Tíminn - 12.11.1983, Blaðsíða 3

Tíminn - 12.11.1983, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1983 fréttir Kvartanir vegna adfinnsluverdrar verkunar á síld: GETUM EKKI MEBHÖNDLAÐ 77 77 VERKENDUR QNSOG BORN — segir Jónas Bjarnason, forstjóri Framleiðslueftirlits sjávarafurða ■ „Okkur hafa borist til eyrna kvartan- ir vegna að minnsta kosti tveggja aðila sem ekki hafa verkað sína sfld sem skyldi. Þeir hafa færst of mikið í fang og þess vegna ekki getað sinnt öllum þáttum vinnslunnar eins og á að gera,“ sagði Jónas Bjamason, forstjóri Framleiðslu- eftirlits sjávarafurða, þegar hann var spurður hvort stofnuninni hefði borist vitneskja um aðfinnsluverða verkun sfld- ar á vertíðinni sem nú stendur yfir. Jónas sagði, að í þessu sambandi kæmi margt til og nefndi sem dæmi lélegar geymslur, misjafnlega mikið salt- magn í tunnum og ófullnægjandi pæklun. „Ég get að svo stöddu ekki greint frá um hvaða verkendur er að ræða - enda bera þeir sjálfir ábyrgð á sinni framleiðslu og fá að gjalda hirðu- leysisins síðar. Við getum ekki með- höndlað þá eins og pelabörn sem þarf að vaka yfir öllum stundum. Þá kröfu verður að gera að þeir séu starfi sínu vaxnir,“ sagði Jónas. Aðspurður um hversu mikið af síld væri að ræða í þessu sambandi sagði Jónas að ómögulegt væri að gera sér grein fyrir því. -Sjó. Umferðarslys- um hef ur fækk- að verulega á i « þessu ári frá fyrri árum: Latum þess- ar upplýs- ingar virka til varúdar en ekki gáleysis — segir Val- garð Briem, . formaður umferðarráðs ■ Það kom fram í ræðu Katrínar Fjeldsted borgarfulltrúa á borgar- stjómarfundi að veruleg fækkun hefur orðið á umferðarslysum í landinu frá áramótum til 1. nóvember, miðað við árin á undan. Á þessu ári höfðu 13 látist af völdum umferðarslysa, 1. nóv- cmber, fyrir sama tímabil í fyrra var talan 22 og árið 1981 13. Um síðustu mánaðamót höfðu 156 manns slasast í umferðinni, þar af 62 alvarlega, en frá áramótum til 1. nóvember í fyrra slösuðust 234 þar af 103 alvarlega. 13 börn hafa slasas á þessu ári þar af 6 alvarlega, en frá áramótum til 1. nóvember í fyrra slösuðust 24 börn, þar af 17 alvarlega. Þessar upplýsingar komu fram við umræður um tillögu borgarfulltrúa Alþýðubandalagsins um áætlun upi hraðatakmarkanir og hindranir í íbúðahverfum, sem vísað var til umferðarnefndar. Borgarfull- trúar fögnuðu þessum tíðindum og töldu einsýnt að hér hefði áróður og fræðsla vegna norræna umferðarörygg- isársins borið sýnilegan árangur. „Ef við snerum nú þessum tölum við og hugsuðum okkur að tölurnar frá í fyrra ættu við árið í ár, þá kynni það að verka til varúðar, menn hugsuðu hver með sér, „við þetta má ekki tlangur standa.“ Á sama hátt kann sú hætta að vera fyrir hendi að þessar tölur verði til þess að menn slaki á árvekni sinni, en það má ekki verða. Árið er ekki liðið, skammdegið er eftir og þessar tölur verða að hvetja til aðgæslu en ekki öfugt,“ sagði Valgarð Briem, formaður umferðarnefndar Reykjavíkurborgar og formaður um-. ferðarráðs í samtali við blaðið í gær. Hann bætti þvfvið að vátryggingafélög hefðu vegna umferðaröryggisársins lagt í mikinn kostnað við gerð sjón- varpsauglýsinga þar sem hvatt er til varúðar í umferðinni og ríkið hefði lagt JJmferðarráði til 800 þúsund krón- : ur til fræðslu og áróðurs. Allsendis óvíst væri nú hvort þessir aðilar treyst- ust til áframhaldandi framlaga af þessu tagi. - JGK ■ Þórður Ingvi Guðmundsson, starfsmaður nefndarinnar, og nefndarmennirnir Sigurgeir Sigurðsson, Magnús