Tíminn - 29.03.1983, Blaðsíða 2

Tíminn - 29.03.1983, Blaðsíða 2
2. ÞRIÐJUDAGUR 29. MARS 1983 Lestunar- áætlun Hull: Jan ..................... 5/4 Jan .....................18/4 Jan...................... 3/5 Jan .....................16/5 Rotterdamí Jan ..................... 6/4 Jan......................19/4 Jan ..................... 4/5 Jan .....................17/5 Antwerpen: Jan .................... 7/4 Jan......................20/4 Jan ..................... 5/5 Jan .....................18/5 Hamborg: Jan ..................... 8/4 Jan......................22/4 Jan ..................... 6/5 Jan.................... 20/5 Helsinki: Helgafell................15/4 Helgafell...............13/5 Larvik: Hvassafell...............11/4 Hvassafell...............25/4 Hvassafell............... 9/5 Gautaborg: Hvassafell...............12/4 Hvassafell..............26/4 Hvassafell............. 10/5 Kaupmannahöfn: Hvassafell..............30/3 Hvassafell..............13/4 Hvassafell..............17/4 Hvassafell...............11/5 Svendborg: Hvassafell...............31/3 Hvassafell..............14/4 Hvassafell..............26/4 Hvassafell...............28/4 Dísarfell ...............10/5 Árhus: Hvassafell.............. 1/4 Hvassafell..............14/4 Arnarfell ...............27/4 Hvassafell..............28/4 Dísarfell ..............11/5 Gloucester, Mass.: Jökulfell................ 9/4 Skaftafell...............23/4 Jökulfell................ 9/5 Halifax, Canada: Jökulfell................11/4 , Skaftafell..............25/4 % ^SKIPADEILD SAMBANDSINS Sambandshúsinu">■' Pósth. 180 121 Reykjavík Sími 28200 Telex 2101 fréttirl Hæstiréttur fellir dóm í Þing- vallastrætismálinu á Akureyri: STEFNDU SKYLT AD FLVTIA UT |)R ÍBÚB KIRRI ERÞAUBIÍAf ný skjöl lögd fyrir Hæstarétt ■ Dómur er rallinn í Hæstarétti í máli þvi sem kom upp millum nágrannanna að Þingvallastræti 22 á Akureyri árið 1977. í dómnum segir m.a. að nokkur ný skjöl hafi verið lögð fyrir Hæstarétt, og verður efni þeirra rakið hér á eftir en í dómsorði segir: „Stcfndu, Danielle Somers Jónsson og Ólafi Rafni Jónssyni er skylt að flytjast innan þriggja mánaða frá birt- ingu dóms þessa úr íbúð þeirri að Þingvallastræti 22 á Akureyri, þar sem þau búa nú. (en íbúðin er þinglýst eign Danielle. innsk. blm.) Stefndu greiði óskipt áfrýjenda, Grímu Guðmundsdóttur, 25.000 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæsta- rétti. í dómi Hæstaréttar er fjallað um þær ávirðingar sem á stefndu eru bornar og frá cr grcint í héraðsdómi og þar segir m.a.: „Eftir að cldur kom upp í kjallaranum 26. júlí 1977 var numið brott timbur- skilrúm, er aðskildi eignarhlutana en áfrýjandi hugðist láta reisa nýtt skilrúm. Hinn 11. ágúst 1977 fékk stefndi Ólafur Rafn lagt lógbann við þcirri athöfn Grímu Guðmundsdóttur að skipta sam- eign í kjallara Þingvallastrætis 22. Við munnlegan flutning málsins fyrir Hæsta- rétti kom fram, að mál var eigi höfðað til staðfestingar lögbanninu. Lét áfrýj- andi hlaða steinvegg í kjallara hinn 22. ágúst 1977. Gögn málsins sýna, að spell hafa margsinnis verið unnin á vegg þessum. Samkvæmt lögregluskýrslum höfðu verið boruð eða brotin göt á vegginn 23. ágúst 1977 og sömuleiðis næsta dag. Hinn 22. apríl 1979 höfðu cnn verið rekin eða brotin göt á vegginn. Fimm dögum síðar var brotið gat á vegginn og höfðu múrbrot kastast alit inn í stofu í íbúð Dusine Kristjánsson, (íbúi í kjallara. innskot blm.) en stofudyr eru á móts við þann stað þar sem spellin voru unnin. Loks var brotið allstórt gat á vegginn 23. ágúst 1979, en það virtist hafa verið gert til þess að ncma brott pípu sem lá þar í gegn að ofni í íbúð stefndu. Af hálfu stefndu er því haldið fram að veggurinn hafi verið reistur á öðrum stað en timburskilrúmið var, þannig að geng- ið hafi verið á eignarhluta þeirra, og stefndi Ólafur Rafn hefur skýrt svo frá að ranglát og fáránleg skipting eignar- hluta í húsinu sé undirrót að sundur- þykkju þeirri, sem orðið hafi með íbúum hússins. Ekki hafa stefndu þó reynt að fá hlut sinn að þessu leyti réttan eftir löglegum leiðum. Af gögnum þeim sem fyrir liggja þykir ljóst, að spellvirki þau á milliveggnum, sem lýst hefur verið, hafi öll verið unnin frá íbúð stefndu, og verður að telja sannað, að þau beri ábyrgð á þeim. Þykir cigi efamál, að spellin hafi a.m.k öðrum þræði verið unnin í því skyni að valda áfrýjanda og leigjanda hennar ama og vandræðum.