Tíminn - 13.12.1983, Blaðsíða 10

Tíminn - 13.12.1983, Blaðsíða 10
ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1983 1945-1949 Ólafur Jóhann Sigurðsson Drekar og smál'uglar. Úr fórum blaðamanns Mál og menning ■ „Ég ætlaði að segja honum, að ég mundi þá hugsa um konu mína og dóttur okkar, um móður mína, sem dó þegar ég var á öðru ári, og uin ömmu mína sálugu. Ég ætlaði að segja honum, að þegar ég virti fyrir mér stjörnur himins, brot af óendanlegum geimi hnatta og sólkerfa, sem gerður væri af óendanlegri visku, þá efldist sú dulda von innra með mér, að ef til vill auðnaðist mér um það er lyki að leggja skoplítið lóð á vogarskál- ina gegn hrokafullri sprengjuskál myrkra afla, fursta gullsins, vopnanna og tortím- ingarinnar, - leggja örlítið lóð mitt á vogarská! eilífrar sköpunar og friðar, Ijóss og lífs“. Þannig gerir Páll Jónsson að sögulok- um grein fyrir því hvað hann vildi segja pappírnum sem hann trúði fyrir minn- ingum sínum. Á 599 blaðsíðum rekur Páll blaða- mannsminningar sínar frá árunum 1945- 49. Frásögn hans er langdregin og nákvæm, stíll hans orðmargur. En þessi orð hafa sinn tilgang og það mun ekki reynast auðvelt að þjappa þessari frá- sögn saman til muna án þess að sitthvað tapist. Einhleypur blaðamaður, hæglátur og fáskiptinn meinleysismaður rekur minningar sínar. Flann er ekki allskostar ánægður í starfi sínu og vinnur sín daglegu skyldustörf ekki í fullri sátt við sinn innra mann. Lífsstefna ömmu hans er heimanfylgja hans. Fólkið sem hann umgengst er misjafnt. Þar kennir víða siðferðilegs slappleika. En þetta er fólk eins og við þekktum. Frú Kamilla sem leigir Páli herbergi og Bjarni maður hennar, vinnu- félagar Páls og málvinir. Þarna bregður fyrir tilsvörum og viðbrögðum sem þeir þekkja vel sem muna þennan áratug. Sagan er að öðrum þræði skýrsla um þá þjóðlífsbreytingu sem átti sér stað fyrstu árin eftir stríðið. Það var breyting á hugsun og háttum. Einar Pétursson og Valþór ritstjóri eru. menn sem við þekkjum. Valþór skrifaði gegn því að Bandaríkin fengju hér herstöðvar í 99 ár en sætti sig við Keflavíkursamning og mælti með inn- göngu í Atlantshafsbandalagið. Trúin á sæluríkið í austri og Jósef bónda kemur líka fram enda vantaði illa í lýsingu þessara ára ef hana skorti. Þar eins og víðar eru vissir drættir heldur skerptir eins og þegar þurrabúðarmann- inn langar til að senda Jósef bónda gulrófupoka, þær eru svo hollar og slíkir menn þurfa að lifa 200 ár. Svo koma líka fram þær raddir að ekki sé vert að vera að eyða almannafé til að verðlauna klessumálara og klámhunda og þessháttar fólk. Það er margt sem kemur kunnuglega fyrir og gaman er að rifja upp enda þótt ekki séu eintóm gamanmál. Það er ekki nema ein óvenjuleg per- sóna í þessari sögu, drykkfelldi draum- óramaðurinn Finnbogi sem skreytir sig með annarra fjöðrum til að telja mönnum trú um að hann sé skáld á heimsmælikvarða á enska tungu. Ó- merkileg persóna í reynd en mikillát í draumum sínum og hugarburði - öðru- hvoru að minnsta kosti. Og auðvitað endar hans ferill eins og efni stóðu til með eymd og vesöld. Þó er alltaf nokkur dul yfir þessum ólánsgarmi. Páll fór heim á æskustöðvar sínar en stóð þar stutt við. Allt var orðið breytt. Hann fann þar ekki þann liðna tíma, sem hann leitaði að. Hins vegar fékk hann að vita um faðerni sitt. Séra Tryggvi sagði honum að hann væri tilkominn vegna brjóstgæða og líkn- semdar. „Og þá hafði ég vitaskuld í huga brjóstgæði og líknsemd móður yðar, sem þér megið síst áfellast. Þegar hún fann, að hún hafði verið smánuð, og gerði sér ef til vill Ijóst undir niðri, að hún hafði verið slegin blindu, þá dó faðir yðar í brjósti hennar, eins og ég drap á áðan. Síðan bar hún ekki sitt barr.