Pétursson, formaður, Björn Friðfinnsson og Geir H. Haarde. Auk þeirra eru í nefndinni Sigurður H. Helgason, forstjóri og Steinar Berg Björnsson, forstjóri, en þeir eru tilnefndir af Stjómunarfélagi íslands. - Tímamynd GE. Ríki og sveitarfélög taka saman höndum um hagræðingu í opinberum rekstri: HÚSVEREHRNIR SPÖRUÐU 230 ÞÚS. tonn af heitu vatni — án þess að nokkur yröi fyrir barðinu á því ■ „í kjölfar námskeiðs um nýtingu á heitu vatni fyrir húsverði tókst í skólum borgarinnar að spara 230 þúsund tonn af hitaveitu vatni á ári. Hér er um að ræða lítið dæmi um það að hægt er að fá fram spamað aðeins með örlítilli fræðslu án þess að nokkur verði fyrir barðinu á honum“, sagði Bjöm Friðfinnsson, yfir- maður stjómsýsludeildar Reykjavíkur, á blaðamannafundi þar sem nýskipuð - framkvæmdanefnd um hagræðingu í opinberum rekstri kynnti áform sín í gær. Á fundinum kom fram, að ríkið og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa tekið höndum saman um sérstakt hag- ræðingarátak í opinberum rekstri á næsta ári. Með átakinu er stefnt að aukinni vitund stjórnenda og starfs- manna hins opinbera um mikilvægi stjórnunar og hagræðingar og nauðsyn þess að nýta fjármuni eins og best verður við komið. Og að fá tillögur frá starfs- mönnum og almenningi um aukna hag- kvæmni í rekstri og bætta þjónustu hins opinbera. Eru einstakir starfsmenn hvattir til að móta tillögur sjálfstætt. Einnig er óskað eftir því að vinnuhópar, einstakir starfs- menn og almenningur sendi tillögur sínar og ábendingar beint til fram- kvæmdanefndarinnar, sem hefur aðsetur í Fjárlaga- og hagsýslustofnun. Hyggst nefndin verðlauna áhugaverðustu til- lögurnar sem berast frá starfsmönnum og almenningi. - stn Friðrik teflir fjjöltefli ■ Friðrik Ólafsson teflir fjöltefli við unglinga í Taflfélagshúsinu á Grens- ásvegi kl. 14.00 í dag. Þarna hafa um 40 unglingar upp að 14 ára aldri stundað skákæfingar á laugardögum undanfarið og mun Friðrik etja kappi við þann hóp. -GSH Skipulag nýja miöbæjarins til staðfest- ingar í borgarstjórn: Frestað til næsta fundar ■ Skipulag nýja miðbæjarias í Reykjavík kom fyrir borgarstjórn í fyrrakvöld til staðfestingar, en var frcstað að tillögu Davíðs Oddssonar, borgarstjóra og vísaö til umhverfisráðs til umfjöllunar og kemur það aftur til kasta borgarstjómar næsta fimmtu- dag. Harðar umræður urðu um málið og deildu fulltrúar minnihlutans hart á það skipulag sem fyrir liggur til stað- festingar, en með mísmunandi áhersl- um. Fulltrúar kvennaframboðs og Al- þýðubandalags töldu illa að skipulag- inu staðið, ekki hefði vcriö gerð grein fyrir því hvernig leysa ætti umferðar- vandamál sem hið mikla verslunarrými sem gert er ráð fyrir í skipulaginu skapaði og sjálft hverfið væri flausturs- lega skipulagt, auk þess sem verslunar- rýmið væri alltof mikið. Kristján Bene- diktsson, borgarfulltrúi Framsóknar- flokksins og Sigurður E. Guðmunds- son, Framsóknarflokki, gagnrýndu einkum að ef skipulagið yrði að veru- leika þýddi það offjárfestingu í versl- unarhúsnæði, sem myndi valda röskun í vcrslun í allri borginni. Borgarstjóri og Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, formaður skiþulagsnefndar, vörðu skipulagið, töldu það vel úr garði gert, bera vott um stórhug og framfaravilja. Nýr miðbær yrði að vcruleika innan fárra ára, nokkuð sem fáir hefðu þorað að vona. Ef verslunaraðilar vildu byggja á svæðinu þá ættu þeir að fá það, þeirra væri áhættan og borgarstjórn ætti ekki að sitja yfir hlut þeirra. JGK