Tíminn - 20.12.1983, Blaðsíða 10

Tíminn - 20.12.1983, Blaðsíða 10
■ Davíð Oddsson borgarstjóri afhendir Rúnari Bjamasyni lyklana að nýja slökkvibflnum. Fulltrúi Krafts hf. sem flutti bílinn inn, og fulltrúi H.F. Maskinfabrik í Danmörku, sem byggði yfir bílinn, afhentu borgarstjóra bílinn við formlega athöfn. Slökkviliðsmenn sýna meðferð slökkvibúnaðar nýju slökkvibifreiðarinnar. Slökkvilið Reykjavíkur: NÝ OG FUUKOMIN SUÖKKVIBIF- REH) AFHENT A UUGMUMGINN ■ Slökkviliðið í Reykjavík fékk af- henta nýja og fullkomna slökkvibifreið á laugardag. Bifreiðin er þýsk en yfir- bygging og innrétting bílsins var smíðuð í Danmörku. Að sögn Hrólfs Jónssonar vara- slökkviliðsstjóra er bíllinn með drif á öllum hjólum og sjálfskiptingu, þannig að hægt er að nota hann sem stjórnstöð ef þörf er á. Búnaður bílsins er fullkominn, m.a. fylgir honum björgunartæki til að opna bíla sem klemmst hafa saman við árekstur. Stórt Ijósamastur er á bílnum sem hægt er að tjakka upp í 9 metra hæð til að lýsa upp vettvang. Þá fylgja honum reykblásarar, fullkomin froðudæla og ýmislegt fleira. Bíllinn kom til landsins í síðustu viku og sérfræðingar frá dönsku verksmiðjun- um sem byggðu yfir bílinn hafa haldið námskeið í meðferð hans. Einnig kom hollenskur sérfræðingur sem kenndi meðferð björgunartækjanna. Bíllinn verður tekinn í notkun á aðfangadag. GSH ■ Slökkvibíllinn sem Slökkvilið Reykjavíkur fékk formlega afhentan á laugardag. Tímamynd Sverrir SAUTJÁN ÁRA PILTUR BEIÐ BANA í UMFERÐARSLYSI ■ Sautján ára gamall piltur beið bana ■ umferðarslysi á Eyrarbakkavegi, um tvo kílómetra fyrir neðan bæinn Stekka, laust eftir kl. 22 á föstudags- kvöld. Þar rann bíll til á vcginum og annar bíll, sem kom á móti, lenti inn í hlið hans. Pilturinn sem lést var farþegi í aftursæti bílsins sem rann til og stúlka í sama bíl slasaðist einig talsvert og liggur hún á sjúkrahúsi í Reykavík. Að sögn lögreglunnar á Selfossi voru alls 9 manns í bílunum tveim, þar á meðal 5 ára gamalt barn sem slapp nær ómeitt. Öll voru þau flutt á sjúkrahúsið á Selfossi og þaðan voru fjögur þeirra flutt áfram til Reykjavík- ur og lést pilturinn á leiðinni þangað. Meiðsl annarra en stúlkunnar munu hafa verið smávægileg. Mikil hálka var á veginum þegar slysið varð og svcll yfir veginum og er það talin vera orsök slyssins. Pilturinn sem lést hét Guðjón Eggert Einarsson, fæddur 1. mars 1966, til heimilis að Sæbergi á Stokkseyri. GSH Hljómplötu sala eykst ■ „Ég held að menn séu nokkuð sammála um það að hljómplötusala hafí verið viðunandi núna fyrir jólin. Það kom mikill fjörkippur þegar vörugjaldið var fellt niður fyrir rúmum tveimur mánuðum - en þar á undan hafði verið stöðugur samdráttur í nokkur ár,“ sagði Olafur Haraldsson, framkvæmdastjóri hljómplötudeildar Fálkans, þegar hann var spurður hvernig hljómplötusala gengi um þessar mundir. „Allur fyrri hluti þessa árs var mjög slæmur, raunar botninn á þessum margra ára samdrætti. Égget nefnt sem dæmi að innlend útgáfa lagðist næstum því niður. Nú síðustu vikurnar hefur hins vegar verið nokkuð um plötuútgáfu og ég veit ekki betur en innlendar plötur seljist sæmilega." -Hver er hlutdeild innlendrar útgáfu í heildarsölunni? „Hún hefur mörg undanfarin ár verið rétt um þriðjungur. Hvort hún verður svo mikil í ár treysti ég mér ekki til að segja. Mér þykir ekki ólíklegt að hún verði nokkuð minna hlutfall," sagði Ólafur. Algengasta verð á hljómplötum er nú rétt innan við 400 krónur. -Sjó 1,1% af mannafla á atvinnu leysisskrá í nóvember ■ í nóvember voru skráðir 27.194 