- Þér skuluð blessa minningu hennar, Páll. Hún var vammlaus stúlka, fíngerð og viðkvæm". Svo ber fundum þeirra feðga saman á Austurvelli 30. mars 1949. Páll væntir þess að sá fundur nægi til þess að faðir hans deyi einnig í sínu brjósti. En samt er honum Ijóst, að gerólíkar erfðaeining- ar hafa fléttast saman í honum og því þurfi hann stöðugt að vera á varðbergi gegn leyndum þáttum úr föðurætt. Það er satt og rétt sem segir í bókarkápu að hér sé „brugðið upp margbrotinni mynd af íslensku þjóðlífi á fimmta áratugnum þar sem kímilegar persónur og atvik fléttast inn í alvöru- þrungna samfélagskrufmngu". Allt er þetta skrifað af hollustu og trúmennsku við rétt hins smáa en um leið af þunga þeirrar alvöru sem veit að allur réttur er ómerkur nema skylda og ábyrgð fylgi. Því er þetta hollur lestur. H.Kr. Vel að verki staðið Brynjólfur Ámundason: Ábúendatal Villingaholtshrcpps í Árnessýslu 1801-1981 Gefíð út á kostnað höfundar. 448 blaðsíður. ■ Það verður varla á íslendinga logið, þegar persónusaga er annars vegar. Þeir eru sjaldnast ánægðir, nema þeir fái að vita eitthvað um ætt og uppruna þess fólks, sem þeir komast í kynni við, og þá ekki einungis þeirra, scm enn eru ofar moldu eða lifa í endurminningu þeirra, heldur einnig þess fólks, sem búið hefur fyrrum á þeim slóðuni, sem þeir ólust upp á eða hafa af einhverjum ástæðum tekið ástfóstri við. Að vísu er það misjafnt, hvað menn leita langt aftur í tímann, en fyrir öllum vakir raunar hið sama: að geta rakið æviferil sem flestra og að tengja kynslóðirnar ættarböndum. Þetta verður raunar mjög flókið mál, ef farið er mjög langt aftur í tímann, því að í rás aldanna verða allir komnir af flestöllum, sem aukið hafa kyn sitt á annað horð. Þegar svo er komið, verður það verðugt verkefni fyrir tölvu að segja til um, á hve marga vegu hver er kominn afhverjum. íslendingar hafa lengst af búið í dreifbýli, þjóðfélagið var lengst af bændasamfélag. Jarðir héldust margar lítið eða ekkert breyttar öldum saman. I nánum tengslum við stöðugleika jarð- anna sem ábúðareininga hefur myndast sú grein héraðasagnaritunar, sem kalla má einu nafni bændatöl eða ábúendatöl, þar sem leitast er við að raða í tímaröð öllum ábúendum sömu jarðar, rekja æviferil þeirra, geta kvonfangs, greina frá uppruna og æviárum konunnar og gera síðan grein fyrir börnum hjónanna, hvort sem er sameiginlegum eða sem þeim kann að hafa áskotnast hvoru í sínu lagi. Eitt slíkt rita er Ábúendatal Villinga- holtshrepps eftir Brynjólf Ámundason, stærðar rit, sem nú er komið út og nær yfir tímabilið 1801-1981. Þó er þetta aðeins fyrra bindi yfir það tímabil. Ekki er þó allt þar með talið. Höfundi hefur tæpast tekist að gera næga grein fyrir tilhögun og umfangi framhalds þessa verks í formála, en á bls. 27 í ritinu kemur glöggt fram, að fyrirhugað er „III. bindi þessa ritverks, þarsem greint verður frá jörðum í Villingaholtshreppi frá því sögur herma, eigendum þeirra til 1981 og ábúendum fyrir 1801". Það er ekki um að villast, að það er stórhuga maður, sem hér heldur á penna. Til viðbótar skal þess einnig getið, að hann gefur ritið út á eigin kostnað og hefur ekkert til sparað að gera það sem best úr garði. í ritfregn sem þessari er erfitt að gagnrýna eða ritdæma bók sem þessa. Til þess þyrfti að skoða mikið safn heimilda og svo að segja að rekja