Tíminn - 01.12.1983, Blaðsíða 9

Tíminn - 01.12.1983, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1983 9 Um takmörkun kjarnorku vígbúnaðar í Evrópu eftir Evgeni Barbukho, yfirmann APN-féttastofunnar á íslandi ■ í öllum fjölmiðlum á Vesturlöndum, þar á meðal íslenskum var mikið rætt um mál þau er snertu uppsetningu meðal- drægra, bandarískra kjarnorkuvopna í Evrópu. í þessu máli er eitt mikilvægt atriði, sem vekur athygli. Vestr'ænir fjölmiðlar, sem fjölluðu um gang við- ræðnanna í Genf kusu venjulega að láta ekki fyllilega uppskátt um afstöðu So- vétríkjanna. Afleiðingin varð sú, að óupplýstur lesandi fékk hlutdræga mynd af viðræðunum og það leit út fyrir að Sovétríkin væru „ósvcigjanleg" og „vildu ekki semja". Þessi hugmynd er ekki rétt. Tvö ólík svör Það er álit mitt, að lesandi geti ekki annað en verið sammála þeirri rök- semdafærslu að í Genf hefðu ekki aðeins örlög viðræðnanna einna verið ákvörð- uð. Hér var í raun verið að skera úr um það, hvaða stefnu atburðarásin í Evrópu átti að taka: Minnkandi hernaðarand- spæni eða yrði um vaxandi andspæni að ræða og þar með spennu og aukna hættu á kjarnorkustyrjöld. í Moskvu og Washington voru gefin ólík svör við þessari spurningu. Svar Bandaríkjamanna var þannig í stuttu máli (til að losna við óþarfa málskrúð) að ekki væru fyrir hendi möguleikar á árangri af viðræðunum, að upp yrðu settar nýjar „Pershing“ eld- flaugar og stýriflaugar, en það sé hreint ekki svo hættulegt fyrir Evrópu. Sovéska forystan var ekki á sama máli: Kæmi til uppsetningar hinna nýju bandarísku eldflauga í Evrópu yrði það afar óheillavænlegt skref í garð friðarins. Öfugt við bandaríska aðila, sem voru svartsýnir á viðræðurnar í Genf, lýsti Júrí Andropov, leiðtogi Sovétríkjanna, yfir því að fyrir hendi væri leið til að komast út úr þeim ógöngum, sem við- ræðurnar í Genf væru í. Það þyrfti aðeins að fara þá leið. Ef Bandaríkin sýndu vilja til að komast að samkomu- lagi, sem báðir aðilar gætu sætt sig við, þyrfti ekki mikinn tíma til að gera samkomulagið. Hvað hafa tveggja ára samningaviðræður í Genf leitt í Ijós? Það má slá því föstu, að tveggja ára samningaviðræður hafa leitt í ljós, að Sovétríkin voru reiðubúin til að fallast á djarfar lausnir til þess að bægja kjarn- orkuhættunni frá Evrópu, efla öryggi í átfuni og heiminum öllum. Það er ljóst, aö slíkar lausnir verða og eiga að byggjast á reglunni um jöfnuð og jafnt öryggi. Hér langar mig að koma fram með nokkrar staðreyndir. Sovétríkin, sem eru fylgjandi raun- hæfri og réttlátri lausn, leggja til að í Evrópu verði kjarnorkuvopnum alger- lega útrýmt, bæði taktískum, svo og meðaldrægum. Þessi tillaga, sem Was- hington vildi ekki ræða, er enn í gildi. Sem sagt, bandarísku aðilarnir voru ekki reiðubúnir til að fallast á róttæka lausn málsins. Hvað gera Sovétríkin? Þau leggja fram drög að annarri lausn: Að skera niður um þriðjung þann kjam- orkubúnað sem fyrir er, og skilja eftir 300 eldflaugar og flugvélar hjá hvorum aðila um sig. Einnig væri gert ráð fyrir framkvæmd ráðstafana, sem leiddu til jöfnuðar, en á lægra stigi. Hvað gerðu bandarískir aðilar? Þeir sýndu reglunni um jöfnuð og jafnt öryggi fulla fyrirlitningu. Aðalatriðið var að gerðar yrðu samþykktir, sem gæfu Bandaríkjunum og bandamönnum þeirra einhliða hernaðaryfirburði. Hvert er markmiðið? Féllust Sovétríkin á tillögur Bandaríkjanna, sem væri þeim í óhag, tryggði það yfirburði