Tíminn - 29.03.1983, Blaðsíða 8

Tíminn - 29.03.1983, Blaðsíða 8
8 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gísli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrfmur Gíslason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiöslustjóri: Sigurður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elias Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjórar: Kristinn Hallgrfmsson og Atli Magnússon. Umsjónarmaður Helgar-Timans: Guðmundur Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Friðrik Indriðason, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson, Kristín Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (íþróttir), Skafti Jónsson, Sonja Jónsdóttir. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristín Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar: Siðumúla 15, Reykjavik. Sími: 86300. Auglýsingasimi 18300. Kvöldsimar: 86387 og 86392. Verð í lausasölu 15.00, en 18.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 180.00. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent hf. Lágu launin eru þjóð- félaginu til skammar ■ Haraldur Ólafsson, lektor, sem skipar annað sætið á framboðs- lista Framsóknarflokksins í Reykjavík, skrifaði athyglisverða grein um launamálin í Tímann á laugardaginn. Þar minnti hann áj að fyrir nokkrum vikum hefði hann skrifað grein þar sem hann hafi kallað lágiaunabæturnar svonefndu þjóðarskömm. „Það kom illa við marga, en þó ekki þá,sem skildu, að hér var verið að ræða um eitthvert þýðingarmesta mál íslensku þjóðarinnar", sagði Haraldur Ólafsson. „Það er skömm, áð til skuli vera láglaunahópar í þessu landi, þessu auðuga og góða landi, þar sem jöfnuður og gott mannlíf ætti að geta þróast fremur en í flestum öðrum löndum. Það er skömm fyrir okkur íslendinga að greidd séu laun í landinu, sem ekki duga fyrir brýnustu lífsnauðsynjum hvað þá meira. Ég talaði nýlega við nokkra úr starfstétt þar sem útborguð laun fara ekki fram úr 8000 krónum á mánuði. Ef þetta eru laun, sem bætast við laun maka, þá má vera að unnt sé að draga fram lífið á þeim. En eigi einstaklingur, ef til vill með börn á framfæri, að lifa af þessu, þá er hann slyngari og hagsýnni en allur þorri manna. Hvað gerir sá, sem hefur slík laun? Hann fer í aðra vinnu, hann reynir eftir megni að bæta fjórum tímum við venjulegan vinnudag. í þetta fólk er svo slett láglaunabótum samkvæmt því úthlutunarkerfi, sem Alþýðubandalagið dreymir um að koma á í landinu, kerfi sem tryggir, að þegnarnir eigi allt sitt undir náð og miskunn valdhafanna". Og Haraldur Ólafsson sagði ennfremur: „í þessu máli hefur verkalýðshreyfingin brugðist, atvinnurek- endur hafa brugðist, þingmenn hafa brugðist. Það eiga ekki að vera til neinir láglaunahópar í þjóðfélaginu. Hver og einn á rétt á að fá mannsæmandi laun fyrir vinnu sína, laun sem duga honum vel til að lifa lífinu, standa í skilum með eðlilegar skuldbindingar, og gera honum fært að njóta frístunda og einkalífs. Það hefur lengi verið skoðun mín, að venjuleg daglaun eigi að nægja hverjum einstaklingi til framfæris sér. Aukavinna og.yfirvinna á að vera undantekning, ekki regla. En það er eins og hvorki verka- lýðshreyfingin né vinnuveitendur hafi áhuga á að breyta þessu. Það er skiljanlegt að vinnuveitendur séu ánægðir með þetta kerfi. Það tryggir þeim minni