Tíminn - 18.03.1983, Blaðsíða 8

Tíminn - 18.03.1983, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 18. MARS 1983 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gisli Sigurösson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gíslason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjórar: Kristinn Hallgrímsson og Atli Magnússon. Umsjónarmaður Helgar-Tímans: Guðmundur Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Friðrik Indriðason, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson, Kristín Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (íþróttir), Skafti Jónsson, Sonja Jónsdóttir. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Ámi Sæberg. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristín Þorbjarnardóttir, María Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar: Siðumúla 1S, Reykjavik. Sími: 86300. Auglýsingasími 18300. Kvöldsímar: 86387 og 86392. Verð i lausasölu 15.00, en 18.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 180.00. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent hf. Gunnarásakaður fyrir tímaskekkju í eldhúsdagsumræðunum lét Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra m.a. ummælt á þessa leið: „Þegar ég hóf afskipti af stjórnmálum, þá var það hugsjón mín og annarra ungra sjálfstæðismanna að það væri frumskylda hvers stjórnmálamanns og hvers stjórnmálaflokks að gera allt sem í mannlegu valdi stæði til þess að allir menn hefðu atvinnu. Nú hrýs mér hugur við að heyra það kæruleysi, sem oft kemur fram í tali sumra manna um þetta geigvænlega böl atvinnuleysisins, eins og það snerti ekki einn einasta hjartastreng í brjóstum þeirra. Þetta birtist m.a. í ályktunum sumra samtaka. Það birtist í ódulinni aðdáun á efnahagsþróun og stefnu sumra grannríkja, þar sem tíundi eða jafnvel áttundi hver maður árum saman er atvinnulaus. Það birtist í útvarpserindum nýlega, þar sem fordæmd er sú tillaga stjórnarskrár- nefndar að leggja til að í stjórnarskránni verði lýst í grundvallaratriðum og stefnu, að allir menn eigi rétt á vinnu eftir því sem lög kveða nánar á um.“ Það er ljóst hvað Gunnar Thoroddsen er hér að fara. Hann er að gera samanburð á afstöðu Sjálfstæðis- flokksins áður fyrr, þegar hann taldi atvinnuleysið vera böl, og afstöðu helztu forráðamanna hans nú, þegar þeir vilja taka atvinnuleysisstefnu Thatchers og Reagans til fyrirmyndar. Gunnar Thoroddsen er að vara við þeim afleiðingum, sem af því myndi hljótast. Hafi þetta verið viðvörun og kveðjuorð Gunnars Thoroddsen til flokkssystkina sinna, þá stóð ekki á því, að hann fengi tafarlaust skýr svör af hálfu forustumanna Sjálfstæðisflokksins. Albert Guð- mundssyni var teflt fram til að svara fyrir hönd þeirra. Svar. hans var stutt og laggott: Ummæli Gunnars Thoroddsen voru tímaskekkja. Þetta þýðir með öðrum orðum: Það er tímaskekkja að vera að rifja upp fyrri afstöðu Sjálfstæðisflokksins og andmæla stefnu Reagans og Thatchers. Það eru ekki lengur gamlar hugmyndir Gunnars Thoroddsen og félaga hans, sem ráða í Sjálfstæðisflokknum. Nú eru það Albert Guðmundsson, Ragnar Halldórsson, Hannes H. Gissurarson og aðrir slíkir aðdáendur Thatchers og Reagans, sem móta hugmyndafræði og stefnu Sjálfstæðisflokksins. Eftir þetta