Tíminn - 18.03.1983, Blaðsíða 15

Tíminn - 18.03.1983, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 18. MARS 1983 23 krossgáta ■ Hugtakið „grísk gjöf“ er stundum notað í bridgebókmenntum og er þá auðvitað verið að vísa til Trójuhestsins forna. Sagnhafi við eitt borðið í aðaltví- menning Bridgefélags Hafnarfjarðar fékk eina slíka gjöf í þessu spili: Norður. S. K76 H. G75 T. K8753 L. K5 - —LCCL' Svalur Vestur S. G83 H. 4 T. D109 L. DG9864 Austur S. A92 H. 10932 T. G6 L. A1072 Suður S. D1054 H. AKD86 T. A42 L. 3 Við flest borð var loka samningurinn 4 hjörtu spiluð í suður og vestur spilaði út laufadrottningu og síðan meirá laufi sem suður trompaði. Nú liggur spilið til vinnings þrátt fyrir hjartaleguna: Suður getur nú gefið tígulslag og ef vörnin spilar meiri tígli getur suður tekið hjarta- gosa og hjartaás. Ef hjartað liggur 3-2 er auðvitað allt í lagi en ef það liggur 4-1 verður hann að spila spaða á kóng meðan hann á enn tromp í blindum. í þessu tilfelli hefði það gengið því austur á spaðaásinn og trompin fjögur. Eitthvað voru mönnum mislagðar hendur því flestir töpuðu spilinu. Þó hefur Iíklega enginn haft j afngóða afsök- un og spilarinn sem varð sagnhafi í norður eftir opnun suðurs á 2 tíglum sem sýndi báða háliti. Þar spilaði austur nefnilega út laufás og meira laufi. Nú átti sagnhafi möguleika á að fá yfirslag sem hann nýtti auðvitað. Hann henti tígli í blindum, tók síðan tígulás og kóng og trompaði tígul og tók ás og kóng í hjarta. Ef hjartað hefði legið 3-2 var yfirslagurinn tryggður því norður getur farið heim á hjartagosa, tekið tíglana og brotið út spaðaásinn. En þegar hjartað lá 4-1 var sagnhafi allt í einu kominn í vandræði. Ef hann spilaði hjarta á gosann og síðan tígli gat austur trompað, suður varð að yfirtrompa.og spila spaða en þá átti vörnin afgang. Of ef sagnhafi spilaði spaða á kóng gat austur tekið á ás og spilað laufi upp í tvöfalda eyðu og nú var sama hvoru megin sagnhafi trompaði, spilið var alltaf 1 til 2 niður. Kubbur £g ætla að fá Tommá til þess að leyfa okkur vera £ fát- boltalið- F.g segi honum af jafn- réttisráði, kven | réttindum, og aðþað sé ekki til neitt - ,veikara.kyn“. - Ég er satt að segja alveg hissa á því, að þér skuli vera illt í höfðinu...þú notaðir það ekki svo mikið í gærkvöldi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.