launagreiðslur á samdráttartímum. En hvað um verkalýðsforystuna? Árum saman hefur hún talað um hækkun lægstu launa, en niðurstaðan hefur alltaf orðið sú sama: jöfn prósentuhækkun, sem færir hinum hærra launuðu meiri tekjur, en hinir lægst launuðu halda áfram að þokast niður á við í óðaverðbólgunni og fjármálaöngþveitinu. Haraldur Ólafsson fjallaði síðan um núverandi vísitölukerfi og nauðsyn þess að breyta því: „Forystumenn Alþýðubandalagsins og Sjálfstæðisflokksins hafa nú sameinast í andstöðu sinni við vísitölufrumvarpið svokallaða, sem Gunnar Thoroddsen lagði fram skömmu fyrir þinglausnir. Þar var gert ráð fyrir að tekið verði upp nýtt viðmiðunarkerfi fyrir laun, verðbótatímabilum verði fækkað, og jafnframt verði vísitalan óháð breytingum á óbeinum sköttum, og gjaldskrám raf- og hitaveitna. ; Þetta eru ekki stórvægilegar breytingar, en miða þó í rétta átt. En samfylking Alþýðubandalags og Sjálfstæðisflokks kýs að láta aðila vinnumarkaðarins semja um þessi mál, svo hönduglega sem til hefur tekist á undanförnum árum um ýmsa samninga. Mín skoðun er sú, að það sé óverjandi með öllu að verðbætur samkvæmt vísitölu komi hlutfallslega jafnt á öll laun. Það er engin skynsemi í því að ráðherrar fái verkamannslaun í verðbætur einar saman, en vinnandi fólk fái upphæð sem ekki dugar einu sinni til að greiða gjafabref til SÁÁ.“ Haraldur vakti einnig athygli á því, að enn sem fyrr eru konur fjölmennastar í láglaunahópunum og varpaði fram þeirri spurn- ingu, hvort ekki væri kominn tími til að þær neiti að taka það hlutverk að sér. Haraldur Ólafsson er manna líklegastur til að láta athafnir fylgja orðum. Þeir, sem berjast fyrir bættum lífskjörum láglauna- fólks, - munu með honum eignast góðan málsvara á Alþingi ef reykvískir kjósendur veita honum og Framsóknarflokknum nægan stuðning í komandi alþingiskosningum. -ESJ. ÞRIÐJUDAGUR 29. MARS 1983 skrifað og skrafað „Samræmt verðbólgu viðnám“ ■ f fréttum Pjóðviljans af samstarfsgrundvelli Alþýðu- bandalagsins, sem haldinn varö með pompi og prakt í nýju fasteigninni við Hverfis- götu fyrir helgi, voru meðal annars sögðþau tíðindi.aðí tillögunum fælist víðtækt skipulagsuppgjör, sem gerði hvorutveggja í senn að vinna gegn verðbólgunni og tryggja atvinnuna, en að Framsókn- arflokkurinn sæi aldrei annað en að krukka í kaupið. „Samstarfsgrundvellinum um íslenska leið er skipt í sex meginkafla. I fyrsta kaflan- um er gerð grein fyrir sam- ræmdu verðbólguviðnámi og víðtæku skipulagsuppgjöri á öllum sviðum hagkerfisins" Það „samræmda veröbólguviðnám" sem hér er rætt um er eitt af þeim óskiljanlegu orðaleppum sem allaballar skreyta stefnu- skrá sína með sem á að vera samstarfsgrundvöllur, en hverra? Það er eitthvað nýtt ef alþýðubandalagsmenn vilja verðbólguviðnám, en þegar það er orðið samræmt er það eitthvað sem vert er að berj- ast fyrir. Sú árátta þeirra að bera framsóknarmönnum sí- fellt á brýn að þeir sjái aldrei aðra leið til að sporna við verðbólgu nema að „krukka í kaupið" eru sömu rök sem íhaldið notar í síbylju um þá ríkisstjórn sem m.a. Framsóknarflokkur og Al- þýðubandalag eiga aðild að og þær efnahagsaðgerðir sem alltof sjaldan hefur verið hægt að drösla alþýðubanda- lagsmönnum til að sam- þykkja. Hér hefur Alþýðu- bandalagið tekið sömu áróð- urstækni og sjálfstæðismenn og kratar og sé hún