mætti kjósendum vera það ljóst hvaða stefnu þeir eru að kjósa, ef þeir greiða Sjálfstæðis- flokknum atkvæði. Rafvæding dreifbýlisins Eitt af þeim málum, sem voru afgreidd frá Alþingi í þinglokin, var tillaga frá Stefáni Guðmundssyni og níu Framsóknarflokksmönnum öðrum um að fela ríkisstjórninni að sjá svo um að lokið verði á tveim árum (1983 og 1984) rafvæðingu býla í sveitum og er þá miðað við, að samveita nái til allra býla landsins með allt að 6 km. eins vírs línu. Hér mun um að ræða 25-30 býli, en alls munu nú um 60 býli án rafmagns. Sum þeirra eru svo afskekkt að leysa verður mál þeirra með öðrum hætti. Stefán Guðmundsson lagði áherzlu á, að vatnsorkan yrði notuð í stað innfluttrar orku hvarvetna þar sem því yrði við komið. Fví væri hagkvæmt að ljúka rafvæðingu dreifbýlisins sem fyrst. Alþingi féllst á þessa skoðun og er það vel. Þ.Þ. skrifað og skrafað Sökudólgar fundnir ■ Ungir framsóknarmenn buðu Svavari Gestssyni fé- lagsmálaráðherra í hádegis- mat s.l. þriðjudag og spjall- aði Svavar við gestgjafa sína um hugðarefni sín, eins og til stóð. Hann notaði tækifærið til að ráðast að ráðherrum Framsóknarflokksins, sér- staklega utanríkisráðherra og viðskiptaráðherra og taldi að flest það sem miður hafi farið í stjórnarsamstarfinu væri þessum mönnum að kenna. Þeir stæðu illa í stöðu sinni og efndu til stirðlegrar sambúðar við Alþýðubanda- lagið. Steingrímur Her- mannsson fékk heldur betri einkunn, en á sjálfstæðis- menn í ríkisstjórn og þeirra hlutdeild í stjórnarsamstarf- inu var ekki minnst, ef marka skal blaðafréttir af fundinum, en bæði Tíminn og Þjóðvilj- inn skýra frá hvað þar var efst á baugi. Félagsmálaráðherra veitt- ist mjög að Tómasi Árnasyni viðskiptaráðherra fyrir að hafa ekki takmarkað inn- flutning til landsins og efla með því innlendan iðnað. Hann lét eins og engir al- þjóðasamningar um frjálsa verslun væru til og að það væri einvörðungu viðskipta- ráðherra sem staðið hefði að óheftum innflutningi á kostn- að innlendrar framleiðslu. En spyrja má hvað álráðherr- ann hefur gert til styrktar íslenskum iðnaði þau ár sem hann hefur verið að rífast við íslenska bændur og sviss- neska auðjöfra? Hvað hefur félagsmálaráðherra gert í því að torvelda innflutning á tilbúnum húsum, sem ekki standast þá gæðastaðla sem íslenskum húsbyggjendum er ætlað að fara eftir? Þau mál heyra undir hann eins og Guðmundur G. Þórarinsson hefur bent á í sambandi við innflutning tilbúinna húsa og hefur farið fram á að ráða- menn beiti sér fyrir að úr verði dregið. Og hvernig hef- ur fjármálaráðherra brugðist við tillögum um að draga úr skattabyrði á íslenskan iðnað? Óheilindi Ólafs Jóhannes- sonar í ríkisstjórnarsamstarf- inu, sem Svavar gerir að umtalsefni, eru einkum falin í því að hann hefur viljað stjórna sínu ráðuneyti í friði fyrir alþýðubandalags- mönnum, sem ítrekað hafa viljað hafa áhrif á gjörðir utanríkisráðherra. Hverjir sviku gefín heit Flokksformaðurinn kennir framsóknarmönnum ein- göngu um að stjórnarsam- starfið hafi verið fremur stirt á síðasta ári, en sér enga sök hjá sjálfum sér eða flokki sínum. Sannleikurinn er sá að það hefur ávallt verið við ramman reip að draga þegar framsóknarmenn hafa lagt fram tillögur til að halda í við verðbólgu. Síðasta