spor höfundarins. En þegar við fyrstu sýn er auðsætt, að bókin er mörgum góðum kostum búin. Hana prýða fjölmargar myndir af því fólki, sem uppi hefur verið eftir að Ijósmyndaöld gekk í garð, hvað þá af núlifandi fólki. Einnig eru myndir af fjölmörgum bæjum sveitarinnar og stundum öðrum bæjarhúsum. Mvndir þessar hafa bæði byggingarsögulegt og almennt menningarsögulegt gildi. Æviskrárnar í bókinni eru yfirleitt stuttar og laggóðar og nokkuð með hefðbundnum hætti. Þó bregður því fyrir allvíða, að æviatriðin eru krydduð með nokkurri umsögn um persónurnar, annaðhvort frá hendi höfundar sjálfs eða brugðið upp mannlýsingu úr eftir- mælum, erfiljóðum eða tilfærð er smellin vísa til áréttingar frásögn. Stundum er vísað til ummæla í prentuðum ritum, en þó oftar skjallegra heimilda. Sem dæmi má taka eftirfarandi. Bréf sr. Tómasar Guðmundssonar til Þórðar sýslumanns Sveinbjörnssonar, sem talar sínu máli um það, hvernig tekið var á hórdóms- broti bónda, sem gat ekki eignast af- kvæmi í hjónabandi: „Lengi hefir bóndann Þórð Eyjólfsson í Syðri-Gróf langað til að fjölga mannkyninu, eignast afkvæmi og upp- fylla þarmeð ena fyrstu ákvörðun og boðorð ens alvalda, en forgcfins revnt það fyrir 20 ár með eiginkonu sinni, llalidóru, nú yfir ou ara skeið kominni, - þangað til nú þann' 13. yfirstandandi mánaðar, að honum bættist brestur þessi og eignaðist ungan son með vinnukonu sinni, Helgu Pétursdóttur, hvað ég vil hérrneð ekki undanfella að tilkynna yður. Jafnframt má ég þess geta, að tilfelli þetta er að nokkru leyti að akta sem Rachelar breytni forðum, sem lengi var óbyrja kölluð, og biður kona Þórðar, án þess að erfa í enu minnsta við hann afbrot sitt, manni sínum allrar þeirra líknar og linkindar, sem lögin mest veitt geta brotlegum manni, þar hún ann honum og ambátt sinni og veitir til vorkunnar það orðið er, telur hana líka sér holla og vinveitta alltjafnt verið hafa eins og dugnaðar- og aðstoðarmann sinn í sínum lasleikatilfellum og má ekki hennar við missa, nema því aðeins, að einhver kvenmaður aftur fengist, sem varla telst mögulegt, að hennar jafngildi orðið gæti. Allt þetta felst yður á hendi af viðkomendum til vægðarsömustu meðferðar og vorkunnarfyllstu að- gjörða. Villingaholti, þann 30. October 1824. Th. Guðmundsson.“ (Bls. 143). Oft bætir höfundur við æviskrá sína afar hlýlegum ummælum um hlutaðeig- andi fólk. Tökum þetta sem dæmi: „Þau Snjólfur og Oddný hafa sjálfsagt aldrei verið rík að hinum svonefnda veraldar- auði sem forgengur í eldi og ryði. En þau áttu nóg af öðrum auði, svo sem hjarta- hlýju og kærleika. Snjólfur var maður glaðsinna í góðra vina hópi, viðræðugóð- ur ogorðheppinn. Oddný er kona hæglát í fasi öllu, og æðralaust tók hún því mótlæti. er á hana var lagt við missi manns og barna". Talsverðan fróðleik er að fjnna í bókinni um jarðirnar sjálfar. Vafalaust mætti ýmsu bæta þar við, en ef til vili bíður það 111. bindis. Kaflinn um kirkju- staðinn og prestssetrið gamla, Villinga- holt. hefur þó sérstöðu. Þar er kirkjunni helgað þó nokkurt mál, m.a. birtar úttektir og vísitasíur, módelmyndir af eldri kirkjum og ljósmynd af hinni núverandi. Þá er einnig birt mynd af Sími 44566 RAFLAGNIR Nýlagnir - Breytingar - Viöhald JBHV'Sj samvirki JS\f Skemmuvegi 30 — 200 Kópavogur. ABUENDATAL VILLINGAHOLTSHREPPS í ÁRNESSÝSLU 180M981 málverki af kirkjunni, sem reist var 1852, eftir danskan landmælingamann. Nafn hans er þó stafsett á ótrúlega íslenskan hátt. Allt bendir þó til, að módelmyndirnar á bls. 21 gefi miklu betri hugmynd