atvinnuleysisdagar á landinu öllu. Svarar þetta til þess að 1255 manns hafi verið á atvinnuleysisskrá allan mánuðinn, sem jafngildir 1,1% mannafla á vinnumark- aði samkvæmt áætlun þjóðhagsstofnun- ar. í október voru skráðir 14667 atvinnu- leysisdagar og hefur því skráð atvinnu- leysi aukist um 12.527 daga í nóvember eða um 85%. Hlutfallslega fjölgaði mest á Vesturlandi, þar sem stöðvun fisk- vinnslu í tveim frystihúsum olli verulegu atvinnuleysi. Atvinnuleysi í nóvember var meira en helmingi meira en það var í nóvember 1982. Frímerkja útgáfur á næsta ári: Lýðveldis- frímerki ■ Allmargar frímerkjaútgáfur eru væntanlegur á næsta ári á vegum Póst og símamálastofnunarinnar. Koma fyrstu frímerkin út í marsmánuði tvö blómafrfmerki, þyrnirós og tágamura, í verðgildunum 6 kr. og 25 kr. Síðar á árinu eru væntanleg tvö blómafrímerki til viðbótar. Evrópufrímcrki koma út í maí, í verðgildunum 6,50 og 7,50. Það er Í25 sinn sem Evrópufrímerki koma út og verður myndefni Evrópufrímerkjanna sameiginlegt fyrir öll löndin í tílefni þess að aldarfjórðungur er liðinn frá Stofnun Evrópuráðs pósts og síma CEPT. í maí koma einnig út frímerki að verðgiidi 10 kr. í tilefni af aldarafmæli Góðtemplarareglunnar á íslandi og ennfremur þriðja og síðasta smáörkin í tilefni af frímerkjasýningarinnar NORDIA ’84. Söluverð arkarinnar verður 60 kr. en í henni verður eitt frímerki að verðgildi 40 kr. Þá eru í undirbúningi frímerki í tilefni aldarafmælis Listasafns íslands, jólafrímerki 1984 og frímerki í tilefni 40 ára afmælis lýðveldisins á íslandi. Einnig hefur verið rætt um frímerki í tilefni af 50 ára afmæli Vinnuveitanda- sambands íslands. -GSH. Stjórn Búseta: Lánakjör til félagslegra Ibúða verði ■ „Stjórn Búseta harmar þau gáleys- islegu orð sem fallið hafa um húsnæðis- samvinnufélög, og virðast gegna þeim eina tilgangi að etja saman þeim sem leita félagslegra lausna á húsnæðis- vandanum", segir m.a. í frétt frá Húsnæðissamvinnufélaginu Búseta, þar sem sú skýiausa krafa er sett fram f.h. nær 2000 félagsmanna, að heildar- fjármagn til félagslegra íbúðabygginga verði stóraukið. Miðað við þær undir- tektir sem Búseti hefur fengið væri eðlilegt að miða við að 2/3 af íbúðum verði reistar á félagslegum grunni, en lögum samkvæmt ber byggingarsjóði verkamanna að fjármagna a.m.k. 1/3 af árlegri íbúðarþörf landsmanna. Þá krefst Búsetri þess, að lánakjör til félagslegra íbúða verði í engu skert, frá því sem nú er hjá Verkamannabú- stöðum. I því sambandi væri eðliiegast að miða við fyrningartíma íbúða, sem talinn er nema 60-100 árum hérlendis. I frumvarpi því til laga um Húsnæðisstofnun ríkisins, sem félags- málaráðherra hefur nýverið lagt fyrir Alþingi er gert ráð fyrir því að hús- næðissamvinnufélög með búseturétti njóti lánafyrirgreiðslu. 80% af áætluð- um byggingarkostnaði til 31 árs. Lána- fyrirgreiðsla til 31 árs þýðir það að mánaðargjald í búsetuíbúð yrði 5.675 krónur. Ef lánafyrirgreiðslan yrði til 60 ára mætti búast við því að mánaðar- gjaldið gæti lækkað um helming. M.ö.o. Fjölskyldur og einstaklingar gætu leyst húsnæðisvanda sinn með 3000 krónum á mánuði. Það yrði örugg- lega langtraustasta sporið sem við gætum tekið nú um stundir í þá veru að bæta kjör okkar í bráð og iengd. - BK. Halldór en ekki Jón ■ Þau mistök urðu í blaðinu um helgina að umsögn um bókina „Þeir settu svip á öidina“ var rangfeðruð: gagnrýnandinn sem skrifaði greinina er Halldór Kristjánsson, og er hann beðinn velvirðingar á þessum mis- tökum. -BK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.