Tíminn - 01.12.1983, Blaðsíða 4

Tíminn - 01.12.1983, Blaðsíða 4
■ Tveir bátar sukku við flutbryggjuna við Óseyrarvcg í Hafnarfjarðarhöfn í fyrrinótt. Bátarnir náðust upp í gærmorgun með aðstoð bflkrana og er talið að þeir séu ekki mikið skemmdir. Þessar myndir tók Árni Sæberg i gærmorgun þegar unnið var að því að ná öðrum bátnum upp á yfirborðið. Tveir bátar sukku í höfnirmi í Hafnarfirði í óveðrinu: „ÖNGWÍEITIER I HtFNINNI EF ETTTHVflÐ HREYFIR VIHD” — segir Bjarni Bjarnason, sjómaður, sem vann sleitulaust alla nóttina við að dæla vatni úr tveimur bátum ■ „Ég var þama með bátinn minn og hafði dælurnar á fullu við að dæla upp úr tveim bátum, sem hefðu faríð annars. Það helltist yfir þá og þeir lágu flatir fyrir þessu við endann á bryggjunni,“ sagði Bjarni Bjarnason, sjómaður sem vann sleitulaust við það í fyrrinótt að dæla vatni úr tveim bátum við flotbryggjuna í Hafnarfjarðarhöfn frá Id. 4.00 um nótt- ina til kl. 6.00, þegar veðrið tók að lægja. „Þegar ég kom þarna var einn bátur sokkinn og annar sökk um fimmleytið. Það sást ekki nokkur maður þarna um nóttina og ég hefði orðið að skera frá, ef ég hefði ekki ráðið við þetta, svo minn bátur sykki ekki líka,“ sagði Bjami. „Hann var helvíti hvass þarna um nóttina, en það er bara öngþvíiti í þessari höfn efeitthvað hreyfirvind. Það er allt of, mikið af bátum þarna sem ekkert eru notaðir og þeir eru í bestu plássunum. Þeir sem eru notaðir, mæta bara afgangi og því er ekki hægt að ganga nógu vel frá þeim, þannig að þeir snúa vitlaust upp í vindinn. Við sem höfurn verið að beita þarna og reyta upp ýsu undanfarið, komumst ekkert að með okkar báta,“ sagði Bjarni að lokum. -GSH Sinf ön ■ uhl jómsveit íslands á fimmtudagskvöld: Þrjú verk eftir Brahms ■ Jóhannes Brahms setur mjög svip sinn á tónleikahald þessa árs, en liðin eru 150 ár frá fæðingu hans. Tvennir kammertónleikar eru nýafstaðnir í Reykjavík, þar sem eingöngu voru leikin verk hans og nú á fimmtudag verða áskriftartónleikar Sinfóníu- hljómsveitar íslands einvörðungu helgaðir honum. Þar verða ieikin eftir hann Sinfónía nr. 3 í F-dúr, Fiðlukons- ert í D-dúr og Háskóiaforleikurinn op.80. Tónleikamir hefjast kl. 20.30 í Háskólabíói. Stjórnandi þessara tónleika verður Þjóðverjinn Klauspeter Seibel, en hann er nú fyrsti hljómsveitarstjóri óperunnar í Hamborg, prófessor við tónlistarakademíuna þarog jafnframt aðalstjórnandi Sinfóníuhijómsveitar- innar í Núrnberg. Hann stjómaði Sinfóníuhljómsveit íslands á tón- leikum fyrir tæpu ári og sömuleiðis stjórnaði hann kammertónleikum Sinfóníunnar um síðustu helgi, Hann hefur stjórnað tónieikum og óperusýn- ingum víða um lönd. Einlcikari í Fiðlukonsert Brahms verður Jean-Pierre Wallez. Hann hef- ur komið fram víða um lönd, bæði sem fiðluleikari og hijómsveitarstjóri. JGK ■ Cheng Rouyo, matreiðslumeistari að störfum á Hótel Esju. KÍM 30 ára ■ Um þessar myndir heldur KÍM, Kínverks-fslenska menningarfélagið upp á 30 ára afmæli sitt, en það var stofnað 20. október 1953. Af því tilefni hefur KÍM, ásamt Hótel Esju, boðíð hingað til lands matreiðslumeistara frá Kínverska alþýðulýðveldinu og hefur hann haldið námskeið fyrir al- menning undanfarna daga, auk þess sem hann hefur haldið námskeið fyrir Hótel- og veitingaskólann og Samband veitinga- og gistihúsa. Formaður KÍM er Arnþór Helgason og varaformaður dr. Jakob Benedikts- son. Reggae-tónleik- ar í Sigtúni — Linton Kwesi John- son og Denis Bovell Dub Band koma fram. ■ Ljóðskáldið Linton Kwesi Johnson flytur vcrk sín við undirleik hljómsveit- ar Dennis Bovell t Sigtúni 2. desember kL 22.00. Linton fluttist frá Jamaica 11 ára gamall til Englands, þar sem hann hefur látið mannréttindabaráttu inn- flytjenda mjög til sín taka eins og vel kemur fram í Ijóðagerð hans. Dennis „Blackbeard“ Bovell hefur átt sterkan þátt í þróun og útbreiðslu reggaetónlistar á Bretlandseyjum og er hljómsveit hans talin mcð þeim bestu á þessu sviði. í tilefni af komu Lintons mun heim- ildarmynd um hann„Dread, Beat and Blood“ verða sýnd á sérstakri sýningu í Regnboganum 1. des. kl. 17.00 og mun hann sjálfur verða viðstaddur og ávarpa gesti. Samtökin „Við krefjumst framtíð- ar“ standa að komu Lintons, en forsala aðgöngumiða er í Gramminu og fleiri hljómplötuverslunum. -FRI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.