og gleggsta dæmið, er að Al- þýðubandalagið og Sjálf- stæðisflokkur lögðust á eitt um að koma í veg fyrir að nýtt viðmiðunarkerfi fyrir laun yrði lögfest á því þingi sem nú er nýlokið. Ráðherrar Al- þýðubandalagsins voru búnir að fallast á að breyta þessu verðbólgumyndandi kerfi og var boðað lagafrumvarp um það efni þegar bráðabirgða- lögin sælu voru sett. En þegar til kastanna kom heyktust þeir á að standa við sam- komulagið og íhaldið hjálp- aði þeim við að hafa það að engu. Á sínum tíma var skipuð ráðherranefnd og álviðræðu- nefnd með góðu samkomu- lagi allra aðila að ríkisstjórn- inni til að kljást við Alusuisse og ná samningum um hækkað orkuverð. Ráðherranefndin geyspaði golunni vegna þess að iðnaðarráðherra hafði ekkert við hana að tala, vildi sitja einn að slagnum við dr. Múller sem var fús til stór- ræðanna og síðan hafa þeir ■ Svavar Gestsson félagar skemmt skrattanum með gagnkvæmum ásökun- um og árangurinn eftir því. Álviðræðunefnd var aldrei ætlað annað hlutverk en að hlíta forsögn Hjörleifs og starfa samkvæmt þeim og því fór sem fór. Hraðmælgi félagsmálaráð- herra dugir ekki til að kasta öllum ágreiningsefnum sem orðið hafa í stjórnarsamstarf- inu í fangið á framsóknar- mönnum og segja þá eina bera ábyrgð á stirðnandi sambúð. Það er annars merkilegt að Alþýðubandalagið skuli aldrei geta fundið nein á- greiningsefni við fhaldið í ríkisstjórninni og hafa yfir engu að kvarta í samvinnunni , við sjálfstæðismenn. Það er kannski ástæðan til þess að þeir eru farnir að gjóa augun- um til hægri þegar líður að kosningum og sverja sig í samvinnu við íhaldið þegar mikið liggur við og flýta þarf síðari kosningum til að hið nýja samstarf smelli endan- lega í liðinn. Nýr meirihluti Sjálfstæðismenn í stjórnar- andstöðu leggja ekki síður mikið upp úr því ágæta sam- starfi sem tókst um tillöguna marklausu um samkomudag Alþingis og þykir mikil eftir- sjá að hún var ekki afgreidd. Morgunblaðið segir í leiðara í gær: Geir Hallgrímsson gagn- rýndi málflutning framsókn- ■ Geir Hallgrímsson armanna m.a. efnislega svo: í fyrsta lagi segðu þeir, að tillagan hafi enga þýðingu, þar eð stjórnarskrá kvæði á um hvérn veg Alþingi skyldi kvatt saman. Þrátt fyrir það hafi þeir gert samþykkt þess- arar „þýðingarlausu" tillögu, að þeirra mati, að fráfarar- atriði úr ríkisstjórn! í annan stað hafi fram- sóknarmenn lagt á það þunga áherslu, að Alþingi þyrfti að taka á efnahagsvandanum strax eftir fyrirhugaðar apríl- kosningar. Engu að síðut teldu þeir það hina mestu goðgá að þingvilji um sam- komudag Alþingis, eins fljótt og frekast yrði við komið að kosningum loknum, kæmi formlega fram. Formaður Framsóknarflokksins hnýtti því raunar við hótun um út- göngu, að framsóknarmenn hafi lengi langað til að losna úr þessari ríkisstjórn! Sá þingvilji sem Geir Hall- grímsson talar þarna um er sameiginleg tillaga Sjálf- stæðisflokks, Alþýðubanda- lags og Alþýðuflokks. í þess- ari viljayfirlýsingu kemur fram að þríflokkarnir eru staðráðnir í að efna til tvennra kosninga í sumar og æða út í síðari kosningarnar án þess að taka á erfiðum efnahagsmálum og vafalítið óvinsælum ráðstöfunum til þess svo að taka saman hönd- um eftir síðari kosningar, en þá reikna þeir með að fall- kandidötum