Tíminn - 31.03.1984, Blaðsíða 8

Tíminn - 31.03.1984, Blaðsíða 8
8 Útgefandl: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gisli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gislason. Skrifstofustjóri: Ragnar Snorri Magnússon. Afgreiðslustjóri: Siguröur Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Eiías Snæland Jónsson. Ritstjórnaríulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrimsson. Umsjónarmaöur Helgar-Tímans: Atli Magnússon. Blaöamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Baldur Kristjánsson, Friörik Indriöason, Guömundur Sv . Hermannsson, Heiöur Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson, Jón Ólafsson, Kristín Leifsdóttir, Samúel Örn Eriingsson (iþróttir), Skafti Jónsson. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guöbjörnssson. Ljósmyndir: Guöjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Kristín Þorbjarnardóttir, Flosi Kristjánsson, Guöný Jónsdóttir Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar: Siöumúla 15, Reykjavík. Sími: 86300. Auglýsingasimi 18300. Kvöldsímar: 86387 og 86306. Verö í lausasölu 20.00, en 22.00 um helgar. Áskrlft á mánuði kr. 250.00. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaöaprent hf. Tengsl fræðslu- kerfis og atvinnulífs ■ Tómas Árnason hefur ásamt sex öðrum þingmönnum Framsóknarflokksins flutt þingsályktunartillögu um að Alþingi álykti að fela ríkisstjórninni að láta athuga hvernig unnt er að tengja fræðslukerfið, einkum Háskóla íslands, við atvinnulíf landsmanna framar því sem nú er. I greinargerð eru færð eftirfarandi rök fyrir tillögunni: „Á síðustu áratugum hafa helstu atvinnuvegir þjóðar- innar, svo sem sjávarútvegur, landbúnaður, iðnaður, verslun og þjónusta tekið flókna véltækni í þjónustu sína, þ.á m. margbrotnar og vandmeðfarnar tölvur, og er ekki séð fyrir endann á þeirri þróun. Því er augljóst að atvinnulífið kallar í vaxandi mæli á aukna starfskunnáttu og þekkingu á því er varðar meðferð, gæslu og viðhald hinna flóknustu véla og vélbúnaðar af ýmsu tagi. Því er eðlilegt að spurt sé: Er þjóðin nægilega vel að sér í þessum greinum? Hefur fræðslukerfið fylgt þróuninni nægilega vel eftir? Eða er ástæða til að endurskoða tengslin milli fræðslukerfisins og þarfa atvinnulífsins? Er fræðslukerfið nægilega aðlagað brýnustu þjóðfélagsþörfum? Þessum spurningum og mörgum fleirum þarf að svara. Reyndar er þörf á því að efla verkmenntun og starfskunnáttu á fleiri sviðum en þeim sem sérstaklega snerta vélbúnað og tækni. Margs konar önnur menntun og starfsþjálfun getur komið atvinnulífinu að gagni. Þar á meðal er brýnt að efla hönnunarmenningu þjóðarinnar, þjálfun sölumanna, stjórnunarfræði og fleiri greinar hagnýtrar verkmenningar. Og síst ber að vanmeta nauðsyn skipulegrar þjálfunar starfsmanna í fyrirtækjum, enda nauðsynlegt að efla verkmenntun þjóðarinnar á öllum stigum starfsskiptingar atvinnulífsins, en ekki á hinum hærri þrepum einum saman. Slík rækt við almenna verkmenntun mun leiða af sér trausta verkmenningu þjóðarinnar og gera hana hæfari til stórra átaka í arðbærri framleiðslu af ýmsu tagi. Viðurkenna ber að fræðslukerfið hefur um margt leitast við að fylgjast með tímanum, og ýmislegt hefur verið vel gert í þessum efnum. Margir sérskólar starfa á tæknisvið- um og búa nemendur undir vandasöm störf í þágu atvinnuveganna. Má þar nefna Vélskóla íslands, stýri- mannaskólana, Tækniskólann, búnaðarskólana, og þar með búnaðarháskólann á Hvanneyri, iðnskólana, Fisk- vinnsluskólann og ýmsa fjölbrautaskóla með brautir á véla- og tæknisviði. Útger.