Bandalag jafnaðarmanna flokks- og miöstjórnarlaus samtök: „SKILGREINUM LÁRÉTTU HUG- MYNDINA SEM BEINT LÝÐRÆÐI” — segir Stefán Benediktsson, alþingismaður ■ Þessa „láréttu hugmynd“ höfum við skilgreint sem beint lýðræði, það er að segja þingmenn hafi enga nefnd eða stjóm sem þeir geti notað til að kom sér undan því að taka afstöðu til mála kjósenda sinna“ sagði Stefán Benedikts- son þingmaður Bandalags jafnaðar- manna í samtali við Tímann en á landsfundi bandalagsins í Munaðamesi um síðustu helgi var kosinn svokallaður samráðshópur í stað flokks eða mið- stjómar, sem sér um framkvæmd hag- nýtra mála í bandalaginu þ.e. að halda uppi tenglum milli hópa og cinstaklinga sem styðja bandalagið og boða til og undirbúa landsþing sem fer með æðsta vald í málefnum bandalagsins. Ástæðu þessarar skipunar sagði Stefán vera þá skoðun að maður sem fær umboð sitt frá kjósendum verði að standa ábyrgur gerða sinna gagnvart þeim. Þegar hann verður að auki að sækja umboðs sitt til flokksstjórnar eða miðstjórnar er hann í raun að skila hluta af umboði sínu til aðila sem í rauninni hafa ekkert lýðræðislegt umboð í hendi. Aðspurður um hvort rekstur banda- lagsins yrði ekki í sjálfu sér erfiður með þessum hætti sagði Stefán það einmitt ekki vera... „{ dag er boðleið mála kjósenda um stjórnkerfi flokkanna sjálfra en í okkar tilviki hefur kjósandinn beinan aðgang að okkur sjálfum. Hann getur komið á opinn þingfokksfund hjá okkur á fimmtudögum og við reynum eftir fremsta megni að hafa samband við kjósendur með því að fara vítt og breitt um landið". Hvað helstu stefnumál á landsfundin- um varðaði sagði Stefán að þeir hefðu tekið afdráttarlausa afstöðu gegn að- gerðum ríkisstjórnarinnar og að þeir væru nokkuð vissir um að þær skiluðu ekki árangri vegna vöntunar á hliðar- ráðstöfunum... „Af mörgum málum öðrum vildi ég helst nefna mjög afdrátt- arlaus afstöðu sem við tókum til verka- skiptingar ríkis og sveitarfélaga, sem að ég held að sé afdráttarlausari en nokkur stjórnmálasamtök hafa gefið frá sér um langan aldur. Þar leggjum við til að sú umræða sem í gangi hefur verið um verkefnaskiptingu ríkis og sveitarfélaga og um samruna sveitarfélaga eða ekki, verði einfaldlega leyst með því að þriðja stjórnsýslustigið sem verði lýðræðislega kjörið og fjárveitingavald ríkisins verði að stærstum hluta þar meðhöndlað eða geymt" sagði Stefán. - FRI' Mikill hráefnisskortur hjá Fiskidjusamlagi Húsavíkur: AFUNN f NÓVEMBER ADÐNS FJÓRDIINGUR — þess sem landað var á sama tíma ífyrra ■ Uppsagnir á kauptryggingu um 150 starfsmanna Fiskiðjusamlagsins á Húsavík komu til framkvæmda fimmtudag. Og um leið fór stærstur hluti hópsins á atvinnuleysis- skrá, en einhverjir munu vinna áfram við síldarverkun. „Okkur hefur vantað hráefni undanfarið. Fyrir utan gæftaleysi og lítinn afla hjá bátunum hefur annar togarinn verið í slipp og hinn fengið frekar lítið. Við hins vegar leyfum okkur að vona að ástandið skáni á allra næstu dögum og við fáum nóg hráefni," sagði Hermann Larsen, hjá Fiskiðjusamlag- inu, í samtali við Tímann. Hann sagði að þetta ástand væri ekkert einsdæmi á Húsavík, en hins vegar nokkuð óvenjulegt á þessum árstfma. Til dæmis hefðu í fyrra borist 357 tonn af fiski úr bátum og togurum fyrstu 10 dagana í nóvember, en nú aðeins rétt um 90 tonn. Þar af væru 65 tonn togarafiskur en aðeins um 25 úr bátunum, sem í fyrra hefðu fengið tæp 160 tonn fyrstu 10 dagana í nóvember. - Sjó.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.