réttmæt hlýtur hún að hitta Alþýðu- bandalagið fyrir ekki síður en Framsóknarflokkinn. En hinu gleyma áróðursmeistar- ar Alþýðubandalagsins vilj- andi, að þegar niðurtalning- arleið Framsóknarflokksins var eitt sinn reynd skilaði hún góðum árangri, verð- bólguhjöðnun og auknum kaupmætti og þar með bætt- um lífskjörum. Svo belgja þeir sig út þegar líður að kosningum, kenna öðrum um að krukka í kaup og hafa nú fundið upp „sam- ræmt verðbólguviðnám“ sem leysa á þann vanda sem þeir hafa sjálfir ávallt neitað að horfast í augu við, og ætlast til að mark sé tekið á þeim. Samvinnugeirinn Einkarekstur eða ríkis- rekstur eru þeir pólitísku pól- ar sem mest eru áberandi í því reiptogi sem menn bera fyrir sig sem hugsjónir og deila um. En til er þriðja formið sem ekki ber eins mikið á en er samt öflugt og býður upp á margháttaða möguleika til betra mannlífs. Dr. Eysteinn Sigurðsson skrifar í þjóðamálaritið Sýn um samvinnugeirann ogsegir m.a.: Eg hef verið beðinn að skrifa stutta grein um sjálf- valið efni viðkomandi sam- vinnumálum í þetta nýja tímarit, sem ungir framsókn- armenn eru að hefja útgáfu á. Ég hef valið mér að fjalla um hugtakið „samvinnugeir- inn“. I stuttu máli má segja, að þegar talað er um sam- vinnugeira, sé átt við þann hluta af atvinnulífi hvers þjóðfélags sem skipu- lagður er með samvinnu- sniði. Jafnhliða því er einnig talað um einkageirann og opinbera geirann, og er þá átt við þá hluta atvinnulífsins sem eru annað tveggja í umsjón einkaaðila eða hins opinbera, ríkis eða sveitar- félaga. Hér er þannig fyrst og fremst um vinnuhugtak að ræða, ætlað til þess að skerpa línurnar á milli þessara þriggja aðskildu atvinnusviða þjóðfélagsins. Ens og kunnugt er ber ýmislegt á milli í markmiðum þessara þriggja geira. Ég skal ekki rekja það allt í smá- atriðum hér, en undir sam- vinnugeirann fellur allur sá rekstur sem myndaður er með frjálsum og opnum félagasamtökum þeirra sem beinna hagsmuna eiga að gæta. Eitt megineinkenni samvinnufélaga er, að þau eru opin öllum sem þurfa á þeirri þjónustu að haida sem þau veita. Félagsmaður - og þar með eigandi í neytenda- kaupfélagi getur hver sá orð- ið sem þarf á að halda smá- söluverslunarþjónustu á fé- lagssvæðinu, sem félagið starfar á. Meðeigandi að kaupmannsverslun getur hins vegar ekki hver sem er orðið; þar þurfa menn til dæmis að geta reitt af höndum eitthvert umtalsvert hlutafé, og eiga aukheldur undir högg að sækja um samþykki þeirra eigenda sem fyrir eru. Félags- maður í framleiðslusam- vinnufélagi - t.d. bænda og fiskimanna - getur orðið hver sá sem þarf á því að halda að selja afurðir af þeirri tegund sem félagið sér um sölu eða vinnslu á. Meðeigandi í vinnslustöð einkaaðila verður hins vegar ekki hver sem er; þar þarf samþykki eigenda og trúlega einnig talsvert fé. Og markmiðin eru einnig ólík. Eðli einkageirans er í því fólgið, að gróðavonin hvetji menn til dáða. Þar er til þess ætlast, að menn reyni að ná sem mestum viðskiptum til sín og fyrirtækja sinna í þeirri von, að þau skili hagn- aði í vasa eigendanna og geri þá að lokum auðuga menn. Eðli samvinnugeirans er hins vegar fólgið í allt öðru; þar er til þess ætlast, að starfsmenn félaganna vinni með hagsmuni félagsmanna þeirra að einu saman leiðar- ljósi, og hagnaði sé ráðstafað til þess að þoka sameigin- legum