Tíminn - 20.12.1983, Blaðsíða 3

Tíminn - 20.12.1983, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1983 fréttir GERT ER RAD FYRIR GREWSUI- HALIA A FJARLjÖGUM NÆSTA ARS — Búist við að kvótafrumvarpið verði að lögum í dag Tekjustofn- ar fram- lengdir ■ Tvö frumvörp urðu að lögum í gær en þau voru samþykkt í neðri deiid. Er þar um að ræða framlengingu á lögum um tímabundið vörugjald og skatt á skrifstofu og versiunarhúsnæði. Frumvörp þessi eru bæði tengd fjár- laga frumvarpi. ■ Enn hækkuðu niðurstöðutölur fjár- lagafrumvarpsins er fjárhagsnefnd skil- aði breytingartillögum fyrír 3. umræðu. Hækkunin nemur um 1% af heildarút- gjöldum, eða svipaðir prósenttölu og hækkunin nema fyrir 2. umræðu. Ljóst er að með þessum hækkunum verður ríkissjóður rekinn með halla næsta ár sem nemur um 375 millj. kr. í meðförum þingsins hafa fjárlög hækkað um 844 millj. kr., og munar þar mest um framlag til vegamála, en það kom fyrst inn við 3. umræðu. En þess ber einnig að geta, að nokkur breyting hefur orðið á hvað á að teljast til A hluta fjárlaganna og hvað til B hluta og munar þar nokkru þegar niðurstöðutalan er skoðuð. Þriðja umræða um fjárlagafrumvarpið hófst í gær og var búist við að hún stæði fram á kvöld og jafnvel nótt, en í dag, þriðjudag, á að greiða atkvæði um frumvarpið og að því loknu hefst jólafrí þingmanna. Allvel gekk að afgreiða frumvörp sem tengjast fjárlögunum svo að þau verða frá þegar atkvæðagreiðslan um fjárlögin hefst. Mikið annríki hefur verið á Alþingi og stóðu fundir yfir allan föstudaginn og fram til kl. 5.30 á laugardagsmorgun og aftur var tekið til á laugardag og stóðu umræður yfir allan þann dag. Það sem lengst stóð í mönnum að afgreiða var frumvarp ríkisstjórnarinnar um fiskveiðilandhelgina, eða kvótakerfið. Stjórnarandstaðan hélt uppi málþófi og gengu Alþýðubandalagsmenn lengst fram í því. Loks var þó hægt að afgreiða málið til efri deildar, en í neðri deild voru allar breytingatillögur stjórnarandstöðunnar felldar. í efri deild var dagurinn í gær tekinn snemma hófust fundir kl. 10 í gær. í gærkvöldi var enn verið að ræða fisk- veiðikvótann í deildinni, en um miðjan daginn var fundur í sameinuðu þingi um fjárlögin. Sjávarútvegsnefnd efri deildar hefur haft samráð við samsvarandi nefnd neðri deildar, svo að nefndarstörf ættu ekki að taka langan tíma. í gærvarstefnt að því að afgreiða kvótafrumvarpið sem lög frá Alþingi. OÓ Kosið í Nordur- landaráð ■ Kosið var í Norðurlandaráð á Alþingi í gær. Af A-Iista hlutu kosn- ingu Pétur Sigurðsson, Páll Pétursson, Friðjón Þórðarson og Ólafur G. Ein- arsson. Af B-lista Guðrún Helgadóttir, Eiður Guðnason, og Stefán Benedikts- son. Varamenn af A-lista voru kjömir Salome Þorkelsdóttir, Davíð Aðal- steinsson, Þorsteinn Pálsson og Árni Johnesen. Af B-lista Hjörleiftur Gutt- ormsson, Jóhanna Sigurðardóttir og Sigríður Dúna Kristmundsdóttir. Alltaí í skemm tilegum íélagsskap 3. Með einhverjum öðrum Theresa Charles Meö einhverjum öörum Rósamunda hrökklaðist úr hlutverki „hinnar