Bandaríkj- amanna við samningaborðið og ef þau höfnuðu henni, mætti nota það til að sanna að „Rússar vildu ekki samkomu- lag“ og réttlæta þá uppsetningu Persh- ing-2 eldflauganna og stýriflauganna í Evrópu. Eins og sagt er, er hér ekki um svo flókið bragð að ræða. En engu að síður tókst vel með það á Vesturlöndum að vissu leyti. Morgunblaðið ásakaði Rússa oft um „ósveigjanleika og samn- ingstregðu" þegar Genfar-viðræðurnar bar á góma. Mér virðist sem ég verði að gera ljósa grein fyrir afstöðu beggja aðila á viðræðunum, svo að ég falli ekki í sömu gryfju. Hér er ekki hægt annað en að minnast á tvö atriði, sem skilgreina hlutfall meðaldrægs vígbúnaðar. í fyrsta lagi standa tvö hernaðarbanda- lög hvort gegn öðru í Evrópu: Varsjár- bandalagið og NATO. Af hálfu Varsjár- bandalagsins eru það aðeins Sovétríkin, sem hafa yfir kjamorkuvopnum að ráða, en af hálfu NATO eru það England og Frakkland, auk Bandaríkjanna. I öðru lagi eru það ekki aðeins eld- flaugar, sem tilheyra meðaldrægum vopnum, heldur einnig flugvélar, sem bera kjarnorkuvopn, sem eru meðal- dræg. Áður en hafin var uppsetning banda- rísku eldflauganna á Bretlandi, Vestur- Þýskalandi og Italíu, áttu Sovétríkin í Evrópuhluta lands síns 938 meðaldrægra burðarpalla. NATO átti 857. Þar er um að ræða eldflaugar Bret- lands og Frakklands, svo og bandarískar og franskar meðaldrægar flugvélar. Hvað áhrærir burðarpalla, þá var um smávægis yfirburði af hálfu Sovétríkjanna að ræða, en hvað varðar hleðslur, sem hitta skotmarkið, voru yfirbuiðir NATO 1.4 á móti 1 hjá Sovétríkjunum. Sovét- ríkin eiga fleiri eldflaugar, en NATO 1.5 sinnum fleiri flugvélar. Óhlutdrægt mat á þessum þáttum gerir kleift að tala um gróft jafnvægi. Þessu jafnvægi vildu Bandaríkin raska, (og röskuðu því að lokum, aths. höfundar). Um nokkrar tillögur Reagans, forseta Auðvitað hafa lesendur heyrt um „núll-lausnina“, „bráðabirgða-afbrigð- ið“ og svokallaðar „nýjar tillögur", sem Reagan setti fram þann 26. september sl. í nokkrum greinum í íslenskum dagblöðum voru þessar tillögur settar fram sem leið til lausnar á viðræðunum í Genf. Er því svo varið? „NúU-lausn“ Reagans gerði ráð fyrir því að Sovétríkin eyðilegðu allar með- aldrægar eldflaugar sínar í Evrópu. NATO mundi ekki fækka neitt hjá sér: hvorki eldflaugum né flugvélum. Fyrir bandaríska aðila væri hér raunverulega um núll að ræða, hvað niðurskurð varðar. En fyrir Sovétríkin er hér að ræða einhliðaákvörðun, sem ekki er hægt að fallast á. „Bráðabirgða-afbrigðið“ gerði ráð fyrir að Sovéfríkin skildu eftir í Evrópu- hluta lands síns eins margar meðal- drægar eldflaugar og Bandaríkin setja þar upp. Bandarískar meðaldrægar sprengjuflugvélar yrðu ekki teknar með inn í samkomulagið og heldur ekki samsvarandi kjarnorkustyrkur Breta og Frakka. í raun væri hér verið að bæta við strategískan styrk Bandaríkjanna. Með- an nýjar bandarískareldflaugargeta náð til skotmarka langt inn á landsvæði Sovétríkjanna, geta sovéskar meðal- drægar eldflaugar, svo að ekki sé talað um meðaldrægarsprengjuflugvélar, ekki náð inn á landsvæði Bandaríkjanna. „Nýjar tillögur“, sem Reagan setti fram þann 26. september sl. breyta ekki eðli bandarískrar afstöðu til meðaldrægs kjarnorkubúnaðar í Evrópu. Fyrst og fremst er það vegna þess að þær byggjast á löngun til að koma fyrir nýjum eld- flaugum í Evrópu, tilraun til að taka breskan og franskan kjarnorkustyrk út úr