“ Auk þessa er rakið í dómnum að samkvæmt vottorði heilbrigðisfulltrúa Akureyrar hafi verið eins konar sorp- haugur í lokuðum gangi milli húss og bílskúrs á tímabilinu 6.4 -16.4 1977 og hafi stefndi Ólafur Rafn ekki fengist til að fjarlægja það fyrr en hcilbrigðisfull- trúi hótaði að láta gera það á kostnað Ólafs og undir lögregluverrid. Þá hafi lögreglan á Akurcyri gert skýrslu þann 24. júlí 1977 um atburð þann að öll öryggi voru skrúfuð úr sambandi í rafmagnskerfi kjallaraíbúðar Dusine og í hurðarfals skáps þess sem áfrýjandi og Dusine þurftu að teygja sig í gegnum til að komast að rafmagnstöflu ■ Snjór og sólskin? Jú, víst fer það vel saman, þótt ekki sé víst að snjónum líki sérstaklega vel við sólina. Þótt það sé gaman að leika sér á sleðanum, þá vonum við nú samt að sólin fari að verða tíðari gestur en snjórinn hvað úr hverju og að við sleppum við öll páskahret. (Tímamynd Róbert) var búið að raða síldarflökum. Stefnda Danielle viðurkenndi í sakadómi að hafa komið flökunum fyrir en skýringar hennar á því framferði eru fráleitar og verkið sýnilega unnið til þess eins að valda áfrýjenda og leigenda hennar vandræðum. Fleira er rakið í dómi Hæstaréttar af því sem of langt væri að telja upp en síðan hafa verið lögð til ný skjöl fyrir dóminn. Ný skjöl Meðal þeirra skjala sem lögð voru fram eru lögregluskýrslur gerðar á tíma- bilinu 9. til 12.11 1981 um brot stein- veggjar í kjallaraforstofu og endurreisn hans undir lögregluvernd. Þar er einnig getið að hlaðið hafi verið upp í þvott- ahúsdyr en hurð í þeim dyrum hafi verið brotin um þaðleyti. Þásegir ídómnum: „Af lögregluskýrslum þessum kemur fram, að áfrýjandi hafi kvatt lögreglu á vettvang hinn 9. nóvember vegna þess að stefndu væru að láta brjóta niður vegg í kjallara. Lögreglumenn þeir, sem á vettvang komu, sáu að veggurinn hafði verið brotinn niður og að allt var á tjá og tundri í gangi kjallaraíbúðarinnar og mikill rykmökkur þar og öll húsgögn og annað dót, sem í ganginum var, hulið ryki. Hittu lögreglumenn á vettvangi 2 menn frá Reykjavík, sem höfðu gagn- gert komið til Akureyrar til þess að brjóta vegginn að beiðni stefnda Ólafs Rafns. Samkvæmt lögregluskýrslu 11. nóv- ember 1981 viðurkenndi stefndi Ólafur Rafn fyrir lögreglu að hafa fengið menn þessa til þess að brjóta vegginn, sem hann taldi reistan á eignarhluta konu sinnar, en um för manna þessara inn í húsnæði áfrýjanda segir hann: „Varð- andi meint innbrot úr þvottahúsi inn á gang í kjallara þá tel ég, að þarna hafi (ég) aðeins verið að ganga um minn eignarhluta. Hins vegar braut ég ekki upp þessa hurð og stóð ekki að því“. íbúi í kjallara, Dusine Kristjánsson, kveðst hafa verið fjarverandi stutta stund hinn 9. nóvember 1981 en þegar hún hafi komið til baka hafi hún ekki komist inn í innri forstofu íbúðar sinnar vegna þess að dyr hafi vcrið lokaðar. Fljótlega hafi lögreglan komið á staðinn og hún þá komist inn. Lögreglumcnn, sem á vettvang komu, kváðu dyr ekki hafa verið læstar heldur hafi stóll verið settur fyrir hurð inni í forstofunni, sem múrbrotsmennirnir störfuðu í, þannig að eigi varð opnað utan frá. Dusine skýrði lögreglumönnum frá því að hurð milli þvottahúss og kjallarforstofu hafi verið óskemmd , er hún fór úr íbúð sinni stuttu áður.“ „Stórkostleg og ítrekuð brot“ 1 lok dóms Hæstaréttar segir svo: „Með lögregluskýrslum þeim og vitna- framburðum, sem greint er frá hér að framan svo og öðru sem fram hefur komið í máli þessu, verður að teljast sannað, að stefndu hafi gerst sek um stórkostleg og ítrekuð brot á skyldum sínum gagnvart áfrýjcnda." Því beri að taka til greina kröfu áfrýjenda um að stefndu verði gert skylt að flytjast út úr íbúð þeirri sem þau búa nú í að Þingvallastræti 22. - FRI ★ Erum með: VHS - og 2000 með ogántexta VIDEOSPORT Miðbæ Háaleitisbraut 58-60 Sími 33460. Opiðalladaga kl. 13.00-23.00

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.