ðartækni hefur að vísu verið kennd við Tækniskólann síðustu 6-7 ár, en annars hefur kennslu í sjávarútvegsgreinum lítið verið sinnt til þessa á æðsta stigi fræðslumála. Sama má segja um iðnaðinn. Rétt er að geta þess að fyrrverandi menntamálaráðherra, Ingvar Gíslason, skipaði nefnd undir forystu Valdimars Kr. Jónssonar prófessors á grundvelli þingsályktunartil- lögu frá Guðmundi Karlssyni til þess að gera tillögur um að koma á fót kennslu í sjávarútvegsgreinum við Háskóla íslands. Þessi nefnd hefur skilað áliti og er það til umfjöllunar hjá ráðuneyti, samtökum sjávarútvegsins og fleiri aðilum. Þá er þess að minnast að á síðasta ári var ráðinn endurmenntunarstjóri við Háskóla íslands og hefur hann staðið fyrir endurmenntunarnámskeiðum fyrir verkfræðinga og tæknifræðinga. Iðntæknistofnun hefur einnig í undirbúningi námskeið fyrir unga menn sem gegna vandasömum störfum í iðnaði.“ Þá segir að allt sé þetta virðingarvert. Eigi að síður sé nauðsynlegt að einbeita sér að því að kanna gaumgæfilega hvort ekki sé hægt að tengja fræðslukerfið enn nánar beinum þörfum atvinnulífsins og stuðla sem verða má að því að skólanemendur undirbúi sig beint til starfa hjá aðalatvinnuvegum þjóðarinnar, en fjarlægist þá ekki. Víðtæk verkmenntun sé grundvöllur að efnalegri velferð þjóðarinnar og mikilvægt atriði í menningu hennar yfirleitt. Þ.Þ. LALIGARDAGLIR 31. MARS 1984 skrifað og skrafað Lög samþykkt en reglugerð vantar ■ Á Alþingi í fyrra voru samþykkt iög um breytingu á lögum, meö síðari breytingu o.s.frv., um að heimilt væri að endurgreiða söluskatt af kostnaði sveitarfélaga við snjómokstur. Þar segir að ráðherra setji með reglugerð nánari ákvæði um fram- kvæmd endurgreiðslunnar og tiltekur gögn er sveitarstjórn- ir þurfa að leggja fram til að öðlast rétt til endurgreiðslu. Lög þessi öðlast þegar gildi, var samþykkt á Alþingi 2. mars 1983. Lögin öðluðust sem sagt gildi en engin reglugerð hefur enn séð dagsins Ijós þrátt fyrir að tveir dugmiklir fjár- málaráðherrar hafi farið með þennan málaflokk síðan frumvarpið öðlaðist laga- gildi. Páll Pétursson lagði fram fyrirspurn um efnið fyrir skemmstu og vildi fá að vita hverju sætti. Hann sagði ekki um það deilt að mjög væri óeðlilegt að ríkið hagnaðist á söluskatti af þeim kostnaði sem sveitarfélög verða fyrir vegna snjómoksturs. Páll sagði: „Pessi skatt- heimta kemur mjög ójafnt niður á sveitarfélögin, og ekki verður séð að sæmandi sé að nota erfiðleika sem skapast vegna ótíðar sem tekjustofn fyrir ríkissjóð." Fyrirspyrjandi minnti á að báðir þeir menn sem gegnt hafa embætti fjármálaráð- herra síðan lögin um snjó- moksturinn og söluskattinn tóku gildi hafi verið mjög samþykkir málinu á Alþingi, en í ráðherratíð þeirra hefur nákvæmlega ekkert gerst í málinu. Albert Guðmundsson nú- verandi fjármálaráðherra gaf þá skýringu að heimildin hafi enn ekki verið notuð vegna þeirra vandkvæða sem á því eru að framkvæma endur- greiðslur sem þessar með sæmilegum hætti. Vinnuvéla- þjónusta er söluskattskyld hvort sem hún er unnin fyrir aðra eða í eigin þágu. Sveit- arfélög annast snjómokstur bæði með sínum eigin vinnu- ■ Páll vélum og leigutækjum. Pví sé erfitt fyrir skattyfirvöld að ákvarða hvenær umrætt tæki hafi verið að moka snjó eða verið að vinna að einhverju öðru. „í raun er hér um að ræða illframkvæmanlegt verk miðað við þann mannafla sem skattakerfið ræður nú yfir.