heildarjafnvæginu, (það mætti halda að breskum og frönskum eldflaugum sé beint gegn Falklandseyjum eða Sa- hara, en ekki gegn Sovétríkjunum). Aðrar tillögur bandaríska forsetans eru sams konar að eðli til, (þ.e. hvað áhrærir lönguna til að raska jafnvæginu í Evrópu í eigin þágu). Allt, sem hér er sagt að ofan, virðist bera vott einum hlut, - því að Bandarík- in vilja ekki fara eftir reglunni um jöfnuð og jafnt öryggi þegar leysa á vandann, (en hvernig er hægt að taka þátt í viðræðum á annan hátt?). Sovétríkin leitast við að koma viðræðunum úr klemmu Einmitt þannig má lýsa svörum Júrí Andropovs við spurningum dagblaðsins „Prövdu“ (27. október sl.) þar sem hann kom fram með nýjar og merkar tillögur. Hér á eftir eru þrjár þessara tillagna. 1. Sovétríkin lýsa sig reiðubúin til að skilja eftir 140 SS-20 eldflaugar sem mótvægi við 162 eldflaugar Breta og Frakka, ef næðist samkomulag um kjarnaodda. Sovésku eldflaugarnar væru mótvægi við aðeins eldflaugar Breta og Frakka. Hvað varðar sovéskarog banda- rískar eldflaugar, þá væri hér um sanna núll-lausn að ræða. 2. Eins og kunnugt hafa Sovétríkin þegar lýst yfir, að eldflaugar, sem á að taka niður, verða ekki fluttar til austur- hluta landsins, hcldur eyðilagðar. Auk þess má taka fram, að á þeim tíma, sem samningaviðræður hafa átt sér stað í Genf, hafa Sove'fríkin þegar tekið niður nokkra tugi meðaldrægra eldflauga í Evrópu. Búið er að taka algerlega niður allar eldflaugar af gerðinni SS-5, sem eru jafndrægar SS-20 eldflaugunum, en fóru langt fram úr þeim hvað hleðslur varð: aði. Ný tillaga af hálfu Sovéfríkjanna gerir ráð fyrir að hætt verði að setja upp nýjar SS-20 eldflaugar í austurhéruðum Sove'fríkjanna - að því tilskyldu að náist samkomulag um takmörkun kjarnorku- vígbúnaðar í Evrópu og hið strategíska ástand haldist óbreytt. 3. Sovétríkin eru reiðubúin til að taka skref til móts við bandaríska aðila - samþykkja að skoða það að um fleiri flugvélar, sem bera kjarnorkuvopn, verði að ræða. Það verður að segjast, að þetta er ekki létt skref fyrir Sovétríkin. Bandarískar meðaldrægar sprengjuflug- vélar geta náð til skotmarka á stórum hluta landsvæðis Sovétríkjanna, en á sama fima getur engin sovésk meðaldræg sprengjuflugvél náð til bandarísks land- svæðis. Eins og lesandinn sér, er afstaða Sovétríkjanna Ijós: Engar nýjar eld- flaugar í Evrópu, fækkun í vopnabúrum. I London, Bonn og Róm var tekin ákvörðun við upp- setningu eldflauganna Meiri hluti þessarar greinar, sem þið lesið núna var afhent ritstjórn dagblaðs- ins „Tírninn" 22. nóvember sl. En næsta dag var kunngerð ákvörðun ríkisstjórna Bretlands, Vestur-Þýskalands og Ítalíu að setja upp bandarískar meðaldrægar eldflaugar á landsvæði þessara landa. Þess vegna áleit greinarhöfundur mikil- vægt að gera endurbætur á grein sinni og bæta við hana. Eftir að ákvörðun þessi var kunngerð, sendi Júrí Andropov, aðalritari mið- stjórnar KFS og forseti forsætisnefndar Æðsta ráðs Sovétríkjanna frá sér yfirlýs- ingu þann 24. nóvember, þar sem hann lagði áherslu á, að „með uppsetningu bandarísku eldflauganna í Evrópu, yxi ekki öryggi Evrópu, heldur hættan á því að Bandaríkin drægju þjóðir Evrópu inn í hörmungar.