um útlit hinnar sömu kirkju, enda er bersýnilegt, að öll módel- in eru gerð eftir máli, sem gefið er upp í gömlum vísitasíum. Víða annarsstaðar í ritinu eru birtir kaflar úr úttektum, sem gefa góðar hugmyndir um ásigkomulag og gerð gamalla bæjarhúsa. Fyrir alla, sem einhver tengsl eiga við fólk í Villingaholtshreppi, er rit þetta hin mesta fróðleiksnáma. Ég þekki mjög lítið til á þessum slóðum, en fræðist þó um það í þessu riti, að bóndasonur úr hreppnum er giftur náfrænku minni. Þá er einnig bóndakona í sveitinni ættuð af mínum heimaslóðum og raunar mér skyld í ættir fram. Alllangt er orðið síðan ég varð þess var, að Brynjólfur Ámundason byrjaði að panta Ijósrit í allmiklum mæli af kirkjubókum og öðrum heimildagögn- um úr Þjóðskjalasafninu. Lagði hann þar oft í mikinn kostnað. En nú er farinn að sjást árangur verka hans. Það er auðséð, að hann er áhugasamur og góður verkmaður. Hann er maður á góðum aldri, fullvinnandi og getur því ekki setið langtímum á söfnum. En áhugi hans hefur brotið allar hindranir. Bókin ber þess öll merki, að hér er að verki maður, sem hefur um langt skeið varið tómstundum sínum vel og vitur- lega. Ég óska honum og sveitungum hans öllum, bæði heima í héraði og burtfluttum, allra heilla með þetta fyrsta bindi af Ábúendatali Villingaholts- hrepps. Bjarni Vilhjálmsson Þar kennir margra grasa Borgfírsk blanda Sagnir og fróðlcikur úr Mýra- og Borgarfjarðarsýslum. VII. Safnað hefur Bragi Þórðarson Hörpuútgáfan. ■ Hér er á ferðinni ýmiskonar samtín- ingur svo sem vera ber og hefð er orðin í þessari útgáfu. Hér birtast viðtöl ný og eldri og sagnir frá ýmsum tímum. Hér kemur Leirulækjar-Fúsi og hér segir af revíum á Akranesi, og er þetta sagt til að sýna hve sundurleit efni eru saman dregin 1 þessa blöndu. Nafnaskrá er aftast í þessu bindi og er það góðra gjalda vert í riti eins og þessu sem eðlilegt er að leitað verði í eftir einu og öðru. Skráin nær yfir nöfn manna og staða. { efnisyfirliti er efni bókarinnar flokk- að svo: Þjóðlífsþættir, persónuþættir, draum- ar og dulrænar sagnir, slysfarir, gam- anmál og sagnaþættir. Þetta yfirlit sýnir að safnandinn er a.m.k. nærri því að láta ekkert mannlegt vera sér óviðkomandi. Þessu fylgir svo það að efnið nær til fleiri. Sumir hafa gaman af draugasögum og aðrir af mannraunasögum og slysa- fréttum þó að minna séu fyrir aldurfars- lýsingar t.d. Hér er frá ýmsu sagt sem ná mun athygli allra venjulegra lesenda. H.Kr. Þjóð- legir frá- sagnar- hættir Óskar Þórðarson frá Haga. Frá heimabyggð til hernámsára Frásöguþættir Hörpuútgáfan. ■ Þetta eru sjálfstæðir minningaþættir, flestir frá æskuárum höfundar heima í Skorradal og þó einkum eftir að hann yfirgefur bernskudalinn. Segir þar bæði frá Bretavinnu uppi í Hvalfirði og frá þjónustu við Steindór Einarsson og bíla- útgerð hans í Reykjavík. Það eru engin sérstök tilþrif í þessum frásögnum og efni þeirra ekki neitt æsilegt. Þær eru svona líkt og gengur og gerist, eins og menn hafa löngum sagt hver öðrum, sjálfum sér og hinum til yndis og afþreyingar. En þeir eru svo vel sagðir að ekki þarf að finna að því. Nokkrar sögur eru þarna um svipi og dulskynjanir utan við venjubundna dag- skynjun okkar flestra. Þetta er sem sagt þjóðleg frásagnabók. Sé miðað við eitthvað nýtt,-em ekki er annars staðar að finna.hygg ég að mestur fengur þyki að frásögn af Hvítanesi setuliðsins og persónulýsingu Steindórs bílakóngs. H.Kr. Halldor Kristjánsson B ^— ji skrifar um bækur IV- jÆ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.