“ Albert taldi aðeins tvær leiðir færar í þessu máli. „Önnur er sú að undanþyggja vinnuvélanotkun söluskatti. Slík undanþága yrði óheyri- lega dýr og því alls ekki ráðlegt að leggja til að svo stöddu að svo verði gert. Hin er sú að taka upp einhvers j konar styrkjakerfi annað hvort í gegnum jöfnunarsjóð eða ríkissjóð til handa þeim sveitarfélögum sem þurfa að moka mikinn snjó. Vandræðin eru þau, sagði fjármálaráðherra að hann hefur í höndunum lög, þar sem fram kemur afdráttar- laus vilji Alþingis. Unnið er að því í fjármálaráðuneytinu að reyna að finna leið til að framkvæma þessi lög, en embættismenn eru í stand- andi vandræðum með að finna leið sem er fram- kvæmanleg. Er engum treystandi? Hér kemur greinilega fram hjá fjármálaráðherra að eig- endum vinnuvéla og sveitar- félögum sé alls ekki treyst- andi til að gcra greinarmun á þeirri vinnu sem á að vera söluskattskyld og þeirri sem á að vera undanþegin sölu- skatti. Undirrituðum er spurn: ■ Albert Lifum við í algjöru glæpa- mannaþjóðfélagi? Er reynsls fjarmálaráðuneytisins sú ac mönnum og sveitarfélögum sé alls ekki treystandi til að gera heiðarleg skil á sölu- skatti? Ragnar Arnalds sem gegndi embætti fjármálaráð- herra þegar lögin voru sett var ekki í vandræðum. Hann sagðist hafa gengið frá reglu- gerð um snjómokstur og söluskatt áður en hans ráð- herratíð lauk, en hann hafi orðið að treysta á að sá sem næstur settist í stólinn gengi endanlega frá málinu. En Ragnar staðfesti skoðun sporgöngumanns síns, að við búum í þjófaé- lagi. „Égviðurkenniað nauð- synlegt kann að vera að hafa sérstakt eftirlit með því að ekki sé um misnotkun að ræða á þessari heimild. Og það er kannski alveg rétt, sem fram kom hjá hæstvirt- um ráðherra (þe. Albert. inn- skot OÓ) að það er kannski erfitt að leggja þá byrði alfar- ið á eftirlitsmenn skattakerf- isins.“ Og svo benti hann núver- andi fjármálaráðherra á að upplagt væri að fá sýslumenn og bæjarfógeta til að gefa snjóruðningsmönnum vott- orð og stimpla þá reikninga sem sendir verða vegna snjómoksturs sveitarfélaga. Samkvæmt þessum vitnis- burði tveggja fjármálaráð- herra mætti kannski spyrja hvort ekki væri einfaldast að verslun og viðskipti færu yfir- leitt í gegnum sýslumenn og fógeta og að enginn þyrfti að borga neinn reikning nema á ■ Ragnar honum væri stimpill lögrcglu- yfirvalda. Ófær tekjustofn En Páll gaf sig ekki þrátt fyrir undansláttinn og hefur öllu meiri trú á heiðarleik manna en fjármálaráðherr- arnir, enda aldrei í fjármála- ráðuneytið komið: „Égtel að það sé eintómur fyrirsláttur að ekki sé hægt að fram- kvæma þetta. Það eru margar leiðir til þess. Ráðherra er falið að setja með reglugerð nánari ákvæði um fram- kvæmd endurgreiðslunnar og tiltaka þau gögn er sveitar- stjórnir þurfa að leggja fram til að öðlast rétt til endur- greiðslu. Ef um einhvervafa- atriði er að ræða eins og að tæki gætu verið notuð til annarra verka, þá sýnist mér að ráðherra hafi það í hendi sinni að vísa frá þeirn reikn- ingum. Venjulega er það al- veg ljóst hvemig tækið er notað Snjóblásari er ekki notaður nema í snjóblástur. í hríðar- veðri er veghefill ekki notað- ur nema til snjóruðnings." Síðan áréttaði Páll Péturs- son það að vilji Alþingis lægi fyrir og ráðherra bæri að framkvæma hann. Það er mergurinn málsins. En þingmenn ættu einnig að varast að samþykkja lög sem ekki eru framkvæman- leg. Það er aldrei að vita nema það færi fyrir þeim eins og Albert, að rétta upp höndina til samþykkis sem þingmaður, en geta svo ekki með nokkru móti staðið við samþykkt sína þegar hann er orðinn fjármálaráðherra. fréttir Um helgina heldur Kvartmfluklúbburinn bflasýningu sína í Kolaporíinu í kjallara Seðlabankabyggingarinnar. Bílasýning Kvartmíluklúbbsins um helgina ■ Um helgina heldur Kvartmíluklúbburinn árlega bílasýn- ingu sína og verður hún að þessu sinni í Kolaportinu, kjallara nýja Seðlabankahússins. Þar verða sýndir allir helstu aksturs- íþróttabílar borgarinnar auk mótorhjóla, gamalla bíla og annarra bifreiða sem kunna að gleðja augað og eru á einhvern hátt frábrugðnar þeim sem almennt eru á götum bæjarins. Sýningin opnar klukkan tvö á laugardag og verður opin til klukkan 10 um kvöldið. Á sunnudag er svo sýningartími frá 10

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.