Tíminn - 12.11.1983, Blaðsíða 6

Tíminn - 12.11.1983, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1983 í spegli tímans Rod og Alana skilin „ÉG HEF ALLTAF SAGT AÐ HANN VŒRIVITIAUS AÐ GIFTAST SVONA K0NU“, SEGIR MAMMA HANS ■ Vinirnir Rod Stewart og Elton John saman á fótboltaleik. Elton ermeðgeysiflottanhatt,einsogvenjulega,enRodseturekkertpottlok á sína Ijósu lokka. - En hann hefur heldur engan hatt til að kasta í loft upp í gleði sinni, ef liðið okkar sigrar, sagði Elton John. - Ég veifa bara treflinum mínum, svaraði Rod. ■ Nú er svo komið sem marga grunaði að óhjákvæmilegt væri. Rod Stewart hefur gefist upp á hnappheldunni hjá Alana, konu sinni, og hefur yfirgefið hana og börn þeirra tvö, Sean og Kimb- erley. Ekki er langt síðan Rod var óspar á yfirlýsingar um ódauð- lega ást sína til Alana og barn- anna beggja. Hann lýsti því bæði hátt og í hljóði hvað Alana væri Rod. - Ég hef alltaf sagt að hann væri vitlaus að giftast svona konu, segir mamma hans og bætir við: - Alana er svo leiðin- leg og stíf. Hún segist alveg dauðfegin að vita til þess, að sonur hennar hefur nú tekið upp sitt gamla villta líferni. Sjálfur segist Rod finna, að hann þarfn- ist frelsis til að geta unnið al- mennilega. Rod hefur flutt inn hjá vini sínum Elton John. Þeir félagar eiga margt sameiginlegt, helstu áhugamál þeirra beggja snúast um poppheiminn og fótbolta. Þeir hafa ýmsar áætlanir á prjón- unum s.s. að gera kvikmynd saman, fara í tónleikaferðir sam- an og gefa út hljómplötur saman. Nú er eftir að vita, hvort Rod gengur betur að búa með Elton John en Alana. sér fullkomin eiginkona, hún hefði vit fyrir honum með flest og væri ekki vanþörf á. Enda værí hann orðinn allur annar og þroskaðri maður en hann hefði verið áður en hann kynntist Al- ana. En Alana tókst ekki, þrátt fyrir ailt, að temja Rod. Ekki voru allir vinir og vanda- menn Rods jafn sammála um ágæti áhrifa Alana á villinginn ■ Ekki er langt síðan Rod Stewart var óþreytandi að lýsa yfir ást sinni og aðdáun á Alana konu sinni og börnum þeirra. Nú er það liðin tíð og er helst að sjá á myndinni að dóttirín Kimberley finni á sér hvernig komið er. Fröken Menke syngur á japönsku sem enginn skilur! ■ Þýsk nýbylgjusöngkona, sem hefur tekið sér listamanns- nafnið Fráulein Menke, hefur skotist með eldingarhraða upp á vinsældalista í Þýskalandi með lagi, sem nefnist „Im Tretboot in Seenot“ (í sjávarháska í fót- knúnum báti). Nú hefur fröken Menke aftur vakið á sér athygli með nýju lagi. Að vísu er hún sjálf ekki í neinum háska þar, en aftur á móti segjast áheyrendur hennar eiginlega vera það! Nýja lagið hennar er tileiknað kaupstefnunni í Dússeldorf, og helstu viðskiptavinum kaup- stefnunnar til heiðurs syngur frökenin textann að hluta til á japönsku. Og þar kemur neyð áheyrenda til sögunnar. Jap- anskir áheyrendur eiga nefnilega í mestu vandræðum með að átta sig á hvað ungfrúin er að fara. Eftir að hafa hlustað gaumgæfi- lega á sönginn hvað eftir annað, hefur þeim ekki tekist að greina nema samhengislaust rugl. Þar má greina orð eins og innkaup, óhreint/hreint, strætisvagn, far- miði og fisksala! Japanarnir hafa því gefið frök- en Menke það ráð að halda sig við B-hlið plötunnar, en þar syngur hún lag, sem heitir ein- faldlega „Söngæfing“! ■ Japanir ráða fröken Menke til að halda sig við söngæfinguna! vlðtal dagsins — segir Þröstur Þórhallsson, Unglingameistari Íslandsí skák ■ Þröstur Þórhallsson, 14 ára gamall Reykvíkingur, varð á mánudagskvöldið „Unglinga- meistari íslands“ í skák. Þátttak- endur voru 21 og þátttökurétt höfðu 20 ára og yngri. Teflt var samkvæmt Monradkerfi, alls 7 umferðir og hltiut Þröstur 6 vinn- inga. Næstir honum urðu Magn- ús Kæmested, Stefán Þór Sig— - jónsson, Halldór G. Einarsson og Lárus Jóhannesson, allir með 5 vinninga. Þröstur gerði jafn- tefli við Stefán Þór og hinn 11 ára gamla Hannes Hlífar Stef- ánsson, en vann aðrar skákir, þar á meðal ekki minni menn en Arnór Björnsson og Halldór G. Einarsson. Þröstur sagði í viðtali við Tím- ann að pabbi hans hefði kennt honum að tefla þegar hann hefði verið 7-8 ára gamall. Hann fór að vinna pabba sinn 9-10 ára gamall. Þröstur kvaðst muna eft- ir því þegar hann vann pabba sinn í fyrsta skipti. Það hefði verið svolítið „erfitt" en sá „gamli“ hefði bara tekið því vel „Ég var 11 ára gamall þegar ég byrjaði að tefla í Taflfélagi Reykjavíkur. Það atvikaðist þannig að það kom maður frá Taflfélaginu í Breiðagerðisskól- ann þar sem ég var, og kynnti starfsemina. Ég hafði áhuga og ákvað að prófa.“ ■ Þröstur Þórhallsson Tímamynd Róber

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.