“ Síðar segir í yfirlýsingu Júrí Androp- ovs: „Eftir að hafa vegið og metið allt ástandið, sem skapast hefur, hafa Sovétríkin samþykkt eftirfarandi ákvörðun: I fyrsta lagi. Þarsem Bandaríkin hafa komið í vcg fyrir að mögulegt sé að komast að samkomulagi í Genf um takmörkun kjarnorkuvígbúnaðar í Evrópu, sem báðir aðilar gætu sætt sig við, þannig að áframhald þeirra við- ræðna yrði aðeins yfirskin, sem Banda- ríkin og önnur NATO-ríki gætu notað til að grafa undan öryggi í Evrópu og öllum heiminum, líta Sovétríkin svo á, að áframhaldandi þátttaka þeirra í við- ræðunum sé ómöguleg. í öðru lagi. Sovétríkin aflýsa einhliða ákvörðunum sínum, sem þau höfðu áður samþykkt til að skapa hagstæðara andrúmsloft fyrir viðræðurnar. Þannig hafa þau aflýst því, að stöðvuð yrði uppsetning meðaldrægra kjarnorkueld- flauga í Evrópu hluta Sovétríkjanna. í þriðja lagi. Samkomulag hefur verið gert við ríkisstjórnir Þýska Alþýöulýð .- veldisins og Tékkóslóvakíu um að undir- búningsstarfi því, sem boðað hefur verið og er þegar hafið undir uppsetn- ingu meðaldrægra eldflauga í þessum löndum, verði hraðað. í fjórða lagi. Þar sem uppsetning eldflauga Bandaríkjanna í Evrópu skap- ar aukna hættu fyrir Sovétríkin, munu þau haga uppsetningu samsvarandi eld- tlaugakerfa sinna með nákvæmu tilliti til aðstæðna á höfum og hafsvæðum. Að eðli til verða þessi vopnakerfi okkar í samræmi við þá ógnun, sem bandarísku eldflaugarnar, sem beint er að okkur og bandamönnum okkar, frá ríkjum Vest- ur-Evrópu, búa okkur. ' Það þarf ekki að taka það fram, að til annarra ráða verður einnig gripiö til að tryggja öryggi Sovétríkjanna og annarra sósíalískra ríkja.“ Svarráðstafanir þær, sem Sovétríkin grípa til.'eru nauðsynlegar og beinast að því að leyfa ekki að jafnvægi á sviði hernaðar verði raskað. „Ef Bandaríkin og önnur NATO-ríki sýna vilja á því að snúa atburðarásinni í það horf, sem hún var fyrir uppsetningu bandarísku eldflauganna í Evrópu, eru Sovétríkin að sjálfsögðu einnig reiðubú- in til þess. Þá myndu fyrri tillögur varðandi takmörkun og niðurskurð kjarnorkuvígbúnaðar í Evrópu öðlast gildi á ný. í því tilfelli, þ.e. ef komiðyrði aftur á fyrra ástandi, tækju aftur gildi einhliða skuldbindingar Sovétríkjanna á þessu sviði," segir enn fremur í upplýsingunni. Júrí Andropov lagði sérlega áherslu á það, að „Sovétríkin lýstu því yfir af fullum þrótti og án nokkurra undan- bragða, að þau myndu halda fast við stefnu sína að stöðva vígbúnaðarkapp- • hlaupið, fyrst og fremst vígbúnaðar- kapphlaupið og að lokum bægja hætt- unni á kjarnorkustyrjöld fyllilcga frá.“ Þegar sovéski leiðtoginn fjallaði um vandamál varðandi Evrópu, sagði hann að „Sovétríkin væru sem áður fylgjandi hinni róttækustu lausn varðandi kjarn- orkuvígbúnað í Evrópu. Þau endurtaka tilllögur sínar um að losa Evrópu við kjarnorkuvopn, bæði meðaldræg og hefðbundin." í yfirlýsingunni segir ennfremur: „Sovéskir ráðamenn heita á ráðamenn í Bandaríkjunum og ríkjum Vestur- Evrópu til að vega og meta enn einu sinni allar afleiðingar, sem uppsetning nýrra, bandarískra kjarnorkueldflauga í Vestur-Evrópu getur haft fyrir þessar þjóðir og mannkynið allt.“ Evgeni Barbukho, yflrmaður APN-fréttastofunnar á Islandi. 1983 To be reduced to 1983 "ZeroOption" "Interim Proposal" 1983 With new US missiles 300 units on each side deployed | | USSR □ NATO IUSA. UK, Ftancel ■ Úr bókinni: „Disarmament: Who against?“ (Military Publishing House, Moscow, 1983). (Jafnvægi það sem kemur fram á þessum uppdrætti, raskast nú vegna uppsetningar bandarísku eldflauganna í V-Evrópu, aths. greinarhöf.).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.