konunnar", því það varð deginum ljósara að Norrey mundi aldrei hvería írá hinni auðugu eiginkonu sinni, - þrátt íyrir loíorð og íullyrðing- ar um að hann biði aðeins eítir að tá skilnað. Hversvegna ekki að byrja upp á nýtt með ein- hverjum öðmm? /7? ItXKtMK . , gartland Segðu já. Samantha Barbara Cartland Segðu já, Samantha Samantha var ung og saklaus og gœdd sér- stœðri íegurð og yndisþokka. Grœn augu henn- ar virtust geyma alia leyndardóma veraldar, Sjálí áttaði Samantha sig ekki á því íyrr en hún hitti David Durham og varð ástíangin af honum, að hún var aðeins íáíróð og óreynd lítil stúlka, en ekki sú líísreynda sýningarstúlka, sem mynd- ir birtust aí á síðum tízkublaðanna, Else-Marie Nohr Einmana Lóna á von á barni með unga manninum, sem hún elskar, og hún er yíir sig hamingjusöm. En hún haíði ekki minnstu hugmynd um, að hinar sérstöku aðstœður í sambandi við þungunina haía stoínað lííi bœði hennar sjálírar og barns- ins í hœttu. - Hugljúí og spennandi ástarsaga. ELSE-MARIE FUOHR EINMANA . ErikNctlN: ASTOG BLEKKING Erik Nerlöe Ást og blekking Súsanna var íoreldralaust stoínanabara sem látin var í svokallaða heimilisumönnun hjá stjúpíoreldmm Torbens. Með Torben og henni takast ástir og hún verður óírísk. Þeim er stíað sundur, en mörgum árum seinna skildi hún að hún heíur verið blekkt á ósvííinn hátt. Og það versta var, að það var maðurinn, sem hún haíði giízt, sem var svikarinn. Eva Steen Hann kom um nótt Bella vaknar nótt eina og sér ókunnan mann standa við rúmið með byssu í hendi. Maðurinn er hœttulegur morðingi, sem er á ílótta undan lögreglunni og œtlar að þvinga hana með sér á ílóttanum. Hún hatar þennan mana en á nœstu sólarhringum verður hún vör nýrra og hlýrri tilíinninga, þegar hún kynnist ungum syni morðingjans. Euaítecn Hflnn Kom um non Engir karimenn, takk Sigge Stark Engir karlmenn, takk í sveitarþorpinu var hlegið dátt að þeim, íurðu- íuglunum sex, sem höíðu tekið Steinsvatnið á leigu. Þœr hugðust reka þar búskap, án aðstoð- ar hins sterka kyns, - ekki einn einasti karlmað- ur átti að stíga íœti inn íyrir hliðið. - En Karl- hataraklúbburinn íékk íljótlega ástœðu tU að sjá eítir þessari ákvörðun. Else-Marie Nohr Systir María Nunnan unga var hin eina, sem möguleika haíði á að bjarga ílugmanninum sœrða, sem svo óvœnt haínaði í vörzlu systranna. En slíkt björgunarstarí var lííshœttulegt. Yíir þeim, sem veitti óvinunum aðstoð, voíði dauðadómur, - og ílugmaðurinn ungi var úr óvinahernum. Æsi- lega spennandi og íögur ástarsaga. KLSK.MAMí \(MK SYSTIR MARlA Sigge Stark Kona án íortíöar Var unga stúlkan í raun og vem minnislaus, eða var hún að látast og vildi ekki muna íortíð sína? Þessi íurðulega saga Com Bergö er saga undarlegra atvika, umhyggju og ljúísárrar ástar, en jaíníramt kveljandi afbrýði, sársauka og níst- andi ótta. En hún er einnig saga vonar, sem ást- in ein elur. SIGGE STARK KONA ORTIÐAR ÁN FOR Já, þœr eru spennandi ástarsögurnar írá Skuggsjá

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.