hagsmunamálum þeirra áleiðis. Þar er ekki stefnt að auði hinna fáu, heldur auði hinna mörgu. starkaður skrifar Verdur upp- lausnin valin í stadinn fyrir ábyrgd? ■ A mörgum vinnustöðum hefur fyrir hverjar kosningar verið efnt til skoðanakannanna um fylgi flokkanna. Slíkar kannanir eru þegar farnar af stað nú. Auðvitað eru þær framkvæmdar með misjafnlega áreiðanlegum hætti, og enginn tekur niðurstöður þeirra bókstaflega, en þær geta þó auðvitað gefíð nokkra vísbendingu um strauma meðal kjósenda. Það, sem er áberandi í þeim könnunum á vinnustöðum sem hcyrst hcfur af til þessa, er hversu margir segjast ætla að kjósa Vilmund Gylfason og bandalag hans. Ef eitthvert mark er takandi á þeim yfírlýsingum, þá er Ijóst, að Vilmundur mun draga með sér inn á þing allmarga þingmenn; gæti jafnvel verið með 6-8 manna þingflokk. Þetta þykir auðvitað þeim, sem þekkja til stjórnmálaferils Vilmundar og vita hvers er af honum að vænta við lausn aðsteðjandi vandamála, ótrúlegt og reyndar farsakennt. Ljóst er að ef cinhver alvara er á bak við þessar tölur, þá er þar á ferðinni mótmælaalda gegn stjórnmálaflokkunum, en ekki von um nýja eða breytta stjórnarhætti. Stuðningur við Vilmund og bandalag hans er því fyrst og fremst neikvæð athöfn. Auðvitað eiga stjórnmálamenn og stjórnmálaflokkar sinn þátt í þeirri andúð, sem sums staðar, og alltof víða, gætir í garð stjórnmálaflokkanna. Margir tala reyndar um það, að meginástæðan sé sú, að stjórnmálamennirnir hafí ekki ráðið við vandamál þjóðfélagsins, einkum á efnahagssviðinu, mörg undanfarin ár, og umtalsverður hluti almennings sé búinn að fá sig fullsaddan af því getuleysi. Staðreyndin er hins vegar sú, að það auðveldar síður en svo lausn þessara vandamála að kjósa Vilmund. Hann leysir engin vandamál, og mun síst ná betri árangri t.d. í baráttunni við verðbólguna en aðrir, sem það hafa reynt hingað tii. Kannski fara mál þannig í kosningunum í apríl, að hann fái að afbjúpa það getuleysi sitt. Hver veit. Staðreyndin er nefnilega sú, að það er ekkert auðvelt að takast á við þau alvarlegu vandamál, sem við er að etja í efnahagsmálunum. Það er auðvelt að tala um það, en erfitt að breyta orðum í athafnir sem duga. Til þess þarf bæði kjark og dirfsku. Til þess þarf líka samstöðu á þingi og meðal þjóðarinnar. Vinnustaðakannanirnar benda hins vegar til þess að umtals- verður hluti kjósenda ætli ekki að stuðla að slíkri samstöðu eða einingu, heldur kjósa á móti þeim sem vilja reyna að leysa vandamálin; kjósa upplausn í stað ábyrgðar. Sumir hyggjast gera þetta í aprílkosningunum í þeirri trú að eftir tvo mánuði eða svo verði kosið aftur og þá sé hægt að kjósa á ábyrgari hátt. Þetta er auðvitað hin mesta vitleysa. Vaxandi líkur eru á því að ekki verði kosið aftur á þessu ári. Úrslitin í aprílkosningunum munu að öllum líkindum gilda í eitt eða tvö ár hið minnsta ef á annað borð tekst að mynda einhvern starfhæfan meirihluta á Alþingi. Kjósendum mun samkvæmt því ekki gefast kostur á að „leiðrétta" léttúðarfull mistök í aprfl síðar í sumar. Til þess mun líklegast ekki gefast tækifæri fyrr en eftir eitt eða tvö ár, og hver veit hvaða afleiðingar upplausnar- og stjórnleysiskjör 23. aprfl næstkom- andi kann þá að hafa haft fyrir lífskjör og atvinnu landsmanna. - Starkaður.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.