Tíminn - 10.07.1983, Blaðsíða 13

Tíminn - 10.07.1983, Blaðsíða 13
 SUNNUDAGUR 10. JÚLÍ1983 Tímaritið Samúel, júníhefti, er komið út. Þar er m.a. fylgst með Unni Steinsson, fegurðardrottningu íslands, að störfum, en hún vinnur sem flugfreyja í sumar. Þá er rætt við Þorstein Eggertsson, „Presley íslands" um rokkárin. Rakin eru fjölskyldutengsl' ýmissa, sem tengjast poppheiminum. Gefin eru ráð um, hvernig komast má að því, hverjir leggja í vana sinn að trufla fólk með nafnlausum símhringingum. glæsilega myndskreytt viðtal við Grace Jones er að finna í blaðinu, auk þessa er margt annað efni í blaðinu. Hár Og fegurð, 2. tbl. 3. árg., erkomið út. að venju er blaðið ríkulega myndskreytt. M.a. er lslandsmótinu í hárgreiðslu lýst með mörgum myndum og má þar sjá marga glæsilega hárgreiðsluna. Á sama hátt er lýst Fegurðarsamkeppni Islands 1983. Þá er sagt frá íslenska myndlistannanninum Nicolai, sem hélt sýningu á verkum sínum í París í vor og seldi hvert einstaka verk, en viðfangsefni hans var einmitt „hár, fegurð og yndisþokki." Þá er skyggnst bak við tískutjöldin í París. Birtar eru myndir af nokkrum hárgreiðslum Vidals Sassoon og Pierres Alexandre. Æskan Meðal efnis má nefna: Hvað um útilegu?; Hvað ætlar þú að gera í sumar?; Andrésar andar leikarnir; „Stefni að íslandsmetinu í sumar“, samtai við Kristján Harðarson; Ekta kúrekalist; Þróun svifdrekaflugs hefur verið ör á síðustu árum; Ætlar til Akureyrar í sumar, samtal við Önnu Árnadóttur, 7 ára; Öryggishjálmar; Lýst eftir afbrotamanni, saga eftir Kurt Murer; Robinson Krúsóe, framhaldsagan; Fjölskylduþáttur; Lífgjöfin, eftir Vigsdtsi Einarsdóttur, Ferð með frænku, Vögguljóð; „Krakkarnir kölluðu mig prófessorinn", samtal við Ómar Ragn- arsson; Myndasíða í litum frá 17. júní í Reykjavík; Bingó!, Nagdýr sem heimilisdýr;. Gluggablóm í herbergið; „Margir þekkja okkur ekki í sundur", segja tvíburarnir Anna og Guðný; Popp músík í umsjón Jens Guðmundssonar; Rokkskáld á Hlemmi, Frábær blúsplata, Útlendir slagarar með íslenskum textum; Siglingaíþróttir í umsjón Péturs Th. Péturssonar; Þegar mýflugan bítur; Bókaklúbbur Æskunnar kynnir bókina „Sara pappar Lilla“; Bréfaskipti; Norrænt umferðaröryggisár; Þáttur Rauða kross íslands: hvað getum við gert til að fækka slysum?, Hvað er sjúkravinur?; Áskrifenda- getraun Æskunnar; Æskupósturinn; Ferð til Kína, ævintýri; Skólabátar; Skrýtlur; Mynda- sögur; Feíumyndir; Þrautir; Krossgáta o.m.fl. Ritstjóri er Grímur Eneilberts. □ if' BILASYNING LAUGARDAG og SUNnSTUDAG KL. 2-5 Sýndir verða: Bankaborgaðir DÁTSUN CHERRY — sá ódýrasti miðað við útlit og gæði. DATSUN SUNNY — Fallegur og rennilegur DATSUN CABSTAR — vörubifreið OG TRABANT. Komdu bara ogskoðaðu þá Tökum allar gerðir eldri bíla upp í nýja Verið velkomin og auðvitað verður heitt á könnunni INGVAR HELGASON HF ■ Sími 33560 SÝNINGARSALURINN / RAUÐAGERÐI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.