hafi skolað inn á þing á ný. OÓ starkaður skrifar Pólitískt morð í höfuð borginni í El Salvador ■ FRÉTTIN af morðinu á Marianellu Garcia Villas, sem margir íslendingar kynntust er hún heimsótti landið fyrir fáeinum mánuðum, hefur vakið óhug og fært þá ógnaratburði, sem eiga sér stað í El Salvador, nær Islendingunt. Marianella var lögfræðingur að mennt og starfaði sem formaður mann- réttindanefndar El Salvador. Hún hafði farið til heimalands síns til þess að leita frekari sannana fyrir því, að stjórnarherinn notaði eiturvopn í baráttunni við skæruliða. Samkvæmt blaðafréttum var hún að koma úr heimsókn til fjölskyldu í Sal Salvador, höfuðborg landsins, og í þann mund að stíga upp í bíl þegar tveir bílar með átta hermönnum óku þar framhjá. Létu hermennimir vélbyssuskothríðina dynja á Marianellu og þeim, sem með henni voru, og lést hún samstundis. Hún var óvopnuð og myrt með köldu blóði að sögn talsmanna mannréttindanefndarinnar. Marianelia var hér á landi fyrr í vetur og ræddi bæði við fulltrúa fjölmiðla og allra stjórnmálaflokkanna. Gerði hún þar grein fyrir þeirri ógnarstjóm, sem nú væri í landi sínu, og það hvernig mannréttindi eru fótum troðin af herstjórninni í El Salvador. Hún flutti mál sitt stUIUega en af mikilli þekkingu á aðstæðum og sárri reynslu. Hún var ein þeirra, sem lagði megináherslu á að vekja athygli umheimsins á þeim hrikalegu mannréttindabrotum, sem framin voru í landinu - og hefur það nú bitnað á henni sjálfri. Hún hafði starfað fyrir mannréttindasamtökin í mörg ár og kynnst afleiðingum hryðjuverka stjórnarliöa af eigin raun. Þegar hún var að lýsa þeim ógnum, sem landar hcnnar máttu búa við, var hún því að skýra frá eigin reynslu. Á sama tíma og stjórnarhermcnn í El Salvador myrtu Marianellu eru stuðningsmenn herstjórnarinnar að knýja fram stóraukna hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum. Ronald Reagan, forseti Bandaríkjanna, hefur óskað eftir því við handariska þingið, að hernaöaraðstoðin verði tvöfölduð og jafnframt að fleiri bandariskir „hemaðarráðgjafar" verði sendir til landsins. Það er því Ijóst, að í Hvíta húsinu vilja menn halda áfram að styðja böðlana í San Salvador í stað þess að ráðast að hinum eiginlegu rótum vandans, sem er annars vegar hróplegt mísrétti þegnanna á nánast öHum sviðuni og hins vegar ógnarsfjórn í skjóli hervalds. Það er eins í El Salvador og mörgum öðmm löndum þar um slóðir, að fámenn auðstétt hefur þar ráðið öllu og átt allt. Misskipting gæða landsins er meiri cn svo að Islendingar eigi auðvelt með að skilja slíkt ástand, svo fjarri er það okkar aðstæðum. Almenningur í landinu er yflrleitt eignalaus og má þakka fyrir að fá að lifa í fáeina áratugi. Uppreisnin í E1 Salvador byggist fyrst og fremst á því, að margir vilja ekki lengur sætta sig við slíkt misrétti, samfara ógnarstjórn, og segja því valdastéttunum stríð á hendur. Ef Bandaríkin væru uppruna sínum trú ættu þau að standa með lítilmagnanum í baráttunni fyrir réttlæti. En því miður virðist ekkert eins fjarri hugum manna í Hvíta húsinu. Þar vilja menn áfram styðja ógnarstjómina. Borgarastyrjöldin í E1 Salvador mun því halda áfram og verða sífellt illvígari. -Starkaðac.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.