarar daglegs lífs skollaeyrum við svo einföld- um staðreyndum, en keppast við að upphugsa ný og stærri einbýlishúsa- og raðhúsa- hverfi. Menn hafa ekki einu sinni vit á að draga lærdóm af einföldustu markaðslögmál- um þegar húsnæðismál eru annars vegar. Og leiguíbúðir mega þeir ekki heyra nefndar, þótt þær hljóti að teljast til frumþarfa fjölda fólks, sem býr við sífellt öryggisleysi vegna vankanta á því kerfi sem kallað er húsnæðismál. Yitlaus stefnumörkun í Þjóðviljanum s.l. þriðju- dag er útdráttur úr samantekt sem tveir félagsfræðingar hafa gert um húsnæðiskerfið á íslandi. Þeir eru Ingi Valur Jóhannsson og Jón Rúnar Sveinsson. Niðurstaða þeirra ætti ekki að koma neinum á óvart. Hún er einfaldlega sú að uppskurður á húsnæði- skerfinu sé nauðsynlegur. En sífellt sígur á ógæfuhliðina vegna vitlausrar stefnu - • mörkunar. Á sama tíma og fjölskyld- an minnkar stækkar húsnæð- ið. 1960 bjuggu t.d. 4,11 manneskjur í hverri íbúð í Reykjavík en í árslok 1981 hins vegar 2.64 manneskjur. Öfugþróunin kemur glöggt fram í kafla um íbúðastækk- un. Þar segir: „í gögnum þeirra var m.a. að finna tölur um stærð hús- næðis á íslandi. Það einkenn- ir húsakost hér á landi að íbúðir eru tiltölulega stórar. Þannig var t.d. tæplega helm- ingur (48,4 prósent) allra íbúða í Reykjavík 4urra her- bergja eða stærri árið 1975. í höfuðborgum hinna Norður- landanna náði þetta hlutfall hvergi hærri tölu en 25 prós- entum. Nýbyggingar hér á landi hafa ennfremur stækk- að á allra síðustu árum. Sem dæmi má nefna að á árabilinu 1956-60 var meðalstærð full- gerðra íbúða á landinu 371 rúmmetri. Árið 1981 var hún hins vegar 458 rúmmetrar. Á árabilinu 1966-70 var meðalstærð íbúða í byggingu 433 rúmmetrar, árið 1981 540 rúmmetrar. Hins vegar hefur meðalstærð íbúða í fjölbýlishúsum farið minnk- andi; þannig var meðalstærð- in 325 rúmmetrar á árabilinu 1966-70 en 296 árið 1981, en fjölbýlishúsaíbúðir eru minni hluti þess húsnæðis, sem byggt hefur verið. Þannig var byrjað að byggja 2.261 íbúð árið 1975, þar af voru 977 í fjölbýlishúsum og árið 1981 var byrjað á 1.600 íbúðum og voru fjölbýlishúsaíbúðir að- eins 426. Þessar tölur sýna glöggt hvert stefnir í hús- næðisstærð okkar.“ Hvar eiga hinir eignalausu að búa? Um leiguhúsnæði segir: „Leiguíbúðum í Reykja- vík hcfur farið fækkandi, ekki bara miðað við fólks- fjöldann, heldur og að tölu. Þannig voru árið 1960 6.540 leiguíbúðir í Reykjavík - nú benda kannanir til þess að leiguíbúðir séu ekki nema 5.000-5.700 að tölu. Sem stendur er mjög lítið byggt af leiguhúsnæði. Þannig eru samkvæmt tölum frá Hús- næðisstofnun í byggingu eða undirbúningi 102 leiguíbúðir, sem er aðeins 2-3 prósent af þeim íbúðum sem eru í bygg- ingu í landinu. Ljóst er að slíkur byggingarhraði gerir vart meira en að halda í horfinu, sérstaklega þegar þess er gætt að stór hluti leiguhúsnæðis hérlendis er orðinn fremur gamall og úr- eldist hraðar en annað hús- næði. Þörfin mun hins vegar aukast mjög - eins og tölurn- ar um ungu árgangana sýndu fram á. Skilnuðum fer einnig fjölgandi, en það eykur þörf- ina á leiguhúsnæði. Náms- mönnum á höfuðborgar- svæðinu fer fjölgandi og þá hefur einnig gætt aukins að- streymis ungs fólks sem er að snúa heim frá námi. Fyrir þessu fólki er ekki hugsað." Stórkostlegasta misréttið á húsnæðismarkaðnum í dag er misréttið milli kynslóð- anna. Því unga fólki sem getur eignast eigið húsnæði fer sífellt fækkandi og leigu-' markaður er því sem næst lokaður. Þess má að lokum geta að