Tíminn - 31.03.1984, Blaðsíða 11

Tíminn - 31.03.1984, Blaðsíða 11
 LAUGARDAGUR 31. MARS 1984 „Þetta er mjög gódur skóli" Rætt við Jóhönnu E. Sveinsdóttur söngnemanda ■ Jóhanna E. Sveinsdóttir var í söng- tíma í skólanum. Við fengum hana til að rabba örlítið. - Hvað ert þú búin að vera lengi í námi hér? „Þetta er þriðji veturinn." - Og þú ert að læra... „Ég er að læra söng hjá John Speight." - Er þetta erfitt nám? „Söngnám er erfitt nám en skemmti- legt.“ - Af hverju fórstu út í þetta? „Ég var búin að vera í söngnámi í 9 vetur. Svo skipti ég alveg um og fór hingað, sem er mjög gott fyrir söng- þroskann." - Hvernig finnst þér þessi skóli? „Ég er kannski ekki dæmigerður nem- andi, því ég er bara í söngtímum. En þetta er mjög góður skóli, ég tel það. Það kom mér mjög á óvart hvað nemendur eru góðir hér.‘‘ - Hvenær lýkur söngnámi þínu? „Því lýkur aldrei. En ég kem til með að halda áfram svo lengi sem ég finn að ég tek framförum og leiðsögn." -ÁDJ ■ Jóhanna E. Sveinsdóttir Tímamynd Árni Sæberg ■ Halia Björgvinsdóttir. Tímamvnd Árni Sæberg „Verd aldrei reið við fiðluna“ Halla Björgvins- dóttir 8 ára tekin tali ■ Halla Björgvinsdóttir er átta ára og er að læra á fiðlu. Hún spilaði fyrir okkur lagið „Hann/Hún á afmæli í dag“ og lét svo taka við sig viðtal. - Hvenær byrjaðirðu að læra hér? „Ekki á þessu ári, heldur á hinu árinu um haustið." - Af hverju fórstu að læra á fiðlu? „Mig langaði það bara. Mér finnst gaman að fiðlunni. Mamma er píanó- leikari og systir mín spilar á selló." - Finnst þér erfitt að spila á fiðlu? „Stundum." - Verðurðu nokkurn tíma reið við fiðluna? „Aldrei." - Hvaðætlarðuaðhaldalengiáfram? „Þangað til ég er búin." - Hvenær? „Ég veit það ekki." -ÁDJ AUGLÝSING Um aðalskoðun bifreiða og bifhjóla í Kjósar-, Kjalarnes- og Mosfells- hreppum og á Seltjarnarnesi 1984. Skoðun fer fram sem hér segir: Kjósar- Kjalarnes- og Mosfellshreppur: Mánudagur 9. apríl þriðjudagur 10. apríl miðvikudagur 11. apríl fimmtudagur 12. apríl Skoðun fer fram við Hlégarð í Mosfellshreppi Seltjarnarnes: Mánudagur 16. apríl þriðjudagur 17. apríl miðvikudagur 18. apríl Skoðun fer fram við félagsheimilið á Seltjarnarnesi. Skoðað verður frá kl. 8.15-12.00 og 13.00-16.00 alla framantalda daga á báðum skoðunarstöðunum. Festivagnar, tengivagnar og farþegabyrgi skulu fylgja bifreiðum til skoðunar. Við skoðun skulu ökumenn leggja fram fullgild ökuskírteini. Sýna ber skilríki fyrir því, að bifreiðagjöld séu greidd, að vátrygging fyrir hverja bifreið sé í gildi og að bifreiðin hafi verið Ijósastill' eftir 1. ágúst sl. Athygli skal vakin á því að skráningar- númer skulu vera læsileg. Vanræki einhver að koma ökutæki sínu til skoðunai á auglýstum tíma, verður hann látinn sæta sektum samkvæmt umferðarlögum og ökutækið tekið úi umferð hvar sem til þess næst. Þetta tilkynnist öllum þeim, sem hlut eiga að máli. Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu, Bæjarfógetinn á Sel tjarnarnesi 29. marz 1984. Einar Ingimundarson Útboð Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í efnisvinnslu á Vesturlandi. Mala skal efni í malarslitlög á Seleyri við Borgarnes og í Eiðhúsamel við Vegamót á Snæfellsnesi, alls 7000 m' á hvorum staö. Auk þess skal mala 500 m af efni í burðarlag og 200 m af efni í klæðningu í Eiðhúsamel. Verkinu skal lokið 15. júní á Seleyri, en 15. júlí í Eiðhúsamel. Útboðsgögn verða afhent gegn 1000 kr. skilatryggingu á skrifstofum Vegagerðar ríkisins í Borgarnesi og í Reykjavík. Fyrirspurnir ásamt óskum um upplýsingar og/eða breytingar skulu berast Vegagerð ríkisins í Borgarnesi skriflega eigi síðar en 9. apríl 1984. Tilboð skal gera í samræmi við útboðsgögn og skila í lokuðu umslagi merktu „Efnisvinnsla I á Vesturlandi 1984“ til Vegagerðar ríkisins, Borgartúni 7, Reykjavík, eða Borgarbraut 66, Borgarnesi, fyrir kl. 14.00 hinn 16.apríl 1984. Kl. 14.15 verða tilboðin opnuð þar að viðstöddum þeim bjóðendum, er þess óska. Reykjavík í mars 1984. Vegamálastjóri Svæðisstjórn Suðurlands - Málefni fatlaðra auglýsir lausar tvær stöður við meðferðarheimilið Lambhaga Selfossi. Þroskaþjálfamenntun æski- leg. Nánari upplýsingar gefur Kristín Guðmunds- dóttir forstöðukona sími 99-1869. Umsóknir sendist til skrifstofu svæðisstjórnar Suðurlands Skólavöllum 1, Selfossi fyrir 10. apríl n.k. Svæðisstjórn Suðurlands

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.