einna athyglisverðustu til- lögumar sem komið hafa fram um endurbætur á þessum málum hafa ekki komið frá atvinnufólki í félagsmála- vafstri, heldur manni sem er þekktari fyrir framtak í einkarekstri, Ragnari Þórð- arsyni kaupmanni." Keppast um að leika Neró á meðan efnahagslífið brennur ALRÆMD er sagan af keisaranum Neró, sem lék á fiðlu mcðan Rómaborg brann fyrir augum hans. Atferli keisarans hefur ekki beinlínis þótt til fyrirmyndar. Samt sem áður hafa ýmsir forystumenn í Geirsarmi Sjálfstæðisflokksins nú tekið við þessu hlutverki Nerós, og vilja leika kjördæmaskottís fram á næsta haust á meðan bál efnahagsvandræða og verðbólgu brennur. Þessi Neróárátta Geirsarmsins birtist í kröfunni um að það verði ákveðið nú þegar, að nýjar alþingiskosningar fari fram á miðju sumri, án tillits til þess, hvort úrsbt kosninganna nú í apríl skapi skilyrði til myndunar ríkisstjórnar, sem sé fær um að takast á við efnahagsvandann og verðbólguna, sem fullyrt er að stefni nú í um 80%. Þessi óðaverðbólga á að fá að geisa áfram í allt sumar og þar til stjórnarmyndunan iðræðum verði lokið eftir júlí-kosningar. Þá fyrst á að taka á verðbólgunni og öðrum þeim alvarlegu efnahagsvandamálum, sem þó þola enga bið, og sem þyrfti að ráðast gegn þegar að loknum kosningunum í aprfl, fyrst það er ekki hægt nú þegar. Þannig vilja Geirsmenn efna til stanslausrar hálfs árs kosningabaráttu og stjórnarmyndunarviðræðna í stað þess að taka á brennandi vandamálum þjóðfélagsins. $ú afstaða hlýtur að teljast ábyrgöarleysi á hæsta stigi og ótrúlegt að meirihluti Alþingis samþykki slík vinnubrögð. ÞAÐ er þessi krafa Geirsarmsins, sem reyndar hefur hlotið stuðning ýmissa ráðainanna í Alþýðubandalaginu, sem dregið hefur afgreiðslu þess frumvarps um stórnarskrárbreytingu, sem formenn ‘tjórnmálafokkanna hafa verið að ræða að undanförnu. í fjölmiðlum hefur að vísu verið hamrað á því, að það sé beðið eftir Framsóknarflokknum, en staðreyndin er sú, að ef þessi krafa hefði ekki komið fram þá væri vafalaust löngu búið að afgreiða málið frá þingflokkunum og inn í þingið sjálft. Það er því krafan um kosningaslag fram eftir öllu sumrí á kostnað nauðsynlegra cfnahagsráðstafana, sem tefur málið, en ekki afstaða Franisóknarmanna. Annars er þetta ekki eina máiið nú undanfaríð, þar sem ábyrgðarleysið er allsráðandi. Þannig hefur öllum tilraunum, sem gerðar hafa verið til að draga úr hraða verðbólgunnar, verð hafnað. Geirsarmurinn og þingmenn Alþýðubandalags- ins hafa neitað að stuðla að þeirri breytingu á viðmiðurnarkerfi launa, sem nokkuð hefði hægt á verðbólguhjólinu. Þegar það lá fyrir að frumvarpið yrði ekki afgreitt, lögðu framsóknar- menn fram tillögur um aðrar aðgcrðir til að draga úr óðaveröbólgunni, svo sem auknar niðurgreiðslur um 5% framfærsluvísitölunnar eða svo. Þessu var líka hafnað. Þess vegna mun ný verðbólguholskefla dynja yfir. Launin munu hækka nú um mánaðarmótin um 15% eða þar um bil og í kjölfarið fvlgja svo margvíslegar verðhækkanir, þannig að launahækkunin verður öll horfin og meira en það áður en við er litið. Jafnfraint aukast erfiðleikamir hjá atvinnufyrirtækj- unum, sem kann að leiða til þess að atvinna dragist enn frekar saman. Gegn þessari þróun vildu framsóknarmenn sporna, en aðrir flokkar á Alþingi hafa komið í veg fyrir það, því kosningahagsmunirnir hafa tekið öll völd hjá þeim og þeir berjast nú um það að fá aö.leika hlutverk Nerós í brunanum mikla. _ Starkaður.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.